Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 30.05.1907, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 30.05.1907, Blaðsíða 1
Yerð árgangsins (minnsl 60 arkir) 3 kr. 50 aur.; erlenilis 4 kr. 50 aur., og ; í Ameríku doll.: 1.50. [ Borgist tyrir júnimán- aðarlok. ÞJOÐVILJINN. —---Tuttugasti og fye'sti ÁRGANGUR. =|-——— I Uppsögn skrifleg, ógild I nema komið sé til útyef- ' ancUi fyrir 30. dag júní- \ máraðar, ng kaupandi samhliða uppsöyninni borgi skuld sína fyrir blaðið. M 25. Bessastöðum, 30. MAÍ. 19 0 7. StjórnarfrumYarpa-launungin. Enda þótt nú sé að cins mánaður til alþingis, og þingmálafundir verði nú haldnir hvað af hvoru, og séu á stöku stöðum um garð gengnir, hefir stjórnin þó enn eigi gert almenningi kunnugt, hvaða frúmvö'rp hún leggur fyrir alþingi í sumar. Það þóttu góðar fregnir, er „Lögrétta“ gat þess að frumvörpin, eða að minnsta kosti rnegnið af þeirn, yrði send þing- mönnum, áður en ráðherrann leggði þau fyrir konung i ríkisráði. Úr þesiu varð þó ekki, og var þess þá gotið, að von væri á hraðskeyti frá ráðherranum jafn skjólt, er frumvörpin hefðu verið afgreidd í rikisráði, og yrðu þá send þingmönnum. En þetta brágst t innig, og hefir sögu- sögn ,Lögréttu‘ því eigi ræzt að öðru leyti, en þvi, að einhverjum þingmönnum kvað hafa verið send fimm stjórnarfrumvörp í apríl, og er eitt þeirra kosningarlagafrum- varpið, sem í aðal-atriðunum er samhljóða frumvarpi því, er stjórnin lagði fyrir síð- asta alþingi. Hvort það er tillitið til konungs, eöa danska rikisráðsins, sem þessari tregðu ráðherrans veldur, eða honum þykir það eigi ntiður, þótt þingmönnum hafi eigi gefizt kostur á þvi, sð kynnast skoðun- uur kjósandanna um málin, látum véró- sagt. En mjög er þetta óheppilegt, bæði kjósandanna og þingmannanna v 'gna, eins og .Þjóðv.-1 hefir stöku sinnuin bentá. Meðan jiessari launung er haldið, get- ur þjóðin eigi vitað, livort ráðherrann fær öllum þeim málum framgengt i ríkisráð- inu. er hann hafði ætlað sér, að bera fram á þingi, eða hvaða breytingum þaúkunna að hafa tekið. Bæði vegna sjálfs sín, og þjóðarinnar, ætti ráðlierrann að hætta þessari launung. En stafi hún af erlendum áhrifum, þarf þjóðin engu síður að fá vitneskju niii það. Útlönd. Til viðbótar útlendu fréttunum í sið- asta nr. blaðs vors, skal jiessara tíðinda enn getið: Danmörk. 1. maí þ. á. vorn liðin 50 ár, siðan .Prívatbankinn“ var s°ttur á stofn, og hefir liann stutt injög að ýmis konar framkvæ.ndum í Danmörku, því að áður var þjóðbankinn eini bankinn í Danmörku, og skar opt lám’n mjög við neglur sér, sakii oflitils veltufjár. 2. maí hélt stúdentasamkundan í Kaup- mannahöfn 25 ára afmæli sitt. — flún hefir komið ýmsu þörfu til leiðar, t. d. gengizt fyrir þvi, að fátæklingar hafa átt kost á ókeypis hjálp, og leiðbeiningum, í lögfræðislegum efnum. Friðrik konungur, og drottning hans, liafa áformað, að dvelja hjá brezku kon- ungshjónunum 8.—13. júní. 2Ö0 rússneskum jafnaðarmönnum, er komu til Danmerkur 27. april, og munu hafa ætlað að ráða þar ráðum sinum, var vísað úr landi, eptir tveggja daga veru, og virðist það litt bera vott um frjáls- lyndi dönsku stj trnarinnar. — — — Noregur. Norska stjórnin hefirnýlega ritað stjórnum annara landa, er hagsmuna eiga að gæta á Spitzbergen, að gera samn- inga um lögreglustjórn þar o fl; en eigi hafa Norðmenn þó farið þess á leit, að fá yfirráð yfir lardinu, end-a talið það til litils. Stjórnin hefir nýlega lagt frumvarp fyrir stórþingið, þar sem farið er fran á 400 þús. króna fjárveitingu, til að kaupi fossa. (25 þús. hestafla, sem talið er, að goti þó sexfaldast, ef nægilegu fé er varið i þvi skyni). —Possar þessir eru 30 kíló- inetra frá Bergen-járnbrautinni Þeir, sem berjast fyrir „lanusmálinu1* í Noregi, liafa áunnið það, að námsmenn í lærðu skólunum eiga að fá þá þekkingu í því, að þeir geti sagt sögu á „lands- málinu“, og eptir 5 ár er ætlast til, að nomendur gjöri stýla á því ináli. — — Bretland. Eimskipið „Lucífer“, er var á ferð frá New-York til Liverpool, sökk i Atlantshafi um miðjan apríl, fermt 5 þús smále-tuin af olíu; en skipshöfninni var bjargað. Eimskipið „Silverlipu, er var á ferð frá Singapore til Englands, fermt „ben- ziniu, sprakk í lopt upp í Biscay-flóanum 1. inaí, og biðu 5 menn bana, en 4 fengu brunasár. 