Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 01.04.1905, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 01.04.1905, Blaðsíða 2
54 Þjóðviljjnn. XiX., 14. Bira Helga, sem hreppsnet'ndaroddvita, og vseru jrví óviðkomandi dómstóliinuriK'ly Sannariega fer hún að verða lítt öfundsverð oddvitastaðan hér á landi, ef ofan á annað bæt- ist, að sýslumenn geta að ósekju breitt út prent- nð meiðyrði um þá að vild sinni, að eins að þeir þykist gera það, sem yfirboðarar þeirra. En það er, sem betur fer, enginn óyggjandi hæðztaréttardómur, sem þessi ungi lögfræðingur hefir hleypt. af stokkunum, svo að réttast er, að oddvitarnir taki sér hann ekki nærri í bráðina, enda sennilegast, að gamla máltækið „falluntur juris periti“* eigi ekki síður við ungu lögfræð- ingana, ný skroppna frá „examens“-borðinu, en við þá, sem eldri eru. Jfeiðursirjöl. Sýslumanni Árnesinga, hr. Sigurði Ó lafssgni í Kaldaðarnesi, var 14. marz síðastl. afhent gull- úr og gullfesti, sem var gjöf frá ýmsum vinum hans þar eystra, enda á hann þar mjög alrnenn- um vinsældum að fagna. Mikið góð aiiabrögð er að frétta úr verstöðunum í Arnessýslu; i Þorlákshöfn komnir hæðst 400 til hlutar, er síð- ast fréttist þaðan, í fyrri viku. All-góður afli einnig í verstöðum við sunnan- verðan Faxaflóa, þegar gæftir leyfa. Cíjöf til stýrimannaskolans. Útgerðarmennirnir Geir Zoega og Th. Thor- steinsson i Reykjavík gáfu stýrimannaskólanum ný skeð ljósmynd af Marhúsi F. Bjarnasyni sál- nga, fyrsta forstöðumanni skólans, í fullri stærð. Maður hengdi sig. 25. marz síðastl. hengdi sig maður í Reykja- vík, Pétur Grímsson að nafni, roskinn maður. Skipstrand. Kaupfar, er sent hafði verið úr Stykkishólmi, frá Gramsverzlunarfélaginu, inn á Hvammsfjörð, strandaði þar ný skeð, í grennd við Staðarfell á Fellsströnd. Fátœkramálaneindi n hefir samið all-langan lagabálk, í 80 lagagrein- urn, um framfærsluskyldu,framfærslusveit o. fl., er þar að lýtur, og rökstutt það frv. sitt í ýtar- legu álitsskjali, sem nýlega hefir verið prentað, og fylgir því þýðing af núgildandi fátækralög- gjöf Dana, Svía og Norðmanna. Um eitt atriði, sveitafestu ákvæðið, hefir nefndin klofnað. þar sem meiri hlutinn (skrifstofustjóri Jón Magnússon og síra Magnús Andrésson) vill stytta sveitfestistímann úr 10 árum niður í 2 ár, enda hafi maðurinn eigi þegið sveitarstyrk á þeim árum, né á þremur árunum næstu þar á undan. Minni hlutinn (hr. Guðjón Guðlaugsson) vill á hinn bóginn hafa sveitfestistímann 10 ár, enda hafi maðurinn eigi þegið sveitarstyrk á næstu 5 árunum þar á undan. Að öðru leyti eru í frv. ýms laganýmæli, sem „Þjóðv.“ minnist væntanlega síðar. Oddrúnarmálið var dæmt í landsyfirrétti 13. marz síðastl. — Oddrún þessi hafði, eins og „Þjóðv.“ hefir áður getið, borið það á tvo nafngreinda menn, að þeir væru valdir að peningahvarfi frá skrifstofu bæjarfógetans á Seyðisfirði, og reyndist sá á- burður hennar tilhæfulaus uppspuni. — Lands- yfirréttur sýknaði hana þó engu að síður, með því að álíta varð, samkvæmt læknisvottorði um heilbrigðisástand hennar, að hún væri ekki með öllum mjalla, og gæti því eigi borið lagalega á- byrgð gjörða sinna. Bækur, sendar „Þjóðv.