Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 08.02.1904, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 08.02.1904, Blaðsíða 4
20 Þjóðviljinn . xvm,. 5, Skröltið segir yfirsmiðnriim, að kaldið liafi áfram í nærfellt 2 kl.stundir, og hef- ir svefn veika tnannsins, og skröltið i kirkjunni, verið samtímis, að því er næst verður komist. Þenna sama morgun var yfirsmiðurinn við smíðar sínar á kirkjugólfinu, þar sem vant er að láta lik standa við jarðarfarir, og finnur hann þá allt í einu, er skrölt- ið var hætt, rajög sterka náiykt, og spyr því hina smiðina, hvort þeir verði nokk- urrar lyktar varir. Smiðirnir neituðu því, og segir hann þeim þá, að koma til sín, og finna þeir þá allir sömu náiyktina. Fimm lík hafa siðan verið sett á þenna stað. — Mannalát. 20. des. síðastl. and- aðist merkisbóndirm Ingimundur Eiríks- son, dbr.maður í Eofabæ i Vestur-Skapta- fellssýsiu; en rúmum hálfum mánuði áður (2. des.) hafði bann misst konu sína, Ragnhildi Þorsteinsdóttur, 73 ára að aldri. — Ingimundur sálugi varð 75 ára að aldri, og þótti verið hafa sæmdar-bóndi. Bessnstöðum 8. febr. 1904. Tíðarí'ar. Fyrri part iiðinnar viku dyngdi niður all-miklum snjó, og er þ,að í fyrsta skipti á vetrinum, er nokkuð hefir snjóað til muna hér syðra. Snöggvast sá til sólar á kyndilmessu ("2. þ. m.), og á það að boða snjóa-tíð, eptir því sem gömlu mennirnir sögðu. •f 29. f. m. varð læknisfrú Guðrún Björnsson í Reykjavik bráðkvödd. — Hún var kona Guð- mundar héraðslæknis Björnssonar í Reykjavik, og varð að eins rúmra 39 ára að aldri, fædd 31. des 1864. — Foreldrar bennar voru hjónin Sig- urður Björnsson og Margrét Bjarnadóttir, er áttu heima i Reykjavik, og hæði eru dáin. Frú Guðrún sáluga hafði eignazt harn fyrir 12 dögum, og heilsazt vel, en banamein hennar var hlóðstorka í lungna-æðinni. Hafa þau hjónin alls eignazt sjö hörn, sem öll eru á lifi. Frú Guðrún sáiuga var mjög gjörfileg kona, og margt vel gefið, og er fráfall hennar einkar sorglegt, eins og einatt er, þegar góð móðir deyr frá mörgum ungum hörnum. líál. liundraö manna sátu saman að snæð- ingi í Reykjavík 1. þ. m., til þess að „kveðja landshöfðingja, og heilsa ráðherranum11, að þvi er staðið hafði í skjali þvi, er horið var um bæ- inn, þegar verið var að túlka menn til þessa, og má geta nærri, að þar hafi verið grátið hæði saknaðar- og gleðitárum. Gamli Tryggvi hafði gengiztfyrir veizluhaldi þessu, og voru þar því saman komnir allir heiztu úrvalssmalar ga.mla mannsins, auk ýmsra em- hættismanna, og nokkurra annara, er farið munu hafa fyrir forvitni sakir. Strokumaðurinn, kaupmaður Jón Helgason í Reykjavík, var loks tekinn fastur austur i Rang- árvallasýslu, og komið með hann til Reykjavík- ur 3. þ. m., og settur þar i gæzluvarðhald. — Skammhyssu hafði Jón haft á sér, og voru í henni 5 skot, en eigi hafði hann þó sýnt sig neitt líklegan til þess, að nota hana, enda hafði hann verið háttaður á hænum eystra, er hann var tekinn. Landsyfirréttardómnum hefir Jón nú skotið til hæðstaréttar, og situr því í gæzluvarðhaldi, unz fullnaðardómur er upp kveðinn. — Ráðhcrra-hjónin, hr H. Hafstein og frú hans hafa í f. m. orðið fyrir þeirri sáru sorg, að missa elzta harnið sitt, laglega og efnilega telpu, Krist- jönu að nafni, 12 ára gamla, er andaðist á ísa- firði úr heilahólgu, eptir mánaðar legu. Guliiskipið „Firda“ kom 6 J>. m. til Reykja- vikur, fermt salti til verzlunarmnar „Edinborg11. YOTTORÐ. Eg undirritaður, sem