Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 07.07.1906, Page 2
122
Þ J OBTIl JINN.
XX., 31,—32.
róörarbátar næstum horfnir úr eögunni
að rainneta kosti i ytri veiðiatöðunum
hór við Djúpið.
t>essi breyting hefur stórkostlegan
kostnað í för með sér fyrir útgerðarmenn.
Sexœringar þeir, sem almennt hafa
verið hafðir til fiskiróðra í Útdjúpínu
kosta með rá og reiða 600 til 700 krónur.
Mótorbátarnir kosta 2 til 4 þúsund
kr., þó opnir séu.
í lögum Bátaábyrgðarfélagsins var alls
ekki gjört ráð fyrir þessurn bátum. Til
þess að félagið gæti tekið þá í ábyrgð
þurfti að breyta lögunum. Þetta var gjört
síðastliðið haust.
Aðalbreytingamar eru:
1. Að mótorbátar bæði opnir og með þil-
fari eru teknir í ábyrgð.
2. Að í stað skoðunar og virðingargjörðar,
sem framkvæmd var af skoðunarmönn-
um félagsins, þarf nú ekki annað til
þess að fá bátinn vátryggðann en vott-
fasta skýrslu bátseiganda sjálfs um, hvað
bátnum fylgi og hvers virði hann sé,
áritaða af tveimur óvilhöllum mönnum.
3. Að í stað þess, að félagið áður ábyrgð-
ist allt virðingarverðið, þá ábyrgist það
nú að eins :i/4 þess samkvæmt áður-
nefndri skýrslu eiganda.
4. Að ábyrgðargjaldið er 31/2 af hundraði
á ári af virðingar upphæðinni (8/4) i stað
2% samkvæmt eldri lögunum.
Sumar þessara breytinga virðist mér
töluvert athugaverðar.
Virðing eiganda á bát sínum (2 br.)
getur naumast orðið eins góð trygging
fyrir sannvirði bátsins eins og virðing,
pem framkvæmd er af starfsmönnum á-
býrgðarfélagsins, sama er að segja um
skýrslu hans um útbúnað bátsins. Vottr
orð þessara „óvilhöllu manna* veitir ekki
sérlega mikla tryggingu, þegar þess er
gætt, að það er eigandi sjálfur, sem til
tekur þá. Þar sem nú félagið ábyrgist
að eins 8/4 virðingarverðsins, þá er það
óneitanlega freisting fyrir eiganda að fá
bátinn svo hátt tryggðan, að tjóniðnemi
ekki þessum 1 /4, sem félagið ekki ábyrg-
ist, eða hann jafn vei sleppi skaðlaus með
þessa 8/4 sem félagið útborgar. Að vísu
ér sleginn varnagli við rangri skýrslu
óiganda með dómkvaðningu tveggja skoð-
unarmanna, ef stjóminni þykir skýrsla
hans tortryggileg, en það mun optast
reynast örðugt fyrir stjómina að verða
sannfróð um, að misfellur séu á skýrsl-
íinni en að öðrum kosti mun hún varla
heimta þesssa rannsókn.
Hiín er handhæg óg félaginu kostn-
aðarlaus þessi virðingar aðferð en tryggi-
leg er hún ekki.
Lækkun ábyrgðarupphæðarinnar niður
í getur i sjálfu sér verið heppileg, en
í sarabandi við 2. br. getur þó þessi breyt-
ing verið dálítið athngaverð og síður lík-
leg til að koma að tilætluðu gagni.
þá er 4. br., hækkun iðgjaldanna úr
2 upp i 31/, fyrir opna mótorbáta. Það
mun sannast. að þessi hækkun verður
ekki til að efla félagið. Þessi iðgjöld oru
allt of há og fæla raenn frá að vátryggja.
Það er mikið efamál, hvort nokkuð hefði
átt að hækka iðgjöldin; aðaláherzluna ber
að leggja á það að fá sem flesta til að
ganga í félagið. Vöxtur félagsins er
miklu liklegri með almennri hluttöku,
þótt með lægri iðgjöldum sé, en með svona
mikilli hækkun. Það dugar lítið, þótt
nokkur hluti iðgjaldanna eigi að vera
séreign félagsmanna; því er nú svo varið,
að almenningur litur meira á það, sem
hann þarf að borga út í svipinp, en það,
sem hann kann að fá einbvem tíma í fram-
tíðinni, ef allt fer eins og bezt verður
ákosið. í hinni nýju mótorbátaábyrgðar-
deild þilskipaábyrgðarfélagsins við Faxa-
flóa eru ábyrgðargjöldin enda lægri en i
hinum eldri lögum BátaábyrgðhrfélagB-
ins. Hækkunin hefði ekki átt að fara
fram úr 1/2°/(1
í eldri lögunum var engin ábyrgð
tekin á mannlausum bátum, hvort sem
þeir fórust við land eða á rúmsjó.
