Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 08.07.1904, Page 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 08.07.1904, Page 1
Yerð árganqsins (minnst 52 arkir) 3 kr. 50 aur.; erlendis 4 kr. 50 aur., og t Ameríku doll.: 1.50. Borgist fyrir júnímán- aiarlok. ÞJOÐVILJINN. - |= ÁtJÁNDI ÁE9AN8UE. =j - -í-RITST.TÓRI: SKÚLI THORODDSEN. =lfeosg—i— j Upp8Ögn skrifieg, ógild I nema komin sé til útgef- I anda fyrir 30. dag júní- máinaðar, og kaupandi i samhliða uppsögninni borgi skuld sína fyrir blaðið. M 28. Bessastöðum, 8. JÚLÍ. 19 0 4. Skilyrði alþingis. Ætlar þingiö aö hopa? Eins og „Þ]óðv.“ hefir margsinnis sýnt fram á, og alþingistíðindin bera Ijóslega með sér, var samþykkt stjórnar- skrárbreytinganna, og sérstaklega sam- þykkt ríkisráðsákvæðisins, bjt/ffffð á þeim skilningi alþingis, að islemki sermála- ráðherrann nyti fyllstu sérstöðu í ríkisráð- inu, svo að ekki yrði g'förð nein ályktun um íslenzk sérmál, nema ráðherra Islands ritaði undir hana, ásamt konunginnm. Sérstaklega var það tekið fram, að þingið gengi að því, sem visu. að skip- unarbréf íslenzka sérmálaráðherrans yrði undirritað af ráðherra ísiands, annaðhvort. af fráfarandi ráðherranum, eða af ráðherr- anum sem við skyldi taka. Ljóslega var það tekið fram, að sam- þykkt rikisráðsákvæðisins væri ekki svo að skilja, sem þingið vildi löghelga dönsku ráðherrunum atkvæði um sérmál vor, heldur lægi ekki annað í samþykkt þess ákvæðis, en það, að alþingi hefði ekkert á móti' því, að undirskript kon- ungs færi fram á þeim stað. Framsögum aður stj órn arskrárn efnd ar- innar í neðri deild, niíverandi ráðherra vor hr. II. Hafstein, tók þetta mjög glögglega fram á alþingi, eins og það lika var mergurinn máisins i andmæla- greinum hans gegn kenningum „land- var n arf 1 okksins “. Engin minnsti vafi getur á því leik- ið, hver meining alþingis var, þar sem þingmenn byggðu á ofan nefndum skiln- ingi, svo sem skjöl málsins sýna, enda mjög fjarri skapi þeirra allra, að vilja á nokkurn hátt gefa upp landsréttindi Is- lands, eða heimila dönsku ráðherrunum af- skipti af sérmálum landsins. Sérstaklega tóku „heimastjórnarmenn- irnir“ þetta mjög rækilega fram, eins og eðlilegt var, þar sem þeim hafði skömmu áður — að sögn þeirra sjálfra — verið svo afar-sárt um landsréttindin, að þeir töldu það landráðasök, eða að minnsta kosti iandráðum næst, að mótflokkur þeirra vildi ekki taka upp í stjórnar- í skrána skýlaust ákvæði þess efnis, að j hanna að bera málin fram i ríkisráði. Að láta þögn gömlu stjórnarskrárinn- ar um þetta atriði standa óbreytta, svo að þingið gæti haldið fram sínum fyrri skilningi, að sérmál vor ættu ekki að berast fram í ríkisráði, það þótti þeim landráðum næst, þvi þeim nægði eigi minna, en blátt hann gegn því, að sér- málin væru borin þar fram, og þessi ein- beittni þeirra, og ást til landsréttinda vorra, féil þjóðinni svo vel í geð, að hún sæmdi „heimastjórnarflokkinn“ sigurkór- ónunni við alþingiskosningarnar 1902, og hugði þá iandsréttindin i góðum höndum. Má þvi nærri geta, hvort „heima- stjórnarmennirnir“, þessir landsréttinda- verðir þjóðarinnar, hefðu farið að sam- þykkja beint ákvæði um það, að sérmál vor skyldu borin fram í ríkisráði, ef þeir hefðu eigi byggt á þeim skilningi, sem að ofan var lýst, talið landsréttindunum vel borgið, og ríkisráðsákvæðið í frum- varpi Albertí’s alls annars eðlis, en ríkis- ráðssetan, eins og henni áður var hátt- að. Allt þeirra tal á móti ríkisráðssetunni að undanförnu hefði að öðrum kosti að eins verið undirferli, fáls og blekking við kjósendur, tii þess að veiða atkvæði þeirra, geta hrifsað til sín völdin, og „gert sér mat“ úr embættum, og öðrum tignarsætum í þjóðfélagi voru. Ollu lúalegri og svívirðilegri þing- málaflokk, en „heimastjórnarflokkinn“, með landsréttindin og föðurlandselskuna á vörunum, en Dana-daðrið og