Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 27.11.1905, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 27.11.1905, Blaðsíða 2
190 Þ,; ó b i; x n . XIX., 48 þráði að fá, nú hafi hún fengið heima- etjórn o. s. frv. Sjálfstjórnaröldin var hafin með hátíðlegri ræðu ráðherrans, og hann talaði um, að nú ætti að gjöra sér niat úr öllu ágætinu. Yar hann að hugsa um þjóðina, að nú ætti hún að komast að, og fá að ráða með? I stjórnarskránni nýju var fjölda manna veittur kosningar- róttur þeim, er ekki höfðu hann áður; þeir bíða enn eptir, að fá að komast að. Ný kosningarlög eru til, sem gjöra kjósend- um, er aldrei hafa áður getað kosið, mögu- legt, að nota róttindi sin, og láta vilja sinn í Ijósi i fullu frelsi. Þessi lög eru geymd á kistubotninum. Þingmálafundir senda þinginu áskoranir, og ráðherrann“hvetur þingmenn til, að virða þessar áskoranír að vettugi. Það er auðsóð á öllu, að þjóð- inni er ekki ætlað, að vera með. En hvað meinti hann þá, ráðherrann, með þessum smekkvísu orðum sinum um matinn? k— TJclönd. Helztu tíðindi, er borizt hafa með Mar- coní-lopt-skeytum, síðan síðastanr.„Þjóðv.“ kom út, eru; Noregur. Eptir að kjósendur í Nor- egi höfðu samþykkt það, með atkvæða- greiðslunni 12.—JB. nóv., að Karli prinzi væri boðin'konungstign í Noregi, samþykkti stórþingið það einnig í einu hljóði, og ætlaði hann að leggja af stað frá Kaup- mannahöfn til Kristjaniu 23. nóv. — Hann hefir nú tilkynnt, að lAlexander, sonur hans, iríkiserfinginn í Noregi, beri hér eptir nafnið Ólafur; en'sjálfur nefnir hann sig Hnkon sjöunda, svo sem fyr hefir ver- ið getið um. — — — Rússland. Þar eru nú friðvænlegri horfur, með því að fjöldi manna hefir snúizt vel við áskorunum Witte ráðherra, að styðja hann til þess, að koma já hing- bundinni stjórnarskipun. — A ýmsum stöðum hafa menn því hætt verkföllum, og þó að verkamenn hafi látið sér fátt íinnast um ávarp Witte’s til verkalýðsins, þá er það þó talinn góðs viti, að verka- menn halda mi eigi lengur fram kröfu sinni um 8 kl.tíma vinnudag. — — — Tyrkland. Stórveldin hafa sent her- skipaflota til Makedoníu, til þess að knýja soldán, til að koma fjármálum í Make- doniu í viðunanlegt horf; en því hafði soldán neitað. — Vilhjálmur, Þýzkalands- keisari, hefir þó skorazt undan, að eiga þátt að þessu máli, enda hefir hann lengi látizt vera mikill vin Tyrkja-soldáns. - Japan. Stjórnirnar i Japan ogíKor- eu hafa orðið ásáttar um það, að utan- rikismálum Koreu sé stjórnað í Tokio, höfuðborg Japana, og að Japanar hafi japanskan landstjóra i Koreu. — Þó er látið svo heita, sem Korea fái landsrétt- indi sín aptur, er framfarir séu konjnar þar í gott horf. — — — Þýzkaland. Nú er áformað, að Þjóð- verjar auki herskipaflota sinn að mun, bæti við 6 stórum herskipum, og mörg- um tundurkátum. Þýzkt herskip rakst ný skeð á þýzk- an tundurbát, svo að tundurbáturinn sökk, og eru menn hræddir um, að einn liðs- foringi, og 32 hermenn, hafi farizt; en greinilegar fregnir um það ófengnar. Flutningur ritsímastauranna. Mjög er því miður liætt við þvi, að flutningur símastauranna gangi eigi að öllu leyti jafn greiðlega, eins og látið var í veðri vaka í haust í blöðum stjórn- armanna Það fréttist nú úr ýmsurn áttum, bæði úr Borgarfjarðarsýslu, norðan af Sauðár- krók, og austan af Vopnafirði, að menn telja sér ekki skylt, að standa við samning- ana um staura-flutninginn, þar sem þungi símastauranna er yfirleitt miklu meiri, en stjórnin, og fylgismenn hennar, sögðu, enda er það sitt hvað, að flytja klyftæk tré, eða eiga að bysa við, að koma 300 —400 pd. þungum staurum, jóðlandi af olíu, upp á reginfjöll, og öræfi, um há- vetur, og víða yfir vegleysur og torfærur. I Skagafjarðarsýslu, þar sem samið kvað hafa verið um 2 kr. 15 a. fyrir flutn- ing nvers staurs, eru menn nú t. d. farn- ir að láta sér um munu fara, að ókleift muni, að flytja þá að skaðlausu fyrir minna, en 6 kr. hvern, og gizka á, að flutningskostnaðurinn geti jafn vel orðið 15 kr. á staurinn, ef tíð verði mjög ó- hagstæð. Mjög mikla óánægju vekur það og, sem von er, að stjórnarliðar skuli hafa skýrt jafn rangt frá þunga stauranna, sem raun þykir á orðin, og alls eigi afsak- andi, ef stjórnin hefir eigi hirt um það, að afla sér skýrsluum það, þvi það var henni í lófa lagið, og þá var að hreinu að ganga, er um flutninginn var samið. En sízt er almenningi það láandi, þó að hann byggði á skýrslu stjórnarínnar, og