Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 08.07.1904, Qupperneq 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 08.07.1904, Qupperneq 2
110 XVilL, 28. Þ jí ó t< v I l j i n s . Gagnvart yfirgangi danska ráðaneyt- isins þarf þingið að standa, sena einn maður. Sú nauðsyn er ríkari, en svo, að flokksfylgi, eða flokkaskipting, megi koma þar til greina. ^umarnótt. ("FerðakvfeðiJ Líður létt um vanga ljufur fjalla blær. Blóm við brautu anga, burkni’ í iautu grær. — Fagnar gesti fósturjörðin kær. Sól í sævarfaðmi sefur rauð sem blóð; undir birkibaðmi blunda fuglsins jóð. — Ættjörð, þú ert öllu móðir góð. Undir hamra hjalla, hvíli’ jeg klárinn minn. — Lækir fossa og falla fram um hlíðarkinn. — Faðmi vefur ættjörð soninn sinn. Mjúkt er grasið græna gott er hér að á. Þarna vel jeg væna vaxna töðu lá. Blakkur sveittur bitur döggvot strá. Hvern fær sigrað svefninn, sumamóttu á, þegar unaðsefnin allt í kring má fá? Fósturjörð, hve fögur ertu þá! Fagri fjallageimur frelsi þínu’ jeg ann. Linda’ og lækja hreimur laðar ferðamann, álfs og huldar inn í helgirann. Friðsælt er til fjalla, fósturjörðin kær. Undir hói og hjalla huldar stendur bær, yfir blika eins og regni tær. Hér jeg hörmum gleymi, hér er friðland mitt. Ekkert illt á sveimi er um ríkið þitt. Hjá þér finnur hjartað þráland sitt. Uott er úti að una einn um sumamótt. Kemur mörg í muna mynd, þá allt er hljótt. Af því hef jeg einn á fund þinn sótt. Saman sefar streyma, saman renna þrár, tveggja hjartna heima hirnin dögg og tár. — Þetta mýkir öll min sviða sár. Lárus Sigtirjónsson. *................ Islandsbanki, er tók til starfa 7. júní síðastl., átti örðugt uppdráttar í fæðingunni, sem kunnugt er, og svo er að sjá, sem mót- spyrnan gegn honum sé enn eigi undir lok liðin. Ráðherrann, sem er forseti bankaráðs- ins, er einn úr hóp þeirra manna, sem börðust á móti því, að bankinn^ kæmist á fót, og bankaráðsmennina kaus „heima- stjórnarliðið1' eingöngu úr sínum flokki, svo að þeir hafa, ásamt ráðherranum, meiri hluta atkvæða á bankaráðsfundum, þar sem stofnendur bankans kjósa að eins þrjá fulltrúa. En það gefur að skilja, að það er ekki heppilegt fyrir neina stofnun, að menn þeir, sem henni eiga að stýra, séu úr flokki þeirra manna, sem helzt hafa vilj- að koma stofnuninni fyrir kattarnef. Það leyndi sér heldur eigi á fulltrúa- ráðsfundinum, er haldinn var i Reykja- vík 7. og 9. mai siðastl., í hve óheppi- legar hendur málum bankans var komið. Það var þvi líkast, sem ýmsar af á- lyktunum þeim, er þar voru gjörðar, væru annaðhvort eigi samdar af mönnum með fullu viti, eða af mönnum, sem eigi höfðu gagn bankans fyrir augum, heldur 'eitt- hvað annað. Þeir banna bankanum, að hafa spari- sjóð i Reykjavik, og lama þannig starfs- krapt hans, sýnilega eingöngu í því skyni, að reyna að tryggja iandsbankan- um sparisjóðsinnlögin í Reykjavik, og úr héruðunum þar í grenndinni, og þetta gera þeir þvert, ofan í ákvæðin í reglu- gjörð bankans frá 25. nóv. 1903, er heim- ilar bankanum, að „taka við peningum á dálk, eða sem innláni“. Auðvitað kemur þetta ráðlag þeirra kumpánanna eigi síður almenningi, en bankanum, í koll, þar sem landsbankan- um er á þenna hátt gjört auðveldara, að halda innlagsrentunni lágri. Starfsmönnum bankans í Reykjavík, og útibússtjórunum, banna þeir öll af- skipti af politík, nema hvað þeir leyfa þeim þó náðarsamlegast, að greiða at- kvæði við þingkosningar. Sýnir þetta dável frjálslyndi ráðherr- ans, og iagsbræðra hans. þar sem ekki heyrist enn neitt um það, að ráðherrann hafi sett sams konar skilyrði, að því er starfsmenn iandsbankans