Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 25.11.1904, Side 4

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 25.11.1904, Side 4
188 ÞjÓÐ viljinn XVIII, 47. Það má vera gleðilegt fyrir ráðherrann, að lesa þetta ávarp, og hugsa um leið til sinna eigín gjörða. Manníilát. Liátinn er 16. nóv. síðastl. að Hrunaí Amessýslu síra Steindbr Briem, 55 ára að aldri, fæddur 17. ág. 1&Í9, sonursíraJó- lianns Kr. Briem í Hruna. — Hann varð stúdent 1871, og tók guðfræðispróf á presta- skólanum 1878, og varo sama ár aðstoð- arprestur föður síns i Hruna, og fékk veit- ingu fyrir því embætti 1883. — Hann lætur eptir sig ekkju, Kamíllu Sigríði, syst- ur Jbnasur Hall, bókhaldara á Þingeyri, og þeirra systkina. — Þrjú börn þeirra ijóna eru á lífi: Elín, gipt Arna búfr. Arnasyni í Hruna, stud. tbeol. Jóhann Kristján, og Jbn Quðmundur. Steindbr sálugi Briem hefir ort all- marga sálma, er birzt hafa í „Samein- ingunniu, og víðar. — Hann var talinn vænn maður, og var vel látinn. — 6. nóv. andaðist í Eeykholti i Borg- arfjarðarsýslu prestsekkjan Guðrún Helga- dbttir, ekkja síra Jóns sáluga Stefánsson- ar, er var prestur að Lundarbrekku, og áttu þau ekki barna. — Guðriin sáluga var systir Guðmundar prófasts í Beyk- holti, og þeirra bræðra, greind kona, og mikilsvirð. ___________________ Bessnctvðvm 26. nóv. 1904. Tíðarlar. 19.—21. þ. m. var all-stinnur norð- angarður hér syðra, með töluverðii frosthörku, allt að 8 stig (reaumur) við sjóir.n. — Síðan frostlin stillviðri og hlotar. Pðstguíuskipið „haura“ kom til Reykjavíkur frá útlöndum 21. þ. m., og fer á morgun til Vestfjarða og Breiðaflóa. — Meðal íarþegja, er komu með „Lauru“, var bankastjóri Emíl Schou, og húsfrú Guðrún Sigurðardóttir, kona Helga snikkara Helgasonar, alkomin heirn aptur frá Ameriku, Nýtt skemmtifélag, er „Fjölnir“ nefnist, var | Otto Monsteds clanska smjörlíki er bezt. stofnað i .Reykjavík 18. þ. m., og er tilgangur þess, að „skemmta félagsmönnum, og jafn framt að glæða áhuga þeirra á bókmenntum og fögr- um listum“. — í félagið geta gengið jafnt kon- ur, sem karlar, og er árstillagið ð kr., eins og í Reykjavikurklúhhnum, sem jafnan hefir þótt nokkuð gamaldags, í stjórn félagsins voru kosnir: oand. mag. Guðm. Finnbogason, ritstjóri Einar Hjörleifsson, stud. med. Hinrik Erlindsson, Indriði Einarsson revísor og Kaaber verzlunarmaður. Minnisvarði var 23. þ. m. afhjúpaður í kirkju- garði Reykjavikur á leiði Marlcúsar sáluga Bjarna- smar skólastjóra. — Skipstjórafélagið „Aldan“ hafði safnað fé til minnisvarðans, og annazt um hann að öllu leyti. Við afhjúpanina var sungið kvæði, er Guðm. skáld Guðmundsson hafði ort, samkvæmt ósk fé- ! lagsins, og er fyrsta erindið svo hljóðandi: „Leiðarsteinn varstu, yfir svölum öldum okkur þú bentir fram til ljóss og vona, — meðan vor sól á mari leiptrar köldum minnst verður þín, sem landsins beztu sona. „Aldan“ þér syngur sorgarljóðin þungu, sigurljóð skær á lands þíns göfgu tungu“. „Tryggvi kongur“ kom frá