“ Ljóðmæli eptir Matthías Joch- amsson. III. bindi. Rvík 1904. 288 bls. 8ýo. Hr. Davíð Östlund á þakkir skilið fyr- ir það, hve mjög hann hefir hraðað út- *■) þ. e. „lögfræðingunum skjátlast“. gáfu ljóðasafns síra Matthíasar Jochums- sonar, þrátt fyrir þann mikla kostnað, sem útgáfa jafn stórrar bókar hefir í för með sér, þar sem ljóðabók síra Mattlúasar verð- ur óefað stærsta Ijóðasafn á íslenzkri tungu, þegar öll bindin eru komin út. Sumum mun þykja, sem vel hefði mátt sleppa, að taka í ljóðabókina ýms minni háttar kva&ði, sem ort eru við sérstök tæki- færi, og litla þýðingu hafa, en gera bók- ina þó dýrari, og að sumu leyti einnig óaðgengilegri, en ella; en á hinn búginn er það skiljanlegt, að síra Matthías hafi heldur kosið, að láta prenta öll kvæði sín í einni heild, en að vita sum þeirra ef til vill berast afbökuð manna á milli, eins og opt verða örlög ýmsra óprentaðra kveðl- inga. En þar sem hætt er við, að ýmsum alþýðumönnum þyki sér um megn, að eignast þessa útgáfu af ljóðum sira Matt- híasar, enda þótt verðið sé mjögsanngjarnt, miðað við útgáfuköstnaðinn, þá er von- andi, að þess verði eigi mjög langt að bíða, að prentuð verði úrvalsljóð, eða safn af beztu kvæðum þessa vinsæla þjóðskálds vors, sem geti orðið almennings eign, og komist inn á sem allra flest heimili á landinu, þótt litlu hafi til bókakaupa að miðla. í þessu þriðja bindi af ljóðabók síra Matthíasar er fjöldi frumsaminna kvæða, og einnig nokkrar þýðingar á ljóðum ept- ir Esaias Tegnér, Byron o. fl., sem flest hefir að vísu áður birzt á prenti, en mun þó mörgum kærkomið, eigi síður en kvæði þau, er birt voru í tveim fyrri bindum ljóðabókarinnar. Að öðru leyti teljum vér óþarft, að fara að minnast einstakra ljóða í þessu bindi ljóðasafnsins; jafn góðkunnug og kvæði síra Matthíasar Jochumssonar eru yfir höfuð hér á landi. Va r den, kaþólskt mánaðarrit á dönsku, 3. árg. 1.—2. hepti. I heptum þessum er byrjunin á fróð- legri, og vel saminni ritgjörð, um bóka- gjörð á Islandi í fornöld, eptir landa vom, kaþólska prestinn Jón Sveinsson í Danmörku. — Greinin er skilmerkilega, og alþýðlega, rituð, og megum vér Is- lendingar jafnan taka því þakksamlega, sem gjört er, til þess að fræða útlend- inga um bókmenntir vorar. — Þeir eru nógu margir, sem hinu halda á lopti, er miður fer í þjóðlífi vom, Frá hr. Jóni Laxdal, verzlunarstjóra á ísafirði, hefir „Þjóðv. “ ný skeð borizt greinarstúfur, dags. í Rvík 25. marz síðastl., er hann nefnir „leiðrétting“; en þar sem grein þessi „leiðréttir" alls ekkert af því, sem i „Þjóðv.“ hefir staðið, finnum vér eigi ástæðu til þess, að taka hana í blaðið, enda virðist hún eiga betnr heima í „Þjóðólfi“, eða „Vestra“, eins og aðrar ritsmiðar þess höfundar. Svo er að sjá á grein þessari, sem hr. J. L. þykist eigi vera höfundur allrd nafnlausu óþokka- greinanna frá ísafirði, eða eptir „ísfirðing", sem birzt hafa i „Þjóðólfi“, en gengst þó við faðerni sumra þeirra, án þess að tilgreina þær sérstak- lega, svo að ekki fór þá „Þjóðv.