Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 17.10.1905, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 17.10.1905, Blaðsíða 1
Verð árganqsins (minnst 52 arkir) 3 kr. 50 aur.; trltndis 4 kr. 50 aur., og ! í Ameríku doll.: 1.50. j Borgist fyrir júnímán- aiarlok. ÞJOÐVILJINN. NÍTJÁNDI ÍBftANflUB. -[=== RITSTJÓRI: 8KÚLI THOitODDSEN. =|=x»g— Vppsögn skrifleg, ógild nema koniin sé til útgef- anda fyrir 30. dag júní- mánaðar, og kaupandi samhliða uppsögninni borqi skuld sína fyrir blaðið. M 42. Bessastöðdm, 17. OKT. 19 0 5 fifna og lldavólar sehu* an jnmsson. utlöncl. Kaupmannahöfn 28. sept. Noregur og Svíþjóð.. Þess var getið síðast að kjörnir menn frá báðum þessum þjóðum væru saman komnir í Karlstað, til þess að ræða og leiða til lykta það stærsta og þýðingarmesta málefni, er nokkru sinni getur verið ujb að ræða milli tveggja þjóða. Allir vissu, að ef þessir fulitrúar gætu ekki orðið á eitt sáttir um aðskilnað Noregs og Svíþjóðar, þá var stríð milli bræðraþjóðanna fyrir höndum, og þeir, sem nokkuð þekkja til þeirra hörmunga, er stríðinu fylgja, geta því skilið, með hvílikri óþreyju menn hafa beðið útslitanna, ekki að eins í þeim tveim löndum, er málið skipti mestu, heldur jafnvel um alla Evaqipu. Nú eru mála- lokin kunn orðin. Fulltrúar Norðmanna og Svía hafa reynzt starfi sínu vaxnir. Ófriðnum er afstýrt. Samningarnir voru birtir samtímis í Kristjaníu og Stokkhólmi 25. þ. m og er aðalefni þeirra, sem hér segir: ItíkÍTi gjöra sín á milli samning er gildir í 10 ár, og verður hann framlengd- ur um önnur 10 ár, að þeirn tírna liðnurn, nema önnur hver þjóðin hafi sagt honum upp með tveggja ára fyrirvara. Samkvæmt þessum samningi skal friðardómstóllinn í Haag skera iir deilu-atriðum þeim, er upp kunna að koma milli þjóðanna. Und- anskilin eru þó þau mál, er snerta sjálf- stæði og lifskilyrði þjóðanna, en verði á- greiningur um, hver slik mál séu, þá sker gjörðardómurinn úr þvi. Deilum út af samningum þeim, er gjörðir verða í sam- bandi við aðskilnað rikjanna, skal róðið til lykta af sérstökum gjörðardúmi. Kjósa Norðmenn einn mann í dóm þenna og Svíar annan. Síðan skulu þessir tveir veija þriðja mann, eD verði þeir eigi á- sáttir um neinn, skal forseti svissneska þjóðveldisins vera þriðji maður. Báðum megin við landamæri ríkjanna skal vera hlutlaust (neutrai) bolti, 30 kíló- metrar (4 milur) á breidd, eða 15 kíló- metrar hvoru megin landamæra. A þessu svæði mó eigi reisa nein virki eða her- skipahafnir, né halda þeim við, sem þeg- ar eru þar. Engin hergögn má geyma á þessu svæði, né framkvæma þar nein- ar þær ráðstafanir, er að hernaði lúta. Norðmenn skulu rífa niður kastala þá og virki, er þeir hafa reist á þessu svæði, að undanskildum virkjunum við Kongs- vinger og hinum gamla kastala við Fred- erikssten, er sögulegar endurminningar eru bundnar við. Þá koma þrír samningar, er snerta rétt til hreindýrabeitar, vöruflntninga gegnum löndin og hina sameiginlegu fljóta- og vatnvegu. Samninga þessa skal ieggja fyrir stór- þing Norðmanna og ríkisdag Svia, Að fengnu samþykki beggja er gjört ráð fyr- ir, að rikisdagurinn nemi sáttmálann milli ríkjanna úr gildi og veiti konungi vald til að viðurkenna Noreg sém sjálfstætt ríki. Að þvi loknu öðlast samningarnir gi’di. Þótt Norðmenfi þykist hörðu beittir, að því er kastalana snertir, er þó enginn vafi á þvi, að stórþingið, sem þegar er byrjað á störfum sínun., samþykkir gjörð- ir fuiltrúanna. Ríkisdagur Svia á að koma saman 2. okt. og þykjast menn einnig vissir um samþykki hans, þrátt fyrir eggj- unarorð nokkurra sænskra blaða. Látinn er ný(ega sænski stjórnmála- garpurinn og frolsisvinurinn Svend Adolf Hcdíi/n. Hann var fæddur 1834 og liafði setið á þingi í 36 ár. Jarðarför hans, er fór fram í Stokkhólmi, var fjölmennari, en dæmi eru til áður í þeim bæ. Ungverjaland. Enginn þjóðhöfðingi í