Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 07.06.1904, Qupperneq 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 07.06.1904, Qupperneq 1
Terð árgangsing (minnst 62 arkir) 3 kr. 50 aur.; erlendis 4 kr. 50 aur., og i Ameríku doll.: 1.50. Borgist fyrir júnímán- aðarlok. ÞJOÐVILJINN. —■■■—. |= Átjándi ábgangub. =| ' ■■—— -i-Ss>«|= RITST.TÓRI: SKÚLI THORODDSEN. =|bosS—s— I Uppsögn skrifleg, ögild nema komin sé til útgef- anda fyrir 30. dag júní- j mánaðar, og kaupawli samhliða uppsögninni borgi skuld sína fyrir blaðið. M 23. Bessastöðum, 7. júní. 19 0 4. Siöalögmál stórveldanna. Þegar vér, sem lifum í byrjun 20. aldarinnar, rennum huganum yfir ástand- ið í heiminum, dylst oss eigi, hve fjarri því fer, að boðorð bróðurkærleikans sé ríkjandi í viðskiptum þjóðanna. Stórveldi heimsins, og þar á meðal aðal-menntaþjóðirnar, sem kallaðar eru, keppast hvert við annað, að kúga þá þjóðflokka, sem fámennari og minni mátt- ar eru, og fylgja siðalærdómi, sem er gjörsamlega gagnstæður siðalærdómi þeim, er samvizka hvers manns kennir honum, að fylgja beri í viðskiptunum við náung- ann. Stórveldin eru, sem hræfuglar, er vaka yfir bráð, og nota hverja átylluna, til þess að gera sér æ fleiri þjóðir háðar, og hafa Bretar um hríð verið öðrum slægn- ari og ósvífnari í þeim efnum, og er það því eigi illa að orði kveðið, er Ouðm. skáld Friðjönsson nefnir Bretann, með sinum vanalegu, smellnu kjarnyrðum: „níðinginn, sem Búa bítur, Buddha-lýð til heljar sveltir, hundingjann, sem hausi veltir, hvar sem bráð á jörð hann lítur“. Eina siðalögmálið, er nú virðist ríkj- andi í heiminum, að því er viðskipti þjóðanna snertir, er hnefarétturinn, eða að sá hafi yfirráðin, sem sterkari er, eður voldugri. Það er samskonar siðalögmál, eins og rándýrin fylgja, er þau leita sér ætis, að ráða að eins á þau dýrin, er þau treysta sér við, og væri þó mönnunum, sem gæddir eru skynseminni, ætlandi, að feta ekki nákvæmlega í þeirra fótspor. En opt er svo að sjá, sem maðurinn sé í raun og veru allra-versta rándýrið, og kemur það sjaidnar betur í ljós, en í viðureign stórveldanna við þá þjóðflokka, sem minni máttar eru. Það er oþtast látið kveða við, — til þess að dylja valdafíknina, peninga-græðg- ina, og ránsháttinn --, að landavinning- ar Breta, o. fl. stóðvelda, í öðrum álfum heimsins séu gjörðar í því skyni, að ryðja siðmenningunni braut, en hvaða rétt hafá stórveldin til þess, að neyða sinni sið- menning ,upp á aðrar þjóðir, sem alls ekki hafa æskt hennar? Auðvitað alls engan, enda fer því mjög fjarri, að landavinningar stórþjóðanna séu gerðar í þvi skyni. — Tilgangurinn er að eins sá, að skara eld að sinni köku. Allt þetta háttalag stórþjóðanna er því svo viðurstyggilegt, að hverjum manni, er óspilltar tilfinningar hefir, hlýtur að blöskra, og fyllast megnri óbeit til þorp- aranna, sem beita hnefaréttinum vægð- arlaust, hvenær sem eitthvað er hægt að klófesta. En þó að margir finni til þessa, og taki það sárt, þá eru þær raddir þó, enn sem komið er, allt of fáar, er mótmæla þessu háttalagi. Stöku ágætismenn, sem enski rithöf- undurinn Stead, hafa opt vítt þetta hátta- lag, en því miður hefir enn eigi getað skapazt svo öflugt almenningsálit í þessu efni, að þess gæti verulega, og á það líklega enn langt í land. Orð gamla Oladstone’s, er hann sím- ritaði til yfirforingja Breta í Suður-Afríku í fyrri 'ófriðinum við Búa, eptir ófarir Breta á Majuba-hæð: „Semdu frið; vér höfum gjört Búunurn rangt“, eru ein- stök i sinni röð, og sína, að Oladstone sálugi var sannarlegt"mikilmenni. Það gegnir annars furðu, hve sjald- an þess er gætt, að siðferðislögmálið, er ræður i tilverunni, og endurgeldur sér- hverjum, fyr eða síðar, eptir hans verk- um, nær ekki síður