Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 26.04.1904, Side 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 26.04.1904, Side 3
Þjóbviljinn. 67 XVIII.. 17. Alþm. Hermimn Jcmasarson og Alþm. Pétur Jónsson. Að likindum minnist „Þjóðv.“ síðar betur á útnefningar þessnr. Frá Akure y rark a u pst að ganga í vor 1‘2 þilskip til þorskveiða, en 13 til hákarlaveiðn, að því er blaðið „Norðurland11 ekýrir frá. Oaddavirslögin. — Slunnar undirtektir. Sýslunefndirnar i Evjafjarðar- eyjarsýslum hafa alls enga menn kosið, til þess að skoða túngirðingastæði, samkvæmt gaddavírs- lögunum, að því or skýrt or frá í „Norðurlandi11, og i Skagafjarðarsýslu hafa að vísu skoðunar- menn verið útnefndir, en áskilið, að skoðunar- gjörðir fari hvergi fram, nema þar sem þess sé sérstaklega óskað. Sýslunefnd Arnesinga hefir og skorað á Land- búnaðarfélagið, að gangast fvrir þvi, að lögunum verði breytt. Próí' i stj'rimuunafræði. Prófi í stýrimannafræði við stýrimannaskólann i Reykjavík var lokið 13. apríl síðastl. —Prófið (hið minna stýrimannapróf) tóku alls 28 náms- sveinar, og hlutu þeir þessar einkunnir: Stig 1. Einar V. Jónsson, Keykjavík ... 32 2. Jón G-uðmundsson, Reykjavik ... 60 3. Þórður Magnússon, Suðurmúlas. . . 60 4. Egill Egilsson, Reykjavík .... 59 5. Jón G. Waage, Gullbringus. ... 59 6. Sigurður Eggertsson, Barðastr.s. . . 59 7. Gisli Adolfsson, Stokkseyri ... 58 8. Kristján Árnason, Arnarf..............58 9. Lúðvík N. Lúðvíksson, Suðurmúlas. 58 10. Sigurður Oddsson, Gullbringus. . . , 58 11. Finnb. Finnbogason. Þingeyjars.. . 57 12. Ingimar Bjarnason, Isafirði .... 56 13. Guðm. II. Ólafsson, (tullbringus. . 56 14. Salómon Jónsson, Barðastr.s. ... 56 15. Kristján K. Magnússon, Suðurmúlas. 56 16. Einar Eint»,rsson, Skildinganesi . . 54 17. Eyjólfur Kr. Eyjólfsson, Rvík. . . 54 18. Guðm. Magnússon, Hafnarfirði . . 54 19. Sig. Ag. Guðmundsson, Gullbr.s. 54 20. Sig. Jóhannesson, Breiðafirði . . . 63 21. Sigm. Kr. Guðmundsson, Arnarf. 53 22. Benedikt. Jónsson, Arnarfirði . . . 52 23. Friðgeir Guðmundsson, ísafjarðars. . 52 24. Jón J. Bjarnason, Isafirði . . . . 52 25. Þórður S. Yigfússon, Skildinganesi . 47 26. Kristján S. Magnússon, Arnarfirði . 46 27. Jón Jónsson. Þórshöfn 42 28. Þórarinn Bjarnason, Reykjavik . . 38 I prófnefnd voru, auk forstöðumanns skólans, hr. Páls Halldórssonar, prestaskólakennari Eir. Briem, og danskur liðsforingi, H. de Jonquieres- Hansen að nafni. Hæðsta einkunn við próf þetta er 63 stig, en til þess pð standast prófið, þarf minnst 18 stig. Straud lnga konungs. Skip Thore-félagsins „Kong Inge“ strandaði aðfaranóttina 22. marz síðastl. á Bakkafirði, rakst þar á kletta í dimmviðri og kafaldsfjúki, svo að gat kom á skipshliðina, og á botn skipsins. Skipverjar, og farþegar, björguðust allir, og fór „Mjölnir11, er staddur var á Austfjörðum, með skipshöfnina til Kaupmannahafnar, nema skip- stjóra, og tvo aðra, er eptir urðu, til að vera við björgun strandmunanna. Atlabi-ögð Norðmanna. 4. apríi siðastl. (um páskana) var afli Norð- manna orðinn alls 20 milj. fiska, og er það ögn skárra, en í fyrra, því að þá var aflinn sáma dag að eins 192/10 milj. Síðustu fregnir segja fiskigengd mikla með ströndum fram, en óveðrasamt í meira lagi. — Menn vænta því góðs afla, ef gæftir verða. -Á. Færeyjum var fremur lítill fiskur á land kominn, er síðast fréttist, sakir stöðugra storma og ógæfta. Vestmanneyjum 12. april ’04: „Afiabrögð af sjó á þessari vertíð eru almennt mjög rýr. A Þorra, frá 6. til 20. febrúar, afl- aðist allvel, þegar gaf, en með byrjun Góu hóf- ust stormar og sifelldir umhleypingar, og fylgdi þar með fiskileysi á öllum miðum hér umhverf- is, er hélzt út marzmánuð. Aptur aflaðist all- vel frá 2. til 11. þ. mán., en nú eru aptur frátök með gæftir. Hæðstir hlutir munu orðnir á 5. hundrað, '1;.l af því þorskur, en sumir eru líka ekki búnir að ná 200 enn. Talsverð veikindi hafa gengið, síðan byrjun marzmán., einkum kvefsóttog lungnabólga; and- aðist hér úr lungnabólgunni einn merkur bóndi Ólafur Magnússon í London, 75 ára að aldri. Urkoma í marzmánuði var feiknarlega mikil: 230 millímetrar. Mannalat. 