3. maí datt stór steinn ofan í kolanámu, í grennd við Bishop Auckland, og ban- aði 3 mönnum, en fjórði maðurinn hlaut meiðsli. f 4 maí andaðist í Aberdeen inerk- ur sagnfræðingur, dr. John Mackintosh. — Hann hefir ritað inenningarsögu Skota o. fl. — Hann hafði verið bóndi, en síð- an lögregluþjónn í Aberdeen, og að lok- um bóksali þar, og fór þá að afla sér fræðslu í sagnfræði. Ymsir Englendingar hafa keypt eyju, sein er i mynni Arosa-flóans á Spáni, og ætla gefa .Tátvarði Breta konungi eyjuna, avo að hann geti reist sér þar sumarhöll. Holland. I landareignum Hollendinga i Austur-Indium átti hollenzkur herflokk- ur nýlega í höggi við óaldaflokk í Akassa; þar féll foringi óaldaflokksins og 14 aðrir af hans mönnum; en af liði Hollendinga biðu að eins 4 menn bana. — — — Belgía. Slys vaið i kolanán.u i Liege 29. apríl: vatn flóði ofan i námuna, og varð 9 mönnum að bana. — — — Frakkland. 4. inaí liættu veitinga- liússþjónar verkfalli i París, og bakara- sveinar tóku þá einnig aptur til rtarfa; en 1000 verkfallsmanDa vildu bakararnir þó ekki veita vínnu að nýju. f Aðfaranóttina tí. maí vildi það slys til i París, að M. DutUleut, fyrrum ráð- herra, er var að fara í lyptivél upp á fimmta lopt í húsi i.okliru, beið bana, af þvi að lyptivélin datt niður. I héruðum i Afríku vestanverðri áttu Frakkar nýlegaí ófriði við þarlenda menn, og varð foringi þeirra, Mottrin major, fyrst að hrökkva undan, en réð síðar, með þrem hundruðum manna, á þá að nýju, og vann þú sigur, eptir sólaihrings bai- daga. - — — Spánn. Þar eru kosningar til efri málstofunnar nýlega uin garð gegnar, og hlutu ílialdsmenn míkinn meiri hluta. I Bareelcna sprungu ný skeð tvær vit- isvélar á almannafæri, og varð önnur þrem börnum að bana, en hin banaði einum manni. Italía. Óvanalega mikill reykur var úr Etnu 2. april, og 27. apríl b^Tjaði eld- fjallið Stiomboli að gjósa, og eyddi mjög vingörðnm á eyjunni. — Ætlað var, að einhverir hefðu farizt; en um það vuntar enn áreiðanlegar fregnir. — — — Balkanskaginn. í Montenegro er upp- reisn, og héldu uppreisnarmenn liði sinu til höfuðborgarinnar Cettinje, er síðast fréttist. — Þar höfðu nýlega orðið ráð- herraskipti, og hafði stjóinin látið eyði- leggja prentsmiðjur stjórnarandstæðinga, og margir menn verið drepnir, eða særð- ir. — Furstinn er sagður á bandi stjórn- arinnar, og hefir eigi viljað veita ráð- herrumim lausn frá embætti, þótt þeir hafi »skt þess. Aðfaranóttina 29. april, varð „dyna- mítu-8prenging á höfninni i Antívari, og hlutu 30 menn meiðsli. Járnbraut er verið að leggja frá Pir- æus norður á bóginn, og verður hún full- gjör til borgarinnar Larissu i næstk. sept., að þvi er áformað er. I Makedoniu réðu nýlega tveir vopn- aðir menn á vara-konsúl Breta, og rændu liann. I Rumeníu bryddir enn á bænda-ó- eyrðum, einkum i Litlu-Wallaeliiu, og liafa því 40 þús. vopnaðra heimanna ver- ið skipaðar, t'l að gæta friðar. I Salonikí tóku tyrkneskir ræn- ingjar nýlega enskau þegn höjidum, Ablot að nafni, og létu hann loks lausan gegn 15 þvis. sterlingspunda lausnargjaldi, og hefir nú brezka stjórnin krafizt endurgjalds á þeirri upphæð hjá Tyrkja-6oldáni. —

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.