Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 17.01.1906, Side 2
10
Þjóðviljinn.
XX. 8.
Rússland. Frá Moskwa liafa rnenn
þær fregnir, að þar var enn barist 28.
<les., og voru uppreisnarmenn þá að byggja
f træta-virki í ýmsum hlutum borgarinn-
ju', og vörðust einnig frá húsum, er þeir
höfða tekið, en hörfuðu þó þaðan, er her-
liðið skaut á husin.
Uppreisnarmenn í Moskwa höfðu 6
v élafallbyssur. — Mikið orð fer af því,
að ýmsar konur í liði uppreisnarmanna
hafi sýnt mikið hugrekki, og beitt mikilli
grimmd.
Stjórnin i Pétursborg telur sig munu
geta kúgað uppreisnina í Moskwa innan
fárra vikna, enda játa uppreisnarmenn
sjálfir, að þeir hafi byrjað uppreisnina of
enemma.
Sendinefnd var nýkomin tii Péturs-
borgar frá borginni Irkutsk í Síberíu í
þeim erindum, að beiðast þess, að Sí- t
beríu sé veitt sjálfsforræði, og að þar sé
skipaður vara-konungur.
í Baku hafa hermenn og verkamenn
barizt, og féllu 300 verkamenn.
Herlið hefir verið sent til Eystrasalts-
iandanna, til þess að sofa bænda-óeyrð-
rnar, og er búist við, að sá leiðangur
standi allan veturinn. — í Kurlandi ræð-
ur stjórn sú öllu, er uppreisnarmenn hafa
sett þar á stofn.
Stjórninni hefir nú lokz tekizt, að
kúga uppreisnarmenn í Bostoffondon á
Suður-Rússlandi. — Eptir 6 daga orustu
tókst herliði stjórnarinnar (stórskotaliði
og fótgöngumönnum) loks að ná virki í
útjaðri borgarinnar, er uppreisnarmenn
höfðu haft á sínu valdi, og var mótspyrnu
þeirra þá lokið.
Stjórn Rússa hefir farið fram á, að
fá 82 mill. sterJingspunda lánaðar á Frakk-
landi, og hefir þvi Rouvier, forsætisráð-
herra Frakka bent Rússastjórn á, að tím-
inn sé eigi hentugur til slíkrar iántöku,
eins og ástatt sé á Rússlandi. — A blað-
inu „Temps“ er þó svo að heyra, sem
peningamenn á Frakklandi muni eigi ó-
fúsir á, að láta rússneska ríkisbankanum
nokkurt. gull í té, gegn nægilegri trygg-
ingu, til þess að halda rússneskum rubl-
um í verði, unz tíminn verði hentugri
til Jántökunnar.
^ðingarmikið framtiðarmdl.
Stofnun innlends gufuskipafélags,
Þegar vér rennum huganum til gufu-
skipafjöldans, er árlega flytja vörur til
Islands, og koma afurðum lands vors á
erlendan markað, hlýtur hverjum Islend-
ingi að renna það til rif'ja, að allirþessir
vöruflutningar skuli vera framkvæmdir
af skipum, sem eru eign útlendinga.
Vöruflutningarnir til Iandsins, og hóð-
an til útlanda, fara vaxandi ár frá ári,
og vaxa óefað hröðurn fetum á næstu
árum, að því skapi sem atvinnuvegir
Jandsmanna komast í betra horf.
tímjörbúin mega enn teljast á bernsku-
skeiði hér á landi, og enginn efi á því,
að þeim vex bráðlega fiskur um hrygg,
og fjölgar stórum, eins og fiskiveiðar
Jandsmanna taka óefað miklum framför-
um.
Það er því eigi gott að spá því, hve
flutningaþörfin kann að aukast stórkost-
lega á næstu árum, auk þess er ferðalög
manna milJi IsJands og útlanda fara mjög
í vöxt.
Það er því engin smáræðis-upphæð, sem
árlega fer út úr landinu, fyrir vöru- og
farþegja-flutninga, auk þess er atvinnan
við siglingar þessar má heita algjörlega
í höndum útlendinga.
Engum mun því dyljast, Jive afar-
mikils varðandi það væri, ef fé það,
sem til þessa gengur, lenti innan iands,
en eigi í vösum útlendinga.
Það er því eitt af þýðingarmeiri fram-
tíðarmálum lands vors, að koma þessu í
annað horf, í það horf, að vöru- og far-
þegjaflutningar milli Islands og útlanda
fari að mestu leyti fram á islenzkum skip-
um, og að atvinnan við siglingar þessar
komist í hendur íslendinga.
Yér efum alls eigi, að þetta verði svo,
er tímar liða, efum alls eigi, að íslenzk
skip, með islenzkum mönnum, og isienzk-
um fána, geri þá nafn Islands kunnugt
víða um heim.
Þetta eru vonar-Jjóðin, sem ómur hafs-
ins kveður við strendur lands vors.
En til þess að þessi hugsjón geti rætzt
sem fyrst, skiptir miklu, að byrjunin dræg-
ist eigi allt of lengi.
Það er landinu að þvi skapi meiri
skaði, sem drátturinn verður lengri.