“ mjög villt í því. Að fiskiskipið „Haraldur“ hefir verið tekið í ábyrgðarfélagið, epiir að sézt hafði við rannsókn, að það hefði eigi skemmzt, er það rakst á grunn, og sömuleiðis „Nelson“, eptir að gjört hafði ver- ið við það, raskar og að engu leyti frásögn vorri í „Þjóðv.“ Og þar sem hr. J. L. kennir skipaskoðunar- mönnunum það, að „Charley“ ekki fékkst í á- byrgð, ætlum vér, að þeir verði þó fleiri, sem telj i það hafa rerið hans skyldu, en ekki þeirra, að sjá um það, að skipið væri í góðu standi. Þar sem hann að lokuin þykist vænta „vor- kunnar“ vorrar, út af skaða þeim, er hann hafi sjálfur beðið við strand skipsins „Fram“ er hann gefur í skyn, að ábyrgðarféiagið eigi muni bæta sér að neinu leyti, teljum vér réttast, að hann ráði skoðun sinni um það, þar sem oss þykir trúlegast, að hann dæmi í þeim efnum aðra ept- ir sjálfum sér. BessciHöðum 1. apríl L90 i. Tíðin einkar hagstæð, ýmist stillviðri, eða þýðvindi, og má yfir höfuð heita, að lialdizt hafi einmunatið hér syðra, slðan viku af góu, og jörð einatt marauð. Ný komið er til Reykjavíkur gufuskipið „Lea- lie“, 113 smálestir að stærð, eign þriggja íslend- inga: Asgr. Einarssonar, Hannesar Ólafssonar og Hans Sigurbj'órnssortar, er keyptu skip þetta í vetur í Noregi, með aðstoð Péturs Hjaltested’s, gullsmiðs i Reykjavík, og ætla að nota það til þorsk- og síldar-veiða, og verka aflann í Reykja- vík, oða selja hann þar. Þilskipin hafa flost fengið lítinn afla í marz- mánuði, sakir storma, sem verið hafa til hafsins, svo að útgerðin hefir yfir höfuð borið sig illa þenna tímann. — Skipin hafa flest að einskom- ið inn með 1—3 þús., og hæðst hafa sárfá skip fengið 6—8 þús. fiska. 4 23. f. m. missti Soemundur læknir Bjarn- héðinsson í Reykjavík einkabarn sitt, efnilega telpu á öðru ári, Koljinnu að nafni. — Hún dó úr heilabólgu. + Jeg undirrituð vil með fáum orðum láta þess getið, að Jóhannes sálugi Finnbogason, sonur minn, er eg átti á bak að sjá í mannskaðaveðrinu, 7. janúar síðastl., var 21 árs að aldri, en ekki 22 ára, eins og skýrt var frá í „Vestra“. Þó að mér, sem móður hins látna, sé málið skylt, vil eg og gjarna, að endurminningin um framkomu þessa látna sonar míns komi fyrir almennings sjónir, því að alls staðar, þar sem hann dvaldi, ávann hann sér góða hylli, jafnt í heimahúsum, sem hjá vandalausum, og allir, sem þekktu hann, unnu honum, bæði fyrir þýð- lega viðkynningu, og aðra góða hæfileika, sem hann var gæddur. Hanu var einkar siðprútt og gott ungmenni, sem ætíð lét sér annt um það, að verja sínum góðu hæfileikum, til að sýna það í verkinu, sem innri maður hans benti honum á. ísafirði 18. marz 1905. Guðrún Guðmundsdóttir. Geysir- Elflayélin. Nýtt lag. Þær standa alveg lausar, og eru seld- ar alveg tilbúnar til notkunar. í elda- vélinni er múrað, eldfast eldhol, st.eypt súghol, stórar eldunarholur, glerungaður vatnspottur, steikar- og bakstursofn, sem

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.