Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 29.05.1904, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 29.05.1904, Blaðsíða 3
XVIL., ‘2‘2. Þjóbviljinn. 87 Allt af er að bætast við töluna á manntjóni R,ússa við Yalufljót. 2000 lík rússnesk þykjast Japanar hafa fundið í valnum og dysjað, og fullyrða þeir nú að Bússar hafi með öllu samtöldu misst 31/., þús manna. A kvöldin. Aldrei verður manninum tign og mik- illeiki sköpunarverksins ljósari, en þegar hann virðir fyrir sér himinhvolfið á heið- skiru kvöldi. Að hugsa sér allar þær miljónir sólna, sem svifa óstöðvandi, eptir brautum sín- um, um bimingeiminn, lýsandi ogverm- andi, eins og ástrik móðir, öllum þeim óteljandi stjörnugrúa, sem hlaupa jafnt og stöðugt kringum þær, og lífgandi og nærandi allar þær miljónir miljóna af lifandi verum, er þar eiga híbýli. Til þess að skoða þetta allt saman, og læra að þekkja tilgang tilverunnar, nægir eigi minna, en eilífðin ein. Ilvilík sæla, að vera til, með eiliíðina fram undan sér! Hvílik sæla að læra æ betur og betur að þekkja þetta allt saman! Lifið er dýrðlegt! Satt er það að vísu, að lífinu fylgir sársauki, sorgir og áhyggjur; það finnum vér allir, meira eða minna. En hvað er lífið hér á jörðinni, nema sem ofur-lítill agnar-punktur, á móts við alla eilífðina? Og hver væri gleðin, ef eigi þekktist sorgin? Skin og skúr, ljós og skuggi, gleði og sorg, það skiptist á um alla eilífð. Svo hlýtur það að vera. En llfið — tilveran —, er, og verð- ur þó, ávinningur, þrátt fyrir allt. Það sönnum vér allir, fyr eða siðar. Aflabrögð Korðmanna. Samkvæmt siðustu skýrslu um aíiabrögð Norðmanna, er vér höfum séð, var afl- inn 26. apríl síðastl. orðinn alls 363/10 milj. fiska, en um sama leyti í fyrra að eins 348/l0 milj. Þar sem talið var slæmt afla-ár í Nor- egi i fyrra, og aflinn virðist í ár munu verða litlu meiri, má að líkindum vænta þess, að fiskverð muni á komanda sumri verða svipað því, er var í fyrra, eða þvi sem næst. Sjóðstofnun P. Björnssonar. Mælt er að eptiriátnir munir Péturs sál. Björnssonar, skipherra á Bildudal, muni alls nema um 22— ‘25 þús. króna, og leggst það fé, samkvæmt arfleiðsluskrá í sjóð, er aldrei má skerða, og njóta börn hans (tvö börn óskilgetin) vaxtanna, með- an þau lifa, en síðan ráðstafar sýslunefnd Yestur-Barðstrendinga vöxtunum árlega til verðlauna fyrir steinhúsbyggingar, og unnar jarðabætur. Hvorttveggja þetta hefir Pétur sálugi talið til verulegra og varanlegra nota, sem rétt var, og kosið því að styrkja það öðru freinur, þar sem hann var dugn- aðar- og veruleika-maður. Kennarapröfl við kenaara skólann í Flensborg luku í vor þessir nemendur (d. = dável; v.=vel; fyrri eink- unnartalan er fyrir bóklega kunnáttu, en bin fyrir verklega): I. Benedikt Einarsson, bónda á Elínarböfða á Akranesi, f. 3. apr. 1877, v. + (4,60), d. (5,17). j 2. Eriðrik Bjarnason, organista Pálssonar á j Stokkseyri, f. 27. nóv. 1882, v. -j- (4,60), d. -í- (4,67). j 3. Guðrún Anna Björnsdóttir, bónda Sigfússon- ! ar á Kornsá, f. 28. júnf 1884, d. (5,17) d. -r- (4,84). j 4. Hermann Þórðarson, bónda Þorsteinssonar j á Glitstöðum í Norðurárdal, f. 19. febr. 1882, d. j +(5,60), d. (5,50). j 5. Jóhanna Margrót Eiríksdóttir, bónda Jóns- j sonar frá Eossnesi í Arnessýslu, f. 12. júní 1886, j d. + (5,50), d. (5,17). : 6. Jóhannes Priðlaugsson, bónda Jónssonar á ! Fjalli í Aðaðdal, f. 29. sept. 1882, v. + (4,50), v. j (4,17). 