Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 25.08.1906, Blaðsíða 2
158
Þ J J ö V I L J I N' V.
XX., 40.
Uílönd.
(Marconi-loptskeyti)
Bússland. í síðlast. viku gjörðu bylt-
ingamenn i Warschau spellvirki nokkur,
drápu 45 lögregluembættismenn, með
sprengikúlum og skammbyssum, svo að
herlið réðst á móti þeim, og féllu 145 af
byltingamönnum, eða urðu sárír.
í Lodz á Pólverjalandi liafa og verið
all-miklar róstur.
í Pétursborg hefir stjórnin nýlega lagt j
hald á all-mikið af vopnum, og sprengi- !
kúlum, er uppreisuarmenn höfðu aflað |
sór. — Mikið af áskorunum þingmanna j
Duma-þingsins, er prentað hafði verið á |
laun, sbr. síðasta nr. „Þjóðv.u, var og |
gjört uppiækt.
Armeningar og Tartarar áttu nýlega i
bardaga i Kaukasu9, og fóllu 700 manna j
Frakkne«ka vísindafélagið, ogfulltrúa- |
þing Frakka, hafa sect fyrverandi forseta !
Duma-þicgsins skeyti, til að votta sam- j
'hryggð sina yfir þingrofinu. — —
Tyrkland. Soldán Tyrkja hefir verið j
hættulegi veikur, svo að gera verður j
holdskurð á l'onum. — —
Bandaríkin. Colorado-áin flóði nýlega j
yfir bakka sina, og eyddi surturhluta j
Texas-ríkis. — Talið er, að þetta sé mest.a j
slysið af því tagi, síðan sjávarflóð eyddi j
borginni Galveston. Eimreiðir, er sendar j
voru, til að bjarga, bar vatnið út af braut
þeirra.
Til viðbótar útlendu fréttunum hér að
framan skal þessa enn getið:
Bretland. Sjö ibúðarhús, og pappirs-
mylna, eyddist nýlega af eldi í Snodland
í héraðinu Kent, og er skaðinn metinn
100 þús. sterlingspunda.
6. ág. voru hitar svo miklir í Lund-
únum, að um 100 þús. manna fluttu úr
borginni til ýmsra baðstaða, og komst þá
herbórgisleigan þar upp í BOkr.um nóttina.
I öndverðum ágúst sökk herskipið
Montaigue við heræfingar í grennd við
Lundy-eyju, og hefir eigi náðzt upp. —
Það skip hafði kostað um 27 milj. króna.
Likneski Qladxtone’* sáluga, og frúar
haD8, var nýlega afhjúpað í Harwarden,
þar sem þau hjónin bjuggu frá því þau
giptust 1889, unz Grladstone andaðÍ9t 1898.
Líkneskið sýnir hjónin hvílandi hvort við
annars hlið, og grúfir friðarengill ofan að
þeim við höfðalagið, en vísdómsugla til
fóta Gladstone’s. — —
Danmörk. 7. ág. hófst í Kaupmanna-
höfn fuudur kvennfulltrúa úr ýmsum lönd-
um, til þess að læða um atkvæðisrétt
kvenna. — Um 60 kjörnir fulltrúrr úr
ýmsum löndum sóttu furdinn.
Nú er mælt, að Friðrik konungur VIII.
muni leigja gufuskipið _Birmau næsta
sumar til íslandsfarar, þar sem gert er
ráð fyrir, að margt hirðmanna verði í för j
han°, auk líkisþingsmannaDna, — —
Bandaríkin. Ráðgeit or nú, að lögð |
verði járnbraut miili New-York og I
Chicago, er kosti 30 miij. sterlingspunda.
Banki einn varð nýlega gjaidþrota í
Chieago, og nema gjaldþrotin 4 milj króca.
— Gjaldkeri hljóp brott með */2 milj.
króna. — Bankastjóririn, norskur maður,
Steensland að nafni, situr nú í varðhaldi.
— Margt manna hefir tapað sparisjóðsfé
sínu.
í Norður-Carolinu ruddust 3 þús. manna-
nýlega inn i fangelsi, tóku þar þrjá svert-
ingja, er grunaðir voru um morð,oghengdu
þá í skógi þar í grenndinni. — -
Persaland. Persa-konungur hefir nú
ályktað, að setja á stofn ráðgefandi þing,
er skipað sé fulltrúum allra stótta. — —
Afríka. Foringi uppreisnarmanna i
Somalí, er Mullha er nefndur, hefir raðið
á Kareharow- þjóðflokkinn, drepið þúsund
manna, og rænt 10 þtts. úlfalda. —
Norðurför. Norðurfarinn Wellmann
leggur seinni hluta ágústmánaðar af stað
frá Spitzbergen i loptfari til norðurpólsins.
..........isnm
Marga hefir furðað á því, að stjórnar-
nefnd hlutat'élagaÍDS „Málmur14 skuli enn
ekki liafa gert almenningi grein fyrir
hvernig á þvi stendur, að félagið er enn
ekki farið að láta boranirnar fara fram í
mýrinni við Öskjithlið. Það er nú lið-
ið nær hálft aunað ár, síðan menn þott-
ust fyrst verða þess varir, að gull, o. fl,
málmar, væru i mýrinni við Öskjuhltð,
og það er liðið nær hálft ár, síðan hluta-
fólagið „Málmur“ var komið á alveg fast-
au fót, og hafði fengið loforð fyrir hluta-
fó því, sem áskilið var.
Óhætt er að fullyrða, að í fáurn lönd-
urn b.efði það geDgið jafn seint, að kom-
ast að fullri raun um, hvaða tilhæfa er í
því, að málmar séu í jörðu, og því er
þetta sleifaralag landinu fremur t il vanza.
— Stjórn félagsins ætti þvi að telja sér
skylt, að skýra almenningi sem allra fyrst
frá því, hvað þessum mikla drætti, eða
framkvæmdaleysi, hefir valdið, og jafn
framt bjóðast til þess, að fela öðrum fram-
kvæmdirnar, ef hluthafarnir telja eigi
skýrslu hennar vera viðunaudi.
Nýjar bœkur.
Alfred Dreyfus. Skáldsaga byggð á
sönnum viðburðum, eptir Vidor v. Falk.
Þýtt hafa Hallc/r. Jónsson og Sú/urður
Jónsson (frá Álfhólum). Rvík. 1906. —
543 bls. 8™.
Þetta er seinni hlutinn af skáldsögu
þessari, en fyrri hlutinn kom út í fyrra,
og var hans þá getið i blaði voru. —
skáldsagan er 9kemmtilega rituð, og sýn-
ir rnarga svarta bletti í mannlifinu, sem
ætti að geta orðið lesendurn til betrunar
og viðvörunar, eins og hið ílla á einatt að
vera. — Fyrri partur bókarinnar rnun
hafa selzt injög vel, og má því telja víst,
að hinir sömu vilji einnig fá sér seinui
hlutann.
Kristin barnafræði í Ijóðum, eptir
V<tldimar Briem. Rvík 74 bls. 8-.
Hinn alkunni sálmahöfundur síra Valdi-
mar Briem hefir nýlega gefið Islending-
um þetta litla kver, sem flestum mun
þykja góður gestur. Það eru ljóð um
kristileg trúaratriði, og um kristilegar
lifsreglur og gerir höfundurinn ráð fyrir
því í athugasomd, sem er aptast í bók-
inni, að kverið megi nota, sem barnalær-
dómsbók í kristnum fræðum. — Yæri
æskilegt, að klerkar vorir notuðu kver
þetta við barnafræðslu, þvi að það er
miklu skemmtilegra og þreyturninna, fyr-
ir börnin. að læra þessi lipru og hug-
ljúfu trúarljóð, en að læra barnalærdóms-
bækurnar, sem notaðar hafa verið. —
Ljóðin festast betur i minni barnanna,
og trúarlærdómarnir verða þá enn inni-
legri eign þeirra. — Síra Valdimar á því
þakkir skyldar fyrir bók þessa, sem óef-
að verður mjög hugþekkur heimilisvinur
á all-flestum lieimilum á íslandi, áður en
mjög langt um líður.
Jíýtt sóttvarniirhiis.
Landstjórnin befir nýlega keypt eitt af húsum
„Garðarfélagsins11 sáluga á Seyðisfirði, hið svo
nefnda „járnhús“, og verður þaðnotað, sem sótt-
varnarhús þar.j
Tíorskir konsiilar
eru: á Seyðisfirði Stefán Th. Jdnsson, og á
Patreksfirði Pétur A. Óla/sson.
Sjiílfsinorð.
Vinnumaður frá Áshrandsstöðum í Vopnafirði
Emar Pétursson að nafni, hvarf í sumar, og er
talið víst, að hann hafi fyrirfarið sér.
Sláttuvél.
Síra Vig/ús Þdrðarson á Hjaltastað keypti i
sumar sláttuvél. — Það er fyrsta sláttuvélin á
Austurlandi, og kvað hafa reynzt mikið vel.
Veitt loeknishérað,
Læknishéraðið á Blönduósi er nýlega veitt Jom
lækni Jóvssyni á Vopnafirði. — Héraðsbúar
mæltu fram með Jónasi lækni Kristjái.ssyni i
Fljótsdalshéraði, en óskum þeirra var ekki sinnt.
Járnhrautarstæði.
Verkfrœðingur Þorv. Krabbe var nýlega að
rannsaka jámbrautarstæði austur eptir Hellis-
heiði. — Sennilegt, að stjórnin hafi því í huga
að fara fram á, að járnbraut verði lögð þangað
austur.
Nýtt síldarl’cliig.
Stórkaupmaður Jakob Gunnlögsson i Kaupmanna-
höfn, og nokkrir kaupmenn á Seyðisfirði, hafa
Stofnað síldveiðafélag á Seyðisfirði, og hafa í því
skyni leigt gufuskip, er aflar í pokanót. — Skip
þetta aflaði á 3 dögum 450 tn. síldar.
Gjalir til nlþingis.
í samsæti þvi, er nkisþingið hélt alþingis-
mönnum í Kaupmannahöfn, drakk forseti lands-
þingsins minni íslands úr silfur-drykkjarhorni,
er letrað var á: „Til det islandske Althing fra
den danske Rigsdag Juli 1906“, og voru á því-
upphleyptar iiorrænar goðamyndir. — Silfurhorn
þetta, er var hinn bezti gripur, gaf ríkisþingið al-
þingi. — Veggirnir í veizlusalnum voru þá og
skreyttir ýmsum myndum frá íslandi og Dan-
mörku. eptir Carl Lund málara, og voru þær
einnig sendar alþingi sem gjöf.
Drukknun.
Um miðjan júlí drukknaði maður af fiskiskip-
inu „Kesolut“, er þá var að fiskiveiðum á Húna-
flóa. • - Maður þessi hét Nikulás Arnason, og
var frá Akranosi.