Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 30.05.1907, Qupperneq 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 30.05.1907, Qupperneq 3
XXI., 25. í> JÓÐVILJINV. 99 strandað í Austu-Asíu. — Menn björguð* ust allir. Trá Rússlandi, Á þingi Bússa var skýrt frá því í gær (20 maí), að uppvíst hefði orðið uro viðtækt samsæri, til þess að ráða Nicólaj keisara bana, en að áformi þessu hefði nú verið afstýrt. Prá Bretlandi. f Látinn er Baker, byggingameist- arinn, er sá um byggingu brúarinnar yf- ir Forth-fjöiðinn. Rrá Færeyjum. Róðrarbátur frá Þórshöfn fórst, og drukknuðu menn aflir. Morð og rán á Pólverjalandi. I borgunum Lodz og Warschau hafa morð hafist að uýju. — I Lodz var rænt póstfiutningi, og brutust þá hermenn inn í verksmiðju þar, og skutu á hvern, sem fyrir var. — Biðu 15 menn bana, en 30 voru særðir. Khöfn 23. maí ’07. Stjórnmál íra. Þjóðfundur á Irlandi hefir tjáð sig móthverfan frumvarpi brezku stjórnar- innar, að því er kemur til stjórnarráðs á írlandi. — Búist er við, að brezka stjórn- in taki frumvarpið aptur. (Ritsímaskeyti þetta ber óefað að skilja á þá leið, að Irum þykir frumvarpiðfara of skammt i sjálfstjórnaráttina.) Verkfall í Hamborg. Sjómenn í Hamborg hafa hætt vinnu. Frá Noregi. Norsku konungshjónin leggja af stað til Parísar á laugardaginn (25. maí.) E r 1 e n d u tíðindin, er oss berast með ritsimaskeytum, eru opt og tíðum frem- ur fátækleg, og því höfum vér í síðasta nr. „Þjóðv.“, og í þessu nr. blrðsins, flutt ali-ýtarlegar útlendar fréttir, sem ritsíma- skeytin hafa alls eigi getið, eða þá að eins drepið mjög ógreinilega á. — Það stafar óefað á ókunnugleika skrifstofu Ritzau's á því, hvað oss Islendingum þyk- ir fréttnæmt, að ritsímaskeytin láta margra markverðra viðburða ógetið, en tína til ýmis konar smávægilegar fréttir frá Dan- mörku, eða geta þess, er þýðingarlaust má teljast, eins og t. d. ritsímaskeyti, er hingað barst 21. maí síðastl., þar sem þess var getið, að ráðherrann, og skrifstofu- stjóri Jbn Magnússon hefðu keypt 75 postu- línsdiska í alþingisveizluna(I) Yonandi er að betur verði vandað til ritsímaskeytanna eptirleiðis, því að ann- ars getur naumast heitið að fé sé verj- andi fyrir þau. Mannalát. 3. maí þ. á. andað- ist Sveinn skipherra Bösinkranzson, bóndi að Hvjdft i Önundarfirði, eptir all-langa vanheilsu, og mun „Þjóðv.“ geta helztu \ æfiatriða hans síðar. 6. s. m. andaðist að Mýrum í Dýra- firði ekkjufrú Gudny Guðmnndsdöttir, á 69. aldursári, dóttir merkishjónanna Guðm. dbrm. Brynjólfssonar á Mýrumi (f 1878) og Guðrúnar Jönsdóttur frá Sellátrum (f 1894). Daginn, sem hún andaðist, var hún á fótum, unz hún litlu eptir iniðjan dag fékk heilablóðfall, og var örend skömrau síðar. — Að öðru leyti verður helztu æfiatriða þessarar látnu merkis- konu getið í næsta nr. blaðs vors. Við (ianska 1 anili)iin:iðariiáskó 1 auu luku tveir íslondingar pröfi í vor: Hcinnes Ó. Jóns&on frá Hvarfi i Bárðardal og Páll Jónsson frá Reykhúsum. Sjálfsiniirð. Aðfaranóttina 17. maí réð maður sér bana að Nesi í Norðfirði. — Hann hét Hallgrímur Þor- steinsson ókvæntur útvegsmaður. — Hann hafði hengt sig í rúmi sínu,og hefir að líkindum verið veiklaður á geði. i ~ Sauðárkróksverzlttnarstaður. Ibúar Sauðárki-óks vilja nú gera verzlunar- • staðinn að sérstöku sveitarfálagi, í stað þess or ; hann hefir verið partur af Sauðárhreppi. ; Frá Isafirði i eru helztar fréttir 18. maí þ. á.: Influenza- j veikin gekk þar fyrri hluta maímánaðar, og mun ■ bafa sýkt flesta bæjarbúa; en fremur var veikin j væg. — Afli á opna báta