til þjóða, en einstakl- inga. Hver maður, sem kunnugur er ver- aldarsögunni, getur þó fljótt gengið úr skugga um það, að refsinornin lætur eigi að sér hæða; það sýnir saga Rómverja, Spánverja o. fl. o. fl., sem sopið hafa seyði misgjörða sinna, kúgunar og drottnunar- fýsnar, og það er engin efi á því, að stórveldi heimsins, sem nú beita hnefa- rétti sínum við minni máttar þjóðflokka, fá fyr eða síðar endurgjaldið, og verða annara undirlægjur, eða lítils megaDdi. Annars dylst það eigi, að það er her- valdið, sem er aðal-rótin til alls þessa ójafnaðar, eða gjörir hann mögulegan, og því er við því að búast, að ekki breyt- ist til batnaðar, fyr en hervaldið er brot- ið á bak aptur hjá þjóðunum, enda er það sannarlega meira, en tárum taki, að menn skuli, svo milj. skiptir, eyða all- miklum tíma af bezta aldri æfi sinnar, til þess að temja sér, að drepa náunga sinn, og að menn skuli enn standa á svo lágu siðmenningar stígi, að þeir láta siga sér til þess, að drepa eða limlesta náung- ann, og það þótt ekkert hafi á milli bor- ið, og hvorugur þekki aðra. Hernaðarskyldan þarf að hverfa úr lögum þjóðanna, og almenningur að kom- ast á það stig sannrar siðmenningar, að láta ekki nota sig til manndrápa, eins og Tolstoi greifi hefir rækilega prédikað. Landsbankabókarinn nýi. Skipun hr. Ólafs F. Davíðssonar, verzl- unarstjóra á Yopnafirði, sem bókara við landsbankann, fær misjafna dóma. Ekki svo að skilja, að menn van- treysti því, að maður þessi geti' leyst bókarastörfin viðunanlega af hendi, okki vandameiri, en þau eru. HoDum er sjálfsagt trúandi til þess, og þó ekki fremur, en mörgum öðrum, sem eru sæmilega ritandi, og reiknings- fróðir. En svo er heimurinn hlálegur að segja, að það sé „launaa- eða „mataru- politík ráðherrans, sem hér hafi komið fram enn, sem fyr. Menn segja, að þarna sé verið að launa hr. Olafi F. Daviðssyni fyrir poli- tiska frammistöðu við kosningarnar vor- ið 1902, getsakir hans við stuðningsmenn hlutafélagsbankans, og fyrir fleiri slík hreystiverk. Yitaskuld hanga þeir utan um ráðherr- ann allir, sem á einhvern hátt hafa stutt að „heimastjórninniu svo nefndu, ogvilja fá sinn bitann af kökunni, segja menn. En það er ráðherrans, að halda þeirri græðginni ögn í skefjum, og banda burt hröfnunum, ef þeir gerast of nærgöng- ulir. Svona er almenningsálitið heimtu- frekt. En hve lengi myndi ráðherrann geta vænzt trausts, og stuðnings, sinna manna, ef hann sýndi það ekki í verkinu, að hann metti st^rf þeirra, sem maklegt er? Hr. Ólafi F. Davíðssyni fannst hann hafa unnið til launa, og ráðherrann kvað það rétt álitið, og gerði hann að bókara við landsbankann. Mikið er, að lólkið skuli hneixlast á jafn sjálfsögðum hlut. ,,Framfaramaöurinn“(!), er ritar í „Vestrau, 30. maí síðastl., hefði átt að skýra rétt frá, eða þegja ella. Því fer fjarri, að „Þjóðv.u hafi gert sér far um það, að „rífa allt niður“, sem nýja stjórnin gjörir, eins og höfundurinn segir, enda væri „Þjóðv.u ekkert Ijiifara, en að láta það njóta sannmælis, sem lofs- vert kynni að vera. En því miður hafa ýmsar gjörðir nýju stjórnarinnar verið svo vaxnar, að ekki hefir verið auðið, að ljúka á þær lofsorði, og munu fáir sannsýnir menn álíta, að „Þjóðv.u hafi vítt þær um skör fram, eður að ástæðulausu. Á hinn bóginn má enginn vænta þess af „Þjóðv.u, að hann fylgi reglu „Vestrau, og sumra annara blaða, er hafa lofsorðin á reiðum höndum, hvað sem nýi ráðherrann gjörir, og þótt hann jafn vel brjóti stjórnarskrána, og fari í beinan bága við kenningar, og yfirlýsingar sjálfs sín, enda ætlum vér, að lesendum „Þjóðv.u myndi finnast fátt um slíka blaðamennsku, sem vonlegt væri. „Þjóðv.u vill reynast nýju stjórninni,

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.