í mörg ár hefi | þjáðst mjög afsjósótt, ogárangurslaust leitað ýmsra lækna, get vottað það, að eg hefi reynt Kína-lífs-elexir, sem ágætt meðal við sjósótt. Tungu í Fljótshlíð 2. fehr. 1897. Giiðjön Jönsson. * * * Ikínn-1 ííw-elexírirm fæst bjá flestum kaupmönnum á Islandi, án nokk- urrar tollhækkunar, svo að verðið er, sem fyr, að eins 1 kr. 50. aur. fyrir flöskuna. — Til þess að vera vissir um,aðfáhinn ekta Kína-lífs-elexír, eru kaupendur beðn- ir að líta vel eptir því, að y-J- standi á flöskunni i grænu lakki, og eins eptir hinu skrásetta vörumerki á flöskumiðan- um: Kínverji með glas í hendi, ogfirma nafnið Yaldimar Petersen, Frederikshavn Kontor & Lager Nyvej 16. Kjöbenhavn. FÁLKA JEFToIIBB 16 R kzla neflóliakið. —" Til kaupandanna. Kaupendur „Þjóðv.“, er enn hafa eigi greitt andvirði 17. árg. blaðsins, eru beðnir að senda andvirðið sem fyrst. Áminning þessi nær að sjálfsögðu eigi síður til hinna, er jafn framt skulda and- virði blaðsins frá fyrri árum. PRENTSMIÐJA Í.JÓÐVILJANS. 18 allir kvennmenn muni vera þeim álögum bundnir, að verða að líða og stríða í heiminum. Jeg hrædd um, að svo só; en hví er þessu svo varið? Ættu stúlkurnar ekki að vera harðlyndari, og þurr- ari á manninn, en þær eru? Myndi það eigi hlífa þeim við margvíslegum sorgum og sársauka? Má vera. — En þó eru harðlyndar konur hataðar. Þolinmæði, og þrautseigja, eru göfugustu lundar- einkenni kvenna. Konan verður að geta lagað sig eptir öllum, og vera gædd svo göfugu hjarta, að hún geti tekið þátt í kjörum alls, sem lífsanda dregur. Og hvemig ættu harðlyndar konur að geta þetta? Nei, konan verður heldur að líða, og deyja, en að vera harðlynd og ósveigjanleg“. Önnur athugasemdin var svo látandi: n. „Er það mögulegt, að æskudraumar vorir, er oss dreymir i sakleysi æsku-ára vorra, geti rætzt? Það er beisk tilhugsun, að lífið sé að eins, sem epli frá dauða hafinu — fagurt á að líta, en ein- tóm aska að innan. Æ, hve óumræðilega meiri myndi eigi gæfan vera í heiminum, ef ástin gæti stjórnað öllum gjörð- um manna? Myrkrið i tilverunni stafar af óhreinlyndi, kær- leiksleysi, tiltrúarskorti, og af óendurgoldinni“ást“. Enn fremur: ITL „Það er hræðileg tilhugsun, að ást stúlku til 19 karlmanns skuli jafnan hljóta að verða henni til glöt- unar! Stúlkunni er það meðskapað, sem fleira, að hún þarf að elska, og fyrir ást sína fær hún þó all- optast að eins höggorms bit, og skuggi dauðans hvílir yfir henni. Er það óhjákvæmilegt, að þessu só jafnan svO' varið? Skyldi sá dagur aldrei renna upp, er karlmað- urinn viðurkennir, að ást heiðvirðrar stúlku er dýr- gripur, sem rangt er að nota að leikfangi? Hve dýrðlegt myndi lifið eigi vera, ef karl og kona sýndu jafnan hvort öðru einlægni? Hvílík Paradís myndi heimurinn eigi verða, ef sá dagur rynni upp, er karlmennirnir færu að viður- kenna, að stúlkurnar eru eigi, sem blóm, er menn tína, og halda á stundarkorn, en kasta svo í saurinný Loks var þar og þetta ritað: IV. „ Jeg vaknaði af sælum draumi, og vakan er mór óþolandi. Maðurinn, sem eg gaf sál mína og hjarta, hann hefir svipt mig mannorði mínu, voninni, ástinni, og öllu og öllu. Jeg grátbæni hann, í nafni himinsins, og alls, sem heilagt er, svo að hann getur ekki daufheyrzt. Hann getur ekki verið svo harðbrjósta, svo sam- vizkulaus, að hann traðki mér í saurinn. Nei, nei, jeg trúi þvi ekki. Hann hlýtur að frelsa mig, og setja mig í þá

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.