Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 17.10.1905, Blaðsíða 2
166
Þjób v
: n s .
Þýzkaland. Þar i landi er um þessar
mundir kjötskorfcur svo mikill, að til stórra
vandræða horfir. Innflutningi á kjöti og
skepnum er haldið innan vissra tak-
marka með háum tollum og aðflutnings-
hanni, og mega hinir þýzku stórbændur
eigi heyra nefnt að þessu sé breytt, en
stjórnin er á þeirra bandi, og hefur til
þessa skellt skolleyrunum við kröfum
borgaranna um að rýmka um aðflutning-
inn. Afleiðingin er, að kjöt er ákaflega
dýrt og neyð mikil meðal verkmanna.
A þingi sósialista, sem haldið er þessa
dagana í Jena, hefur Bebel, hinn nafn-
kunni leiðtogi sósíalista A "Þýzkalandi feng-
ið þá tillögu samþykkta að hefja allsherj-
ar verkfall um allt þýzkaland, svo fram-
arlega sem stjórnin lætur sér ekki segjasþ
I’rakkland. Hinn nafnkunni franzki
stjórnmálamaður Godefroy Cavaignac er
látinn. Hann var hermálaráðherra frá
1895—1899 og var um þær mundir í
miklu áliti, en afskipti hans af Dreyfus-
málinu, er rnarga mun reka minni til,
gjörðu skjótan enda á upphefð hans.
Japan. Ospektum þeim, er talsvert
bryddi á í Japan, og einkum í Tokio
eptir að friðurinn var saminn, virðist nú
lokið, og Komura barón er legíð hefur
veikur í Ameríku, getur því rólegur snú-
ið heimleiðis, og þarf ekki að óttast, að
landar hans neyði hann til að fremja
baralciri (sjálfsrnorð), eins og þeir hafa
huft í hótunum.
Samiíingur sá er Englendingar og Jap-
anar gjörðu sín á milli, hefur nú verið
bírtur og er það aðalefni hans, að hvor
þjóðin um sig, er skyld að veita binni
lið eptir megni, ef hún, án þess að vera
sjá Ifsök í því, lendir í ófriði, eða er á annan
hárt ofbeldi beitt. Samningurinn gildir
í 10 ár, en þó má segja honumuppmeð
eins árs fyrirvara.
Danmörk. Grænlandsfarinn Knud Eas-
mussen. er var í för með Mylius Erichsen,
og gat sér þá mikinn orðstír, ætlar nú
að takast á hendur nýjan ieiðangur til
Norðurheimskautalandanna til þess að
kynna sér lifnaðarháttu Eskimóa. Býst
hann við að verða 10 ár í förinni og
verða fyldannenn hans flestir Grænlend-
ingar.
Fjársvik í stórum stíl hafa nýlega
komizt upp á Jótlandi norðanverðu. Hafa
þrír sparisjóðastjórar þ«r farið miðurráð-
vandlega rneð fé það er þeim var trúað
fyrir og er umsjónarmacur sparisjóðauna
i Danmörku fór að rannsaka liáttalag
þeirra, reyndist sjóðþurðin á annað hundr-
að þúsund krónur.
Fyrir fám dögum brann verksmiðja
ein mikil á Amager til kaldra kola, og
nam tjónið yfir 100000 kr.
Ymislegt stórmenni dvelur hér um
þessar mundir, í kynnisför hjá konungi
vorum, svo sem Georg Grikkjakonungur,
Alexandra Bretadrottning, Dar/mar, keis-
araekkjan rússneska o. fl.
Doktorsnafnbót hefir mág. Björn Bjarna-
son frá Viðfirði hlotið við Kaupmanna-
. hafnarháskóla, fyrir ritgjörð um íþróttir
Norðurlandabúa í fornöld.
XIX., 42.
Þriðji pistill til „Þjóðviljans“.
Vœri jeg kvennmaður
/Framh.)
VII.
Eins og jeg tel það tilgangslítið fyrir
þær konur, sem setjast, að í öðrum lönd-
um, að halda búningi sinum, eins er hverj-
um kvennmanni óhætt að trúa mér tii
þess, að það er prýði hverjum sem það
gerir, að halda islenzka húfubúningnum,
þó farið sé snöggva ferð utan lands eða
þar sé dvalið skamma stund og íslenzku
þjóðerni er það gagn.
Jeg sá í bréfi nú fyrir fám dögum að
stúlka, sem býst hálfgert við að fara til
Kaupmannahafnar, telur sér það alveg
óhjákvæmilega nauðsyn, að efna sér dansk-
an búning áður hún fer, þó hún eigi örð-
ugt með það. Það sýnist þvi vera tals-
vert fast innrætt hér á landi, að það sé
fátæklegt eða jafnvel ósæmilegt, að láta
sjá sig erlendis á húfubúningi sínum.
Við, sern þekkjum nokkuð til erlendis,
vitum hvað þveröfugt þetta er.
Við vitum, að allir menntaðir menn,
O'’ Danir ekki síður en aðrar þjóðir, finna
nú og viðurkenna hvier nauðsyn það er
öllurn þjóðum, að vernda allt gott og göf-
ugt, sem einkennilegt er þjóðerni sínu,
og þeir sjá það vel að smáþjóðunum er
sérstök b'fsnauðsyn á, að vernda þjóðerni
sitt, ef þær eiga ekki að hverfa.
