Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 24.01.1904, Blaðsíða 2
10
JI _V .s .
XVIi!.. 3.
geta fengið af sér að gefa út annað eins
afskræmi, og ekki lýsir það mikilli ást á
máiinu, sem allir vita að er oaðgreinan-
lega samvaxið þ]óðerninn, að fara með
það eins og mi gera sumir, annars vel
menntaðir og gáfaðir menn, sem við rit-
störf fást. — Samt mun einhver hafa
hnýtt i Jón, að hann ekki „kynni ís-
lenzkui* — i sama blaði þar sem orðið
„plana stendur í'jórum sinnum. Þorvaldi
Thoroddsen, Pétri biskupi, og fleirum,
hefir lika verið brugðið um málið, ein-
mitt af þeim, sem ekki sjá „bjálkann í
sinu eigin auga“. Yfir höfuð er ekki
mikið gefandi fyrir rit- og skáld-dómana
hérna.
Burt með „stigamennskuna“.
Nýlega lásum vér í ensku blaði svo
látandi ummæli:
„Stjarna „Toryu-flokksins bliknar óð-
um, svo að þess getur eigi verið langt
að biða, er frjálslyndi flokkurinn hættir
að gagna landi sinu, sem stjornar-and-
stæðingar, en tekur að gagna landi
sínu, sem valdaflokkurlí.
Yér birtum þessa klausu, sem lítið
sýnishorn þess, að i menningar löndum
heimsins kunna menn eigi siður að meta
starfsemi stjórnar-andstæðinganna, en
hinna, sem að völdum sitja í þann eða
þann svipinn.
Menn viðurkenna, að starfsemi þess
flokksins er þjóðinni engu siður nauðsyn-
leg, og að hann starfar, engu siður en
valda flokkurinn, að þvi, sem hann, fra
sínu sjónarmiði, telur þjóðinni gagnlog-
ast.
Á voru landi reyna stjórnarblöðin á
hinn bóginn, sí og æ, að koma þeirri
skoðun inn hjá almenningi, að þeir, sem
eigi segja já og amen við öllu því, er
stjórnin gjörir, eða finna að gjörðum
hennar að einhverju leyti, séu persónu-
legir fjandmenn hennar, er starfi ávallt
af illum hvötum, svo sem persónulegri
óvild, eigingirni, valdafýsn, eða blátt
áfram af mannvonzku, og séu í raun og
veru illviljaðir þjóð sinni, allra mestu
varmenni, og muni vera við margt mis-
jafnt riðnir.
I stað þess að sýna þjóðinni fram á,
hvað þeir sjálfir ætli sér að afreka, og
reyna að færa rök að því, að gjörðir
þeirra og fyrirætlanir séu þannig vaxnar,
að þjóðinni sé það hollast, að þeir haldi
um stjórnarvölinn, þá er tíðast haft það
lagið, að dylgja um það á ýmsar lundir,
að mótstöðumennimir hafi illar og óhrein-
ar hvatir, og séu verstu varmenni, sem
þjóðin verði að varast, o. s. frv.
All-optast eru róggreinarnar birtar
undir einhverju dularnafninu, því að höf-
undarnir finna það vel sjálfir, hve ó-
.þokkaleg iðja þessi er, og vilja þvi eigi,
að nafn sitt sé við hana bendlað, þótt
þeir vilji fegnir njóta góðs af uppsker-
unni.
Það er þessi blaðamennska, sem amt-
maður Páll Briem hefir í „Norðurlandinu“
PJOBVIL
réttilega nefnt „politíska stiga-mennskuu,
og varað þjóðina mjög alvarlega við.-
Það er og auðsætt, að meðan ýmsir
meðal þjóðar vorrar tjá sig, sem stand-
andi á svo lágu menntunarstigi, að þeir
láta nafnlausar róggreinar, og illkvittnis-
getsakir, hafa áhrif á atkvæði sittí lands-
málum, þá verður eigi skortur á óþokk-
um, er reyna að nota sér það,
Sýndi almenningur á hinn bóginn al-
menna fyrirlitningu á slíkri blaða-
mennsku, og léti hana engin áhrif hafa
á atkvæði sitt í landsmálum, þá félli burt
freistingin, og óþokkarnir yrðu þá að
hætta þessari iðju sinni, þegar ekkert
hefðist upp úr henni annað, en það, að
hún yrði sem hrísla á þeirra eigin hrygg.
♦ " i ........................19
Ur Norður-ísafjarðarsýslu er skrifað 2. jan.
1904: „Tíðin til landsins hefir verið ágætíallt
haust, og í vetur, en til sjóarins afieit, enda
heyri eg sagt, að í ísafjarðarkaupstað hafi menn
venju fremur orðið að snúa sér til fátækrasjóðs-
ins, og svipað er víðar, þótt í smærri stýl sé,
og er þetta slæmt ástand, eptir undanfarna ár-
gæzku, enda þótt lán í verzlunum séu nú miklu
minni, og takmarkaðri, en áður“.
I.íukIs ylirréttiirdém ur
var upp kveðinn 11. janúar síðastl. í máli rétt-
vísinnar gegn Jóni kaupmanni Hdgasyni í Reykja-
vík, fyrrum verzlunarmanni á ísafirði, sem sak-
aður var um, að hafa falsað skjal, undirritað af
Bjarnhéðni nokkrum Þarsteinssyni 24. janúar f.
