Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 19.11.1904, Síða 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 19.11.1904, Síða 3
XVlli., 46. Þjónvir.jiNtf 183 tvítugur, og fór hann þá til ísafjarðar- taupstaðar, og nam þar, á þrem árum, beykis-iðn hjá Ásmundi beyki Sigurðs- syni, og dvaldi þar síðan um hrið, og stundaðí iðn sína, unz hann kvæntist fyrri konu sinni, Hervöru Matthíasardöttur. — Reistu þau hjónin bú að Haírafelii í Skut- ilsfírði, og bjuggu þar i 4 ár; en þá missti Helgi konu sína, Hervöru, er andaðist úr barnsfarauótt árið 1865, svo sem fleiri konur i Isafjarðarsýslu það ár. Með þessari konu sinni eignaðist Helgi þrjár dætur: Kristínu, Solveigu og Her- vöru. Dó hin fyrst nefnda í æsku, en Solveig, er hún var 18 ára að aldri, svo að nú lifír að eins þriðja dóttirin, Her- vör, sem gipt er formanni Oddi Odds- syni í Bolungarvik, alkunnum aflamanni við Djúp, og eru þau Oddur og Hervör systkinabörn, með þvi að Eleónora, móð- ir Odds, sem enn er á lifí, i Tungu i Skutilsfirði, var systir Helga sáluga Pét- .urssonar á Litlu-eyri. Eptir lát konu sinDar, brá Helgi búi á Hafrafelli, og fíuttist aptur til ísafjarð- arkaupstaðar, og dvaldi þar tvö ár, unz Jiann fluttist til Þingeyrar í Dýrafirði. Þar kvæntist hann i annað skipti, og gekk að eiga HöhnfriM Þorleifsdöttur, prófasts Jónssonar í Hvammi í Dalasýslu, og lifir hún mann sinn. Með seinni konu sinni varð Helga sál- uga alls 7 barna auðið, og dóu fjögur þeirra á unga aldri, en 3 komust til full- orðins ára: Ingveldur, Þorleifur og Jön. — Ingveldur fluttist til norðurlands, gipt- ist þar, og andaðist, eptir stutta sambúð við mann sinn; en bræðurnir, Þorleifur og Jón, eru enn á lífi, báðir ókvæntir, og stundar annar þeirra kennslustörf, en hinn er verzlunarmaður. Þegar Helgi sálugi Pétursson dvaldi á Þingeyri, var svili hans, Hákon Bjarna- son, verzlunarstjóri þar, og með honum fíuttist Helgi til Bíldudalsverzlunarstað- ar, og stundaði þar beykis- iðn, og smið- ar. — Nokkru siðar keypti hann svo Litlu- eyrina, þrjátíu hundraða jörð að fornu mati, sem er áföst við Bíldudalsverzlun- arlóð, fluttist þangað, og bjó þar í mörg ár, en hafði þó brugðið búi fyrir nokkr- um árum, er hann andaðist. Helgi sálugi Pétursson var verkmað- ur mikill, hvort sem hann gekk að verk- urn á búi sínu, stundaði beykis-iðn sína, eða annað, og samfara dugnaði hans var forsjá, og fyrirhyggja, sparsemi og hag- sýni, og græddist honum því töluvert fé, svo að hann var í betri manna röð að efnum. — Hann var bezti smiður, og smíðaði því margt, er eigi laut að iðn hans. Hann var maður vel greindur, og prúð- menni í framgöngu, en gat þó opt ver- ið kátur og gamansamur. — Hreppstjóri var hann í mörgár í Suðurfjarða-hreppi, og gegndi þar ýmsum öðrum störfura í almennings þarfir. Bes8a$töðum 19. nóv. 1904. Tiðarfai' hefir í þessari viku verið afar-óstöð- ugt, hellirigningar og ofsa-rok einatt öðru hvoru, og ígær útsynnings kafaldshríð, svo að jörð varð alhvít. Strandbáturinn „Skálholtu kom loks, norðan og vestan um land, til Reykjavíkur 10. þ. m. — Meðal farþegja með „Skálholti“ var kaupmaður B. Riis frá Borðeyri. — Skipið lagði af stað til útlanda að morgni 14. þ. m. FornleifafMagsfumlur var haldinn í Reykja- vík 8. þ. m., og minntist forseti félagsins, presta- skólakennari Eiríkur Briem, þess þá, meðal ann- ars, að þann dag voru 25 ár liðin, síðan félagið var stofnað 8. nóv. 1879. — Kvað hannfélaginu þegar hafa tekizt, að leiða margt í ljós, er áður var ókunugt um, t. d. um hofarústir og hörga, auk þess er fundizt hefðu ýmis komar fornmenj- ar, sem auðgað hafa forngripasafnið. Landfógeti Arni Thorsteinsson, sem verið hafði einn af stofnendum