sérplægn- ina i hjartanu, væri þá naumast hægt að hugsa sér. En slikan flokk munu fáir vilja telja „ h eim ast j órn arf 1 okkinn “. Yér höfum að vísu heyrt suma menn halda því fram, að það muni hafa verið samantekin ráð þeirra Alberti’s og hr. H. Hafstein's, er Hafstein sigldi, sem erinds- reki „heimastjómarflokksins“, í þinglok- in 1901, að lauma rikisráðsákvæðinu inn í frumvarpið, og skyldi hr. H. Hafstein svo hljóta ráðherratignina að launum fyrir þann greiðann, að teyma flokks- bræður sína inn á þessa brautina, sem fór í alveg þveröfuga átt við það, sem þeir höfðu áður talið merginn málsins í politík sinni. Á slikar sagnir leggur ritstjóri „Þjóðv.“ þó ekki trúnað, og getur alls eigi ætlað hr. H. Hafstein þá varmennsku, þótt ha.nn væri ólmur, að ná í völdin, eins og menn vita. Og víst er um það, að ekki var það meining alþingis, eptir því sem fram kom við meðferð stjórnarskrármálsins, að vilja gefa neitt eptir af réttindum landsins, eða heimila dönsku ráðherrunum atkvæðí um sérmál vor. Hvort annað kann að hafa vakaðfyr- ir hr. Alberti, eins og landvarnarmenn halda.fram, er hann lagði svo afar-mikla áherzlu á það, að fá rikisráðsákvæðið samþykkt, það er annað mál, og óneit- anlega virðist aðferðin, sem höfð var, er hr. H. Hafstein var skipaður ráðherra, sýna, að svo hafi verið. En hvað sem skilningi hr. Álbertí’s liður, þá verðum vér að halda því fram, að alþingi hefir til þessa dags eigi sam- þykkt þann skilning hans á ríkisráðsákvœð- inu, og á meðan verður því eigi sagt, að alþingi hafi skert réttindi landsins, hvað sem síðar ka.nn að verða. Á hinn bóginn hefir hr. H. Hafdein, er hann tók á móti ráðherraskipunar- bréfinu, undirrituðu af danska forsætis- ráðherranum, gengið beint á mótikenning- vm. sjálfs sín, og skilyrði alþingis, og þann- ig fyrir sitt leyti fallizt á yfirráð ríkis- ráðsins, eða danska forsætisráðherrans, yfir sérmálum vorum. En þessi uppgjöf hr. H. Hafst.ein’s getur enn, sem komið er, eigi á neinn hátt verið bindandi fyrir alþingi, þar sem hann hefir breytt þvert á móti yf- irlýstum vilja þingsins. Samþykki alþingi á hinn bóginn þessa frammistöðu H. Hafstein’s, og heimildar- laus afskipti danska forsætisráðherrans af sérmálum vorum, þá samþykkir þingið þann skilning dönsku stjórnarinnar, sem undirskript danska forsœtisráðherrans und- ir ráðherraskipunarbréf H. Hafstein’s er byggð á, og staðfestir kenningar „landvarn- armannanna“, um uppgjöf landsréttind- anna, orði til orðs. Það er því eigi lítið i húfi, ef þing- ið skyldi henda sú óhamingja, að geta eigi samlagazt um öfiug mótmœli gegn hlutsemi Danastjórnár um sérmál vor, þar sem þá verður eigi öðru vísi litið á, en alþingi samþykki þessa dönsku kenn- ingu, sem gerir sérmálaráðherra vorn að dönskum undirtylluráðherra, og heimilar afskipti danskra ráðherra af sérmálum vor- um, hve nœr sem þeim þóknast. En er þá nokkur hætta á því, að þing- ið gugni, og hopi frá skoðun þeirri, er það byggði á, er stjórnarskrárbreytingin var samþykkt? Enginn vafi er á því, að þjóðrækni Islendinga myndi knýja alþingi.til ein- dreginna mótmæla, ef ekki væri nýi ráð- herrann annars vegar. Hann hefir því miður flækzt í neti Danastjórnar, og þar sem eigi verður hjá þvi komizt, að i mótmælunum felist, að minnsta kosti óbeinlinis, áfellisdómur yfir framkomu hans, þá eru ýmsir hræddir um það, að sumir þingmenn kunni ef til vill að líta meira á það, að styggja hann ekki, en á hitt, hver nauðsyn það er þjóðinni, að mótmæla lögleysu Dana- sf.jórnar, og halda fast við þann skilning á rikisráðsákvæðinu, er þingið byggði á, er stjórnarskrárbreytingin var samþykkt. Það er því einkar áriðandi, að þjóðin brýni það sem rækilegast fyrir þing- mönnum á undan næsta alþingi, að hopa eigi frá samþykktum sjálfra sín, og skerða þannig réttindi landsins.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.