Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 24.10.1903, Síða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 24.10.1903, Síða 2
174 P.i •-> n j j-j inn . XVII, 44. mönnum vísað úr landi, ef þeir mótmæla á einhvern hátt lögleysum stjórnarinnar, eða þykja sýna þjóðrækni. FinnleDdingar eiga því um sárt að binda um þessar mundir. — — Rússland. Svo er að sjá, sem Rússa- stjórn ætli sér að halda áfram að þröngva kosti gyðinga þar í landi, þvi að ný skeð var fjöidi gyðinga teknir fastir í borg- inni Varschau, og þykjast þó engir vita, að þeir hafi neitt ólöglegt að hafst. — Bannaö er ög gyðingum að hafa aðsetur í Bússlandi, nema á nokkrucn tilteknum stöðum. 11. sept. urðu talsverðar róstur í grennd við bæinn Jelissawetpol i Kaukasus, út af því að ýmsar kirkjueignir voru lýst- ar rikiseign; varpaði lýðurinn óspart grjóti á lögregluliðið, svo að ýmsir lögregiu- menn fengu all-miklar skeinur, og skutu á múginn, svo að 7 féllu, en um 80 særð- ust. — — Þýzkaland. Liðsforingi einn, Breid- enliach að nafni, var ný skeð dæmdur í 8 ára fangelsi, sakir ótrúlegrar harðýðgi við undirmenn sína. Hafði hann þrá- falldlega barið þá með byssuskeptum, svo að blóðið lagaði úr þeím; og er hann hafði látið höggin ganga um hríð, var hann vanur að spyrja hlutaðeiganda, hvort hann hefði barið hann, og ef hinnjátti því, hélt hann áfram að láta höggin dynja, unz hinn svaraði; „Nei, hr. liðs- foringi, þér hafið alls ekki barið mig“. — Þessa á milli hafði hann svo hrætt fé út úr undirmönnum sínum, og bann- að þeim harðlega að kæra yfir meðferð- inni, og hafði honum því haldizt þetta mjög lengi uppi, áður en uppvíst yrði. Frakkland. 22. sept. héldu friðarvin- ir úr ýmsum löndum fund í borginni Bouen, og lýsti sá fundur því yfir — og þar á meðal Englendingar, er á fundin- um voru —, að Englendingar hefðu brot- ið gegn alþjóðarétti, er þeir lögðu Suður- Afriku-lýðveldin (Transvaal og Oranje) undir yfirráð sín. Sömuleiðis tjáði fund- urinn Roosevelt, forseta Bandamanna, þakkir sínar fyrir það, að hann hefði fengið ágreiningi Breta og Þjóðverja við lýðveldið Venemela skotið til friðardóms- ins í Haaq, svo að ófriði varð að mestu afstýrt. Eptir þvi sem Jaurés þingmaður hefir nýlega skýrt frá i blaðinu „Le petite république“, þá er frakkneska stjórnin, eða landstjóri hennar i Algier, í óða önn að hertýgja lið, sem á að leggja í leið- angur til Marocco, og tryggja Frökkum þar yfirráðin, enda er mælt, að Englands- stjóm hafi þegar samþykkt þetta i kyrr- þey gegn því, að Frakkar viðurkenni yfirráð þeirra á Egyptalandi, sem mjög hefir orðið að sundurþykkju milli þjóð- anna. Frakkneskur miljóna-eigandi, Jacques Lelrrandy að nafni, hefir verið á ferða- lagi suður um •Saúaj’a-eyðimörkina, og átt þar í höggi við oinhverjar villiþjóðir, og kallar sig nú „imperator Saharaeu, þ. e. keisara í Sahara, og hafa Frakkar mjög gaman af tiltektum hans og ævintýrum, euda lætur haun keisarafánann blakta á húsi sínu i Parisarhorg. Mikið umtal hefir orðið í Frakklandi um morð, er framið var í Aix-les-Bains aðfaranóttina 20. sept., er þar var myrt ungfrú Euqénie Fougére, og þjónustumær hennar, og rænt ýmsum dýrgripum, er taldir eru 200 þús. franka virði. Ungfrú Eugénía hafði að vísu eigi mikið siðlæt- isorð á sér, eu lifði veglega á kostnað ríks kunningja síns, og var alkunn i París, sakir fegurðar og yfirlætis. Victor Emmanuél, konuugur ítala, og drotning hans, voru væntanleg til Parísar um miðjan október, og viðbúnað- ur mikill, til að taka þeim sem höfðing- legast, enda virðist nú fremur vera að draga til vinfengis með Frökkum og í- tölum. Mælt er, að frakkneskir „sooialistaru hafi og skrifað skoðanabræðrnm sínum á Italíu, og beðið þá, að gera engin spjöll, ef Nicolaj Rússakeisari kæmi til Italíu, sem í ráði var, því að það kynni að spilla vinfengi Frakka og Itala. — Sýnir þetta, hve afar-flaðrandi frakkneska lyðveldið er, þar sem rússneski einvaldsherrann á hlut að máli. — Holland. Járnbrautarlesthlekktist áí grennd við Amsterdam 13. sept., og hlutu 20 menn meiðsli, meiri og