snertir, heldur vinnur hann það jafn vel til, að brjóta lögin. til þess að koma alþekktum poli- tiskum fýsibelg í bókarastöðuna við lands- bankann. Auðvitað skilur hver maður, hvernig i þessu liggur. Ráðherrann treystir því ekki, að hann geti haft Islandsbanka í vasanum, og látið hann, og starfsmenn hans, þjóna valdafíkn sinni. Landsbankanum virðist liann treysta betur í þeim sökum, og þá er um að gera, að hitt, peningastórveldið, íslands- banki, iáti politíkina þó að minnsta kosti afskiptalausa. Bankastjórum íslandsbanka gáfuþess- ir velvísu herrar því einnig þá vísbend- ingu, að „blanda sér ekki í politiskar deilur, án þess þingseta sé þeim þó bein- línis bönnuð“(!) En fróðlegt væri að vita, hVernig bankastjóri, sem er þingmaður, getur komið sér hjá því, að „blanda sér ijpoli- tíkskar deilur11? Er það t. d. meiningin, að hann megi aldrei greiða fatkvæði á þingi? Yæntanlega má hann þá heldur ekki tala með eða móti neinu máli? Sem sagt, ákvörðun þessi er því lik— ari, að hún hefði skapazt í heila einhverra „Bistrupskandídata“*, en að hún sé gjörð af mönnum með fullu viti, eins og ráð- herrann, og bankaráðsmennirnir, eru þó taldir að vera. Það er þvi vissulega gamanlaust fyrir íslandsbanka, að' verða að dragast með hinn núverandi bankaráðs meirihluta. En að því skapi, sem kosti bankans er þrÖDgvað, að þvi skapi hljóta auðvit- að viðskiptakjörin, er hann býður almenn- ingi, að verða örðugri. Það er þvi almenningur, sem geldur. En hvað hugsa þessir piltar um það? Stúdentsprófi vió latínuskólann i Reykjavik hafa lokið í f. m.: Eink 1. Stefán Jónsson (utanskólaf . . I. 2. Jón Kristjánsson /yngri) . . I. 8. Oddur Hermannsson .... I. 4. Ólafur Þorsteinsson .... I. 5. Guðbrandur Björnsson ... I. 6. Björn Pálsson.................I. 7. Guðm. G-uðfinnsson (utanskóla) I. 8. Gunnar Egilsson (utanskóla) . I- 9. Magnús Pótursson (utanskóla) I. 10. Jóhann G. Sigurðsson ... I. 11. Magmis Júlíusson.................I. 12. Björgólfur Ólafsson (utanskóla) I. 13. Bogi Benediktsson...............II. 14. Gunnlaugur Þorsteinsson . . II. 15. Jón Kristjánsson (eldri) ... II. 16. Pétur Thoroddsen................II- 17. Gunnar Sæmundsson .... II. Guðm. Guðfinnssoti, Megnús Pétursson og Björg- ólfur Ólafsson lásu 5. og 6. bekk á einu ári. FriV tsnflrði er „Þjóðv.“ ritað 2. júlí síðastl.: „Hér befir haldizt bezta tíð, síðan um hvítasunnu, svo að tún eru víða orðin all-vel sprottin hér í nær- sveitunum, og góðar horfur á því, að grasspretta verði í góðu lagi. Að því er snertir aflabrögð á opnum bátum, hefir það verið mikið mein, að síld hefir enn eigi fengizt í ádráttarvörpur, nema í eitt skipti um 8 tn. af smásíld. — í Ut-Djúpinu hefir því verið lítið um róðra, og um afla, sakir beituleys- is, og er það því hörmulegra, þar sem vel er um fisk í Djúpinu, eins og sjá má af því, að róðrarskip úr Bolungarvíkinni fengu nýloga 2— 3 ágætar legur á nokkrar tunnur af síld, er þeir voru svo heppnir að ná í hjá norsku fiskiveiða- skipí. — Á hinn bóginn heíir öðru hvoru verið ágætisafli á skolfisksbeitu í verstöðunum innan Arnarness, og fiskur gengið inn fyrir Ögurhólma, svo að vorvertíðin má heita orðin all-viðunandi, nema í ytri verstöðunum, Bolung- arvík og dölunum, og sérstaklega hefir Hnífs- dalurinn orðið mjög útundan, hvað afla snertir. Á þiiskip er afli hér vestra með rírasta móti, og veldur því beituskorturinn. Enski fiskikaupmaðurinn P. Wnnt hefir keypt *) „Bistrup" er alkunnur danskur vitfirr- inga-spitali. þessir stig. 103 102 101 101 99 93 97 97 96 89 89 85 83 79 65 64 63

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.