Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 16.01.1904, Blaðsíða 4
8
Ipjóðviljinn.
voru: Jens rector Sigurðsson, og kona hans Ólöf
BjörnsdóUir. yfirkermara Gunnlaugssonair — Árið
1878 giptist hún Sigurði Jímssyni, sýslumanni
í SnæfeJlsnes- og Hnappadals-sýslu (ý 18931,
en fluttist til Reykjavíkur þrem árum eptir lát
manns síns, og hefir dvalið þar síðan.
Hjónaband þeirra hjóna var barnlaust, og
fósturdóttir þeirra, Þórdís JÞorleifsdóttir, andað-
ist á síðastl. sumri.
Frú Onðl/mg sáluga var gáfuð kona, vel mennt-
uð, og mikilhæf, og í stuttu máli mesta val-
kvendi.
Fyrir rúmu hálfu öðru ári (í mai 1902j kenndi
hún fyrst veikinda þeirra (aðsvifaj, er nú hafa
dregið hana til dauða, enda náði hún sér aldrei
til fulls, eptir fyrsta veikindakastið, þótt hún
væri á fótum.
Jarðarför hennar fór fram í Reykjavík 15.
þ. m.
Kvef hefir verið að ganga í Reykjavík, og í
grenndinni, og er fremur langvinnt. — Betra, að
fara varlega með bömin, svo að ekki snúist upp
í lungnabólgu.
Prentari Guðm. Magnússon tók sér far til út-
landa 6. þ. m., með gufuskipinu „Scandia11, til
þess að hagnýta sér styrk þann, er síðasta al-
þingi veitti honum til skáldmennta.
Hann lítur alls ekki við Færeyjum, kemur
þar ekki við, en ætlaði meðal annars til Lund-
úna, til að kynnast fagurfræði Breta.
Factor Jón Gunnarsson i Hafnarfirði hefir
nýlega orðið fyrir þeirri sorg, að missa efnilegt
barn á öðru ári.
Ráðlierrann hefir leigt sér húsnæði í hinu nýja
húsi Guðjóns úrsmiðs, á 1. lopti; en „Islands-
banki11 leigir herbergin niðri.
Mælt er, að húsaleiga ráðherrans verði 1200
kr. á ári, og húsnæðið leigt honum til 5 ára,
frá 14. mai næstk. að telja; en til vorsins hefir
ráðherrann kosið sér húsavist hjá hr. Arna Niku-
lássyni rakara, sem er alþekkt „politísk stærð“
í höfuðstaðnum.
„íslandsbanki“ tekur að likindum eigi til
starfa, fyr en 1. apríl, enda þótt hann hafi leigt
sér húsnæði frá 1. marz, þar sem undirskript
bankaseðlanna o. fl. tekur talsverðan tima.
Gufnskipið „Saga“ kom til Reykjavíkur frá
Bretlandi 14. þ. m., fermt kolum o. fl. til verzl-
unarinnar „Edinborg11.
I«nl. ■' I I l:i| !| ■ ■i'l' Ini'jl.'l ‘I. ■ imi I |! I'tl «>■ I r<l I <lil.ll IIIKniBIHIHHIIIIWlllldlWliaitlflMlll'l'IIIMUSMVIIIItltlll
Geyser-ovnen.
Ky Opiindelse, Patenteret Danmark 1903.
Kutidens bcdste Stedsebrænder.
Absolut uden Konkur-
rence.
Over 10,000 i Brug.
Enorm Brænilsel-
besparelse.
Geyser-Ovnen har stor Koge-
indretning. Simpel og bekvem Bekand-
ling. Fordrer ringe Pasning. Regulerer
Stuelnften.
OjT Bedre Fodvarnier eksisterer ikke.
Bliver gratis udmuret med Kanalsten.
Kan opstilles overalt færdig til Brug paa
10 Minuter. Opvarmer som stedsebræn-
xvni, 2.
dende 3 Værelser for 35 Öre pr. Degn.
Ovnene bliver under G-aranti færdig
monteret paa egne Værksteder. I Ovnen
kan brænde alslags Kul, Kokes, Brænde,
Törv. Ovnen forsendes herfra færdig
udmuret lige til at stille op.
JKST' Pris 1 i*;i 35 Kr.
Kjöbmænd Rabat.
Eneudsalg i Danmark:
Jcns Banscn,
Yestergade 15. Kjöbenhavn.
