Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 22.06.1904, Síða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 22.06.1904, Síða 2
98 Ráðherranum var því óheiinilt, að skipa hr. Olaf F. Ðamðsson, sem bókara, þar sem bankastjórnin hafði, með meiri hluta atkvæða, gjört lögmæta ályktun um málið, og eptir henni var ráðherranum skylt að fara, sbr. 23. gr. fyrnefndra laga. Það er því jafn Ijóst, eins og 2 og 2 eru 4, að ráðherrann hefir framið laqabrot, er hann hafnaði lögmætri tillögu banka- stjórnarinnar, og veitti hr. Olaft F. I)a- mðssyni sýslanina. Með lagabroti þessu er og bankastarfs- manninum, er bankastjórnin kaus, sýnd- ur óréttur, og bakaður stórskaði. En slíkt athæfi má ráðherranum ekki haldast uppi, án þess það sé alvarlega vítt. Þjóðin verður að krefjast þess, að ráð- herrann, sem á að vaka yfir því, að lands- lögunum sé hlýtt, brjóti þau ekki sjálf- ur, hvorki vísvitandi, né af athugaleysi. Það er trúlegt, að þjóð og þing fari fremur hægt í þær sakirnar, að beita á- byrgðarlögunum gegn ráðherranum, og því fremur ástæða til þess fyrir þá, sem í ráðherrasessinum sitja, að gæta hófs í stjórn sinni, og þræða ferii laganna, sem frekast er auðið. Hinn almenni áfellisdómur, sem hlut- deild hr. H. Haf'deim’s í stjórnarskrárbrot- inu hefir hlotið að maklegleikum, virðist og, sem hefði átt að gjöra hann ögn at- hugameiri, en raunin liefir á orðið. En treysti hann svo „kaupamönnum“ sínum, „heimastjórnarlýðnum“ á alþingi, að hann haldi, að einu gildi, hvemig hann hagar stjórn sinni, þá getur slíkt orðið skammgóður vermir, því að ekki verður þjóðinni þó lengur varnað atkvæð- is en til haustsins 1908. m'tiwjlSTtuwiW Próf í huvísinduiii. Hr. HaUdór Vilhjálmsson frá Rauftará, bróður- sonur lectors Þórhalls Bjarnarsonar, hefir ný skeð lokið prófi í búvísindum við landbúnaðarháskól- ann i Kaupinannahöfn. Jíæ/.tircttur kvað 4. maí síðastl. upp dóm í sakamálinu gegn Jóni kaupmanni Helgasyni í Reykjavik, og urðu dómsúrslitin þau, að dómur landsyfirréttar er dæmdi Jón i 12 mánaða betrunarhússvinnu og málskostnað, var staðýestur. Eins og landsyfirréttur, dæmdi hæztiréttur Jón Helgason eingöngu eptir líkuni, er fram þóttu komnar i málinu, þar sem eigi fékkst fullgiid sönnun um glæpinn, gegn stöðugri neitun ákærða- 8eld verzlun. Kaupmaður Ólafur Olavsen, verzlunareigandi í Keflavík, hefir nvlega keypt. hina svo nefndu Fischersverzlun í Reykjavik/verzlunarhús, vöru- birgðir, útistandandi skuldir o. fU. Skipstrand. Seglskipið „Ohristian11, fermt timijri til verzl- unar Olafs Arnasonar á Stokkseyri, strandaði við Vestmannaeyjar 21. maí síðasth, og var metið óbaffært, en timbrið rak á land þar á eyjunum, og var bvortveggja, skipið og timbrið, selt á stranduppboði. — Skipshöfnin bjargaðist. Prestskosning fór fram í Stokkseyrarprestakalli í Arnesprófasts- dæmi 16. júní, og hlaut síra Stefán M. Jónsson á Auðkúlu kosninguna, með 131 atkv. — Hinir, sem í kjöri voru, prófastarnir Zophonías Hall- dórsson og Jór.as Jónasson á Hrafnagili, hlutu