Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 25.09.1905, Side 3
XIX.. 39.
ÞjÓBV’XJINN.
155
Sundmagi nr. 1................0,50 pd.
_ — — 2................ 0,40 —
Hvft vorull................... 0,80 —
Mislit............................. 0,60 —
Hvít haustull, þvegin. . i . . 0.70 —
Dúnn nr. 1....................10,00 —
-----— 2.................;.. 8,00 —
Hvít lambskinn.............; . 0,40 st.
Mislit............................ 0,20 —
Þorskalýsi.............. . ; . 24 kr. tn.
Hákarlalýsi 24 — —
Blautfiskur, stór ...... 0,06 pd.
—--------, smár............... 0,06 —
ísa, blaut.................... 0,04 —
Þetta er verðlagið, sem kaupmenn á ísafirði
kváðu upp, og sama verðlag hefir einnig verið í
öðrum verzlunarstöðum á Vesturlandi, nemadúnn
nokkru lægri á Breiðafirði.
Af Horuströndum (í Norður-ísafjarðarsýslu)
er „Þjóðv.“ ritað 8. sept. síðastl.: „Sumarið
sem nú er að líða, hefir verið eitt af bágustu
Bumrum, sífelldar norðan-þokur, og þar af leið-
andi óþurrkar, og kuldar, einkum síðan í byrjun
16. viku sumars. — Plestir náðu þó töðum |sín-
,um lítt hröktum, en lakar hefir farið um úthey-
ið, og hjálpaði þó nokkuð, að nú um mánaðar-
mótin komu 3 þurrkdagar. — Síðan 4. þ. m.
hefir vorið ofsa-norðanveður, og snjór fallið all-
niikill til fjalla.
Egg- og fugla-tekja varð hér í góðu meðal-
ilagi, og mörgum til bjargræðis. einkum þar sem
fiður er nú í háu verði. — Siðastl. vor vertið
gengu alls 14 skip til fiskjar úr Aðalvíkinni,
fimm- og sexróin, og lánaðist vorvertíðin þar
mikíð vel; en norður á Ströndum varð voraflinn
í rýrara lagi, sem fvr. — Aðal-beita Aðalvikinga
var í vor kúfiskurinn, sem nokkur reitingur hef-
is fengizt af, einkum á Látralagi; en stöku skip
sóttu hann þó til Hesteyrarfjarðar“.
Drukknun.
Mann tók út af fiskiskipinu „Nelson“ frá ísa-
firði i norðan-veðrinu i öndverðum sept., og
drukknaði hann. — Skipið var þá skammt fyrir
sunnan Látrabjarg. — Maður þessi var úr Reykja- runninn. — Sumarið 1874 fluttust þau
vík, ungur og ókvæntur, Jón að nafni. til Ísafjarðarkaup9taðar.
Skip rekin á iand.
Fimm skip hafa rekið á land á Siglufirði í
norðan-veðrinu í öndverðum sept., en manntjón
þó eigi orðið, að getið sé.
Hvalveiðabátur frá hvalveiðistöð Odland’s á
Hesteyri, er var á leið iyrir norðan land, með
þrjá hvali, missti þá alla.
Brunar.
A bænum Laug við Geysi brunnu 28. f. m.
230 bestar af heyi ásamt hlöðu, var það allur
heyfengur bóndans þar. Hlauzt af of djarfri hirð-
ingu.
Aðfaranótt 7. . þ. m. brann baðstofa, búr og
eldhús á Tjaldanesi í Saurbæjarhreppi í Dalasýslu.
Ekki eru komnar glöggar fréttir af því, hvort
miklu eða litlu hefir verið bjargað af innanstokks
munum, en sagt er að bækur og handrit Magn-
úsar bónda hafi brunnið, og má að því einu telja
skaða mikinn, því hann átti af hvorutveggja mik-
ið meira en almennt gerist.
>1 Jl 111151 l:it-
22. ág. síðastl. andaðist í ísafjarðar-
kaupstað konan Ragnhildur Jónsdóttir,
rúmlega áttræð, fædd að Svalbarði í Þist-
ilsfirði 8. febr. 1825. — Hún var dóttir
merkishjónanna síra Jóns Benediktssonar
og Guðrúnar Kortsdóttur, og var Ragn-
hildur sáluga þvi alsystir Guðrúnar, ekkju
Jóns sál. Sæmundssonar i Fremri-Arnardal
Hildar, móður Asgeirs kaupmanns Sigurðs-
sonar, og þeirra barna, og Benedikts Gab-
riels, smáskammtalæknis. — Yorið 1851
giptist Ragnhildur heitin eptirlifandi
manni sinum, Jóni söðlasmið Sigurðssyni,
og ’ujuggu þau hjónin um hríð i Húna-
vatn9sýslu, því að þaðan var Jón upp-
Meðal barna þeirra hjóna, sem upp
komust, eru: Sigurður 9túdent Jónsson,
kennari á Isafirði, kvæntur Guðrúnu Lúð-
viksdóttur, Alexíussonar, lögregluþjóns,
Guðrún, ekkja Bjarna sáluga öislasonar
á Ármúla, Helga, gipt Ólafi bókhaldara
Magnússyni á ísafirði, Hólmfríður, Stein-
vör og Ingunn, allar í Ameríku. — Son
áttu þau hjónin einnig, Jón að nafni, er
fór til Ameriku, og andaðist þar.
