Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 30.04.1907, Side 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 30.04.1907, Side 2
74 Þjóðviljinn. Thorefélagið hélt aðalfund sinn í dag. Ágóðinn vex. Stjórninni var veitt leyfi til að haekka höfuðstólinn upp ieinarail- jón og bæta við sig, ef þörf gerðist, ein- um meðstjórnanda, er væri Islendingur. Gunnar Sæmundsson. Dauðion er opt velkominn gömlum mönnum. sem hafa lokið æfistarfi sinu og eru orðnir saddir lífdaga. Þeirra er sakn- að, en sorgin er ekki beizk. En dauð- inn er enginn aufúsugestur ungum mönn- um á blómaaldri, sem eiga mest staif sitt óunnið og ungar vonir í hverju spori. Og vinum þeirra og vaudamönnum verð- ur röknnðurinn sár. Marga tekur það. sárt, að öunnar Sæ- mundsson varð að deyja svona ungur. Því að hann var mannsefni og bezti dreng- ur. Hann var friður í andliti, ennið hátt og vel lagað, augnn blá og snör, hárið ijósjarpt og yfirliturinn bjartur. Hann var fremur smár vexti, en hvatlegur á fæti og vel á sig korainn. Hann var glímumaður góður og tamdi sér ýmsan fimleik, meðau hann var heill heilsu. Hann var svo harður og skaptrau9tur, að hann brá sér ekki við sár eða bana. Hann var og atgerfismaður að öðru leyti. Þó var hann ekki námsmaður meira en í góðu meðallag'. En söngmaður var hann góður og söngelskur. Hann lagði mjög mikinn hug á þá list og hneigðist mjög að söngskáldskap. Hafði hann gert nokkur lög og er eitt þeirra prentað. Sungu skólapiltar það við útför Björns heitins Jenssonar. En hin fegurstu, óortu lögin fóru með honum i gröfina. Grunn- ar heitinn var frjálslyndur og góður land- varnarmaður. Að ýmsu var líkt á komið með þeim Jóhanni Gunnari Sigurðssyni. Báðir blá- fátækir, báðir efnismenn og góðir dreng- ir, báðir skáld, annar á söng, hinn á Ijóð. Og báðir tóku um sama leyti sjúkdóm þann, sem dró þá til dauð?. En það var tæring. Mér er mikil eptirsjá í báðum. Gunnar heitinn lét eptir eina af von- um sinuro, kornungan son, en nú hefir saroa mein orðið honum að bana. Og vonir hins unga manns eru nú aldauða. Hann var fæddur 1878, úlskrifaðist úr skóla 1904 og var nú síðast við Dám í preslaskólanum. HanD var kvæntur El- ízabetu Tómasdóttur prests á Yöllum í Svarfaðardal. Hann lézt 3. apríl 1907, en barnið 22. s. m. Bjarni Jónsson frá Vogi. ...........• lánamálið. „Hver vill banna fjalli frá. iljóti rás til sjávar hvetja? Veg það fann, sem manngi má móti neinar skorður setja“. Slíka fásinnu hafa þeir ætlað sér, sem hafa reynt að stöðva þann straum hugs- ana og kennda. sem ber hinn íslenzka fána, í sigurför, landshornanna milli. En raun gefur vitni um að straumurinn svell- ur því rneir, sem þeir reyna meir að stífla hann. Ekki þarf annað en að sjá hinn nýja fána vorn. Það er öllum auðsætt, að hann er sigurfáni. „Hver vill skilja flóð við flóð, farveg einn ef hitta taman, : j og skilja ;vilja blóð við blóð, sem blæðir tveimur æðum samaD?“ Þess freista þeir menn, sem reyna að | vekja úlfúð og deilur um fánann. En \ það er þeim um megn, sem bolur fer. Hér renna allar viljans lindir saman í eina straumþunga móðu. Þess mun nú skammt að bíða, að eng- j ÍDn þori að snúast i móti sifjurfána Is- lendinga. Auk hinna mörgu fundargjörða, sem j áður hafa verið birtar, koma hér fjórar | nýjar: Á almennum sveitarfundi í Sveinsstaða- [ hreppi 6. þ. m. var borið upp og rætt um bréf j frá „Ungmennafélagi Akureyrar“ dags. 26. jan. þ. á., um fánamálið, og var, eptir nokkrar um- ræður, samþykkt með öllum atkvæðum, að styðja tillögu Studentafélagsins í fánamálinu. Miðhúsum 