Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 24.10.1903, Side 1
Verð árgangsins (minnst \
52 arkir) 3 kr. 50 aur.;;
erlendis 4 kr. 50 aur., og :
í Ameríku doll.: 1.50.
Borgist fyrir júnímán- í
aðarlok.
ÞJOÐVILJINN.
-!-----
•_|= SeYTJÁNDI ÁBGAK6UE. --——
BITSTJÓEI: SKÚLI THORODDSEN. =|B06g—+~
1 Uppsögn skrifleg, ógild
nema komin sé til útgef-
’ anda fyrir 30. dag júní-
mánaoar, og kaupandi
i samhliða uppsögninni
\ horgi skuld sína fyrir
\ hlaðið.
M 44.
Bessastöðum, ‘24. okt.
19 0 3.
íslandsbanki.
Sinnaslápti íhaldsliða.
——
Margir voru farnir að kvíða þvi í
sumar. að ekkert yrði úr stofnun hluta-
félagsbankans, þegar hvert skipið kom
frá útlöndum eptir annað, án þess for-
göngumenn bankafyrirtækisins kæmu, til
þess að setja bankann á stofn.
Fyrir septemberlok átti bankinn að
vera stofnsettur, því að ella var leyfi
þeirra Arntzen’s og Warburg’s úr gildi
fallið.
En tíminn leið óðum, og menn voru
farnir að kvíða því, að óvinum fyrirtæk-
isins — innlendum og fitlendum —
myndi hafa tekizt að hnekkja því til
fulls. og þá áttu landsmenn að biia við
landsbankaeinveldið, hver veit hve
lengi.
Vinir hlutabankastofnunarinnar hér á
landi, sem ótrauðir höfðu fyrir henni
barizt, þrátt fyrir látlausan rógburð, og
enda landráðagetsakir, voru, sem sagt,
orðnir all-kvíðafullir, og mótstöðumenn-
irnir að þvi skapi hreiknir.
En svo rætist betur iir öllu, en á
horfðist. svo að bankinn tekur nú mjög
bráðlega til starfa.
Ráðherra vor hefur, sem rétt var, séð
það, að frumvarp alþingis, um aukningu
landsbankans, var að eins neyðartiltæki,
og hefir þvi talið sig breyta samkvæmt
vilja alþingis, og þörfum þjóðarinnar, er
hann eigi fór svo strangt í sakirnar, að
heimta, að hlutaféiagsbankinn væri tek-
inn til starfa í Reykjavík, er frestur
leyfishafa var út runninn, og fyrir þetta
á hann miklar þakkir skyldar.
Og nú þegar hlutafélagsbankinn er
sama, sem kominn, og hræðslan við
landsbankaeinveldið farin ögn að dofna,
þá heyrist varla ein rödd — nema má
ske úr hóp starfsmanna bankans —, er
eigi fagni komu nýja bankans, og segi
hann velkominn.
Jafn vel nánustu máltól víkversku í-
halds-„klíkunnar“, svo sem blöðin „Þjóð-
ólfur“ og rVestriu, er áður hafa sjaldnast
getað valið hlutafélagsbankastofnuninni
— eða formælendum hennar og forgöngu-
mönnum — nógu ill nöfnin, hafa nú al-
gerlega dregið niður seglin, og kveða við
allt annan tóninn, en áður.
Hlutafélagsbankinn er nú í þeirra
augum, orðin sannarleg nauðsynjastofn-
un fyrir landið, sem þeir eigi þykjast
efa, að hljóti að verða „öflug lyptistöng,
til að hrinda áfram atvinnuvegunum og
menningunni meðal landsmanna“.
Þetta er vitnisburðurinn, sem þeir fé-
! lagar nú gefa stofnun þessari, er þeir
áður hafa hamazt svo mjög á móti, og
viljað telja þjóðinni trú um, að væri
landráðastofnun, er ættiað ofurselja land-
ið i útlendar okurklær o. s. frv.
Öllu fljótar, en þetta, skiptist sjaldan
veður i lopti.
Á' hinn bóginn má þó lesa það milli
línanna í málgögnum þessum, hve gremj-
an er rik inni fyrir. þótt eigi þori þau
nú að láta hana uppi.
Meðal annars lýsir gremjan, og geð-
snepillinn, yfir óförunum sér t. d. i því,
að þau skrökva því nú upp, að þeir
Arntzen og Warbnrg séu „út úr spil-
inu‘‘.
Þessum ösannindum er auðsjáanlega
að eins fleygt frarn í þvi skyni, að mál-
gögn þessi gera sér i hugarlund, að al-
menningur reki síður augun í snúning
þeirra í máli þessu, ef þau geti í svipinn
talið mönnum trú um, að það séu nýir
menn, sem nú hafi tekið þetta fyrirtæki
að sér.
