Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 08.07.1904, Síða 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 08.07.1904, Síða 3
t>jÓB VILJIN N! 111 XVI ll., 2d um tvo skipsfarma af hAlf-verkuðum smáfiski hér við Djúp, og er það toluvert minna, en í fyrra, onda minni fiskut- til hjá almenningi, en þá var. Kaupmaður L. Zöllner í Newcastle var hér ný skeð á ferð, og keypti þá verzlun Arna Sveinxsonar kaupmanns, verzlunarhús, þilskip, vöruleifar o. fl., og byrjar að reka hér fasta verzlun, að mælt \sr. Mislingarnir breiðast enn lítið út hér í kaup- staðnum, að eins komnir í B —6 hús, og eru mjög vægir, sem betur fer. — Ný frétt er hingað, að mislingar séu komnir á einn bæ í G-ufudalssveiD inni i Barðastrandarsýslu, og eru það slæmar fréttir, ef sannar reynast1-. Blaðið „Norðurland“ skiptir um ritstjóra á hausti komanda, með því að núverandi ritstjóri þess, hr. Einar Hjör- leifsson, sleppir þá ritstjórninni, en bróðir hans, hr. Sigurður Hjörleifsson, kemur í hans stað, og afsalar sér í því skyni læknisembættinu í Höfða- hverfishéraði. Hr. Sig. Hjörleifsson er mjög vel ritfær mað- ur, og áhugamikiil um landsmál, svo að óefað má vænta góðs af ritstjórn hans. Manntjón. Þnð er nú talið vist, að hákarlaveiðn skipið „Christian11 frá Akureyri hafi farizt í uppstign- ingardagshretinu, með því að ekkeit hefir enn til þess spurzt. A skipi þessu voru 12 menn, allir úr Svarf- aðardai í Eyjafjarðarsýslu, og hét skipstjórinn Sigurður Halldórsson, bóndi á Grund, kvæntur maður, en stýrimaður var Sigfús Björnsson frá Brekku, einnig kvæntur maður. — Hásetar á skipinu voru: Arngrímur SigurðssOn á Grund, Halldór Þórarinsson og Sig. Sigurðsson, báðir frá Syðra-Garðshorni, Jón Jónsson og Stefán Jónsson, báóir til heimilis í Miðkoti, Kögnvald- ur Jónsson, kvæntur maóur á Skeggstöðum, Jón Jónsson á Ytra-Hvarfi, Sigfús Bergsson á Hofsá, Björn Björnsson á Hóli, og Magnús Jónsson frá Upsum. Flest voru þetta röskir menn, á bezta aldri, og er það því þungbær skattur, sem Ægir hef- ir nú, sem 'optar, lagt á landið. íslenzk-ensk orðabók, eptir Geir T. Zo'éga, kennara við lærða skólann í Reykja- vík, er nýlega komin út. Bók þessi bætir úr almennum, og mjög tilfinnanlegum, skorti, og fær því óefað mjög mikla útbreiðslu, enda er bókin prýðilega úr garði gerð, og bæði höfundinum, og kostnaðarmanninum, Sig- arði bóksala Kristjánssyni, til mikils sóma. „Þjóðv.'1 gerir ráð fyrir, að minnast bókar þessarar nákvæmar síðar, en vildi ekki láta dragast, að benda almenningi á það, að bókin er komin út, svo að menn geti sem fyrst pantað hana hjá bóksölu- mönnum. Prestastefna (synódus) þjóð- kirkjunnar var haldin i Reykjavík 28. og 29. f. m. —- Hófst hún að vanda með guðsþjónustu í dómkirkjunni. Varleikiö á hið nýja pípuorgel, en ekki á hið gamla harmonium, og þótti það mikil umskipti og góð. Sra Olafur Magnússon i Arnar- bæli sté i stólinn; kom hann viða við í ræðu sinni og talaði all skorinort um ýmsa vanhagi kirkjunnar hér á landi. Úr kirkjunni gengu synódus inenn til fundarsals efri deildar i alþingishúsinu og setti biskup þar fundinn með um 20 kennimönnum, en forsæti hafa stiftsyfir- völdin á þeim fundum. A prestastefnu þessari gerðist það er hér segir: Styrktarfé til andlegrarstéttar manna — nál. 4400 kr. var þar úthlutað eptir tillögum stiptsyfirvalda jlö uppgjafaprest- um og 66 prestsekkjum. Biskup gerði grein fyrir hag prests- ekknasjóðsins. Eigur hans eru nú fullar 24 þús. kr. Hefur höfuðstóll hans í nokk- ur ár aukist um nær 500 kr. á ári. Styrk- ur úr honum til prestsekkna var i þetta sinn 800 kr. Þar næst skýrði biskup frá helztu sögulegu viðburðum í þjóðkirkjunni árið