hafði brugðizt mjög j þann tímann, sem af var vor-vertíðinni, einkum j í verstöðunum innan Arnarness. — Síðustu dagana voru aflabrögð þó fremur að lifna. Þilskipa-afli var og lítill. Frakkuesk fiskiskúta sokkin. — Menn farast Aðfaranóttina 11. maí þ. á. sökk frakknesk fiskiskúta fram af svo nefndri Selvík á ísa- fjarðardjúpi, og drukknuðu menn aliir. — Fiski- skip þet-ta hafði legið fyrir innan Æðey rétt áð- ur, en tók sig'1 úpp þaðan, og hefir siglt yfir Djúpið, en rekizt þá líklega á grynningar við Ogurhólma, eða leki komið upp á því. —- Á siglutré skipsins sézt upp úr s|ónum, og seglin uppi. — Skip þetta ætla menn, að heitið hafi „E. Bonne Kity“, og verið frá Fáimpol. 208 vélin var ætluð, þreif í hana, og aptraði henni, en horfði mjög hrifinn á hinn titrandi likama óvinar síns. Þegar María æpti upp, rankaði Stanhope einnig við sér, og hljóp til Dalton’s. Sá hann brátt á svip hans, að það var ekki dauð- •inn, en megnasta sálar-angist, er speglaði sig á andliti hans. „Til einskis!“ stundi gamli maðurinn. „Áhrifin of veikÞ Hefði Stanhope eigi gripið í hann, hefði hann dott- ;ið aptur á bak. Ofurstinn sleppti nú María, hló hæðnislega, og gekk að véiinni. „Jeg vissi, að þetta var ekki annað, en ónýtt barna- glingur“, mælti hann fyrirlitlega, og lagði báðar hönd- ur á látúnshnappana. En þá tífalldaðist afl vélarinnar, og þessi þrekni maður þeyttist á gólfið, og lá þar steindauður, fyrir fram- an fætur hinna þriggja. Það liðu nokkrar minútur, áður en þau áttuðu sig vel á', hvað orðið var. Stanhope áttaði sig fyrst, beygði sig ofan að hinum látna, og tók úr brjóstvasa hans gamalt skjal, sem farið var að fölna, og las það í s»atri. Hann rak upp dálítið hljóð, og sneri sér að garnla manninum, er var að stumra yfir Maríu, sem hníginn var i ómegin. „Heitið þér Dalton, eða Ylverton? Skjalið liljóðar upp á nafn Stefáns Ylverton’s, en hinn'látni kallaði yð- ur Daltonu. Gamli maðurinn horfði vandræðalega á hann. 206 Jeg vildi lofa þeim að fá þessa ósk sina uppfýllta, en láta þá bragða hinn beiska bikar dauðans, er vegur þeirra stæðí sem hæðst, svo að þeim þætti mest eptirsjá í lifinu. Áður en við komum á hinn tiltekna, stað, hafði eg bví ráðið með mér, hvað gjöra skildL . . Fyrst safnaði eg saman nokkru af spitnarusli, : og kveikti siðan í. ‘ Þeir horfðu báðir forviða á þetta, en1 þorðu einskis að spyrja. . ;n -■ En er eldurinn bálaðist -up.p, gekk eg til rnannanna, er til dauða voru dærndir, og mælti, hátt' og'snjallt: „Fresturiuu, sem þið hafið beðið piig: um, skál ykkur veittur, ef þið eruð fúsir til þess, að vinna eið þánn, er eg býð ykkur að vinna, — Þið verðið að viðurkenna'há- tíðlega, að þið hafið unnið til þess, að vera af lífi teknir, og einnig verðið þið að vinna eið að því, að þið’ skulið fyrirfara ykkur sjálfir á ákveðnum degi, er eg krefst þess, og rninn i ykkur á eið ykkar. —Et’þér satftþykkist þessu, veiti eg yður frest í ellefu ár og átta mánuði; —’það er aldur litla drengsins mins sálugaú Mennirnir störðu báðir forviða á mig. „Tólf ár!u mælti maðurinn, sem hér stendur hjá oss. ^Það er ærinn tími, til að njóta gæða lífsins, er maður iefir ytirfljótanlega mikið af gulii". White teygði úr sér. „Hefi eg skálið þig rétt, Deer- ing'?“ mælti hann. „Ætlarðu að fresta þvi í tólf ár, að fullnægja dóminum, og eigum við að skuldbinda okkur til þess, að fyrirfara okkur sjálfir á ákveðnum degi?“ „Jáu, svaraði jeg. „Fresturinn er nákvæmlega, eins <og aldur sonar míns var. Takið þið þessu hoði?“

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.