Dönum þykir það borga sig, að mynda
hlutafélög, eins og t. d. Thore-félagið, til
þess að annast vöru- og fólksflutningana
milli Islands og útlanda, enda þótt á
tvær hættur sé að tefla, þar sem hérlend-
ir kaupmenn, og atvinnurekendur, ráða
því að sjálfsögðu, hverjum þeir fela flutn-
inginn.
En hversu miklu betur standa þá eigi
Islendingar að vígi, þar sem það eru þeir
sjálfir, er yfir vöruflutningunum ráðar'
Hér virðist því eigi vanta annað, en
dugnað, framtakssemi og félagslyndi.
Það. sem vantar, til að skapa byrjun-
ina, er það, að ýmsir helztu kaupmenn,
og atvinnurekendur, hór á landi korni
sér saman, og stofni öflugt, innlent gufu-
skipafélag.
Þó að félag þetta gæti eigi annast,
nema nokkurn hluta af flutningunum
fyrst i stað, þá væri þó afar-mikið unnið,
er byrjunin væri gjörð, og væntanlega
liði þá eigi á löngu, unz fólag þetta færði
meira og meira út kvíarnar.
Og vissulega sýnist áhættan i þessu
efni eigi vera mikil.
Allar líkur til, að fyrirtækið hlyti
engu síður að reynast íslendingum arð-
vænlegt, en iitlendingum.
Vér höfum að þessu sinni að eins
viljað víkja stuttlega að þessu þýðingar-
mikla málefni, sem óskandi væri, að kaup-
menn, og aðrir atvinnurekendur, vildn
taka til rækilegrar íhugunar, svo að
ffamkvæmdirnar drægjust ekki mjög
mörg árin.
Ritstjóri „Þjóðólfs11!
Þú prentar í blaði þínu, 12. janúar síðastl.,
ýrns orð, sem þú segir, að einhver maður á.
Vesturl.indi, sem þú ekki nafngreinir(!), hafi
heyrt mig tala á „Lauru“, á vesturleið frá al-
þingi síðastl. sumar.
Ef þú ekki skrökvar þessu upp 'sjálfur —
sem mór reyndar þykir þú manna visastur til,
er eg renni huganum til alha þeirra ósanninda,
sem þú hefir, bæði fyr og síðar, látið „ÞJúðó]f“
flytja i minn garð —, þá hefir sögumaður þinn
verið býsna lyginn, og ómerkur í meira lagi,
þar sem eg hefi eigi talað eitt orð af því, sem
þú segir mig sagt hafa.
Á hinn bóginn get eg vel trúað þér fyrir
því, og með það máttu blaupa hvert þú vilt, að
nefndarálit meiri bluta ritsímanefndar neðri deild-
ar álit eg eigi til annars hæfara, en að fara í
eldinn.
En því er ver og miður, að aldrei megnar eld-
urinn að eyða þeirri skömm, sem þú, og flokks-
bræður þínir, hafið aflað yður i því máli, sem
téð nefndarálit fjallar um.
Bessastöðum 15: janúar 1906.
Skúli Thoroddsen.
Nýjustu fi n.
Félagsprentsmiðian í Reykjavík, sem
hefir unnið sér það til óhelgis, að prenta
Jandvarnarblaðið „IngóJf", befir nú um
áramotin verið svipt prentun landsreikn-
inganna, sem hún hefir annazt árum sam-
an, og aldrei verið að fundið.
Prentun þessa hefir nú stjórnin falii
Gutenberg prentsmiðjunni — stjórnarliðar
eiga hluti i henni —, án þess að gefa
Félagsprentsmiðjunni, eða öðrum, kost á
því að gera nokkurt tilboð.
Hvernig lízt þjóðinni á svona lagaðar
aðfarir?
Þá hefir ráðherrann einnig unnið sér
það til frægðar, að hefna sorga stjórnar-
liða á hr. Gudm. Finnbogasyni.
Hann hefir að undanförnu notið styrks
úr landssjóði, til að undirbúa menntamál-
in, og stjórnin óspart notað liðveizlu hans
i þeirri grein, og var hann því alveg
sjálfkjörinn, sem umsjónarmaður fræðslu-
mála.
En nú hefir ráðherrann veitt mági
sinum, skólastjóra Jóni Þórarinssyni í
Flensborg, styrk þann, er veittur var i
fjárlögunum í þessu skyni.
Það er ræða hr. Guðm. Finnbogasonar
á bændafundinum 1. ág. siðastl., sem hann
geldur.
Það er „matarL-pólitíkin, eins og vant
er.
Æ, er það annars ekki sárt, að til
skuli vera þeir menn hér á landi, sem
nóg hafa að borða, og ekkert þurfa til
ráðherrans að sækja?
Maður skyldi næstum ætla, að sum-
um þætti það.
Nýjar bœkur.
Matthías Jochumsson: Ljóðmæli. IV.
bindi. Rvík 1905. — 261 bls.
þá eru nú alls komiu út fjögur bindi
af þessu mikla ljóðasat'ni, og vantar þá
að eins fimmta bindið, sem væntanlega
kemur út í ár.
í þessu bÍDdi ljóðmæla síra Matthíasar
Jochumssonar eru alls þrír Ijóðaflokkar: