Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 12.08.1905, Side 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 12.08.1905, Side 2
130 ÞjÓfiVIIiJINN. XiX., 33, að komið sé á hraðskeytasambandi milli Noregs, eða Skotlands, Reykjavíkur, Seyð- isfjarðar og Isafjarðar, og landsími lagð- ur frá Akureyri til Reykjavíkur, með 11 millistöðvum, og telst svo til, að það verði nser 57 þús. ódýrara á ári en sæ- simi og landbráður, eptir ritsímasamn- inginum, og myndi sá munur, með 4% vöxtum, nema á 20 árum frekum 1700 þús. króna. — rEn heini og óheini hagn- achurinn, sem leiðir af því, að ver ráðum sjálfir hraðskeytataxta o. fi., og eigum hrað- skeytaáhöldin, og erum engum háðir t þessu efni, verður ekki tit peningo metinnu. — Að lokum ræður minni hlutinn til þess, ef hvorug hinna framangreindu til- laga nær samþykki alþingis, að málinu sé þá frestað að þessu sinni, svo að þjóð- inni gefist, kostur á að kynna sér það sem bezt, áður en því sé til lykta ráðið. Utlönci. Dtmmörk. Konungur vor, Christian IX., kom keirn aptur úr baðför sinni til Wiesbaden 16. f. m. og tók að nýju við ríkisstjórninni. Þýzk flotadeild, 33 skip alls, gisti Kaupmannahöfn í seinni hluta f. m. Fengu yfirmenn flotans hinar beztu viðtökur hjá konungi vorum og hirðinni allri, og bæj- búar lögðu allt kapp á að vera hinum Pýzku gestum sínum sem bezt til hæfis. Virðist nú með öllu hcrfinn kali sá, er lengi hefir verið milii Dana og Þjóðverja. — I byrjun þ. m. kom Þýzkalandskeis- ari sjálfur á skipi sinu „Hohenzollern“ til Kauprnannahafnar, og leiða menn ýms- ar getur að því, hvert erindi hans sé. Evgenia, ekkja Napoleons III. Frakka keisara, kom nýlega til Kaupmannahafn- ar á lystiskipi sínu. Hún er nú 79 ára að aldri, og munu fáar konur hafa kennt sárar á hverflyndi hamingjunnar en hún, enda er hún nú vart mönnum sinnandi, og hefir aldrei glaðan dag litið síðan 1879, er sonur hennar féll í orustu móti Zulu- köffum i Afríku. Dvelur hún nú leugst- um í höll einni afskekktri á Englandi, en ferðast þó öðru hvoru um á lystiskipi sínu, og bráir þá helzt af henni. Gripasýningin, er samvinnubúnaðar- félögin dönsku héldu í Kaupmannahöfn i öndverðum fyrra mánuði, svo sem áður er getið í blaði voru, tókst ágætlega og varð bændunum dönsku til mikils sóma. Kom það ljóslega fram, hve griparækt þeirra er vel á veg komin. Sýninguna eóttn 110 þúsundir manna, þann daginn, er flestir voru. Noregur og Svíbjóð. Það gerðÍ9t 26. f. m. að nefnd sú, er „Urtima“-ríkisdag- inn kaus til þess að fjalla um sambandið milli ríkjanna, kom fram með álit sitt, og var helztu atriða þess getið í síðasta blaði „Þjóðviljans“. Nefndin var öll sam- dóma um álitið, og líkur þóttu til, að ríkisdagurinn allur mundi fylgja henni að málum. Þar sem tiliögur ráðaneytisins Ramstedt höfðu gengið i nokkuð aðra átt, beið það því eigi undirtektaríkisdagsins,en sagði þegar af sér. Nýtt ráðaneyti var enn eigi myndað, en líkur þóttu til, að Krusenstjerna ytirpóstmeistari tæki að sér forstöðu þess. Hann er talinn gætinn maður og sáttgjaim, og þykir trúlegt, að honum takist að miðla svo málum, að allir megi við una. Nokkrir nefna þó Wachtmeister greifa, sem væntanlegan for- sætisráðherra. Hann er mikilsmetinn mað- ur og hirðinni mjög handgenginn. — Norðmenn una áliti nefndarinnar all-ílla, sem von er. Þó vilja þeir sýna svo rnikla tilhliðrunarsemi, sem unnt er, án þess þó að misbjóða virðingu sinni í nokkru. Þann- ig hefir stjórnin þegar i stað lagt til, að leita skuli atkvæða norsku þjóðarinnar um að sb'ta sambandinu við Svía, og er eigi talið vafasamt, hversu sú atkvæða- greiðsla muni fara. Stórþingið hefir þeg* ar skipað nefnd til þess að athuga tillögu stjórnarinnar, en áreiðanlegt er talið, að hún verði samþykkt. Fer atkvæða- greiðslan þá fram um land allt 13. ág. Að því loknu, en fyr eigi, taka Norðmenn hinar aðrar kröfur Svía til athugunar. Allmikið er rætt um hið væntanlega konungsafni Norðmanna. Hefir Oscar kon- ungur lýst yfir því við þýzkan blaða- mann, að sér og ætt sinni sé það allmjög á móti skapi, að nokkur sænskur prins taki að sér konungdóm yfir Noregi, en þó verði ríkisdagurinn spurður til ráða um það mál. All-háðulegum orðum fara ýms blöð Svía um