7. Jón Jónsson, bónda Guðmundssonar á Mó- | bergi í Langadal f. 24. sept 1877, d. H- (4,84), j d. - (4,67). s 8. Lárus Bjarnason, bónda Björnssonar á Eystri- •- Tungu í Landbi-oti, f. 1 marz 1876, d. + (5,38), j d. -r- (4,84). j 9. Sólmundur Einarsson, bónda Jónssonar frá ' Flekkudal í Kjós, f. 15. nóv. 1884, v. + (4,33), d. (5,17). 10. Viktoría Guðmundsdóttir, bónda Guðmunds- sonar í Þjórsárholti, f. 3. júlí 1885, d. H- (4,67), d. H- (4,67). II. Þormóður Eyjólfsson, bónda Einarssonar á Starrastöðum, f. 15. apríl 1882, v. + (4,50), v. + (4,50). 12. Þorvaldur Guðmundsson, bónda Gíslason- ar frá Stóradalsseli, f. 13. okt. 1883, v. + (4,50), v. + (4,50). Prófdómendur voru þeir mag. Guðm. Finnboga- son og skólakennari Jón Jónasson, skipaðir af stiptsyfirvöldunum. Mannalát. 1. inaí síðastl. and- aðist í Arnardal i Isafjarðarsýslu húsmað- 92 I þessum hugsunum gekk Drage inn til Líonel lá- varðar, og skýrði honurn frá því, að hann yrði að bregða sér til Lundúna, sakir rannsóknanna; og sæi hann því eigi aptur það kvöld. Það er ómögulegt að segja, hvort Líonel hefir vitað, að hann færi, til að elta systurson hans, því að hann gat þess alls eigi. „Gjörið, sem yður þykir bezt hlýða“, mælti hann, með all-mikilli áherzlu, „og komist eptir, hver myrt hefir vesalings bróður minnu. Síra Ching mælti eigi orð frá munni. Hann var inni í herberginu, er Drage kvaddi, og var að sjá þreytt- ur og veiklulegur. Honum var vel við William, og má vera, að hann hafi gizkað á, hvert erindi Drage’s væri. Þetta mátti ráða af aðferð hans, er hann fylgdi Drage til dyra. „Hittið þér Kynsam í borginni?" spurði hann blátt áfram. „Getur verið“, svaraði Drage, og vakti spurningin þegar tortryggni hans. „Yiljið þér þá biðja hann að vera kominn heirn innan tveggja daga, þar sem Piers lávarður verður bráð- lega lagður til hvíldar, og hr. Kynsam verður að vera þar við staddur, auk þess er hann þarf að vera hór, sak- ir réttarrannsóknanna“. „Hann skal verða hér, er jarðað verður", svaraði Drage, „verið alveg óhræddur um það, enda skal jeg sjálfur koma með hann, ef þörf gjörist“. Síra Ching brá vasaklútnum fyrir andlit sór, óg stundi hægan. 89 á síðsloppnum, sneri erminnni upp, benti á blettinn, hvessti augun á William, og mælti stillilega: „Hvað er þetta? Hvaðan er það komið?“ „Það er að líkindum blekbletturu, svaraði William. „Það er — held jeg —u „Það er eigi blekblettur, hr, Kynsam. Það er blóð“. „Nei! nei! Segið þetta í guðanna bænum ekki“. William mælti þetta svo lágt, að líkast var hvíslan, og sneri sór undan, og virtist eigi geta horft framan í lögregluman n inn. Drage þagði, og var í þönkum, en mælti svo að lokum: „Það er réttast, að þór meðgangið nú allt“. Þegar Kynsam heyrði þetta, gjörðist hann hug- rakkari, sneri sór snögglega við, og mælti stillilega: „Jeg hefi ekkert að meðganga. Bletturinn er blóð, en það er hundsblóð. Hundurinn minn skar sig í löppina fyrir fáum dögum, og þvoði eg hana þá sjálfur, og batt um hana, og var jeg þá í síðsloppnum, og hefir þá óefað komið þessi blóðblettur á erminaw. „Sagan er laglega samin, en villir mér ekki sjónir, hr. Kynsam“. „Hún er þó sönn“. „Er yður það ljóst, að jeg get fengið umboð til þess, að setja yður í varðhald, sakir gruns?“ „Að setja mig í varðhald?“ æpti William, sem óð- ur væri. „Þér þorið eigi að gruna mig um morð frænda míns“. „Jú, það gjöri jeg“. William greip fýrir kverkar Drage, og það svo ó-

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.