8. april 1907. Halldór Pálsson, foddviti). Til Stúdentafélagsins. Reykjavík. Ár 1907, þann 16. d. marzm. var almenn- ■ ur bændafundur haldinn i þinghúsi Haga- neshrepps, a£ fjölda bænda úr HoItsogHaga- neshreppum. Fundarstjóri var kosinn: Þor- steinn sýslunefndarmaður í Vík og skrifari: Guðm. Davíðsson á Hi aunum. Var þá tekið fyrir: 2. Fánamálið: Bréf frá „Ungmennafélaginu11 á Akureyri, um fána íslands, upplesið. Eptir nokkrar umræður var samþykkt þessi tillaga, með flest öllum atkvæðum — einir tveir gáfu atkvæði, hvorki með tillögunni, nó móti henni —: Fundurinn samþykkir, að svo framarlega, sem nokkur islenzkur fáni fái lagaheimild til notkunar hér á landi, þá verði það sá fáni, sem „Studentafélagið11 i Reykjavík hefir gjört að uppástungu sinni. Fundargjörð lesin og samþykkt. Þ. Þorsteinsson (Tundarstjóriý. Gwðm. Davíðs8on (skrifarU Réttan útdrátt úr fundarbókinni staðfestir Hraunum 8. apríl 1907. Guðm. Davíðsson. Keldum 4. apríl 1907. Við undirskrifuð, hreppsnefndin í Fellshr., héldum fund að Felli, 15. marz, eptir beiðni „Ungmennafélags Akureyrar11, og mættu allir bændur, til að ræða um fánamálið, og varð f'und- urinn eindrægur með að fá sérskilinn fána. Fellirsig beztviðStudentaféIags-fánann,af þeim, er voru til sýnis á fundinum, og samþykktu hann í einu hljóði. Hreppsnefndin í Fellshr. Til Stúdentafélagsins. R.vík. Mánudaginn 8. apríl 1907 var* almennur sveitarfundur baldinn fyrir Miðdalahrepp og kom þar ásamt með öðru fleira til umræðu: XXI., 19. 4. Fánamálið. Samþykkt var með 12 atkvæðum gegn 8, að landið hefði sérstakt ílagg, en að löggjafarvald landsins ráði forminu á fánanum. Róttan útdrátt staðfestir Kvennabrekku 10. aprll 1907. Jóhannes L. L. Jólumnesson oddviti og fundarstjóri. Til Stúdentafélagsins í Reyajavík. Ungmennafél. Akureyrar fær hvarvetna það svar, að menn aðhyllist tillögu stud- entafélagsins. Það er því auðsætt, að sá fáni hefir alþjóðar hylli. Eg tel víst, að hann blakti á hverri stöng um land allt hinn 17. júni, afmælisdag Jóns Sigurðs- sonar. Miðdala fundarins verður síðar gotið að nokkru, því að hann er aflmælir stjórn- sinnans þar. ^tórkostlegt slgs. Yfir 20 manns farast. Areiðanlegt er, því miður, talið, að fiski- skipið „Georg“ hafi farizt með allri skips- höfn, í skírdagsrokinu 28. f. m., fýrir sunnan land. „Georg“ var eign Þorsteins kaupmanns Þorsteinssonar í Bakkabúð, í Reykjavík, og var að allra dómi eitt hið sterkasta og vandaðasta skip við Eaxaflóa. Með skipinu hafa farizt 21 hinna nýt- ustu drengja. Þeir voru þessir: 1. Stefán Daníelsson skipstjóri, úr Rvík, 36 ára. 2. Sigmundur Sigmundsson úr Rvík,stýri- maður, 25 ára. Þessir voru hásetar: 3. Bjarni Asmundsson frá Brekkulæk (í Húnav.s.), 22 ára. 4. Bjarni Sigurgeirsson frá Fögrubrekku, 18 ára. 5. Einar Guðmundsson frá Brú í Stokks- eyrarhr., 26 ára. 6. Gestur Sv. Sveinsson úr Rvík, 27 ára. 7. Höskuldur Jóakimsson frá Selfossi, 25 ára. 8. Guðjón bróðir hanp, frá Selfossi, 20 ára. 9. Guðm. Danielsson 38 ára, og 10. Jón, bræður skipstjóra, 30 ára. 11. Jón Guðmundsson úr Rvík, 28 ára. 12. Þorsteinn Pétursson úr Rvik, 33 ára. 13. Magnús Ingvarsson úr Rvik, 34 ára. 14. Vilhjálmur Guðmundsson af Seltjarn- arnesi, 39 ára. 15. Þórarinn Guðmundsson úr Rvik, 58 ára. 16. Guðmundur Steinsson úr Rvik, 29 ára. 17. Ólafur Jónsson úr Rvík, 43 ára. 18. Þorvarður Danielsson úr Rvík, 46 ára. 19. Magnús Magnússon, Miðfirði, 32 ára. 20. GuðDÍGuðmundsson frá JaðriíÞykkva- bæ, 24 ára. 21. Jakob Þorsteinsson úr Rvik, 24 ára.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.