hennar manna, um staura-þuugann, meðan þessir vandræða-staurar voru enn ókomnir til landsins, því að það er engri stjórn ætlandi, sem heiðvirð vill teljast, að hún beiti menn blekkingum, er hún semur um störf fyrir landssjóðinn. Þá er og svo að sjá, sem uppskipun simasr.auranna hér á landi muni eigi reynast alveg eins kosttiaðarlaus, eins og stjórnin gerði ráð fyrir. Hún hafði, sem kunnugt er, komizt að þeirri viturlegu(!) niðurstöðu, að til þess að koma staurunum af skipsfjöl þyrfti engan eyri, og áætlaði því alls enga fjárupphæð í því skyni, þar sem minni hluti ritsímanefndar neðri deildar taldi á hinn bóginn, að eigi myndi veita af 30 aur. að meðaltab á staurinn, til að koma honum í land. — En nú vita menn, að kostnaður þessi hefir orðið tölu- vert meiri, en 30 aur. á staurinn, að því er snertir um 400 staura, sern settir voru í land á vitlausum stað (Höfn í Borgarfirði), af því að gufuskipið „Moscow“ var of djúpskreitt til þjss, að flytja bá í Borg- arnes, sem ætlað var. — Gn um 700 staurar, er einnig áttu að 'fara til Borgarness, voru settir í laud í Reykjavik, og kvað sú uppskipun einnig hafa kostað töluvert meira, en 30 aura á staurinn. Hér við bætist núaðsjálfsögðu kostnaður- inn við það, að flytja alla bessa staura upp i Borgarnes, og koma þeim á skip og af, sem hlýtur að skipta mörgumhundr- uðum króna, er stjórnin verður að taka úr landssjóðnum, með Bessa-leyfi, upp á væntanlega fjárveitingu, þvi að fé það, sem veitt var, til að flytja staurana frá útlöndum, hrekkur tæpast fyrir flutnings- kostnaðinum til landsins, að því er nú er kunnugt orðið. En eptirtektarvert er það, að um allt þetta þegju stjórnarblöðin, oins og steinn, og það er sjálfsagt það hyggilegasta, sem þau geta gjört. Hr. Ó. F. Davíðsson, landsbankabókarinn frægi, hefir ritað grein í „Austra“, 12. okt. síðastl., þar sem bann préd- ikar það, meðal annars, að vór, anástæðingar stjórnarinnar, séum, að „svívirða opinberlega þing- ið“, reynum, að „svipta það öllu trausti og áliti bjá þjóðinni11, og stefnum að því, að „skapa i landinu fullkomið stjórnleysi /Anarkí/1 o. s. frv. o. s. frv. Auðvitað getur hr. Ó. F. Davíðsson naumast verið svo "kyni skroppinn, að hann viti eigi, hvaða fjarstœður það eru, sem hann fer n.oð, þar sein aðfinnslurnar við þingið, og áskoranir kjós- anda, um þingrof, miða einmitt jað því, að reyna að gera þingið að því, sem það á að vera, gera það að sönnum spegli þjóðarviljans. Það er því stór furða, að hr. Ó. F. Davíðsson skuli leyfa sér, að varpa fram jafn vanhugsuðum ummælum, sein að ofan er á vikið, því að naum- ast getur hann vænzt þess, að nokkur sé svo grunnhygginn, að fallast á þessar fjarstæður hans. Frá almennu sjónarmiði væri það og óefað réttast, að hr. Ó. F. Davíðsson hætti alveg þess- um politisku skriptum sínum, því að hann má vita það, að orð manns, sem er í jafn háðri stöðu, sem hann, gota mijin áhrif haft. — Hann þorir aldrei að stinga niður penna, nema til að verja gjörðir stjórnarinnar, sem allir vita, að getur sagt honum upp stöðu hanB, sem bókara við lands- bankann, þegar henni þóknast. Það er vitanlegt, að þetta er einn vegurinn, til að hafa að jeta, eíns og nú er ástatt hór á landi. En það er spurning, hvort það borgar sig þó ekki í raur. og veru betur, að hafa ögn minna i askinum, on lifa frjáls, og óháður, laus við all- ar skyldu-skriptir. Að vorri skoðun spilla þær að eins áliti manns- ins, og þoka sjálfum honum siðferðislega niður á við, án þess að verða stjórninni að minnsta liði. >1 ann aláx. Eins og lauslega var getið um í 43. nr- „Þjóðv.“ þ. á., andaðist Auðunn Her- nmnnsson, þjóðjarðarlandseti að Svarthamri í Norður-ísafjarðarsýslu, 2. okt. síðastl. að heimili sínu, eptir stutta legu í lungna- bólgu, og skal hér nú stuttlega getið helztu æfiatriða hans. Auðunn sálugi Herma»nsson var fædd- ur að Svarthamri 6. mars 1844, og var því á 62. árinu, er hann andaðist. — For- eldrar hans voru: Hermann Jónsson, bóndi á Svarthamri, og kona hans Friðgerður Jónsdóttir, og ólst Auðunn sálugi upp hjá þeim, unz hann, 10 ára gamall, fluttist að Bakka í Hnífsdal, og dvaldi þar 4 ár, hjá Elíasi bónda Jimssyni á Bakka í Hnífsdal, og koDU hans, Sigríði Bj'órns- dóttur, því að Elías var bróðir Þóru, móður Friðgerðar Jónsdóttur á Svarthamri. — Eptir það dvaldi Auðunn sálugi aptur í foreldrahúsum, unz faðir hans andaðist,

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.