á., 4 þann hátt, að hæta inn í það klausu þess
efnis, að Bjarnhéðinn ætti að horga honum 6 þús.
krónur fyrir brigðmæli um þilskipakaup ífélagi
við Jón Helgason, og urðu dómsúrslitin i lands-
yfirréttinum þau, að Jón var dæmdur i 12 mán-
aða hetrunarhússvinnu, aukmálskostnaðargreiðslu
í hæjarþingsrétti Reykjavíkur 11. ágúst síð-
astl. hafði Jón á hinn hóginn verið sýknaður, og
að eins dæmdur til málskostnaðargreiðslu, þar
sem eigi þóttu, gegn skýlausri neitun hans, vera
fram komnar fullnægjandi sannanir, að því er
skjalafalsið snertir.
Bökmenntafélags tímaritið.
Nefnd, er skipuð var á síðasta hókmenntafé-
lagsfundi í Reykjavik (Guðrn. Vinnhogaxon heim-
spekingur, Guðm. Bjömsson béraðslæknir og Þor.
steinn skáld Erlingsson) leggur til, að Skh-ni og
timariti félagsins sé slegið saman við næstk.
áramót, og heiti þá: „Skirnir, txmarit hins ísl.
bókmenntafélags11, og komi í heptum (4 sinnum
á ári), alls 20—24 arkir árlega.
Sérstakur ritstjóri, er stjóm félagsins velur,
annast um útgáfu tímaritsins að öllu leyti, og
leggur nefndin til, að félagið gpeiði honum 1000
kr. árlega, sem ritstjóralaun.
Talið er víst að þessi tillaga nefndarinnar
verði samþykkt á næstk. félagsfundi, enda væri
þess full þörf að Islendingar ættu kost á góðu
og fjölbreytilegu tímariti, í likingu við góð tíma-
rit erlendis. _________
Röng þýðing.
Niðurlagsorðin í grein prófessors G. Brandesar
í „Politíken“ 14. nóv. síðastl.:
„en Mand er sat i Spidsen for Öens Styre, í
hvis Sind der hor den varmeste Kærlighed til
Danmark og de Danske“.*
Þýðir hlaðið „Stefnir“ 9. des. síðastl. með svo
felldum orðum:
„heldur er einnig þeim manni fengin æðsta
stjórn eyjarinnar, sem einnig ann Danmöiku
og dönsku þjóðinni“.
Menn sjá af þessu, að annað hvorter „Stefn-
is“-ritstjórinn eigi sera bezt að sér í dönskunni,
eða ho»uin hefir þótt betur á því fara, vegna
íesanda sinna, ,,heimastjórnarmannanna“(!), að
*) Sbr. þýðinguna í 51. nr. 17. árg. „Þjóðy.“
■ vikja orðum Brandesar við, og láta, senx hann
j hefði sagt allt annað, en hann sagði.
Sannleiksástin hjá máltóli þessu sýnir sig
j jafnt í srnáu, sem stóru.
Skóla-óstandiö. túr bréfl).
.... „Það þarf einhverra góðra ráða, :ið
þvi er lærða skólanri snertir. — Þetta
er bttaleyt ástand, og sjálfsagt stafar það
nokkuð af ólagi rectors, en jeg er viss
um, að bæjarlífið í Beykjavík, og þetta
algjörða eptirlitsleysi með piltum, siðan
heimavistirnar voru afnumdar, á einnig
mikinn þátt i því.
Afnám keimavistanna yar hið'versta
glapræði, þvi að með því var piltum utan
af landinu fyrirmunað, að eiga nokkurt
heimili, er þeir, öllum ókunnugir, koma
til Reykjavíkuru.
Hr. Stead, hinn alkunni ritstjóri tímaritsins
„Review of Reviews“, byrjaði nú um áramótin
að gefa út nýtt blað, og á stefna þess að vera í
því fólgin að benda á hina góðu hlið hvers hlut-
ar, því að jafn vel Lundúna-þcikan alræmda hali
einnig sína kosti.
„Sterkasti maðurinn í heiminum er sá, sem
aleinn stendur", segir norska skáldið He.nrik
Ibsen.
Til sjóðstofnunar í minningu um Max. Miiller,
er var prófessor í Oxford, og frægur er af rit-
um sinum um trúarhrögð og forntungur ýmsra
Austurálfu-þjóða, hafa Bretar skotið saman 2400
sterlingspundum, og á sjóðurinn að stuðla að
því, að efla þekkingu manna á tungu, bókmennt-
um og trúarbrögðum Asiu-þjóðanna í fornöld,
einkum Indverja.
í rökkrunum.
—<n>>—
Sjórekna mannsbeinið.
Stúlka nokkur var einhverju sinni á
gangi með sjó fram, og fann þá manns-
bein sjórekið, og hafði hún það heim
með sér.
Nóttina eptir dreymdi hana, að mað-
ur kom til hennar, er kvað vísu þessa:
„Svona fer um sálað hold
sumra meðal þjóða;
leggðu beinið mitt í mold
mætust hringatróðau.
Stúlkan mundi vísuna, er hún vakn-
aði, og sá því um, að beininu var kom-
ið i gröf, er næst var jarðað, enda er
þess eigi getið, að hinn látni vitjaði
hennar optar. — —
i’ormœlingin,
Einu sinni voru hjón, er kom all-illa
saman, og morgun einn, er bóndinn ætl-
aði að róa tii fiskjar, hafði þeim, sem
optar, orðið eitthvað sundurorða, ogkall-
aði því konan á eptir honum, er hann
gekk að heiman: „Farðu til helvítis!“
Bóndinn reri um daginn, sem ætlað
var, en með því að veður breybtist skjót-
lega, hvolfdi bátnum, og drukknaði bónd-
inn.
Næstu nótt, eptir atburð þenna,
dreymdi konuna, að bóndi hennar kom
til hennar, og kvað visu þessa:
„Kroppurinn liggur kaldur í hlé,
kann ei lengur svamla;
en hvar heldurðu’ að sálin só,
seima-nornin gamla?u