minni. Balkanskaginn. Astandið í Makedon- íu verður æ hörmulegra dag frá degi, og ofan á annað bætist, að öll uppskera má heita þar eyðilögð, svo að eigi er annað fyrirsjáanlegt, en að hungursneyð sé fyr- ir dyrum. Tyrkir hafa nú 185 þús. vopnaðra manna í Makedoníu, og ætla þó að draga að sér lið úr Litlu-Asíu, svo að þeir hafi alls 250 þús. liðsmanna. Uppreisnarmenn í Makedoníu hafa ný skeð látið strá út ávarpi til þjóðar- innar, þar sem meðal annars er svo að orði kveðið: „Makedoningar! Ollu hafið þér fórnað á altari frelsisins! Þorp yðar eru brennd, börn yðar myrt, konur og systur svivirtar! En þetta hefir að eins orðið til þess, að blása nýjum karl- mennskuhug í hjörtu yðar. Óp barnanna, og kveinstafir kvennanna, hafa stælt huga yðar, og gefið yður máttinn til þess, að þola þenna mikla ófrið, sem á að gjöra enda á margra alda harðstjórn og kúg- unu. Að lokum endar ávarpið með þeirri áskorun, að hafa orðin „frelsi eða dauði“, sem heróp. Aðfaranóttina 3. sept. varð ákafur elds- voði í þorpinu Trawnik í Bosníu, og brunnu þar 500 hús, og um 3 þús. manna urðu húsnæðisiausar. — Tyrkjalönd í Asíu. í blaði þessu hef- ir áður verið getið um manndrápin í Beirut, sem spunnust af komu Banda- rikja-flotans til þeirra stöðva, og er svo að heyra, sem þar muni enn eigi sem friðsamlegast, því að um miðjan septem- bermánuð flýðu um 4 þús. kristinna manna þar úr borginni, og hafa hafst við uppi á Líbanon-fjalli, og eigi þorað að hverfa. heim aptur, sakir haturs og trúarofstækis mohamedstrúar m ann a. I ýmsum öðrum héruðum Tyrkjaveld- is í Asíu virðast mohamedstrúarmenn einnig orðnir mjög æstir, og stafar það af baráttu kristinna manna og moha- medstrúanda í Makedi miu, þar sem marg- ir mahomedstrúarmenn telja trú sína í hættu stadda, og er þá hverjum sann- trúuðum mohamedstrúarmanni skylt að gripa til vopna, samkvæmt trúarbók þeirra, „kóraninumu. Til dæmis um trúarofstækið er þess getið, að ný skeð barst hraðskeyti frá Medína — borg þeirri á Arabalandi, þar sem Moliamed spámaður er grafinn — til Konstantínopels, þar sem skýrt er frá því, að spámaðurinn hafi birzt á gröf sinni, og verið séður af 5 mönnum, fórn- andi höndum til himins, og hrópandi há- stöfum: „Allah! Frelsa þú þjóð þina!u En mönnum þeim, er sýn þessa sáu, seg- ir sagan, að hafi brugðið svo við, aðþeir féllu óttaslegnir til jarðar, og sáluðust allir(!) Eru sumir eigi óhræddir um, að Tyrkjasoldán muni nota sér trúarofstæki þetta, og verða enn ósvegjanlegri og harðari í horn að taka, að því er til málanna í Makedoníu kemur. — Ameríka. 6. sept. var Þjóðverji einn, John Miller að nafni, tekinn fastur í borginni Syraouse í Bandaríkjunum, af því að lagskona hans skýrði lögreglu- stjórninni frá því, að hann ætlaði að skjóta Roosevelt forseta, og var maðurinn tekinn róttum kl.tima áður, en verkið skyldi framið. Talsverð hreifing er vöknuð i sum- uin ríkjum í Suður-AmeríJcu í þá átt, að reyna að sameina ýms lýðveldin, og skapa úr þeim eitt riki, í likingu við Banda- ríkin í Norður-Am eríku. — Heitir sá Herhero, og er ráðherra í Chili, er mest gengst fyrir þessu. •.......... Kaffisöluhúsin í Reykjavík. Hr. ritstjóri! Eins og lesendum blaðs yðar mun kunn- ugt, fjölgar óðum kaffisöluhúsum í Beykjavik, og tel eg það framfaravott, sem bendir á það, að dálítill stórbæja- bragur sé að færast yfir höfuðstað vorn, þótt í smáum stýl sé. En þar sem eg var nýlega staddur í Heykjavík, og kom þá inn í 2—3 þess- ara kaffisölustaða, virðist mér rétt að vekja máls á þvi í blöðunum, hve fjarri því fer, að nokkuð verulegt sé gjört, til þess að gera gestunum dvölina þægilega, meðan þeir staldra þar við. til þess að kaupa sér kaffi- eða chocolade-bolla, eða annað, sem kaffisöluhús þessi hafa til sölu. Sætin eru víðast óþægileg, optast stólar með hörðum trósetum, ekkt rt hugs- að um það, að útsýni sé út að fjölfarinni götu,, að eg nú ekki tali um, að það þekk- ist ekki, að hafa borð og bekki fyrir ut- an kaffisölustaðina, eins og al-títt er í öðrum Jöndum.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.