Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 25.11.1904, Page 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 25.11.1904, Page 3
XVIh , 47, Þjón VILJINN margar vísumar úr „Njóluu í margra munni, einkum þær, sem birzt hafa í kvæðasafninu „Snótu. — Þetta er því kynlegra, sem tekin eru ljóð eptir síra Björn Hálldórsson, sem naumast verður talinn til skálda fyrri aldar, jafn lítið sem eptir hann liggur, þótt hann væri smellinn hagyrðingur. — Sama er og utn sira Hélga Hálfdánarson að segja, sem vel hefði mátt sleppa í sliku safni, þar sem útgefandinn eigi hafði sálmaskáldin sérstaklega í huga. — Um Jón Þorleifs- son er og það að segja, að engan hefði hneixlað það, þótt honum hefði sleppt verið, þvi að kvæði hans hafa aldrei náð almennings hylli, eða orðið almennings eign; það er skáldsögubrot hans, sem mörgum hefir þótt laglegt, og halda mun uokkuð minningu hans á lopti, en kvæð- in ekki. — Að minnsta kosti virðist það all-einkennilegt, og eigi fara sem bezt á því, að taka 9 kvæði eptir hann, en hafa ■ekki rútn fyrir eitt einasta kvæði eptir Gisla Thorarensen, sem var þó all-gott kýmnisskáld. Þá er og Sigurði gamla Breiðfjörð gert heldur lágt undir höfði, að því er oss virðist, þar sem að eins er tekið ept- ir hann brot út' einni rímu („heilræðinu), og brot úr „Fjallinu fagrau; vel hefði mát.t bæta við „Móðuræðurinnu, sem er eitt af fegurstu kvæðum Sigurðar, og t. d. kvæðinu. „Fjöllin á Fróni“. — Sömu- leiðis er og Bólu-Hjédmari ætlað helzt til lítið rúm, og valið ekki sem heppilegast, þar sem að eins er tekið eptir hann eitt skammakvæði, „Náfregnu, og 3 önnur smákvæði, tilkomulítil. Að því er Oísla Brynjólfsson snertir, hefði á hinn bóginn mátt nægja, að taka kvæðið „Grátur Jakobs yfir E.akelu, sem mun vera hið eina kvæði hans, sem náð hefir almenningshylli, enda er ’kveðskap- ur. hans yfir höfuð þunglamalegur, og fáir munu þeir vera, ef nokkrir eru, sení hafa lagt það á sig, að læra nokkuð eptir ir hann, nema fyr nefnt kvæði. Að því er valið á kvæðum hinna ein- stöku skálda að öðru leyti snertir, mætti margt um það segja, og sízt. að vænta, að allir yrðu á eitt mál sáttir; en það teljum vér þó hneixli næst, að hafa ekki í slíku úrvalssafni kvæðið „Ástau, eptir Jónas Hallgrímsson. Mjög tilfinnanlegur galli er það á kvæðasafni þessu, að efnisyfirlit vantar, eins og það líka er vöntun, að ekkert er sagt um skáldin, ekki einu sinni getið fæðingarárs þeirra, né dánardægurs þeirra, sem látnir eru. En þrátt fyrir þá galla, sem á eru, ætti kverið þó að geta verið góður gest- ur á mörgum heimilum, þar sem kvæða- bækurnar eru ekki til, þar sem þaðjflyt- ur mörg aE beztu kvæðum hinna eldri skálda vorra. Og þó að sumir kunni ef til vill, að vera þeirrar skoðunar, að vinur vor, rit- stjóri „Þjóðólfsu, sé ekki sem skáldleg- ast vaxinn, og öllu betur til þess fallinn, að rýna í gamlar ættartölur, og blaða í gömlum fúa-skjölum, en að dæma um kveðskap, ætti það þó eigi að fæla neinn frá þvi, að kynna sér „Fjólu“ hans, er geymir margt, sem til dægrastyttingar má verða. Veitt lœknishfcrað. Keflavíkurlæknishérað er nýlega veitt Þorgrími lækni Þórðarsyni á Borgum í Austur-Skapta- fellssýslu. 187 Aðskilnaður ríkis og kirkju. Frá „félagi ísL stúdenta í Kaupmannahöfn“ hefir „E>jóðv.