Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 26.04.1904, Qupperneq 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 26.04.1904, Qupperneq 1
Verðfárgangsins (minnst 52 arkir) 3 kr. 50 aur.; erlendis 4 kr. 50 aur., og í Ameríku doll.: 1.50. Borgist fyrir júnímán- aðarlok. ÞJOÐVILJINN. — :|^= Átjándi ásgangub. =[ =— ■*—ttsr^\= RITST.7 ÓRI: SKÚLI THOEODDSEN. =|b®|— | Uppsögn skrifleg, ógild 1 nema komin sé til útgef- anda fyrir 30. dag júní- mánaðar, og kaupandi \ samhliða uppsögninni borgi skuld sína fyrir blaðið. M 17. Bessastöðum, 26. apríl. 19 0 4. fjleðilegt sumar! —o<ipo ----- Vorsins fuglar fögrum róm fegins-söngva kyrja, sólin veknr sofin blóm, — sumarið er að byrja. Dagsins ljúfa, ljósa brá lýsir nóttu svala, vegljóst hám er heiðum á, húmar seint til dala. Elfur hrinda hrönn frá sér, heyrir dun í fossum; ís og hjarn á flótta fer, fyrir sólar kossum. Sumarfrjáls og falleg hjörð fagnar auðum haga; grænan lopa’ um bala’ og börð bítur alla daga. Allt er fjörugt, allt erkátt, úti i náttúrunni; landið teygar líf og mátt ljóss úr nægtabrunni. * # * Þjóðin mín í sveit, við sæ, sumri nýju fegin, marga rós í blíðum blæ breiði það á veginn! Fuglinn sæll við sólaryl syngi þér til gleði, blóm, sem ljóss sér lypta til, lypti þínu geði. Fossinn, sem úr fjötrum brýzt, frelsisþrá þér glæði, áin, þér, sem áfram knýzt, yrki sigurkvæði. Guð, sem öllu gefur líf, gefur krapt og anda, sé þinn styrkur, heill og hlíf, — hjálp í öllum vanda. Alla þá, sem eiga bágt, ást hans gjöri káta, hvern, sem vantar hug og mátt, hvern, sem er að gráta. Láttu sífellt segja þér sólargeislann heita: sumargleðin œðsta er öðrum gleði að veita. 21/4 1904. Bjarni Jónsson. trtlönd. Helztu tíðindi frá útlöndum eru þessi: Danmörk. Bæjarfulltrúakosningamar i Kaupmannahöfn, 29. marz síðastl., fóru svo, að „anti-socialistar“ (hægrimenn og ! Albertingar) sigruðu, svo að hinir ný- kosnu 8 fulltrúar eru allir úr þeirra hóp. — Atkvæðamunurinn nam þó að eins rúmum 700 atkvæðum, sem er 1300 atkv. minna, en við kosningarnar í fyrra, svo að „socialistar", og hinir frjálslyndari vinstrimenn, gera sér beztu vonir um sigur við kosningarnar að ári, enda skipt- ir þá miklu, að betur takist, en að þessu sinni, því að sigri hægrimenn þá, hafa þeir meiri hluta i bæjarstjórninni. Eins og áður hefir verið skýrt frá, náði „hýðingarfrumvarp“ Albertí’s sam- þykki fólksþingsins fyrir páskana, og þar sem störfum ríkisþingsins mátti þá heita iokið, var eigi annað sýnna, en að „hýð- ingarfrumvarpið“ væri úr sögunni, með því að landsþingið gat þá eigi fjallað um það, ef þinginu hefði verið slitið fyrir páskana. — Deuntzer, forsætisráðherra, er andvígur frumvarpinu, og væntu því flestir, að þingi yrði slitið, en svo fór þó, að Albertí mátti sín meira, og átti þing- ið því aptur að setjast á rökstóla eptir páskana, til þess að leiða „hýðingarfrum- varpið“ til lykta. Aðfarir Alberti's, bæði við bæjarfull- trúakosningarnar, og að því er „hýðing- arfrumvarpið“ snertir, mælast mjög illa fyrir hjá öllum frjálslyndum vinstrimönn- um, og má þvi heita, að flokkur vinstri- manna sé klofinn, þar sem Albertí, og hans liðar, ganga erindi íhaldsliða. A afmæli konungs, 8. apríl, var margt ættmenna hans statt í Kaupmanna- höfn, og þar á meðal Játvarður Breta- kongur, og Alexandra, drottning hans. — Þýzki krónprinzinn, Friðrik Vilhjálmur að nafni, var og