Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 20.11.1907, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 20.11.1907, Blaðsíða 2
210 Þ„’CÐViI.J.>N Neðanmáls’hefir síra J. H. látið prenta fróðlegar skýringar-greinar,að því er 9nert- ir menn þá, sem í bréfunum er getið um. Fremst í bókinni er andlitsmynd Töm- asar heitins Sxmundssonar gerð eptir mynd Bissen’s á minnisvarðanum á leiði Tom- asar, í kirkjugarðinum á Breiðabólsstað í Fljótshlið. Kvenuaskólinn í Reykjavík. — 1874— 1906. — Rvík 1907. — 46 bls. 8vo. í riti þessu er skýrt frá stofnun kvenna- ekólans í Reykjavík haustið 1874, og starfi hans til haustsins 1906, er frú Tliora Mel- sted hætti forstöðu skólans, eptir 32 ára etarf. Eins og kunnugt er, var kvennaskól- inn í Reykjavík fyrsti kvennaskólinn hór á landi, og var frú Thora Melsted, og maður hennar, PáU Mélsted, sagnfræðing- i ur, fyrstu hvatamenn þess þarfa fyrir- tækis. Vakti Páll Melsted máls á nauðsyn kvennaskóla í blöðunum, eptir samráði við konu sína, og síðar kvaddi frú Thora Melsted ýmsar heldri konur í Reykjavík til fundar, sem haldinn var á heimili hennar 12. marz 1871. — Var síðan efnt til 9amskota, bæði hér á landi, og erlend- is, og loks tók kvennaskólinn til starfa þjóðhátíðarárið. Hefir frú Thora Melsted síðan veitt skól- annm forstöðu, með stökum dugnaði og notið almenningshylli, og virðingar náms- meyja, — og annara, sem starfi hennar kynntust — unz hún hætti forstöðunni haustið 1906, komin hátt á 83. árið. I ritinu eru tvær myndir af frú TItoru Melsted, önnur tekin 1870, en hin 1907. Ritsímaskeyti til „Þjóðv.u Kaupmannahöfn 14. nóv. ’07. Morð og sjálfsmorð í Khöfn. Sofus Basmussen, leiðtogi stjórnleys- ingja, og ritstjóri stjórnleysingjablaðsins „Skorpionen*4, skaut i gær lögregluþjón, er átti að sækja hann, til að afplána hegn- ingu, og skaut siðan sjálfan sig til bana. Þing Rússa. Rússneska þingið var sett í dag í Pét- ursborg, með mikilli viðhöfn. — Á þingi eru nú 195 bægrimenn, 128 miðlunar- uuarraenn, 41 af kadet-flokknum, 28 vinstrimenn, 15 Pólverjar, og 6 Mahom- medstrúarmenn. (Að þing Rússa er nú mjög fjölskipað hægrimönnum, stafar af því, að Nicolaj keisari breytti kosningalögum, og kjör- dæmaskipun, upp á sitt eindæmi, og er mjög hætt við, að þettatiltæki rússiiesku stjórnarinnar ýti mjög undir byltinga- m»nn á Rússlandi, og leiði til ílls eins). Þýzku keisarahjónin eru í kynnisför í Lundúnutr. Ólöghír vinsala. Fyrir ólöglega vínsölu var brytinn á gufu- skipinu „PervieM 28. okt. síðastl. sektaður um 250 kr. á Eskifiiði. Verksmiðjuhús Akureyri. ■“*_ _______ A Akureyri hefir á síðastl. sumri verið reist stórt verksraiðjufélagshás, Jogl hafa þar þegar verið settar upp ýmsar vélar, en þó ekki gert ráð fyrir, að klæðagjörð byrji þar, fyr en líður að jólum. Húsið er úr steinsteypu. Prestkosning. Cand. theol. Haraldur Þórarinnson hefir verið kosinn prestur að Hofteigi i Jökuldal. Verftlaun úr sjðði Christjans IX. hafa hlotið: Helgi bóndi Þórarinsson á Þykkva- bæ í Landbroti og dbrm. Jón krnason l Þor- lákshöfn. Sauðijárrœktarbú hafa í haust verið stofnuð: á Tindi í Stranda- sýslu, og að Hreiðarstöðum í Fljótsdal. Búnaðarféiag íslands veitir báðum búunum nokkurn styrk, og^enn'fremur fær hið fyrnefnda 100 kr. úr sýslusjóði Strandasýslu, og hið síðar- nefnda 500 kr. úr sýslusjóðum Múlasýslna. „Æringi“ er nafnið á gamanblaði, með skrýtlum og fyndnum tilsvörum, sem á að fylgja blaðinu „Huginn“, og kemur út um áramótin næstu. Akureyrarbúar jafna í haust niður 8500 kr., auk þess sem þarf til vanalegra bæjarþarfa, og stafar það af konungskomunni siðastl. sumar. Óveitt prestakall. Staður í Steingrímsfirði er auglýstur til um- sóknar, og umsóknarfrestur til 16. jan. 1908. — Brauðið er metið 1313 kr. 61 e. — Eptirlaun prestsekkjunnar greiðist væntanlega úr landsjóði. Slys. 1. nóv. viidi það slys til i Bolungarvíkurverzl- unarstað, að maður festist með annan fótinn í mótorvél, og muldist fóturinn, svo að hann var tekinn af honum. Maður þessi hét Halldór Jónsson, Jóhannes- sonar, í Skálavík vtri. IVlannalát. 