Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 24.01.1904, Síða 1
Verð árgangsins (minnst
62 arkir) 8 kr. 50 aur.;
erlendis 4 kr. 50 aur., og
í Ameríku doll.: 1.50. ■
Borgist fyrir júnímán-
aðarlok.
Þ.J OÐYILJINN.
— -]= Átjándi áröang-ub. ==!■■ ".=-
-!-|«>s|=== EITST.T ÓRI: SKÚLI THORODDSEN. —*—
Uppsögn skrifleg, ógild
\ nema komin só til útgef-
: anda fyrir 80. dag júnír
mánaðar, og kaupandi
j samhliða upps'ógninni
j borgi skuld sína fyrir
M 3.
Bessastöðum, 24. jan.
19 04.
Illa gætt hagsmuna landssjóðsins.
L a n d r i t a r a-v a I i ð.
Það er nú sannfrétt orðið, að hr.
Klemenz Jónsson tekur á móti landritara-
embættinu, og gerir — eins og góðu
börnin, — það, sem fyrir hann er lagt,
að afsala sér þingmennskunni.
Það er því tími til kominn, að íhuga
þetta fyrsta afrek hins tilvonandi ráðherra
vors, og skulum vér því fara um það
fáum orðum.
Ber því eigi að neita, að oss, og að
því er oss heyrist, ýmsum fleirum,
virðist þessi fyrsta ráðstöfun ráðherr-
ans hafa tekizrt all-óheppilega, og skiljum
vér eigi, hvernig hann þykist geta varið
þær gjörðir sínar gagnvart þjóðinni.
Oss fór svipað, sem Njáli forðum, að
vér létum segja oss tíðindin þrisvar, er
vér heyrðum, að hr. Kl. Jónssyni væri
boðið landritaraembættið.
Yér förum hór ekkert út í þá sálma,
hvort hr. Klemenz Jónsson sé vel fall-
inn til stöðu þessarar, og leiðum einnig
alveg hjá oss alla rannsókn um verðleika
hans, þótt freistandi kynni að vera.
En á það verðum vér að benda, að
almenningur telur hr. Pál Briem amt-
mann vera mann vel hlutgengan, oglit-
ur svo á, sem liann hefði átt að takast
fram yfir hr. Klemenz Jónsson, hvort sem
til hæfileika, eða verðleikanna, var litið.
Almenningur gat og vænzt þess, og
átti fulla heimtingu á því, að ráðherrann
tilvonandi gerði sér far um, að gera eigi
landi voru tilfinnanlegan kostnaðarauka
að óþörfu.
Og þar sem enginn getur fullyrt, að
hr. Páll Briem hafi eigi að minnsta kosti
verið fyllilega eins vel fær um það, að
taka landritaraembættið að sér, eins og
hr. Kl. Jönsson, þá var ekkert áhorfsmál
að taka hann fremur, og er ástæðan til
þess öllum mönnum auðsæ.
Það var landinu stórhostlegur sparn-
aður, þar sem biðlaun, og eptirlaun handa
honum, hefðu þá sparast.
En afleiðingin af því, að landritara-
embættið verður veitt öðrum, er sú, að
PáU Briem verður nú að fá 2/s embætt-
islauna sinna, sem biðlaun, í 5 ár, og
síðan eptirlaun, sem líklega munu nema
um 3 þús. króna árlega, meðan hann lifir.
Hve mikilli upphæð þessi biðlaun og
eptirlaun kunna að nema alls og alls,
verður auðvitað eigi sagt með vissu, en
þar sem hr. P. Br. er maður á bezta
aldri, freklega hálf-fimmtugur, þá getur
upphœðin vél komizt upp í 100 þás. króna,
ef honum — sem vér, og fleiri, vildum
óska — jrði langs lífs auðið, og það
þótt sleppt sé öllum rentum og rentu-
rentum.
En hvers vegna er þá þessum kostn-
aði slengt svona á landið að óþörfu?
Hvers vegna á að leggja þessar óþörfu
byrðar á herðar landsmönnum, sem sann-
arlega hafa nóg að bera, þótt ekki bæt-
ist þetta við?
Svarið er ofur augljóst.
Það þurfti að latma hr. Kl. Jönssyni
fylgi hans við „heimastjórnarflokk-
ÍTm", og fyrir aðstoð hans við kosning-
una i Eyjafirði á síðastl. vori.
Þess vegna varð að ganga fram hjá
hr. Páli Briem, og þess vegna verður fá-
tœk alþyða, með auknum tolla- eða skatta-
álögum, sem skammt mun að bíða, að
leggja fram stórfé, má ske 100 þús. króna,
eða meira.
Þarna lýsir sér ættjarðarástin, og „ó-
eigingimin“, sem „heimastjórnaru-mál-
gögnin eru einatt að stæra sig af.
Þetta er fyrsta lysingin, og „dýr
myndi Hafliði allur“, ef framhaldið yrði
svipað.
G-etur vel verið, að hr. H. Hafstein
hafi persónulega verið það ljúfara, að hafa
hr. Kl. Jónsson fremur næstan sér, en hr.