Og rnenntuðum útlendingum er ljóst,
engu siður er okkur sjálfum, hvað fyrir
oss íslendingum liggu'' þá, þegar t.unga
vor og þjóðareinkenni eru farin, þeir sjá
allir að vér hljótum þá að verða eins
konar vanskapaður hali á Dönum eða
Breturn eða á þeim, sem við öpum helzt
eptir.
Hver sú þjóð vekur á sér eptirtekt
og virðineu annara þjóða, sem reynir
skynsamlega og með staðfestu að verja
þjóðerni sitt. Að henni hlúa allir góðir
menn og frjálslyndir eptir því, sem þeir
geta því við komið.
Auk málsins sjálfs er nú kvennbún-
ingur vor í augum útlendinga einmitt
Ijósasta merki þess að vér séum rérstök
þjóð, og búningurinn nærri þvíopf jafn-
vel frernur en málið. Útlent mál heyra
þeir margir lieiina hjá sér, að kalla má á
hverjum degi, og taka minna eptir, en
búningana spyrja allir um, því þeir eru
fágætari, og þar sjá þeir að er sérstakur
flokkur manna, sem ann sínu og vill
geyma það, og það virða þeir.
Jeg hef víðsvegar talað við útlendinga,
sem ferðast hafa hingað og hafa ýmsir
þeirra látið urrdrun sina í Ijósi yfir því,
og sumum hálf gramist það, að allt ís-
lenzkt kvennfólk skuli okki bera þjóð-
búning sion hér í Reykjavík og öðrum
kaupstöðum, eins og hann fari því þó
vel og sé fagur.
Ýrnsir útlendingar hafa getið þesv í
ferðabréfum og ferðasögiun, að hér só út-
lent fólk samt i íteykjavik, og um l'áeina
þessa menn veit jeg það, að þeir héldu
það fastlega að allt kvennfólkið á útlenda
búningnum æri danskt.
Svo hafa þeir og spurt (nokkrir Bret-
ar) hvort íslenzkt kvennfólk færi aldrei
til útlanda og hef jeg nærri skammast
mín fyrir að verða að segja þeim, að ís-
lenzkar konur margar skiptu um bún-
ing þegar þær færu til útlanda og hina
sönnu orsök þess hefur mór þótt vanvirða
að segja.
Jeg var einu einni á gangi í Edín-
arborg með dönskum manni og enskum,
og sáum við sitja á bekk þar á leið okk-
ar karla og konur og var «in meðal þeirra
á islenzkum húfubúningi. Bretinn þekkti
dálítið til íslands, en hafði ekki sóð bún-
inginn fyrr, og hólt hann þá dálitla að-
dáunarræðu um það, hve þessi litla og
merkilega þjóð væri trygg þjóðmenjum
sínum og tungu, og þótti búningurinn
stórfallegur.
Hitt var dálítið leiðara fyrir mig, að
hann fékk þá að vita, að jeg var íslend-
ingur því hann spurði mig, hvort við
ættum ekkr líka fallegan búning karl-
mennirnir, og sagði jeg á þá leið, að við
hefðum átt hann, en hann væri farinn
sömu leið eins og hjá Bretum, og slapp
jeg við það.
Jeg fann það þá og hef opt fundið
það fyrr og síðar, að það er hverjum
manni heiður, að geyma vel s'tt. Mór
hefur fundizt, sem hver kvennmaður sé
meira virtur erlendis í þjóðbúningi sínum
en eila og nærri því eins, þó mér hafi
fundizt sumir óviðkunnanlegir.
Útlendingurinn finnur, að konan hef-
ur þroska til að fara sinna ferða og ein-
urð á, að geyma það, sem hún virðir og
henni finnst gott og sæmilegt. Þetta
gefur henni svip og gerir hana manns-
legri í augUm útlendingsins, öldungis eins
og það gerir hana í augum vorum hér á
götunum í Reykjavik. Þetta eykur virð-
ingu á henui og gerir hana fegri sem
persónu.
Jeg skrifa þetta engan veginn af því.
að jeg vilji trana fram öllu sem er islenzkt,
en eins og jeg vildi að allt gott væri
islenzkt, eins langar mig til, að alltsem
gott er og íslenzkt sé geymt sem bezt,
og að íslendingar séu sér og öllusínutil
sóma hvar sem þeir fara.
Jeg hef sannfærst um það betur og
betur, að það er injög skökk skoðun lijá
íslenzkum konum, að þeim
vanvirða að ganga erlendis
ingi sínum.
veit að við eigum þjóðbúning og sér ís-
lenzka konu erlendis á útlenda búningn-
um, gerir einmitt dálitla aihugasemd við
hana i huga sinum, þó hann þegi. Þessi
tilfinning er einmitt óðum að vaxa nú
um heiminn.
Með því að ganga erlendis á þjóðbún-
ingi sinum I látt áfrarn og einarðlegu, ger-
ir íslenzk kona búningi sínum heiður,
t-jálfri sér gagn og landi okkar hvottveggja.
só nokkur
húfubún-
Smekkvis útlendingur, sem
Fraruh.
Frií fsiiflrði
er ritíið 5. okt. |). ti.: „Hór 'T nú jörð öll snævi
þakin. og íi'ost.-liýjnngtir á Pollinnui. unda arení-
atuli norðangarður undanfarna da>{a, sem nú er
þó slotað.