8. okt. þ. á. andaðist í sjúkrahúsinu á Akureyri Skapti Jóhannsson, gagnfræðing- ur í Litlagerði í Þingeyjarsýslu, og var banameinið krabbamein í maganuin. — Hann var kvæntur Bergljótu Sigurðardótt- ur, fósturdóttur Outt. alþm. Yigfussonar, og lifir hún hann, ásamt 7 börnum þeirra hjóna. — — I s. m. andaðist kxni Stefánsson á Hræ- rekslæk í Hróarstungu í Norður-Múlasýslu, gamall maður, og fyrrum merkur bóndi. 24. sept. þ. á. andaðist í Kaupmanna- höfn, eptir margra ára legu, Jón kaup- maður Magnússon, verzlunareigandi á Eski- firði. — Hann var sonur Magnúsar pre9ts Jönssonar á Grenjaðarstað, en kvæntur Guðrúnu, systur Asgeirs G. Asgeirssonar etatsráðs. — Þau eiga tvo syni á lifi, sem báðir eru upp komnir. f Aðfaranóttina 16. nóv. þ. á. and- aðist í Reykjavik ekkjufrú Maren Ragn- heiður Friðrilca Lárusdóttir, ekkja Jóhann- esat Guðmundssonar, sýslumanns í Mýra- sýslu (f 1869). Hún var nær áttræð, og var einka-barn Lárnsar sýslumanns Thor- arensen’s i Enni, Stefánssonar amtm. Þór- arinsronar, og konu hans, Elínar Jakobs- dóttur Havsteen. Eptir lát manrs sins, flutti Maren sálnga til Reykjavíkur, til þe99 að geta XXI., 53. mannað börn sín sem bezt, og náðu þessi börn þeirra hjóna fullorðins-aldri: Jóliann- es, sýslumaður og bæjarfógeti á Seyðis- firði, Ellert, vélastjóri í Ólafsdal, síra Lár- us, aðstoðarprestur á Sauðanesi (•)■ 1888), Anna, gipt dr. Valtý Guðmundssyni (t 1903), Sigríður, gipt Kjartani prófasti Hel'/asyni í Hruna, og Katrín, ógipt, sem dvalið hefir hjá tnóðnr sinni. Frú Maran sáluga var gæðakona og margt vel gefið. — - . .. — Bessastaðir 20. nóv. 1907. Tíðarfarið stormasamt, og ýmist rigningar eða kafaldsjel. Skíðafélag, er r.efnist „Afram“, er nýlega stofnað í Reykjavik. Hálsbólga hefir að undanförnu verið að stinga sér niður i Reykjavik. „Laura lagði af stað til útlanda 10. þ. m.. og með henni raargir farþegjar. j Mislingar eru nú í rénun í Reykjavík, en | „Lögrétt,aM telur þó líklegt, að þeir muni eigi , um garð gengnir, fyr en um jól. Margir, sem mislingana hafa haft, eru veikir af ýmsum fylgi- kvillum (lungnabólgu, bólgu í augum og eyr- um o. fl.j Auk zinks, og gulls er áður hefir fundizt, við boranirnar í Vatnsmýrinni í Reykjavík, sbr. 50. og 51.—52. nr. „Þjóðv11., lie.fi- að nýju fundizt gull oq sil/ur á Vld1 j.,—íJðO/a fe^a dýpi. Sýnis- hornin hefir Asgeir Torfason, efnafræðingur, rannsakað, sera og alþm. Bjöm Kristjánsson, er hefir góð tæki til þeirra hluta, og gullsmiður Erl. Magnússon. Borinn var um síðustm helgi kominn 152 fet niður, og mun óráðið, hvort borað verður dýpra, I eða byrjað að grafa námugöng ofan að málmun- um, til þess að ganga úr skugga um, hve mikið er um að vera. „Hólar“ komu úr síðustu strandferð til lleykja- víkur 9. þ. m., en „SkálholtM 11. þ. m.. og var fjöldi farþegja með strandbátnum, sem vant er að vera. Sá strákskapur var framinn í Reykajvik að- faranóttina 16. þ. m., að skorið var á fánah'nur hjá ýmsum, er fslenzkan fána eiga, auðsjáanlega í því skyni, að hann yrði eigi dreginn á stöng 16. þ. m. á hundrað ára afmæli Jónasar Hall- grímssonar. Sem betur fór, tókst þó að gera við fána- línurnar aptur, svo að islenzki fáninn blakti á stöngum, er líkneski Jónasar var afbjúpað. í „Fjallk.11 15. þ. m. er skýrt frá því. að af 127 kindum, sem bólusottar voru í haust, gegn bráða fári, hjá 6 fjáreigendum í Garðahverfi, og í Hafnarfirði, hafa 72 kindur drepizt, eða sýkzt svo hættulega, að þær vöru skornar, með því að bóluefnið reynist allt of sterkt. Dýral.eknir Maqn. Einarsson kvað því hafa sont bólusetjurum aðvörun, og ráðið til, að láta þræðina i hankanum standa sem lengst út úr hörundinu, og þá svo neðarlega í lærið, sem unnt er. ý 28. f. m. andaðist í Reykjavík ungfrú Katrin Gisladóttir, fósturdóttir Arna leturgrafara Gísla- sonar, sonardóttir hans, um tvítugt. 3. þ. m. andaðist í Reykjavík ungfrú Jónína Kristín Samúelsdóttir, snikkara Jónssonar, 17 ára að aldri. 8. s. m. andaðist enn frentur f Reykjavík ung- frú Elinborg Pálsdóttir Mdalín. — Hún var við nára á verzlunarskólanum. Stúlkur þessar munu allar hafa látizt úr af- leiðingum mislingaveikinnar. IrgGl og ioríepiano frá heimsins vönduðustu verksmiðjum, nineríkönsk, þýzk og sænsk, útvegar Jón Hróbjurtsson verzlunarstj. á ísafirði. Verðlistar íneð myndum til sýnis.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.