Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 07.07.1906, Qupperneq 4

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 07.07.1906, Qupperneq 4
124 XX. 51,—32. Þ JÓBVILJINN. y t , r þín orð um aldir standa ■•m silift «tjörnu-ljós. Það er ei þjóði« eina, sem þér nú flytur lof, en fjöldi fróðra sveina þór frægðar opnar hof. Þú vaktir dimma daga og drunga bægðir frá, 8TO yiir okkur Saga í einu ljÓBÍ brá. Þó ýmsar raddir reyni að rýra land og þjóð, þá ertú samt aá eini, sem annað vekur hljóð. Það orð, sem upp var kveðið, það ætið finnur stað, og huggað getur geðið, ef gengur nokkuð að. Því mnn í veröld vara þitt vinalega mál, og yfir aldir fara, sem egta gull og stál. Vér geymum œ í anda þig, Austurrikis son; þitt lof skal lengi standa og lifa, Poestion! B. G. Frá ísaflrbl er „Þjóðv“. ritað 30. júní síðastl.: „Síðari hluta vorvertíðarinnar hafa aflabrögð þvi miður brugðizt tilfinnanlega hér viðDjúp, einatt fremur tregt um fisk 3—4 síðustu vikurnar,nemahvað stöku mótor- bátar hafa öðru hvoru fengið góða róðra, er þeir hafa sótt ofan á haf, — Héðan úr kaupstaðnum ganga nœr tuttugu bátar til fiskjar i sumar, og g»ti þvi komið mikil björg á land, ef afli yrði, og sjóferðirnar væru tíðari, en verið hefir nú um hríð - - Sild er nú einatt nóg í ádráttarvörpum, og þarf þvi ekki beituleysi um að kenna Til landsins hefir tiðin verið góð, nema norð- an kulda-geljandi fyrri part þessarar viku, svo að aðfaranóttina 27. þ. m. var hér t. d. að eins tveggja stiga hiti. — Hvað grassprettu snertir eru þó horfur fremur góðar. Komið hefir til orða, að ýmsir bœjarbúar geri alþingismönnum einhvem glaðning, er „Botniau kemur hér við 10, þ. m., á ferð til útlanda, og þykir þó sumum, sem það sé, að bera i bakka- fullan lækinn“. N/ir stúdentar, tólf að tölu, luku burtfarprófi við hinn almenua menntaskóla i f. m., og hlutu þeir einkunnir þær, er hér segir: Eiukunn Stiff Jóhannes Askovold Jóhannesson I. 91 Páll Sigurðsson I. 84 Pétur Jónsson ..:... II. 81 Utanskóla: Árni Ámason I. 104 Sigurður Jóhannesson Nordal . I. 104 Stefán Scheving Thorsteinsson . I. 97 Magnús Gíslason I 94 Konráð Ragnar Konráðsson . . I. 90 Pétur Hafsteinn Pétursson . . II. 82 Jón Sigurðsson II. 81 Yernharður Þorsteinsson . . . H. 77 Þórður Oddgeirsson III. 43 Loeknaskólinn. Fyrri hluta embættisprófs hafa þar lokið: Guð- mundur T. Hallgrimsson, með I. einkunn, og Valdemar Steffensen, með II. betri einkunn. Emboettispróf. í lögfræði hefur Einar Arnórsson tekið við há- skólann, og fékk mjög háa I. einkunn. 81ys. Það er ekki ein báran stök með slysfarirnar hér á landi þetta ár. Er enn frétt um fimm slys er ýmist hafa valdið örkumlum eða bana. í Þingholtsstræti i Evík voru tveir menn að skjóta til marks að húsabaki. Nokkrir drengir komu inn í gaxðinn, og var þeim skipað aðfara burt, en í þeim svifum reið skotið af byssunni. Lenti kúlan 1 brjósti eins drengsins vinstra meg- in, og féll hann þegar niður meðvitundarlaus. Drengurinn hót Kjartan, sonur Þorv. Þorvarðar- sonar prentstjóra, 9 ára að aldri. Kúlan hafði eigi náðst út er siðast fréttist, en þó var eigi vonlaust um líf drengsins. Auðvitað er hér um óviljaverk að rœða, en ógætni mikil að fara svona með skotvopn inn í miðjum bænum. Þrettán ára drengur, Þórður Jóhannesson að nafni, lenti með hægri hendina í sögunarvél í verksmiðjunni „Völundi“, og tók hendina af. Hann er á batavegi. Þriðji drengurinn lærbrotnaði á þann hátt, að hestur sló hann á götu i Kvik. Enn vildi það slys til uppi i Borgarfirði, að drengur datt af hestbaki og rotaðist. Hannvar sonur Ásg. verzlunarm. Eyþórssonar, 8 ára. Loks er þess, að geta að fyrsti Stýrimaður og einn háseti á „Vestu“ slÖsuðust