einn i tölu gestanna, og sýnir það, að vinfengi Dana ogÞjóð- verja er að skána. Við manntalið 1. okt. 1901, varmann- fjöldinn á Grænlandi alls 11983, og hafði fólkið því fjölgað um 936, síðan árið 1890. — Af íbúunum eru að eins 272 Evrópumenn, og fer þeim fremur fækk- andi, en hinir eru allir af Skrælingja- kyni. — Fjölmennastir verzlunarstaðir eru þar: Sukkertoppen, með 382 íbúum, og Julianehaab, þar sem íbúar eru 333. Á Grænlandi hafa Danir enn einok- unarverzlun, og gegnir furðu, að aðrar þjóðir skuli enn láta þeim haldast sá ó- fögnuður uppi. — Frakkland. Frökkum og Bretum er nú farið að semja miklu betur, en löng- um hefir verið, og er fullyrt, að þeir hafi ný skeð orðið ásáttir um það, að Frakk- ar viðurkenni yfirráð Breta á Egypta- landi gegn því, að Frakkar megi haga sér í Marocco, sem þeim sýnist, og má því vænta, að sjálfstæði Marocco-ríkis eigi sér eigi langan aldur hér eptir. f Nýlega er látin Louise Michel, nafnkunnur stjórnleysingi, um sjötugt. — Hún var um hríð kennslukona, og all- vel menntuð, en átti mikinn þátt í upp- reisn bæjarráðsins í París 1871, og var þá nefnd „rauða jómfrúin“, og sendiút- legð til Nýju Caledoníu, og dvaldi þar, unz hún var náðuð 1880, sem fleiri byit- ingamanna, er þá voru enn á lífi. — Ept- ir heimkomu sína hélt hún margar æs- inga-ræður, og hvatti .til hefnda gegn auðvaldi og stjórnendum, og sat því í fangelsi öðru hvoru, en brast þó aldrei kjarkinn. — En þó að Louise Michel væri mjög æstur stjórnleysingi, ber þó öllum saman um, að hún hafi verið einkar hjálp- fús og hjartagóð við alla auma og bág- stadda, og meðan hún dvaldi í Nýju Caledoníu, var hún óþreytandi, að hjálpa og likna skoðanabræðrum sínum, er áttu þar við veikindi og bágindi að búa. — Spánn. Nýlega var Alfonso, konung- ur Spánverja, á ferð um ríki sitt, og kom þá, meðal annars, til borgarinnar Barce- lona, til að líta á gripasýningu, er þar var haldin, og notaði þá stjórnleysingi einn tækifærið, og varpaði sprengikúlu að konungi, en hitti hann eigi, en ban- aði á hinn bóginn tveim mönnum, er í fylgd konungs voru. Ítalía. Þar þykist stjórnin hafa kom- izt á snoðir um það, að stjórnleysingjar hafi fast í huga, að reyna að stúta Phisi páfa X., og heldur því fjöldi lögreglu- liðs vörð í páfagarðinum dag og nótt.— Balkanskaginn. í Bulgaríu hefir brytt á megnum æsingum gegn gyðingum, einkum í bænum Lompalanga við Dóná, og bera menn gyðingum á brýn, að þeir hafi fórnfært kristnum manni frá Make- doníu, og er það eigi i fyrsta skipti, er slikar sögur eru skapaðar, og notaðar til æsinga gegn gyðingum. Frá Serbíu er þeirra tíðinda að geta, að Pétur kongur tilkynnti stórveldunum 1. apríl siðastl., að konungsmorðingjimum væri nú bægt frá hirðinni, og hafa stór- veldin svarað þeim tiðindum á þann hátt, að leyfa sendiherrum sínum, að koma framvegis í konungshöllina. — Fjarri fer þvi þó, að morðingjum Alexanders kon- ungs, og Drógu, drottningar hans, hafi verij hegnt fyrir illræðið, heldur hefir konungur fengið þá góðfúslega til þess, að víkja frá hirðinni, og veitt þeim í staðinn ýmis konar frama. Nú er fullyrt, að Tyrkja-soldán ætli að fela Bolgörum að koma áréttarbótum í Makedoníu, er stórveldin hafa krafizt, og er ekki ósennilegt, að þetta horfi til friðar, ef alvara verður úr ráðabruggi þessu. — Rússland. í sunnanverðu Bússlandi,

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.