Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 03.06.1905, Síða 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 03.06.1905, Síða 1
Verð árgang8Ín8 (minnst 52 arkir) 3 kr. 50 aur.; trlendÍ8 4 kr. 50aur.,og { Ameríku doll.: 1.50. Borgiet fyrir júnímán- atarlok. ÞJÓÐVILJINN. -|= NÍTJÁNDI AB9AN9DH. =1' ' -- -f—BITSTJÓBI: SKÚLI THORODDSEN. ==|»»<»g— M 23. ! Bkssastödum, 3. JÚNÍ. j Upp&ígn skrifleg, égild. 'nema komin sétil útgef- anda fyrir 30. Aag júní- mánaðar, og kaupanái samhliða upptögninni \borgi sk * ^'d sína fyrir bloðið. 1 9 0 5. Ifna og lldavélar selur Íristjdn Jíorgrítnsson. Hyrningarsteinninn. Eitt af því, sem ganga verður mjög ríkt eptir, ef þingræði hér á landi á að verða meira, en nafnið tómt, er það, að stjórn landsins, hver sem henni veitir forstöðu, virði fjárlög landsins, og verji fé landsmanna eigi öðru vísi, en þingið, fulltrúi þjóðarinnar, hefir samþykkt. Fari stjórnin eigi eptir fjárlögunum, fremur hún lagabrot, og það er einatt slæmt, og óviðfelldið, þegar þeir, sem laga eiga að gæta, virða þau að vettugi. En sérstaklega verður lagabrotið þó hættulegt, þegar það snýst að því, sem er dýrmætust eign þjóðarinnar, og það er óneitanlega fjárveitingarvaldið, eða sá réttur þjóðarinnar, að fé landsins sé eigi var- ið öðru vísi, en fulltrúar hennar, alþingi, hefir samþykkt. Haldist stjórninni það vítalaust uppi, að rasla með fé þjóðarinnar, eptir eigin vild sinni, án tillits til samþykkis al- þingis, þá er í raun og veru sett ein- veldi, í stað þingbundinnar stjórnar, og þrátt fyrir öll pappírs-fjárlög veit þjóðin þá aldrei, hvað fjárhag landsins muni líða, því að ekki er að vita, hverju ein- valdsherrann kann að finna upp á, og hvaða byrðar ýmsar ráðstafanir hans kunna að leggja á þjóðina. Sé þjóðinni annt um, að þingræði verði hér á landi, eigi að eins í orði, heldur og á borði, hlýtur hún því að ætlast til þess, og vaka gaumgæfilega yfir því, að fjárlög landsins séu eigi fót- um troðin. Og taki alþingi eigi alvarlega í taum- ana, þegar stjórnin misbýður fjárveiting- arvaldi þess, má óhætt fullyrða, að það sé eigi stöðu sinni vaxið, og eigi sannur spegill þjóðarviljans. Á þetta reynir nú þegar í sumar, að því er þing vort snertir, þar sem ráð- herra H. Hafstein hefir, án heimildar í fjárlögum landsins, samið um sæsíma- lagningu til Austfjarða, og landsíma það- an til Eeykjavíkur. Slík óhæfa, að ætla sér að gera fjár- veitingarvald þjóðarinnar fornspurt, þar sem um stórmál ræðir, og leggja útgjöld á fátækt þjóðfélag, er skipta mun miljón- um króna, má með engu móti þolast. Þingið verður að gera sér það að reglu, að krefjast þess, að stjórnin virði fjárveitingarvald þess í öllum greinum, og þá ekki sízt, er um stór útgjöld ræðir. Það verður að gera núverandi ráð- herra, og öllum öðrum, það skiljanlogt, að þingið telur fjárveitingarvaldið vera hyrningarstein þing: œðisins, sem stjórnin má ekki raska við. Enda þótt ritsímasamningurinn væri í alla staði æskilegur —en ekki sá skað- ræðisgripur, sem hann vitanlega er—, þá er það tiltæki ráðherrans, að gera samn- ing þenna að alþingi fornspurðu, svo af- ar-háskaleg árás á fjárveitingarvald þings- ins, að þingið má alls eigi við una. Þessi tilorðning ritsímasamningsins er því ærin ástæða til þess, að þingið hrindi honum gjörsamlega, og þaðerþað neytt til að gera, vilji það gæta sóma síns, og skyldu sinnar. Og þeirrar skyldu ætti þinginu að vera því Ijúfar að gæta, þar sem sarnn- ingurinn er þjóðinni til skaðræðis, og ó- farnaðar, eins og blað vort hefir áður sýnt rækilega fram á. Tss;ia.,.5l,i...... i,. .rai Frá útlöndum hafa nýlega borizt fregnir, er ná til 20. f. m. Var þá ekkert nýtt af ófriðnum að frétta. Höfðu Rússar og Japanar þá enn ekki hittst á sjó, og er öllum ókunn- ugt um hvar Togo aðmíráll heidur sig með japanska flotann. Rússneska flotanum sækist seint för- in norður til Vladivostock, er sagt, að hann sé þá ekki kominn lengra áleiðis en á móts við Hongkong á Kínlandi. Mælt er og að Rodestvenski aðmíráll, sá er fyrir flota þessum ræður, sé orðinn dauðsjúkur af ofreynzlu, og muni Alex- eieff aðmíráll, fyrverendi jarl Rússa þar eystra, taka við starfi hans. Einum orustudreka Rússa, er lá á mararbotni, fráþví ífyrra, við Port-Arthur, hafa Japanar náð upp og gert svo að honum, að hann er sjófær orðinn. Á landi var búist við stórorustu á hverri stundu. Konsúlalögin norsku voru 