30. marz síðastl. and- aðist á Akureyri cand. theol. Jóhannes Halldórsson, um áttrætt. Hann var um mörg ár kennari við barnaskólann á Ak- ureyri. Óvenjulega hár aldur. I grein einni í 51. tbl.. „Þjóðólfs“ f. á. er svo frá sagt: „Síðari hluta þ. á. dó á Staðarhrauni hjá Stefáni presti Jónssyni 106 ára gömul kona, Halla Einarsdóttir að nafni“. Hér er ekki rétt sagt frá, því Halla er dáin fyrir 9 árum. Hún dó 10. des. 1894, enfæddist þann dag og það ár, sem segir í „Þjóðólfs“-grein- inni, og hefir hún því ekki orðið nema 97 ára gömul. Hún var blind í mörg ár, en lá í kör nokkur hin síðustu æfiár sín. Þá er enn fremur sagt í „Þjóðólfs“-greininni, að Halla heitin hafi verið „mjög forn í skapi“, og Suður-Þing- 72 út úr herberginu, svo að sira Ching, og lögregluþjónn- inn, voru þar einir eptir. Það var auðsætt. að lögregluþjóninum var all-mik- ið niðri fyrir, en af því aö hann vildi eigi komast í missætti við iávarðinn, stillti hann sig þó, og mælti því við síra Ching, með uppgerðarbrosi: „Jeg er hræddur um, að þeir hafi báðir styggzt við mig“. „Jeg er því miður hræddur um það“, svaraði síra •Ching, „og vona eg, að þér afsakið, þótt og segi yður blátt áfram, að það var mjög óhyggilegt af yður, að lala um hr. Kynsam, eins og þér gerðuð“. Dove fann sjálfur, að þetta var rótt, en vildi þó ©igi kannast við yfirsjón sína, og sneri sór því þegjandi nndan, og fór að rannsaka ýmislegt í herherginu, ef ske kynni, að það gæti gefið einhverja vísbendingu. Það er leitt, að þurfa að geta þess, að lögreglu- þjónninn Dove var alveg óhæfur til rannsóknarstarfs þessa, enda þótt liann vildi vera mjög skyldurækinn. Líonel lávarður bafði leyft honum, að haga rann- gókninni, sem honum sýndist, og gerði hann nú alla hálf-vitlausa á heimilinu. Hann yfiirheyrði hjúin, og rannsakaði eigur þeirra, og hegðaði sér líkast því, sem ætti hann við morðingj- ann sjálfan. Allir urðu þvi bálreiðir við Dove, og í stað þess að aðstoða hann, öptruðu þeir störfum hans, sem mest þeir máttu, svo að hann var engu nær um það að kveldi, hver morðinginn væri, en hann var um morguninn.. Það vitnaðist ekkert, er gefið gæti minnstu. bend- iugu um ,það, hver morðið hefði framið. 69 þessari upplýsingu. „Hann er vinur hr. Kynsam’s, og fór í morgun, með hvaða járnbrautarferð? Eða býr hann hér í grenndiuni?“ „Nei, það gjörir hann ekki“, svaraði Líonel, hálf- hikandi. „Hann fór héðan i morgun, án þess nokknr vissi af, og annað vitum vér eigi“. „Nú! Hann er þá flúinn?“ „Svo er að sjá“. „Og út um gluggann þarna“. „Helzt er það þugboð vort“, svaraði Líonel, og þó all-hikandi. Lögregluþjónninn varð allur á lopti, og þóttist nú vel hafa veitt. Hann hafði þegar fengið grun á Durrant, án þess að hafa grennslazt eptir, hvað tilefnið til glæpsins hefði verið, og þóttist sjá í hendi sér, að málið yrði mjög auðvelt viðfangs, og myndi afla honum dugnaðarorðs. Að Durrant var vinur Kynsam’s, gerði athæfi hans enn hegningarverðara, að þvi er lögregluþjóninum virtist. Honum var lítið um Kynsam, sakir ókurteisi hans, er fyr var getið, og ásetti sór því, að láta hann gjalda hennar. „Hvað segið þér til þessa, hr. Kynsam?“ spurði Dove, og lagði töluverða áherzlu á orðin. „Jeg hefi engu við að bæta“, svaraði William, og ypti öxlum. „Hringurinn helgi er horfinn, og þar sem hann var í vörzlum Píers lávarðar í gærkveldi, hlýtur einhver, sem hringinn vildi fá, að hafa framið morðið“. „Vildi Durrant fá hringinn?“ „ Já“, svaraði Líonel, er hann sá, að hik var á Willi-

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.