Pál Briem; vér skulum ekkert fullyrða
um það; en fyrir slíkum persónulegum
tilfinningum áttu hagsmunir landsins að
sjálfsögðu að sitja i fyrirrúmi, ogmyndu
þá flestir hafa talið hr. H. Hafstein mann
að meiri.
En eins og honum hefir þóknazt að
haga þessu, getur naumast hjá því farið,
að margir hugsi: „111 var þín fyrsta
ganga“, og er það leitt, er svo tekst til
byrjuninni.
„Oddur Sigurðsson lögmaður (1682—1741).
Æfi- og aldar-lysing. Eptir Jón Jónsson.
Bessastaðir. Kostnaðarmaður: Skúti Thor-
oddsen. 1902“.
Fyrir skömmu kom út önnur bók, ept-
ir sama höfund (hinn einasta veruiega
sagnfræðing íslands, sem nú er uppi),
sem nefndist „íslenzkt þjóðemiu, og fekk
sú bók svo góðar viðtökur, að sliks munu
varla dæmi á síðari árum. Þá bók gaf
Sigurður Kristjánsson út; en þvi má geta
þess hér, að útgefendur eða kostnaðar-
menn eiga þakkir skilið, eigi síður en
höfundamir, fyrir góðar bækur, sem al-
menningi gefst þannig kostur á að eign-
azt, ef hann annars tímir að verja nokkr-
um aurum til annars, en glápa á lélega
þýdd leikrit, og útlent glingur, sem tran-
að er framan“í fólkið, og prísað með áln-
arlöngum lýsingum og leikaralofi, eins
og þettafsé lífsnauðsyn allrar þjóðarinn-
ar, þó að einungis litill hluti hennar eigi
kost á að njóta þessarar dýrðar. — Þpg-
ar „Islenzkt þjóðemiu kom út, þá rituðu
ýmsir, og ekki svo fáir um það í blöð-
unum, og gerðu sig merkilega með ýmsu,
sem þeir þóttust geta fundið að þessari
ritsmíð; leit svo út, sem þeir vildu sýna
sögulærdóm sinn og skarpskyggni; en
minntust ekki á það, að þetta er í raun
og veru sú einasta brúkanlega saga Is-
lands, sem enn er til, og mun lengi verða
sú einasta. Að eins finnst mér ýms þau
heimildarrit, sem höfundurinn tilfærir,
svo ómerkileg, að þeirra var ekki get-
andi.
Mikill vandi var ekki að rita álitum
þessa bók, um íslenzkt þjóðerni, af því
að þar er farið yfir sögu landsins í stór-
um dráttum, en hið einstaka síður dreg-
ið fram. Öðru máli er að gegna með
þetta rit um Odd lögmann; það nær að
eins yfir stutt tímabil, en þó svo merki-
legt, að af því má sjá allan aldarháttínn
á heilli öld, eða meir, eins og höfundur-
inn hefir tekið fram. En einmitt af því
tímabilið, sem ritið fæst við, er svo stutt,
þá varð, að fara nákvæmar út í einstök
atriði, og það hefir höfundurinn gert með
því, að rannsaka fjölda mörg skilriki, sem
ekki eru til nema í bókasöfnum, og eng-
um aðgengileg nema þeim, sem nenna
að leggja sig niður við slíkt, enda fárra
meðfæri. Engum skyldi detta í hug, að
efast um áreiðanleik höfundarins; allt rit-
ið ber með sér nákvæmni hans og óhlut-
drægni, og víða eru setningar, sem hver
maður ætti að muna eptir. í stuttu máli
er þetta einhver hin skemmtilegasta bók,
og stingur í stúf, er menn bera þetta
saman við hinar þunnu og tilkomulitlu
„skáldsöguru, sem annars úir og grúir
af á vorum dögum. Nú er og hið bók-
lega ástand vort komið í þá niðnrlægingu,
að maður getur varla varizt undrun, að
nokkur bók sé gefin út, sem að veru-
legu gagni sé, þvi fyrir utan landfræðis-
sögu Þorvaldar Thoroddsens, er þetta sú
einasta bók á seinni árum, sem vert er
um að tala, þeirra bóka, er ekki fást við
tómar pappírsframfarir og loptkastala.
Málið á bókinni er blátt áfram og lát-
laust, rithátturinn þægilegur, og prent-
villur mjög fáar. Það er allt öðruvísi
en sá ritháttur, þar sem maður veit varla,
hvaða mál þar er, og sé nokkurt meðal
til að koma máli voru fyrir kattamef, og
gera það áþekkt norsku sveitamáli eða
færeysku, þá er það annar eins afkára-
skapur og að rita „ig8Íu> „ögsiu, „Esúsuf
og þar fram eptir götunum — hvar er
þá „ástkæra, ylhýra málið — og allri
rödd fegrau? Eða ætla menn að öllum
standi á sama, hvað þeir sjá á prenti?
Það er merkilegt, að nokkur maður skuli