annar 36, en binn 7 atkvæði. Þjóbviljiiv n. Fjárskaðar urðu á ýmsum bæjum í Fljótsdalshéraði í uppstigningardagshretinu. A Asi í Fellum fórst 60 fjár, á Meða.lnesi 40, á Hofi 20, á Ketilsstöð- um 18, og víða fórust. fleiri eða færri kindar. Sandaprestakall í Dýrafirði var 11. júní síðastl. veitt síra Þórði Olafssyni á Gerðhömrum, er hlotið hafði lang-ílest atkvæði við prestslcosninguna þar. Dýral'jarðarþingin, Mýra-, Núps- og Sæbóls-sóknir, eru auglýst til umsóknar, og er umsóknarfresturinn til 30. júlí næstk. — Brauðið er metið 959 kr. 45 a., og veitist frá fardögum þ. á. Heimsspckisprðf leystu af hendi í Reykjavík 9. júní stúdent- arnir Björn Stefánsson, Lárus Sigurjmsson og Ólafwr Þorsteinsson, og hlutu allir lolseinkunn. Aflabrögð. Siðustu fregnir segja all-góð aflabrögð á opin skip á Austfjörðum. Sektaðir botnverpingar. Botnverpingur, er „Hekla“ tók við Reykjanes- skagann 3. júní, var fluttur til Hafnarfjarðar, og sektaður um 216 kr. í maí tók „Hekla“ annan botnverping, er var í landhelgi við Dyrhólaey, og flutti hann til Vestmanneyja, og var hann sektaður þar um 540 kr. íslendingur, er heitir Siqmundur Jónathansson, og á heima í Minneota í Bandaríkjunum, gaf í fyrra 300 kr. til stofnunar sjúkraskýlis í Höfðabverfislæknis- héraði, og hefir nýlega sent 600 kr. i sama skyni, er hann hefir safnað hjá Islendingum í Norður- Dacota. Lýsir þetta ræktarsemi til ættjarðarinnar ekki sízt þar sem hr. Sigmundur Jónathansson er mað- ur fremur fátækur, og hefir þó lagt fram fé og fyrirhöfn í nefndu skyni, og er oss íslendingum slikt hugarþel landa vorra í Vesturheimi miklu meira virði, en gjafir þeirra, þótt góðar sóu. Nýtt fjör ætti nú smám saman að fara að færast í atvinnuvegina hér á landi, þegar hluta- félagsbankinn er verulega kominn á lagg- irnar, með út.ibiium í öðrum fjórðungum landsins. Þó að stofnun landsbankans væri stórt framfaraspor, og þó að því beri eigi að neita, að hann hafi að ýmsu leyti stutt ýmsar atvinnugreinar í grennd við sig, sérstaklega verzlun og þilskipaveiðar, þá hefir hann þó eigi haft svo mikið veltu- fé, að fullnægt gæti þörfum landsmanna;' en þegar nú hlutafélagsbankinn kemur einnig til sögunnar, og hvorbankinn fer að keppa við annan, að afla fé sínu starf- sviðs, þá fer ekki hjá því, að margtfræ- ið lifni, og dafni, sem ella hefði kulnað út. Það verður ráðist í ýms gróða- og framfara-fyrirtæki, sem ekki var neitt viðlit, að byrja á, meðan peningar voru jafn torfengin vara, sem verið hefir. En nú verður fráleitt kvartað yfir því í bráðina, að peningarnir séu ekki fáanlegir, enda að líkindum vankvæðalít- ið, að auka starfsfé hlutafélagsbankans. þegar reynzlan sýnir þess þörf vera. Hitt skortir fremur, að efnahagur al- mennings sé svo vaxinn, að hann get.i sett þá tryggingu fyrir nauðsynlegu fé til atvinnureksturs, sem bankar, og aðr- ar peningastofnanir, verða að heimta. XVIII., 25. En eptir því sem peningar verða al- gengari miðill í viðskiptum manna, og vöruskipti og lánsverzlun hverfur, að því skapi