Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 25.11.1904, Page 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 25.11.1904, Page 1
Vefð árgangsins (minnst '< 52 arkir) 3 kr. 5().aur.; j erlendis 4 kr. 50 aur., og I í Ameríku doll.: 1.50. Borgist fyrir júnímán- j aöarlok. ÞJÓÐVILJINN. -—~~ j= Átjándi áböangde. =| ——— \==f RITST.TÓRI: SKÚLI THORODDSEK. —*-— | Vppsögn skrifieg, ógild ! nema komin sí til útgef- I anda fyrir 30. dag júní- j mánaðar, og kaupandi samhliða uppsögnbini \ borgi skuld sína fyrir blaðið. M 47. Bessastöbum, 25. nóv. 1 9 C 4. tjtlÖILCl. Frenmr má heitá tíðindafátt í síðustu blöðum, er frá útlöndum hafa borizt, og eru helztu fregnir, sem hér segir: Danmörk. Fyrsta umræðan um fjár- lagafrumvarpið stóð yfir í nær þrjár vik- I ur, og bar þar margt á góma, sem at- hugavert þótti í fari stjórnarinnar, sér- staklega að því er snerti ýmsa fram- komu Alberti’s, dómsmálaráðherra, og her- málaráðherra Madsen’s\ en yfir höfuð voru þær umræður þó mjög spakar. — Meðal annars var það og tekið fram, að stjórn- in þætti yfir höfuð fylgja slælega frarn stefnu, og áhugamálum, vinstrimanna, og svaraði iJeimtzer, forsætisráðherra, þeim aðfinnslum á þá leið, að stjómin hefði viljað kosta kapps um, að fara að öllu sem spaklegast. Sumum þætti vafasamt, að sú leið væri heppileg, og það væri ó- séð enn, gæti má ske verið, að svo væri ekki; en úr því teldi stjórnin skorið, er séð væru forlög kosningaréttarfrum- varpsins, sem stjórnin nú hefði iagt fyr- ir þingið, og væri eitt af aðal-áhugamál- um vinstrimanna, Eins og áður hefir vorið skýrt frá í blaði voru, fylgir Albertí enn fast fram rhýðingarfrumvarpiu sínu, sem lagthefir verið fram í landsþinginu, og var því visað þar til nefndar, eptir að Alberti hafði mælt mjög eindregið með því, og hæðzt að mótspymu háskólakeDnara, og annara Kaupmannahafnarbúa, gegn fram- varpinu, sem honum þótti líta meira á vísinda-kreddur, en á gagnsemi þá, er „hýðingarnar“ myndu fá, er til fram- kvæmdanna kæmi. 16. okt. síðastl. var i Assistents-kirkju- garðinum í Kaupmannahöfn afhjúpað líkneski skáldkonunnar Magdalenu Thore- sen, sem reist er fyrir samskotafé. f 20, okt. andaðist Hans Peter Örum, fæddur 1847, einn í tölu nafnkunnari lækna í Danmörku. Hann var og lengi bæjarfulltrúi í KaupmannahöÍD. 1300—1400 af helztu mönnum Dana hafa ritað undir ávarp til dönsku þjóðar- innar, þar sem skorað er á menn, að leggja fram fé til minnisvarða yfir Níels sáluga Finsen, og til að jstofna sjóð, er beri nafn hans. — Minnisvarðann á að reisa í Kaupmannahöfn, og vakið hefir einnig verið máls á því, að reisa líkneski hans einnig í Þórshöfn á Færeyjum, þar sem hann var fæddur, og virðist það mjög vel til fallið. 23. okt. kl. llþg f. h. varð jarðskjálfta víða vart í Danmörku, sem og í Svíþjóð og í Noregi. — Jarðskjálfti þessi var meiri, en komið hefir um þessar slóðir í síðustu 50 ár, enda eru jarðskjálftar í Norður-Evrópu fátíðir, og eigi stórvægi- legir, i samanburði við það, er víða er annars staðar. Mest brögð urðu að jarðskjáifta þess- um í sunnanverðum Noregi, þar sem hús hrisstust, og skorsteinar hrundu í stöku húsum; en að öðru leyti olli jarðskjálft- inn eigi skaða, enda þótt munir féllu sums staðar niður, o. s. frv. Aðfaranóttina 25. okt. var í Kaup- mannahöfn framinn stórvægilegur inn- brotsþjófnaður, brotist inn í gull- og gim- steina-búð Michelscn’s hirðsala, og stolið þaðan ýmsum dýrindisperlum, gimstein- um og gull-stássi, sem metið var um 50 þús. króna virði. — Fyrir búðinni var járnhurð, með járnslá fyrir að innanverðu, og hafði hún verið sprengd með rdyna- miti“. — Auðsætt þykir, að þjófarnir hafi haft gott vit á gimsteinum, því að þeir höfðu valið úr dýrustu munina, og voru þeir eigi fyrirferðarmeiri, en svo, að vel mátti hafa þá i vasa. Ekki hafa menn neinn grun um, hverjir valdir séu að þjófnaði