Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 12.11.1904, Side 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 12.11.1904, Side 2
178 hvergi keypt á höfnum þeirra þjóða, er hafaljlýst hlutleysi sínu af ófnðmum. Sá atburður gerðist aðfaranóttina 22. okt., er flotinn sigldi út Engiandshafið, sem leitt getur til mikiila stórtíðinda.— Á vegi flotans urðu ýmsir brezkir botn- verpingar, flestir frá borginni Hull, er voru þar að fiskiveiðum, og höfðu^vörp- ur sínar úti, en á sumuin var verið að gera til fisk á þilfarinu. — Hugðu Búss- ar, að þarna væru Japanar komnir, er hefðu leigt sér enska botnverpinga, og ætluðu að gera herskipunum fyrirsát, og varpa fyrir þau tundur- og sprengi-véi- um. — Skipuðu rússnesku herskipin sér þvi umhverfis veslings botnverpingana, er einskis áttu ills von, og létu skot- hríðina dynja á þeim í J/2 kl.tíma; sökktu þeir tveim botnverpingum; fórst annað skipið, „Wren“, með 18 mönnum, en af hinu skipinu, „Crane“, var skipverjum bjargað, meira og minna sárum, áður en það sökk, nema skipstjóri og stýrimáður, er lágu höfuðlausir á þilfarinu. — Tvö botnvörpuskip önnur stórskemmdust og af skothriðinni, og var annað með 16, en hitt með 19 kídugötum á skrokknum, er þau komu til hafnar. — Mælt er, að 29 menn á skipum botnverpinga hafi orðið meira eða minna sárir, og þar af 6 mjög hættulega. Eins og nærri má geta, urðu Bretar óðir og uppvægir, er þessi dœmafáu tíð- indi spurðust, og voru þegar hafin sam- skot á Bretlandi, til líknar særðum mönn- um, og til styrktar eptirlátnum yanda- mönnum þeirra, er látizt höfðu. — Nicolaj, Kússa-keisari, símritaði og þegar til Ját- varðar konungs, og kvað sér þykja þetta mjög illa farið, og hét fullum bótum, er mál þetta hefði verið rannsakað; en Breta- stjórn lætur sér það auðvitað eigi nægja, heldur hefir hún krafizt þess, afl Russar sendi tafarlaust forlátsbón, greiði sœrðum mönnum, og vandamönnnm faUinna manna, fyllstu bœtur, sem oy fullar bætur fyrir eiynatjón oy atvinnumissi, refsi þeim, er valdir hafi verið að verki þessu, oy ábyry- íst, að líkt atliœfi ltomi ekki aptur fyrir. 29. okt. hafði Bússa-stjórn enn eigi gengið að þessum kröfum, og kvað þykja það mjög óaðgengilegt, að þurfa að refsa herskipaforingjum sínum. — Bretastjórn var því tekin mjög að ókyrrast, og kvað hafa skipað svo fyrir, að fioti Breta, hvar sem er, skuli tafarlaust vera víybúinn, og er sízt að vita, nema ófriður sé nú þeg- ar byrjaður milli Breta og Bússa. í samningum milli Bússa og Frakka er svo ákveðið, að Frakkar skuli skyldir að veita Bússum lið, ef þeir eigi meira, en einni þjóð að mæta í ófriði, og eggja Frakkar því Bússa rnjög eindregið, að ganga að kröfum Breta, og gefa í skyn, að þeir þykist eigi skyldir, að ganga til hðs við Bússa, ef þeir komist í ófrið við Breta, iit af þessu tiltæki. Á hinn bóginn er það ætlun sumra manna, að Bússar hafi ráðið á ensku botnverpingana af ásettu ráði, einmitt í því skyni, að koma Bretum í ófriðinn, I • ' J ó& 7i LJi N.N j og Frökkum þá væntanlega einnig, með I því að þeim yrði þá vanzaminna að semja i frið, er þeir ættu eigi við Japana eina, heldur einnig við eitt af stórveldum Evrópu, Yerður nú fróðlegt, að fá tíðindi frá útlöndum næst. ............. Bókmenntafélagsfundur. h>riðjudaginn 11. okt. 1904 var hald- inn aukafundur í deild hins íslenzkaBók- menntafélags í Kaupmannahöfn. Minnt- ist forseti þar fyrst látinna heiðursfélaga, prófessóranna Níels B. Finsen og W. Fiske, og gat þvi næst um hverjar bæk- ur félagið hefði gefið út þetta ár: Bók- menntasögu Islendinga (1. h) eptir próf. Finn Jónsson og Landfræðissögu Islands (IY. 2.), eptir próf. Þ Thoroddsen, sem þar með væri lokið. Hann lét þess og getið að stjórn deildarinnar hefði gert ráðstafanir til að framfylgja betur fram- vegis ákvæðum laganna (10. gr.), um að birta nýútkomnar bækur félagsins í blöð- um og tímaritum og krefja þá menn bréflega, er skulda félaginu og víkja þeim úr þvi, ef þeir þrjóskast við að greiða tillög sín (33. gr.) Nú væri tala félags- manna samkvæmt skýrslunum rúmlega 400, en þar væru margir taldir, sem ým- ist