má gera sér von um, að almenn- ingi lærist, að temja sér rneiri hagsýni, og sparsemi, en víða hefir tíðkazt, svo að tala þeirra manna fjölgi óðum, er kosta kapps um, að verða sjálfstæðir í efnalegu tilliti. Sjálfsagt má gera ráð fyrir því, að sú verði raunin hér, sem annars staðar, að stöku menn, er bankalán taka, noti þau eigi, sem skyldi, og braski sig á höfuðið; en við slíku verður eigi gjört, og eru bankar jafn nauðsynlegar stofnan- ir fyrir því, þó að peningalánin geti orð- ið sumum mönnum fremur til falls, en viðreisnar. Til þess að efnaminni hluti þjóðarinn- ar — og það er reyndar allur fjöldinn — geti haft bankanna not, verður sjálfsagt víða nauðsynlegt, að menn slái sér sam- an i félög, til að reka ýms arðvænleg fyrirtæki í sameiningu, því að á þann hátt geta rnargir veitt bönkunum þá tryggingu fyrir nauðsynlegum lánum til atvinnureksturs, vörukaupa o. fl., sem hver einstakur eigi getur í té látið. En félagsskapur er enn yfirleitt mjög skammt á veg kominn hér á landi, og gætu bankamir orðið til þess, að glæða hann í ýmsum greinum, væri mikið unnið. Ekkert hefir betur lypt landbúnaði Dana á hið háa stig, sem hann nú stend- ur á, en samtök bænda, eða félagsskap- ur, og gætum vér Islendingar inikið lært af þeim í þeim efnum. En sé atvinnuvegum landsins sómi sýndur, og þeir reknir með þekkingu, dugnaði og alúð, þá er enginn efi á því, að landið getur átt mikla framtíð, og þjóðin lifað hér all-viðunanlegu lífi. „Dýrallrði, 30. maí 1904. Héðan er nú sem stendur fátt að frétta, nema óstöðuga tíð, einkum eru stormar all-tíðir og opt úrfelli, þó tók yfir allt vikuna fyrir hvítasunnu, eða allt frá uppstigningardegi tíl hvítasunnu, þá var hvíldarlaus ofsa stormur og optkafalds- hrið i sjó; verra veður kerrrur hér mjög sjaldan, en þá var, og aldrei verra á vordegi. Þó urðu hér í grennd ekki fjárskaðar, enda hvervetna vel að gætt, og gefið korn og kornmatur, þar sem hey voru þrotin. Strax þann 21. þ. m. brá til bata, og eru tún viða iarin að grænka, enda mun nú alls staðar vera bviið að vinna á þeim, og byrjað að yrkja matjurtagarða, og ganga þó votviðri öðru hvoru. Nýlega misstum við einn af okkar betri með- borgurum, Eyjólý skipstjóra og bónda Bjarnason á Lækjarósi. Hákarlaskipið „Guðný“, sem hann var formaður fyrir, kom með hann fárveikan af lungnabólgu til lands þann 11. maí, og dó hann að morgni þess 15. sama mán. að eins 36 ára gamall, hann var ógiptur og barnlaus, en börn- in hans voru aldurhnignir foreldrar, fátæk syst- kin og börn þeirra, sem hann studdi í ríkuleg- um mæli með sannkallaðri prýði. Hann var mjög ólíkur mörgum ungum mönnum, eptir því sem nú gerist, því sjálfs álit og tilgerð fannst ekki í fari hans. Hann var góður félagsmaður, stefnufastur og trúr, og lét ekki flekast fyrir neinum kenningarþyt, hver sem í hlut átti, og sýndi hann það, meðal annars, trúlega við síð- ustu alþingiskosningarnar hér í vestursýslunni, og fór honum þá, sem ojitar, betur en sumum

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.