18. f. m. sam- þykkt í einu hljöði í neðri deild stór- þingsins, og vænta menn að hin deildin muni einnig samþykkja þau innan skamms. iit og mdl, og fleira. ii. /Niðurl.j En eg sný mér sem fljótast frá þessari mál- fræðislegu sorpgryfju og lendi í „Ski'rni11, þeim nýjasta og endurskapaða „Skirni11, glóðvolgum af framfarabrutlinu, lýðmenntunar loptkastölum og pólitÍBkum langlokum. En hér var aldrei mein- ingin að finna að; það væri sama sem að spilla þeirri ánægju sem menn eru skyldugir til að smella i sig yfir þessu nýja uppyngda tímariti, sem samkvæmt „prógramminu1* sem prentað er í timariti Bókmenntafélagsins um leið og það er i andarslitrunum á að fylgja þeirri lifsreglu, að „Skirnir“ eigi ekki að flytja innlendar né át- lendar fréttir, því það geri blöðin fen hann gerir það nú samt nokkuð, og er gott að hafa það yf- irlit, ekki sízt þar sem „Rúsar“ og „Japanir“ eiga í hlutj, og svo að hann megialls ekki gefa sig við „pólitík11 — hú ha! blessaðir þegið þið! haldið ykkur saman svo þér st.yggið engan með meiningamun! Aristoteles hefir raunar kallað manninn „Zóon politikon", pólitiskt dýr, því hann vissi að allir menn eru pólitískar verur — hvað er „pólitik?“ Er ekki allt pólitík, sem snertir hag mannfélagsins? Samkvæmt „prógramminu“ má „Skírnir“ ekki flytja vísindalegar ritgerðir eða rannsóknir, nema því að eins þær séu verk- legar eða búfræðislegar, þá einkum um rjómabú, smjör og kjöt, allt á að vera um mat — en þá er heldur ekki samkvæmni í þessu að fást við „lýðmenntun“, eða við skólamál, eða heilbrigis- mál, eða við nokkrar framfarir eða velmegun manna, því allt þetta er „pólitík“ — því meiri menntun sem ein þjóð fær, því sjálfstæðari skoð- anir mun hún fá, þvi meiri líkindi munu verða til að stjórn og þjóð verði samtaka í að efla vel- gengni og ánægju mannanna. Annars er málið á fréttunum teins og annars i þessum pésa) gott og lipurt; samt er sumt rit-að í einu orði; sem ætti að vera í tveim orðum, t. a. m. „útifyrir41, „útfyrir", „innfyrir11, „suðurfyrir“, „norðurfyrir“, „Enskar mílur“ held eg menn hafi ekki ljósa hugmynd um; „skifti“ fyrir „skipt“ iþett.a f fyr- ir framan t er alveg rangt og latmælis ritháttur, þó honum sé haldið fram af sumum (ekki hefi eg fundið í kverinu smekklausu og röngu val- týskuna „amerískur11 og revkviskur — merkilegt er það að mönnum skuli ekki detta í hug að aldrei var sagt „vískur“, af „vík“, heldur „vík- verskur,, — engin þjóð sem nefnir Ameríkuhluti hefir viljað missa k-hljóðið: Danir og Svíar segja „amerikansk11, Þjóðverjar „amerikanisch, Englar „american“, Frakkar „américain"; en nú mund, það þykja stirt og langt að segja „reykvikversk- ur“; en á góðri íslenzku segjum vér „Reykjavík- urmenn“, „Reykjavíkursiður1*, „Amerikumaður11 „Ameríkusiður“ o. s. fr.) — Annars má einnig segja, að „Skírnir“ er ekki afskræmdur með þeim sérvizku-rithætti sem var fyrrum á „Ingólfi“ og sumstaðar annarstaðar, því afskræming móður- málsins (eins i riti og í tali) er eyðilegging þjóð- ernisins; það er ritmálið sem viðheldur (og hefir viðhaldið) málinu og heldur þvi á því stigi sem boðlegt er og samkvæmt fögrum og tignarlegum hugsunum og hugsjónum sem fyrir andann bera. Hjá ósamkvæmni verður aldrei fullkomlega kom- ist; en að rita eingöngu eptir framburði, er ó- mögulegt og þessvegna fjarstæða, þó að sjálfur Konráð héldi því fram („Fjölnir11 2. ár. 183 b. bls. 16), enda fékk hann því aldrei framgengt. — Þetta er nú allt gott og blessað, vér tökum öllu með þökkum, og höfundurinn að þessum línum er „glaður í sinu hjarta“ yfir að mega horfa i fjarska á þetta „noli me tangere“, því bann veit að ekki muni honum duga að láta nokkurn staf i þessa gullvægu gripaskrínu mannlegrar snilli og speki, og gleðilegt er einnig að sjá nýj- ar smástjörnur, sem stjörnufræðingar annars ekki munu geta fundið með nákvæmustu verkfærum, svo sem „elft“ (bls. 6) — er þá til „að elfa?“ að „leika á alls oddi“ (bls. 9) — þarna fáum vér að vita að oddur er á öllum hlutum; en annars hefir talshátturinn allt af heitið „að leika á als oddi“, þar „als“ er ekki af „allur“, heldur af „alur“ (bor); enn fremur er þar (á bls. 86) nýtt þýzkt orð sem nkki stendur í nokkurri þeirri orðabók sem eg á eða þekki, það er „Blich“ — það er annars leiðinlegt að sjá þessar og aðrar prentvillur hér allt aí og út um allt, eins og

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.