Ragnhildur sáluga var stillingar- og
gæðakona, er stóð vel i stöðu sinni, sem
stundum var ærið vandasöm og örðug.
Yfir tuttugu síðustu ár æfinnar dvaldi
Ragnhildur sáluga hjá Ólafi, tengdasyni
sínum, og Helgu, dóttur sinni, og var
lengstum rúmföst síðustu átta árin, enda
orðin blind, og þurfti þvi nákvæmrar um-
hyggju, og aðhlynningar, sern hún og
naut í fullum mæli hjá dóttur sinni, og
tengdasyni.
Hún var jarðsungin að Syrarkirkju 4
Isafirði 6. sept. — — —
I síðastl. maimán. andaðist að Bjarna-
stöðum í Vatnsfjarðarsveit húsfreyjan Guð-
rún Þorsteinsdóttir, eptir nýlega af staðin
barnsburð, og lifir hana maður hennar,
Jón bóndi Sigurðsson á Bjarnastöðum, á-
samt 6 börnum þeirra, sem öll eru í æsku.
I síðastl. ágústmánuði andaðist enn
fremur að Folafæti í Norður-Í safjarðarsýslu
ekkjan HeJga Engilbertsdóttir, um sjötugt.
— Maður hennar, Þórarinn bóndi Jónsson
á Folafæti, andaðist 30. janúar síðastl.,
132
verðurðu foringi' vor gegn fjandmönnunum sem verið
,<hefir!u
Þetta hreif. — Marco beit á vörina, og hætti allri
mótspyrnu.
En rétt í þessari svipan kom ungur maður gangandi
úr þeirri átt, er sneri að þorpinu.
Það var sami smalÍDn, sem hafði verið sendur, til
,að flytja Gerald kviksöguna, og sem siðan hafði fylgt
ihonum, og Jörgen, unz hann hvarf sýnum tíl þess, að
,segja Marco hvar kdmið var.
Hann kom hlaupandi til þeirra, og mælti:
„Yaraðu þig Marco Obrevic! Það eru hermenn á
ferðinni — óefað helmingi fleiri, eD þér eruð —, og eru
þeir að leita að yður og að ókunna liðsforingjanumu.
Allir hrukku við, er þeim bárust þessi óvæntu tíð-
-indi, nerna Marco, er æpti, eins háct, eins og hann gat:
„Þú lýgur! Það er óhugsandi, að þeim hafi kom-
ið nokkur fregn. — Þeir télja vist að þorpið sé á valdi
(þeirra manna. — Er ekki svo?“
„Nei, þeir fóru fram hjá þorpinu, áD þess að nema
þar staðar, og án þes9 að spyrja nokkurn mann nokkurs“,
mælti smalinn. „Jeg heyrði, að bæði hermenn, og liðs-
foringjar, nefndu nafnið Wílaquell“.
„Þá eru svik í tafli“, mælti Marco, „eða hvernig
ættu þeir ella að vita, að þeir eru hér? Hver hefir getað
sagt þeim þetta?“
„Sleppum því, sem stendur^, mtelti StefáD. „En
þú hefir heyrt, að þeir eru langtum fleiri, en vér, og ef vér
eigi komum oss burt, níeðan tími er til, þá er oss öllum
dauðir.n vís“, u
„Ætti hann, sem er þarna niðri í gjánni, þá að sleppa
129
Það var auðheyrt á síðustu orðunum, að Gerald var
í miklum vafa um það, hvort Daníru tækist, að komast
alla leið, enda gat margt faranda hindrað.
Jörgen svaraði á hinn bóginn, og var hinn von-
bezti:
„Félagar okkar bregðast okkur ekki, og það gerir
Sankti Georg ekki heldur. enda liggur mér ekkert á, að
fara að deyja, fyr en eptir hálfa öld. — Það væri líka
synd og skömm, ef bónda-býlið foraldra minna í Tyrol
gengi til einhverra útarfanna“.
Meðan Jörgen lét dælu þessa ganga, hallaði hann
sér ofur makindalega upp að klettinum, og fór að hugsa
um, hve einkar skemmtileg þessi hálfa öld rnyndi verða,
og hve fegin Jovíka myndi verða, er hann kæmi aptur
heill á hófi til kastalans.
Komst hann að lokum að þeirri niðurstöðu að skemmti-
legra myndi verða, að hittast þar, en í himnaríki, enda
vafasamt, hvað um samfundina yrði hinu megin, þar sem
annar málsaðilanna væri heiðingi — — —
Svona leið nú hver kl.tíminn eptir annan, unz nóttiu
tók að þoka fyrir deginum, og stjörnurnar gjörðust dauf-
ari, og fölari, á himinhvelfingunni.
Köld, og grá, morgun-þokan sveipaði jörðina, og
vindinn var farið að lægja, enda þótt stöku sinnum skellti
í rok i svip.
Fjandmennirnir, Krívossingar, höfðu nú beðið tím-
unurn saman við Wílaiiuell-gjána, enda hafði Danira, er
þekkti lauda sina vel, og ekki sizt Marco Obrevic,' 9páð
því, að þeir myndu ekki hverfa brott, enda þótt þeir þyrðu
ekki að traðka friðhelgi staðarins.
Marco hafði til þessa haldið sér í skefjum, en við