félagsins, og forseti þess 8 fyrstu árin, var kjörinn heiðursfélagi. Síðastl. sumar hafði hr. Brynjólfur Jónsson frá Minna-Núpi ferðazt um Árnessýslu, og sér- staklega rannsakað hreytingar, sem orðið hafa á landslagi, milli Ölfusár og Þjórsár, síðan á sögu- öldinni, sakir sjávar-ágangs, breytinga á árfar- vegum o. fl. Leikíélag Reykjavíkur sýnir í vetur á leik- sviðinu hið fræga leikrit Hinriks Ihsen’s „G-engan- gere“. — I fyrra vetur lék félagið annaðheims- frægt nútíðar-leikrit, „Grjaldþrot“, eptir Björn- stjerne Bj'örnson, svo að óneitanlega erleikfélag- inu drjúgum að vaxa áræði. Samsöngva hefit' hr. Sigfús Einarsson haldið í Bárufélagshúsinu í Reykjavík 10. og 15. þ. m., stýrt þar völdum stúdenta-söngflokki, og hafa bæjarbúar fjölmennt á þá skemmtun. Meðal annars hefir þar verið sungið nýtt lag, er hr. Sigfús FÁnarsson hefir samið við hið snotra kvæði Guðm. skálds Guðmundssonar. „Eg man þig enn þá, er blómin blá“. Strandtérðaskipið „Yesta“ lagði af stað til útlanda 11. þ. m. Meðal farþegja, er fóru með 184 inni til brjóstsins, og augu hennar leiptruðu, og spáði það engu góðu. „Hirð eigi að tala svona um son minna, svaraði hún, ■og var röddin rám. „Þú getur smánað mig, meðan þú dregur andann, en segðu ekki eitt orð um dýrðlinginn iminnu. „Dýrðlinginn þinn!u „Já, dýrðlinginn minn, morðinginn þinn! Er hann æigi mitt himneeka athvarf — og þarfnast þúékkieinn- ig syndafyrirgefningar? Jeg var góð kona, þegar þú tókst mig frá manni mínum, Líonel. Hann var ekki góð- ur maður, en þó skárri, en þú“. „Þér þótti þó vænna um mig“. „Já, mér til glötunar“, svaraði frú Westcote. „En þegar sonur okkar fæddist, vonaði jeg, að geta bætt fyr- ir syndir mínar á þann hátt, að helga hann þjónustu kirkjunnar, og lét þvi Kristmunka kenna honum prest- leg fræði, og sá hann ekki aptur, fyr en jeg kom undir þetta þak. Hví léztu hann koma hingað?u „ Áf því að jeg vildi það. — Jeg elska son minn einnigu. „Sé svo“, svaraði frú Westcote „frelsaðu hann þá úr hættu þeirri, sem hann er staddur íu. „Og láta svo hengja sjálfan mig? Nei, svo mikill heimskingi er jeg þó ekki!“ „En hvernig gaztu látið æðið ráða svo við þig, að þú myrtir bróður þinn?“ „Af þvi að hann erti mig, eins og þú gjörir, og því ættirðu að gá að þéru. „Jeg er ekki hrædd við þig“, svaraði frú Westcote. 181 19. kapítuli. Sannleikurinn. Drage var, sem þrumu lostinn. Hann leitaði, og leit- aði, en rýtingurinn var horfinn, Hann hafði skilið hann eptir í yfirfrakkavasanum í herbergi sínu, meðan er hann brá sér frá Landy Court. Honum hlaut því að hafa verið stolið; en hver hafði stolið honum? Síra Ching? frú Westcote? eða hver? Drage nam staðar á ganginum, og var mjög hugs- andi um atvik þetta, er hann heyrði allt i einu fótatak. Hann faldi sig í skoti á ganginum, þar sem dimm- ast var, og brá honum þá eigi lítið, er hann sá frú West- cote skjótast fram hjá sér, og fara ofan stigann, án þess að líta til hægri eða vinstii handar. Drage tók í snatri af sér skóna, og laumaðist á ept- ir henni, ef ske kynni, að eitthvað væri á seyði. Hún beygði til hægri handar, og hvarf í áttina til bókaherbergisÍDS. Drage læddist á eptir henni, og sá, að hurðin á bókaherberginu var í hálfa gátt. Hann heyrði manna raál inni í herberginu. Það voru þau Líonel og frú Westcote. „Hvað viljið þér?u heyrði hann lávarðinn segja. „Jeg vil tala viðyður, hr. Líonelu, svaraði frú West- cote ertnislega. Þegar Drage heyrði þetta, skyggndist hann eptir því, hvort hann gæti hvergi falizt inni í bókaherberginu, þar sem hann gæti heyrt samræður þeirra, en sæist þó ekki, og tókst honum að skjótast inn i herbergið, og fel-

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.