á höfninni á Berufirði, í síðustu ferð hennar. Var verið að skipa út vélarbát, er fara átti til Vestmannaeyja. Missti stýrimaður alla fingur á annari hendinni en hásetinn hægri handlegginn fyrir neðan ol- boga. Þeir voru báðir fluttir á sjúkrahúsið á Fáskrúðsfirði. Kosnlr Landsdúmarar. Vestur-Skaptfellingar hafa kosið Gunnar Ól- afsson verzlunarstj. í Vik og Jón Einarsson hrepp- stjóra í Hemru, en Eangæingar Einar Benedikts- son sýslumann, Eyjólf Guðmundsson í Hvammi, Grim Thorarensen i Kirkjnbœ og Tómas Sig- urðsson á Barkarstöðum. Orður og tltlar. J. Jónassen landlœknir er orðinn dannebrogs- maður og F. K. Wendel, verzlunarstj. á Þing- eyri, — jústizráð. YinnulijÚHYorðlauninn var útbýtt i maimánuði til 22 vinnuhjúa. Fengu 6 fyrstu vorðl (1B kr.) en 16 önnur verðl. (10 kr.) Munir sömu og í fyrra. Verðlaunin hlufu 8 karlmenn af 24, er sóttu, og 14 kvennmenn af 32. 134 komið of seint til járnbrautaretöðvanna, og gæti því tek- ið þátt í skemmtun þessari. nJæja!“ mælti hún, mjög innilega. „Jeg voca, að við skemmtum okkur í kvöld. — En þarna er Xonstan- tín Weletsky, og frú hans! Við verðum að heilsa þeím!u „Ykkur fúrðar að líkindum, að þið hittið okkur hérna“, mælti hún við venzlafólk sitt. „Þið hafið eflaust élitið, að Við værum á leiðinni til Berlínar?“ Jeg sagði þeim nú, hvernig þetta hefði atvikazt, og ▼irtist mér helzt, að þeim hefði eigi þótt miður, þótt við hefðum komizt af stað, sem áformað var. • í þessum svifum kom og Sascha, og mælti við Hel- enu: „Sex dansa vona eg, að þér ætlið mér í kvöld, og beinasta dansinn, mazurkann, í ofanálag!“ Ymsir herrar mótmæltu þessari freku kröfu, og Tar Boris einn þeirra, þvi að hann var konainn frá Kron- stadt. Jeg lét þá yrðast um þetta, eins og þeim þóknaðist en geymdi mér að eins rétt til þess, að dansa við hana fyrsta „Lancier“, og einn „vals“. Þessa tvo dansa dönsuðum við svo snilldarlega, að jeg var rogginn af því, að engir höfðu dansað betur, en Lenox ofursti, og frú hans. En óvanalega virtist mér Helena vera annars hug- ar allt kvöldið, og svo var hún kuldaleg við mig að eg varð hamslaus af gremju. Yið Boris röbbuðum svo lengi saman, og fékk hann mig þá, til að lofa sér því, að ef brottför okkar drægist af einhverri ástæðu. skyldum við bregða okkur til Kron- stadt, og skoða skipið, sem hann var settur yfir. Jeg dansaði ögn öðru hvoru, en þé ekki að mun, 143 Jeg faðmaði hana að mér og sárbændi hana um að vakna nú aptur. Hafði jeg ætlað henni of mikinn skammt? Skyldi hún ekki rakna við aptur? Þá var lögreglurannsókn, og eyðilegging í vændurn. Meðan eg var að hugsa um þetta, hristi jeg hana eins og mér var auðið, þvi að mér var kunnugt um það, að hreifing var eitt þeirra ráða, sem notuð voru gegn opíums-eitrun. En þetta reyndist árangurslaust. - Hún hélt áfram að sofa. Jeg tók nú upp vasahnifinn minn, og spretti frá henni fötunum, neðan frá mitti og upp á öxl, og reim- aði frá henni lífstykkinu, svo að loptið kæmist sem bezt að henni. Jeg gat' mér ekki tíma til að líta á inndæla háls- inn honnar, en hrissti hana aptur og aptur í ákafa. En það fór, sem fyr. — Hún svaf. Loks komum við til gistihússins. Einn veitingaþjónanna, með stýrurnar í augunum, opnaði gistihúsið og bar eg svo Helenu upp stigann. Jeg vildi ekki, að læknir væri sóttur því að hvernig átti jeg að réttlæta það, að hafa gefið konunni minni, inn svefnlyf, er hún var á dansleik, í viðurvist keisar- ans. Jeg iauk nú hægt upp herbergisdyrunum en þá bar óvænt atvik að höndum. Jeg hafði sett Helenu í stól rétt fyrir innan dyrnar og var að leita að eldspítum i salnum er mér heyrðist eg heyra létt fótatak.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.