Reyndar munu nú fáir skilja, að fyrir-
tækið væri islanzkara, þótt svo væri, eða
landráðin minni(!)
En eitthvað urðu veslingamir fyrir
sig að bera, það hafa þeir fundið.
Og þótt ósannindin þeirra komist vit-
anlega upp ögn siðar, þá má þá væntan-
lega bjarga sér með öðrum nýjum(!)
Slíka pilta flökrar eigi af öllu.
En hvað sem þessum skyndilegu
sinnaskiptum andstæðinga hlutafélags-
bankastofnunarinnar líður, þá er það vist,
að almenningur má fagna komu nýja
bankans einlæglega.
Það er örðugt að reka allar atvinnu-
greinar í því landi, þar sem eins er á-
statt, eins og hér hefir verið, að pening-
arnir, afl þeirra hluta, sem gjöra skal,
hafa verið nær ófáanlegir.
Það fer ekki hjá því, að með" |komu
nýja bankans færist nýtt fjör og líf í
þjóð vora, nýjar atvinnugreinar opnast,
og gömlu atvinnuvegirnir verða reknir
með meiri krapti, en áður.
Hyggnum og duglegum mönnum
verða nú færir fleiri vegir, en verið
hefir.
Verzlunarstéttin tekur óðum að brjót-
ast undan hinujútlenda fargi, sem á henni
hefir legið, og verzlunin breytist í hyggi-
legra horf, en verið hefir.
Framfarimar hér á landi fara að
ganga miklu fljótar, þegar viðskiptalífið
er eigi lengur. sem blóðlaus líkami.
Allar hnútumar, sem vér framsóknar-
flokksmenn höfum fyr og síðar fengið,
af þvi að vér létum oss annt um, að
landið fengi öfluga peningastofnun, er
nægt gæti þörfum þjóðarinnar, og kom-
ið henni úr kreppunni, getum vér því
tekið oss ofur létt, og ekki sízt þar sem
andstæðingar málsins eru nú þegar fam-
ir að gera opinberlega þá játninguna, að
þeir hafi leitt þjóðina algjörlega afvegaí
máli þessu að undanförnu.
Það sanna bezt greinar þeirra nú, um
gagnsemi hlutafélagsbankastofnunarinnar,
þessar greinar, sem era svo dæmalaust
skemmtilegar, þegar litið er til þess, sem
á undan er gengið.
útlöna.
Til viðbótar útlendu fréttunum i sið-
asta nr. „Þjóðv.“, skal þessa getið:
Danmörk. Þess hefir áður verið get-
ið i blaði voru, að gestkomandi maður
réð á næturþeli á einn af þjónunurn í
veitÍDgahúsinu „Hotel Kongen af Dan-
markw i Kaupmannahöfn, og veitti hon-
um banatilræði, en var horfinn, er að var
komið, og vissu roenn eigi, hver maður-
inn var, en með þvi að hann hafði i ó-
gáti skilið eptir handkoffort, er hann
hafði haft meðferðis, þá gátu lögreglu-
þjónar þó að lokum grafið það upp, hver
munina ætti, er í handkoffortinu voru.
Kom það þá í ljós, að morðinginn var
maður, er ný sloppinn var úr betrunar-
húsinu, Mozart Lindberg að nafni, og er
hann sagður eitthvað geggjaður á geðs-
mununum.
f 9. sept. siðastl. andaðist í Kaup-
mannahöfn prófessor Hans Chr. Jensent
67 ára að aldri, einn i röð hinna þjóð-
kunnari málara í Damnörku. —
Svíþjóð. Sýning var haldin i borg-
inni Helsingborg síðastl. sumar, og sóttu
hana um 278 þús., og er mælt, að 180
þús. af sýningargestunum hafi verið frá
Danmörku.
f 13. sept. síðastl. andaðist tónskáld-
ið August Meissner, 70 ára að aldri, og
þótti Svíum mikil eptirsjá að honum. —
Finniand. Einatt herðir \Bobrikoff,
landstjóri Rússa, hnútana fastar og fastar
að Finnum. Öll dagblöð eru nú háð
ströngustu ritskoðun, og hafa ýms blöð
orðið að hætta að koma út, af því að rit-
skoðunarmönnum hafa mislíkað einhver
ummæli þeirra. — Nú er og í ráði að
rássnesk mynt verði innleidd á Finnlandi,
gagnstætt lögum landsmanna.
Þá er og í ráði, að Bobrikoff muni
þröngva finnskum stúdentum, til að inna
af hendi hervarnarskyldu einhvers staðar
á Rússlandi, þótt lög Finna geri engum
að skyldu, að bera vopn utan takmarka
landsins.
Hins þarf og eigi að geta, að það er
orðinn nær daglegur vani, að embættis-
menn séu reknir frá embættum, eða heldri