“ verið send til birtingar svo lát- andi grein: „Islenzkir stúdentar í Kaupmanna- höfn héldu fund þ. 12 nóv.mán., til þess að ræða um aðskilnað ríkis og kitfcju, sérílagi að því er íslaud snertir. — #411ir þeir, er þar töluðu — en þeir voru: Jakób Möller, Gísli Sveinsson, síra Hafsteinn Pé.tursson, og Sig. Sigurðsson ,— voru eindregið þeirrar skoðunar, að riki og kirkju bæri að skilja, að kirkjan ætti að vera óháð rík- inu, og það ætti engin afskipti af henni að hafa, eða trúarbrögðum nianna yfirleitt; leiddu þeir að þessu ljós rök. — Enginn varð til þess, að and- mæla þeim. Samþy^kt, að leyfilegt skyldi, að birta ofan greint. pr. Stjórn „Fólags ísl. stúdenta í Kaupinannahöfn“. Gísli Sveinsson. p. t. ritari. „Ingi kongur“, er strandaði á Bakkaflrði 22. rnarz síðastl., og var þá talinn algjörlega úr sögunni, hefir nú hlotið svo góða viðgerð, að hann er talinn betri, en nýr, með nýjum farrýmum, hitaleiðslu, og baðherbergi. A vaiji tii Hjarna Jdnssonar kennara. Em 60 íslenzkir stúdentar í Kaupmannahöfn hafa sent Bjarna kennara Jónssyni frá Vogi svo látandi ávarp: „Hr. Bjarni Jönsson frá Vogi! Vér íslenzkir stúdentar, lærisveinar yðar hér í Kaupmannahöfn, finnum hvöt hjá oss, til að færa yður þakkir fyrir undanfarna tíð, fyrir þá ógleymanlegu alúð og vinsemd, sem þér hafið oss sýnt, fyrir þá menntun, er þér hafið oss veitt — flestum framar —, sem kenn- ari vor og andlegur leiðtogi í lærða skólanum. Hörmum vér það, að kröptum yðar, og ágætum hæfileikum, er bœgt frá þeim skóla, en jafn framt óskum vér, og vonum, að yður megi auðn- ast, að halda áfram, að neyta þeirra til heilla og þrifa fósturlandi voru“. 188 „Frú Westcote stakk hann með rýtinginum þeim arnau, svaraði Drage, og tók hann upp af gólfinu. „Rýtingur síra Ching’s!u rnælti ungírú Lametry, all-forviða. William leit upp, og gjörði henni vísbendingu, því að eigi var hyggilegt að tala mikið, þar sem heimafólk- ið var við. í sömu svifum kom síra Ching, og sá þegar, hvað um var að vera. Síra Ching lét þó eigi hugfallast, en ávarpaði vinnufólkið skýrt, og stillilega, og mæltist til þess, að það færi 'f úr be’berginu. Drage gekk ut að glugganum. „Jeg verð að athuga, hvort þeir ná frú Westcoteu, mælti hann fljótlega. „Gjörið allt, sem auðið er, til að litga hann. — Henni skulum vér náu. Að svo mæltu hvarf Drage út í myrkrið. Allt hugsanlegt var gjört, til að lífga Lionel, og virtist það lengi mundu verða árangurslaust. Það var neytt ofan í hann kognakki, og að lokum .raknaði hann við, og stundi hægt. William tók undir hann, og lypt; honum upp í legubekkinn. Hann hvarflaði augunum hér og hvar um herberg- ið, unz hann að lokum kom auga á Eleonoru. „Þú hérna‘?u mælti hann með veikri röddu. „Já, kæri frændi; líður þér betur?“ „Jeg finn, að jeg á að deyja, og má þvi engu .augnablikinu eyða til ónýtis. Hefir verið sent eptir Jækninum?“ „Já, frændiu, svaraði William. 185 fyrirlitlega. „Snertu mig eigi með minnsta fingri, því að þá skal þig iðra þessu. „Þú hefir jafnan tígrisdýr veriðu. „Að minnsta kosti hefi jeg elskað þigu, svaraði frú Westcote. „Elskað mig! Elskað mig! Þetta læturðu jafnan gjalla. Þú elskaðir peningana raínau. „Segðu þá heldur peninga hans Píers lávarðar44, svaraði hún háðslega. „Hann varð að leggja þá framu. „Það er satt?u, svaraði Líonel „og út úr því varð okkur sundurorða um nóttina. Hefðx jeg ekki verið í peningavandræðum, skyldi jeg aldrei hafa breytt, eins °g jég gjörði. — Og hefðirðu ekki verið eins eyðslusöm, eins og þú varst, meðan þú dvaldist á meginlandi álf- unnar, þá mundu færri skuldir hvíla á eigninni. — Piers var mér góður bróðir, og til þess að eigi félli blettur á nafn ættar vorrar, gaf hann mér stórfé — sem þú só- aðiru. „En þú þá?“ svaraði frú Westcote. „Þessi Geoffrey Roche, þessi ræfill, sem yfirgaf kvennmann i sárustu neyð. Jeg hefði þá getað komið upp um þig, en jeg þagði. Jeg hefði getað sagt Drage, sem heldur, að Piers hafi verið Geofírey Roche, hvor þú ert, en jeg þagði þá einnig. Þú ert lygari Líonel, og þorpari; það ertu; en son okkar skaltu þó frelsa“. „Þú ættir að stilla þig ögn, Clarau, svaraði Lionel s rólega, „því að ella getur farið ílla fyrir þér“, „Ætlarðu að meðganga, og frelsa son okkar?“ „Neiu. „Þá kæri jeg þigu. Að svo mæltu spratt frú Westcote upp, og hljóp

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.