þessum, og hefir þó Michelsen heitið 1000 kr. verð- launum, ef einhver geti gefið upplýsing- ar, er leiði til þess, að þjófamir verði handsamaðir. A hinn bóginn hefir nokkuð af þýf- inu fundizt; það fannst í fordyri „Industrí- bankans11, vafið þar mjög snyrtilega inn- an í bréf, en dýrmætustu perlumar, og gimsteinana, höfðu þjófarnir þó hirt, og að eins losað sig við það, er minna verð- mæti var í, og sem jafn framt var auð- þekktara. — Bretland. Það er nú talið víst, að eigi lendi í ófriði milli Breta og Rússa, út af aðförum Eystrasaltsflotans við brezku botnverpingana, þó að ófriðvæn- lega liti út um hríð. — Það er Delcassé, utanrikisráðherra Frakka, sem miðlað hef- ir málum á þá leið, að skipuð verður nefnd manna, er rannsakar öll atvik, og hafa Rússar heitið fyllstu bótum, er rann- sókn þeirri er lokið. — Það er því auð- sætt, að Bretar hafa þokað talsvert frá fyrri kröfum sinuto, til þess að komast hjá ófriði, og mun flestum þykja það vel farið. — Holland. 8. nóv. brann í Amsterdam kirkjan „Hjarta Jesusu, injög veglegt hús; manntjón varð þó eigi, og helgigrip- um kirkjunnar tókst að bjarga að mestu leyti.------ Belgía. 5. nóv. siðastl. kviknaði í höllinni „Palais de la nátion“ í Brússel. — í höll þessari vora skrifstofur stjórn- arinnar, og þingsalirnir, og brann mikill hluti hennar, og einnig nokkuð af skjala- safni ríkisins, þó að megninu tækist að bjarga. — Frakkland. 18. okt. hlekktist ájárn- brautarlest, sem gengur á milli Bordeaux og Parísar, og hlutu 12 menn meiðsli, meiri eða minni. f 5. nóv. síðasth andaðist Cassagnac, einn af helztu foringjum Bonapartista á Frakklandi, fæddur 2. des. 1843. — Hann var lengi ritstjóri blaðsins rPaysu, og síðan ritstjóri blaðsins „L’Autorítéu, er hann stofnaði 1884. — Þingmaður var hann og lengi, og talaði máli keisara- dæmisins i tíma og ótíma, og hlífði lítt andstæðingunum í ræðu, eður riti. Miklar umræður urðu ný skeð á þingi Frakka, út af því að Ánrlró hermálaráð- herra væri ærið hlutdrægur, er um skip- anir liðsforingja í hernum væri að ræða, og sérstaklega þótti hægrimönnum hann beita rangsleitni, og ólögum, við liðs- foringja, sem væru af gömlum höfðingja- ættum, eða klerkalýðnum venzlaðir. Út af þessu urðu mjög hávaðasamar ræður á þingi 4. nóv., og þegar minnst varði, rauk einn þingmanna, Syveton að nafní, að André ráðherra, og lúbarði hann, svo að hann varð allur stokkbólginn í and- liti, og hruflaðist nokkuð af hring, sem Syveton hafði á hendinni; en þingmenn æptu, hver sem betur gat, svo að engri reglu varð á komið í þingsalnum, fyr en lögregluliðið var kvatt til aðstoðar. André beiddist síðan leyfis fulltrúa- þingsins, til þess að höfða sakamál gegn Syveton þingmanni, og samþykkti þing- ið þá beiðni með 415 atkv. gegn 141; en er lögregluþjónar komu á heimili Syveton’s litlu síðar, til að taka hann fastan, var hann horfinn. Aðfaranóttina 4. nóv. rakst frakkneskt farþegjaskip frá Algier, „Gíronde“ að nafni, á annað gufuskip, og sökk „Gír- onde“ á augabragði, og létust þar 100 menn. Frakkneskir þingmenn hafa boðið þing- mönnum frá Norðurlöndum að heimsækja París, og var ákveðið, að þingmenn þeir, er boðið þiggja, kæmu til Parisar 24. nóv. þ. á. — Slíkar samkomur þingmanna úr ýmsum löndum eiga að miða að því, að efla bróðurhug meðal þjóðanna, og gera þingmönDum ýmsra þjóða auðvelldara að starfa í eindrægni að ýmsum málum, er alþjóðlega þýðingu hafa; og er því eigi ósennilegt, að slíkar samkomur geti marg- an góðan ávöxt borið. — — — Þýzkaland. í okt. var í Berlín afhjúp- að líkneski Friðriks keisara II., og hélt VUhjálmtir keisari þar mæríarmikla ræðu, sem honum er lagið, og lauk lofsorði miklu á fóður sinn. Friðrik Áugust, er konungdóm tók í Saxlandi, er Oeorg faðir hans andaðist, 15. okt. síðastl., nefnir sig August þriðja. i*'

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.