Norðurálfu á 3;iir fleirum fjærskyldum og sundurleitum þjóðflokkum að ráða, en Frwnz Jósef Austurríkiskeisari, sem jafn framt er konungur Ungverja, enda hefur það löngum reynzt erfitt að halda þeim saman, en sjaldan hefur þó lakar áhorfst en nú. Maður sá, er að undanförnu hef- ur verið forsætisráðherra Ungverja,heitir Fejervary. Er hann ófrjálslyndur mjög og ílla þokkaður af alþýðu. A þinginu hefur hann iengi verið í minni hluta, og er hann sá, að svo búið mætti eigi leng- ur standa, gjörðist hann allt í einu frjáls- lyndur mjög og tók að berjast fyrir al- mennum kosningarrétti, en eigi trúðu menn honum að heldur, enda varð nú stjórnin í Austurríki honum andvíg og varð hann því að segja af sér. Fékkst nú enginn til að mynda nýtt ráðaneyti, og gekk svo nokkra liríð. Tók þá keis- ari það ráð að kalla ’fimm helztu menn Ungverja á fund sinn til Wínarborgar. Urðu ungverjar við áskoruninni og var Franz Kossitth foringi frjálslynda flokks- ins, fyrir þeim. Að ákveðinui stundu gengu sendimenn á fund keisara, og hugð- ust nú að halda máli sinu sköruglega fram, en það fór á annan veg. Keisari hélt yfir þeim stutta og gagnorða ræðu. Kvaðst aldrei mundu slaka til, að því er ýms helztu deiluatriðin snerti, svo sem það að ungversk tunga yrði töluð í hern- um o. fl. Að öðru leyti gætu þeir sam- ið við utanríkisráðherra sinn. Gfekk keis- ari brott srðan, en sendimenn sátu agn- dofa eptir. Yarð þeim það fyrst fyrir að taka saman plögg sín og snúa heimleiðis hið bráðasta. Eru Ungverjar nú hinir æfustu og vilja eigi lengur heyra nefnt samband við Austurríki. Lengra er mál- inu eigi komið. Ítalía. Ákafir jarðskjálftar hafa að unuanförnu gengið um allan suðurhluta Italíu og valdið hinu mestatjóni og hörm- ungum. Heilir bæir hafa með öllu eyði- lagst svo að eigi steudur þar stoinn yfir steini. Ejöldi manna hefur misst lifið eða örkumlast og aðrir eru húsnæðislaus- ir. Hermönnum hefar verið dreift um laDdið til þess að grafa í rústunum og tekst þeim að bjarga stöku manni. Eina nótt heyrðu þeir veika barnsrödd undir fótum sér. ~Jeg sé himininnu heyrðu þeir barnið segja. Grófu þeir þá niðnr, og fundu 5 ára stúlku, er legið hafði 3 daga undir borði. Á öðrum stað björg- uðu þeir manni, er lá við hlið konu sinn- ar og 5 barna, er öll voru dáinn. Kon- ungur Italia hefur sjálfur ferðast um hér- uð þessi og gengizt fyrir samskotum til þeirra er eptir lifa, en eigi að síður er neyðin mjög mikil. Tjónið hefur orðið enn þá meira fyrir það, að ákafir felli- byljir hafa samtímis gengið um landið, og valdið hinum mestu skemmdum. Á Sikiley er fjall eitt, er nefnistPáls- fjall, og var bær undir fjallinu. I fjall- inn voru brennisteinsnámar, miklir og höfðu námeigendur látið grafa þar svo mikið að bæjarbúar óttuðust, a-ð fjallið mundi hrynja saman og eyðileggja bæ- inn. Kröfðust þeir þess því, að greftr- inum yrði hætt, og skutu málinu til dóm- stólanna. En dómurinn féll um seinan. Aðfaradóttina 22. sept. vöknuðu bæjar- menn við háa bresti og dynki í fjallinu. Hlupu þeir þá naktir upp úr rúmunum og björguðu lifi sinu. Kl. 6 um morg- uninn var bærinn horfmn undir fjall- skriðuna. Rússlaad. Daglega berast fregnir um manndráp rán og önnur hryðjuverk. Nýlega átti að drepa lögreglustjórann í Varshav, með sprengikúlu, en tilræðið misheppnaðist, og kúlan drap tilræðis- manninD og fjóra menn aðra, er af til- vihun stóðu nærri honum. Fjöldi her- manna hefur verið sendur til Póllands og Finnlands, til þess að halda íbúunum í skefjum. ^ Hinn nafnkunni enski friðarvinur WiIIi- j am Stead, hefur nýlega fengið áheyrn hjá ! Rússakeisara, og hefur keisari að sögn : gefið honum leyfi til að halda politiskar | samkomur a Rússlandi til þess að skýra I fyrir mönnum þýðingu stjórnarbótar þeirr- I ar, er keisarinn hefir gefið þegnum sínum

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.