hefðu fyrirgert félagsrétti sínum með skuldum, eða væru á annan hátt komnir úr félaginu. Þetta væri nauðsynlegt að leiðrétta. Hann gat þess og að nauð- synlegt væri að reyna að koma á sam- ræmi og festu í stafsetning á bókum fé- lagsins, og jafn vel að endurskoða lög þess, sem í surnurn greinum, væru orðin úrelt og litt framkvæmanleg, eptir því sem nú væri komið hag félagsins. Þá var tekið fyrir málið um breyting á útgáfu Timarits félagsins og Skírnis, og lesið upp álit nefndar er skipuð hafði verið i því. Ályktaði fundurinn eptir tillögu stjórnarinnar að vísa því máli al- gerlega frá sér og að mótmæla harðlega aðferð Beykjavíkurdeildarinnar við að ráða því til lykta. Samkvæmt tillögum nefndar var sam- þykkt að gefa út fslandslysiny (30—40 arkir) eptir próf. Þ. Thoroddsen, er hann hafði boðið deildinni til útgáfu. Til að segja álit sitt um annað rittil- boð frá sama höfundi, eins konar fram- hald á ritinu um „Jarðskjálfta á Suður- landi“, er skýrði frá jarðskjálftum í öðr- um landshlutum, var skipuð 3 manna nefnd. Samkvæmt tillögum stjórnarinnar á- lyktaði fundurinn að deildin skyldi stofna og gefa út ritsafn er nefnist „Alþýðurit Bókmenntafðlaysinsu, sem korai út i stærri eða ininni heptum eða bæklingum, eptir því sem efni og ástæður leyfa. í safn þetta skal taka hvers konar ritgerðir, er miðað geta til almennra þjóðþrifa, verið menntandi og uppörvandi og vakið menn til íhugunar á nauðsynlegum umbótum bæði í andlegum og verklegum efuum. Sem dæmi þessa nefnir ályktunin: XVIII., 45. 1. Um uppgötvanir og hagnýting nátt- úruaflanna. 2. Um náttúrufræði, Iandafræði, þjóðfræði og mannfræði. 3. IJrn heilsufræði og varnir gegn stór- sóttum. 4. Urn þjóðfélagsfræði og rnannréttindi. 5. Um atvinnumenntun og verklegar um- bætur. 6. Um fjármái og skattmál. 7. Um skólamál og uppeldisfræði. 8. Um bókmenntir og listir. 9. Um samgöngumál og póstmál. 10. Um bjargráð og íþróttir, 11. Æfisögur þjóðskörunga, sem orðið geta til uppörvunar og fyrirmyndar fyrir æskulýðinn. Þá 8amþykkti fundurinn og samkvæmt tillögum stjórnarinnar að deildin skyldi heita þrenns konar verðlaunurn, fyrir þrjár hinar beztu skáldsögur eða leikrit, með efni úr íslenzbu nútiðarlifi eða sögu þjóð- arinnar, er bærust stjórn deildarinnar fyrir I. jan, 1906, og dæmd væru verð verð- launanna af 3 manna dómnefnd. Hand- ritin séu eign höfundanna, en deildin á- skilur sér útgáfurótt til þeirra gegn venju- legum ritlaunum. Yerðlaunin eru þessi: 1. Verðlaun: 300 kr. (200 kr. i pen- ingum og 100 kr. i bókum og uppdrátt- um félagsins, eptir eigin vali þess, er verðlaunin hlýtur). • 2. Verðlaun: 200 kr. (100 kr. í pen- ingum og 100 kr. í bókum og uppdrátt- um). 3. Verðlaun: 150 kr. (50 kr. í pen- ingum og 100 kr. í bókum og uppdrátt- um). Samkvæmt tillögu stjórnarinnar voru kosnir heiðursfélagar: Skáldin séra Matthí- as Jochumson og magister Ben. Oröndal og rithöfundarnir síra Alexander Baum- yartner og The Bight Hon James Bryce, M. P. Á fundinum voru 16 nýir félagsmenn teknir í félagið. Veitt prcstakall. • Dýrafjarðarþingin í Vestur-ísafjarðarprófasts- dæmi hafa verið veitt síra Sigtryggi Guðlaugs- syni á Þóroddstað, sem var einn í kjöri. „Heimir“ er nafnið á nýju tímariti, sem nýlega er byrj- að að koma ut í Winnipeg. — Það ræðir eink- um trúmál, frá sjónarmiði „únítara11, en ráðgerir þó, að flytja jafn framt ýmsar aðrar fræðandi og skemmtandi greinar. Prestaköll óveitt: I. Auðkúla i Húnavatnsprófastsdæmi (Auðkúlu- og Svínavatns-sóknir), metið 827 kr. 28 a. — Á brauðinu hvilir 300 kr. skuld, sem er eptir stoðvar af kirkjubyggingarláni, og endurborg- ast með 30 kr. árlega, auk 4°/0 vaxta.J II. Þóroddstaður í Suður-Þingeyjarprófastsdæmi fÞóroddsstaðar- og Ljósavatns-sóknir), metið 1058 kr. 27. a. Umsóknarfrestur um bæði þessi brauð er til 18. des. næstk., og brauðin veitast frá næstk. fardögum. Kúak.vnbðtafélög eru að rísa upp við Eyjafjörð, á Látraströnd, í Höfðahverfi, og i Ut-Fnjóskadalnum, og segir „Norðui'land“, að það sé ávöxtur af ferð síra Þórhalls Bjarnarsonar um þær sveitir.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.