sem leið, samkvæmt yfirliti, er hann hafði skráset. Sú nýlunda hafði meðal annars orðið á árinu, að prestur einn hafði dæmd- ur verið í synodalrétti í 10 króna sekt til prestsekknasjóðs og svo málskostnað fyrir það að hann hefði í heimildarleysi gefið saman hjón úr öðru prestakalli. Synodalréttinn sátu styptsyfirvöldin með tilkvöddum meðdómendum, þeim leotor Þórh. Bjarnarsyni, prófasti Jens Pálssyni, og docent síra Jóni Helgasyni. Þá flutti prestaskólakennari síra Jón Helgason fyrirlestur um, hvar nú væri komið vísindalegum rannsóknum um rit- vissu Jóhannesar guðspjalls. Er fyrir- lestur þessi kafli úr handriti að bók, er brátt verður útgefin. því næst var tekið til umræðu altaris- sakramentið; sérstaklega hin þverrandi notkun þess hér á landi. Flutti Jens prófastur Pálsson inngangs ræðuna. og spunnust af umræður, er stóðu nær 2 stundum og margir tóku þátt í. Loks flutti guðfræðiskandidat og innra- trúboðs starfsmaður Sigurbjörn A. Gísla- 116 en jeg fór, heyrði eg Durrant bjóða bróður rnínum 5 þús. sterlingspunda f'yrir hringinn, en hann synjaði boðinu. Skömmu síðar fór jeg burt, og gekk i rekkju, í stað þess að fara irm í roykherbergið, eins og eg er van- ur. Jeg heyröi engán óvanalegan hávaða um nóttina, og vissi ekkert um inorðið, fyr on eg var vakinn um morguninn. Lik bróður mins lá svo sem herbergisþernan hefir skýrt frá, og ímynda eg mér, að hann hafi gripið i borðdúkin, er morðinginn stakk hann, til þess að detta ekki, og hefir þá dregið hann með sér i fallinu. Askjan, sem hringurinn var geymdur í, lá innan i borðdúknum, og tók William hana upp, en sá þá, að hringurinn var horfinn, og veit eg eigi, hver honum hefir stolið. Miðglugginn, er veit út að graspallinum, stóð op- inn, en aptur var hanri þó kvöldið fyrir, og hygg eg, að broðir minn hafi eigi opnað hann, þar sem hvass- viðri var. Að því er mér er kunnugt, átti bróðir minn enga óvini, því að hann var mjög vel látinn maðurtl. Skyrsla síru Ching’s. „Jeg er kaþólskur prestur, og skriptafaðir í Landy Oourt. 15. júní kom Kynsam inn til Píers lávarðar með vin sinn, Durrant að nafni, og var jeg þá staddur í bóka- herberginu. Það er vani minn, að leika á orgel i bænahúsinu á kvölliin> °g var jeg þar staddur, er Píers lávarður gerði mér boð, að koma með „hringinn helga“ i bóka- 113 Hann fann, að vörnin var veik, en hafði þó eigi aðra vörn fram að færa, og eina vonin hans var, að Líonel myndi staðfesta þá skýrslu hans, að rniklar skuld- ir hvíldu á eigninni, og var þá skiljanlegt, hvers vegna Píers lávarður vildi farga hringnum. „Hringurinn helgi“ var í vasa Drage’s, þar sem hvorki Durrant, eða Kynsam, höfðu gert tilraun til þess, að fá liann aptur. Durrant taldi þó víst, að hann fengi hringinn aptur, er rannsóknum væri lokið, því að væri fjárhag Lametry- ættarinnar svo komið, sem sagt var, þá var ólíklegt, að nýi lávarðurinn slægi hendinni á móti 5 þús. sterlings- punda. I þessum hugsunum var Durrant, er eimreiðin nam staðar á Barnstaple-járnbrautarstöðinni. William hafði simritað til vagnstjóra síns frá Lundúnum, og vagn hans beið hans því skammt frá járn- brautarstöðinni. Durrant og Drage settust upp i vagninn, ásamt William, og óku þeir svo til Landy Court, og komu þang- að kl. 9 um kvöldið. Síra Ching kom hlaupandi á móti þeim, og var auðsætt, að forvitnin skein út úr andliti hans. „Eruð þér komnir heim af fúsum og frjálsum vilja?“, mælti hann til Kynsam, með öndina i hálsinum. „Já, ásamt hr. Durrant og Drageu, svaraði Kyn- sam. „Jeg fékk Kynsam, til að hverfa heim aptur“, mælti Drage, „og ferð mín til Lundúna var eigi árang- urslaus".

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.