^ Rétti tíiinn
til þess að gjörast kaupandi
XVSii. árg. „Þjóðv.“
Þeir, sem eigi hafa áður verið kaup-
endur blaðsins, ættu að kynna sér aug-
lýsinguna í 49. nr. fyrra árgangs, til þess
að sjá kostakjörin, sem nýjum kaupend-
um bjóðast:
S 200 bls. af skemmtisögum 2
og auk þess síðasti ársfjórðungurinn af
17. árg. „Þjóðv.“, hvorttveggja
alveg ókeypis.
Hvað skyldu þau blöðin vera mörg,
er bjóða slíka kosti?
Reykvikingar geta pantað blaðið
hjá hr. Skula Þ. Sívertsen, Ingólfsstræti,
Reykjavík.
PRKNTSMIÐJA H.TÓÐVILJANS.
6
karlmanni, hrokkinhærðum, bláeygum, með löngu yfir-
skeggi.
Jeg virti myndina fyrir mér um hríð, og spurði
svo sjálfan mig:
„Er þetta myndin af morðingjanum?“
Gat verið, að svo væri, og þó var það óvíst; en
mynd þessi gat þó verið mjög mikils virði, og geymdi
eg hana því vandlega.
í kjólvasa veslings stúlkunnar var peningabudda,
og í henni hálft-annað sterlingspund, og nokkrir silfur-
hringir, en alls enginn bróf-lappi.
í vasa á millipilsinu fann eg þó nálhús, og reikn-
ing yfir ýmis konar kramvöru, er keypt hafði verið í
alþekktri kramvöruverzlun í Lundúnum,
Reikningurinn bar það með sér, að reikningsupphæð-
in var greidd, og geymdi eg hann þó engu að síður,
ef ske kynni, að hann gæti leitt til einhverra upplýsinga
í málinu.
Meira þótti mér varið í ofur-lítið fílabeinsspjald,
sem einnig var i vasanum, og á var ritað:
„Hitta Dick 25. ágúst, og krefjast þess, að málið só
út kljáð á annanhvorn veginn“.
Á spjaldið var og ritaður mánaðardagurinn 27. ág.,
og gat það lotið að einhverju, er áformað hafði verið
tveim dögum fyr.
Nafnið „Dick“ var auðsjáanlega stytting af nafn-
inu „Richarð“.
Nærfatnaðurinn var merktur „María“, sem fyr seg-
ir, og upphafsstafirnir á nistinu voru „M og R“.
Stafir þessir táknuðu auðsjáanlega Maríu og Rio-
7
hard. og höfðu verið grafnir, er allt lók í lyndi, og ást-
in var, sem Paradísar-draumur.
En nú var ritað á fílabeins-spjaldið:
„Hitta Dick 25. ág.,og krefjast þess, að málið só út
kljáð á annanhvorn veginn“.
Benti ekki orðið „krefjast“ á eitthvað óþægilegt?
Af ástinni þarf maður einskis að krefjast, því að
henni er það ljúft, að fullnægja öllum skyldum sínum.
Jeg skýrði þetta fyrir mór á þessa leið: „Það hefir
komið missætti milli þeirra; ástin hefir kólnað hjá Dick,.
og veslings stúlkunni hefir því virzt nauðsynlegt, að'
krefjast þess, að mál þetta yrði út kljáð á annanhvorn
veginnu.
Dick hlaut því að vita, hvernig leyndarmáli þessu
væri varið.
I bátnum fannst ekkert, nema blóð; árarnar voru
horfnar, en fundust seinna í árósnum.
Á apturstefni bátsins stóð nafnið: „Gourock, báta
leigjandi“; en er hann var spurður, svaraði hann hiklaust,
að hann hefði engum léð bátinn um nóttina, er glæpur-
inn var framinn.
Bátnum hlaut því að hafa verið stolið, og sann-
færði það míg um það, að glæpurinn hlyti að hafa verið
drýgður af ásettu ráði.
Hefði morðinginn fengið bátinn léðan, vissi hann,
að bátseigandinn gat skýrt frá því, hvemig bátsleigjand-
inn hefði verið í hátt, og þótti honum því tryggara, að
taka hann í leyfisleysi.
Menn sjá þvi, að ekkert hafði verið ógjört látið,
til þess að hylja sorgarleik þenna í sem allra mestu.