það, ef danskur prins verði konungur Norðmanna. Þykir þeim, sem þá komi köttur í ból bjarnar, ef svo verði. Eigi að síður hafa margir Norð- menn augastað á Karli, syni Friðriks, konungsefnis Dana. Hann er kvæntur prinsessu Maud, dóttur Játvarðar Breta- konungs, og hyggja þeir, að sér verði styrkur mikill að þeim tengdum. Austræni ófriðurinn. Nú hafa bæði | Rússar og Japanar valið menn til þes9 i að semja um frið milli þjóðanna. Eiga • friðarsamningarnir að fara fram í bænum i Portsmouth i Bandaríkjunum, og eru full- I trúarnir þegar komnir þangað vestur. Fyr- : ir Rússa hönd mæta þeir Witte, forsæt- j isráðherra Rússa, og Rosen, sendih«-!rra j Rússa í Washington, en af Japana hálfu j mæta Komura, utanrikisráðherra, og 7aka- j hira Kogoro, sendiherra í Wasington. Þyk- j ir það góðs viti, að utanrikisráðherra Jap- | ana tekur sjálfur þátt í samningunum, j því að þá þarf sjaldnar að leita álits stjórn- i arinnar i Tokíó um einstök atriði friðar- •> j samninganna, en einkum treysta menn j þó dugnaði og skörungsskap Witte’s, sem j er friðarvinúr einlægur, og hinn mesti atkvæðamaður. Sjálfur kvað hann þó ótt- ast, að friðarskilmálar Japana verði svo óaðgengilegir, að hann fái engu áorkað í friðaráttina. Af ófriðnum sjálfum er það helzt að frétta, að Japanar hafa tekið eyjuna Sach- alin og stökkt Rússum brott þaðan. En áður kveiktu þeir sjálfir í virkjum sínum og fallbyssum. Er eyjan hin frjósamasta og Rússum því að henni mikil eptirsjá. Rússland. Uppreisnin í stórborginni Odessa er nú bæld niður. Herskipið „Knjas Potemkin“ gaf sig sjálfviljuglega Rúm- eníu-stjórn á vald. Var skipinu þegar skilað Rússum aptur, en skipsmönnum, er heimil vist í Rúmeniu, þeim er það vilja, og verða þeir eigi ofurseldir hinum rússnesku yfirvöldum. — Nú hefir ofsókn verið hafin gegn Gyðingum í Odessa og á að reyna að skella allri skuldirmi á þá. I Pétursborg hafa óróamenn sett eld í hús á ýmsum stöðum og hefir af því hlot- izt ærinn skaði. A ýmsum fleiri stöðum í Rússlandi eru einatt öðru hvoru upp- hlaup og óeyrðir, og virðist hvorki fiotinn né landherinn vera stjórninni tryggur. Lögreglustjórinn í Moskva, er Shuvalov nefndist, var myrtur 11. f. m. af manni einum, er hann veitti áheyrn. Vekur morð þetta hina mestu undrun og gremju, því að Shuvalov var hið mesta valmenni og elskaður af æðri sem lægri Mikið er rætt um fund rússneska og og þýzka keisarans, við Finnlandsstrendur. Ætla sumir, að fundur þeirra hafi stór- politiska þýðingu, og vilji keisararnir rnynda bandalag móti frjálsu þjóðunum, Englendingum, Frökkum og Japönum, en aðrir neita því. Bretland. Balfour á einatt i vök að verjast gagnvart mótstöðumönnum sínum í neðri málstofunni. Nýlega beið hann ósigur, með 3 atkv. mun, i máli einu, er snerti landbúnað íra. Urðu stjórnarand- stæðingar þá uppvægir og heimtuðu, að ráðaneytið segði þegar af sér, en þeirri áskorun hefir það eigi orðið við. Olíklegt er þó talið, að það sitji lengi að völdum héðan af. Þingfundimir eru öðru hvoru svo róstusamir, að engu tauti verður á- komið og slita verður umræðum. Spánn. Nýlega er látinn fyrv. for- sætisráðherra Spánverja, Villaverde, hinn mesti stjórnmálaskörungur. Ameríka. Ofsa bitar hafa gengið langa hríð, víða i Bandaríkjunum, og deyja menn hópum saman af sólsting. Peary, hinn nafnkunni norðurfari, er lagður af stað i nýja norðurför og kveðst nú eigi muni linna fyr en hann nái Norð- urheimskautinu. Kosta auðmenn ýmsir för hans, sem búizt er við, að standi yf- ir i mörg ár. Hann hefir Marconi-áhöld á skipi sínu. Á Grænlandi ætlar hann að reisa loptskeytastöðvar, eina eða tvær, og er svo til ætlazt, að skeyti berist milli þeirra og loytskeytastöðvarinnar í Labra- dor. jrcttir frd alþingi. ---0^Í*> Landsbanka-útbú á Seyðisfirði. Austfirzku þingmennirnir (Jón Jóns9on, síra Einar Þórðarson og Ól. Thorl.) bera fram þingsályktunartillögu þess efnis, að skora á ráðherrann, að sjá um, að eigi sé látið dragast lengur, að stofna landsbanka- útbú á Seyðisfirði. Endurskoðun ábúðarlöggjafarinnar. Eptir tillögu síra Sig. Stefánssonar hef- ir efri deild alþingis skorað á stjórnina, að semja frv. til nýrra bygginga-ábúðar-

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.