Samkvæmt hinuin endurskoðuðu lög-
j um virðist svo sem félagsmenn geti kraf-
j izt skaðabóta þótt bátar farist mannlausir
! við land, sé þeim lagt með svo traustum
j legufærum, sem ákveðið er í reglugjörð
j félagsins, og ekki er um að kenna hirðu-
j leysi formanns eða eiganda. Þetta er
j mjög varhugavert atriði og getur babað
j félaginu stórtjón eins og hér hagar til,
þar sem engin trygg bátahöfn er í
öllu Útdjúpinu. Auk þess er óhlutvönd-
um mönnum næstum gefið undir fótinn
til að losast við báta sína upp á félags-
ins kostnað, því að í flestum tilfellum,
mun reynast afarörðugt að sanna hirðu-
leysi eða jafn vel glæpsamlegt athæfi for-
manns eða bátseiganda, er bát hefur ann-
aðhvort slitið upp eða hann sokkið. Þetta
verður og því fremur viðsjárvert, sem
tryggingin fyrir réttri virðing er ekki raeiri
en hún er og eigandanum getur jafn vel
verið hagur að því að losna við bátinn.
Hér verður sérstaklega að hafa það hug-
fast, að mennirnir eru ebki eins góðir og
þeir ættu að vera.
A hinn bóginn verður að líta á, hvað
valdið hefur þessari breytingu. Allur
fjöldi mótorbátanna er stærri en svo, að
eins auðvelt sé að setja þá á iand og
róðrarbátana. Eigendur þeirra eru því
naestum neyddir til að hafa þá á floti
milli sjóferða þegar tiltök eru og það
væri hart nær frágangssök að vátryggja
þá, ef þeir mættu aldrei mannlausir við
land liggja. En meira mætti þó gjöra til
að tryggja félagið t. d. með þvi að fé-
lagið ábyrðist aldrei mannlausa báta, sem
setjanlegir eru, alla haust og vetrarmán-
uðina. Einnig mætti sjálfsagt án tilfinn-
anlegs kostnaðar bæta setningsverkfæri
báta svo örðugleikarnir við setninginn
yrðu minni, og stærri báta mætti setja
en hingað til, í aðalveiðistöðunum.
Þá er svo ákveðið í þessum nýju lög-
um, að félagið bæti ebki þann skaða, sem
mótorbátar verða fyrir í lendingu í Bolung-
arvík. Þegar litið er á hve lending þessi
er ill og háskasamleg á flestum tímum árs,
þá er þetta ákvæði ekki nema eðlilegt,
en þegar á hitt er litið, að þetta er lang-
stærsta og fiskiswlasta veiðistaða á land-
inu, þangað sem mörg hundruð manna
sækja lífsbjörg sina hvaðanæfa af landinu,
þá er auðsætt hve brýna nauðsyn ber til
þess að bæta þessa lendingu. Það sr
hreint og beint lífsspursmál fyrir ísfirð-
inga að hefjast hér handa og óvíða á
landinu mælir meira eða eins raikið með ríf-
legum fjárframlögum af landssjóði eins
og á þessum stað.
Þar sem áður hafa verið hundruð króna
í veði fyrir einstaklinginn, eru nú þús-
undir í þessari vondu lendingu, síðan báta-
útvegur DjúpmaDna tók þessari stórkost-
legu breytÍDgu, sem hér að framan er
vikið ó.
*
* *
Þær raddir heyrast opt í ræðu og riti
nú upp á síðkastið, sem telja það sjólf-
gefið, að bátaútvegurinn þoki með timan-
um fyrir þilskipum og gufuskipum. Jeg
skal engu um það spá, Od það er kemur
til batautvegsins hér við Djúp, þá hef
jeg kynnst honum í 25 ár, og á þessu
tímabili eru þau árin miklu fleiri, sem hafa
sannfært mig um, að báta aflinn er fljót-
teknari ogkostnaðarminnien þilskipaaflinn.
En nú eru Djúpmenu að hverfa frá
hinum gamla bátaútveg sínum til mótor-
bátanna, sú breyting hefur þegar kostað
þetta hérað hátt á annað hundrað þúsund
krónur. Hvort aflinn á þennan nýja út-
veg svarar hinum aukna kostnaði er ó-
reynt enn. Betur að svo reyndist.
En fyrsta og sjálfsagðasta sporið, sem
Djúpmenn þurfa og eiga að stíga á
þessari nýju braut útvegsins, er að vá-
tryggja mótorbátana, það stendur sjálf-
sagt ekki á því að gjöra vátryggingar-
kostina svo aðgengilega, sem framast er
unnt.
Stjórn þessa unga félags þarf að gjöra
sér allt far um að vekja athygli útvegs-
manna á félaginu og fá þá til að ganga
í það.
Þyki þe68ar athugasemdir mínar við
félagslögin á rökum byggð, vona jeg, acf
þær verði teknar til greina sem fyrstr
jeg átti ekki kost á að taka þátt í umræðum
og samþykkt laganna síðast liðið haust
og þese vegna hef eg gjört þessar at-
hugasemdir hér, góðum mönnum til at-
hugunar.
Yigur 17. maí 1906
SlGUHÐUB SteFÁNSSON.
íslandsbanki.
Reikningur bankans fyrir þrjú fyrstu:
missirin, er haDn hefir starfkð, frá þvf
snemma í júnimánuði 1904 til ársloka
1905, er prentaður fyrir nokkru. Ber
hann það ljóslega með sér, að sízt hefur
verið vanþörf á stofnun bankans, og má
þó ganga að því vísu, að starfsvið hans
aukist enn að miklum mun, þegar mönn-
um lærist betur að nota bankana sem
milliliði í viðskiptum sínum.
Viðskiptarelta („umsetning") bankane
á þessu tímabili hefur verið um 40x/4i
milljón kr., þar af 31 milljón á. heima-