útlöndum til R.vík- ur 22. þ. m., og fór þaðan til Vesturlandsins. — Meðal farþegja, er með skipinu komu, var Arni hókhaldari Eiríksson, cand. med. Þorv. Pálsson, og Þorvarður Þorvarðsson prentsmiðjustjóri. ý 19. þ. m. andaðist Jón bóndi Jónsson á Deild á Álptanesi, sem þar hefir lengi húið, og verður helztu æfiatriða hans getið hér í blaðinu bráðlega. Eimreiöin. Skemmtilegasta tímarit á íslenzku. Hitgerðir, myndir, sögur, kvœði. PRENTSMIÐJA K.TÓÐVILJAN8. 186 til dyra, en áður en hún gæti opnað hurðina alveg greip Líonel hana. „Þegiðu, eins og steinninn, eða jeg sný þig úr háls- liðunum!14 „Láttu mig fara! Láttu mig fara!" æpti hún og reyndi að verja sig. „Jeg skal kæra þig fyrir bróður- morðiðu. „Jeg skal drepa þig líka!u Að svo mæltu tók Líonel hana í fang sór, og dró hana inn í mitt herbergið. Frú Westcote æpti, og stritaðist á móti, sem hún gat. Drage stökk fram úr fylgsni sina, til að hjálpa henni, því að Líonel þrýsti þegar fast að hálsinum á henni. En í sömu svipan sá Drage glampa á hníf, og næsta augnablikið lá Líonel á gólfinu, en frú Westcote stóð yfir honum, og veifaði rýtinginum. Það var sami rýtingurinn, er áður hafði þegar orðið tveim mönnum að bana. „Þú hefir myrt migu, stundi Líonel lávarður, og þrýsti hendinni að brjósti sér, og streymdi blóðið þaðan. „Jeg hefi frelsað son minn“, mælti hún, og sneri sér síðan að Drage, og sagði: „Hann hefir myrt Piers lávarð, en sonur minn er saklaus44. „Og þér eruð morðingi“, mælti Drage. Frú Westcote hló háðslega, þeytti rýtinginum á gólfið, stælti hnefana að Drage, og hljóp út að glugg- anum. Og áður en Drage grunaði, hvað hún ætlaði sór, opnaði hún gluggann, og hvarf út í myrkrið. 187 20. kapítuli. Síðasta játning. Allt heimilið komst þegar i uppnám, því að óp frú Westcote’s höfðu heyrzt gegnum dyrnar, er stóðu opnar. William og Eleonora komu fyrst, og á eptir þeim kom allt heimafólkið. „Hvað gengur á?u spurði William, er hann kom hlaupandi. í stað þess að svara, benti Drage á þann, sem á gólfinu lá, enda var hann svo æstur í skapi, að hann mátti ekki mæla, en bandaði með hendinni að glugg- anum. Það var kynlegt, hve öll atvik voru svipuð því, er var, þegar Píers lávarður var myrtur, þar sem glugginn stóð opinn, og hinn myrti lá endilangur á gólfinu. „Lionel frændi!u kallaði Eleonora óttaslegin. „Glugg- inn er opinn, og — —“ „Frú West--cote—frú Westcoteu, gat Drage loks stamað. „Hlaupi einhverjir á eptir henni — hún hljóp út um gluggann — útu. Eitthvað af vinnufólkinu stökk út, en William fóll á kné við hliðina á lávarðinum, lypti höfðinu upp á knó sér, og skipaði, að sækja dr. Sinclair. Það var til einskis, þótt reynt væri, að stöðva blóð- strauminn; lífskrapturinn virtist óðum þverra, og ekkert varð gert, fyr en læknirinn kæmi. Andlit lávarðarins varð gráleitt, og mátti af því ráða, að dauðinn var í nánd. „Hvernig atvikaðist þetta?“ spurði Eleonora, og tal- aði svo lágt, að naumast heyrðist.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.