Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 11.12.1907, Blaðsíða 2
226
Þjóðviljinn.
XXI. 57
hann hefir átt í því, að ófriði varð þá
afstýrt milli bræðraþjóðanna, 8vía ogNorð-
manna, veit almenningur enn ógjörla.)
Bæjarfulltrúakosningar
eru nú í vændum í Reykjavík. — Þar
á að kjósa 15 menn í bæjarstjórn í önd-
verðum janúar næstk.
All-mikill undirbúningur er þegar byrj-
aður í Reykjavík, að því er til kosninga
þessara kemur, og harðnar að iíkindum
dag frá degi úr þessu, ef að vanda lætur.
A dagskrá bæjarbúa eru um þessar
mundir ýms stór-mál, sem mikla þýðingu
hafa fyrjr bæjarfólagið, og enn er eigi
ráðið til fullnaðarlykta, svo sem vatns-
veitumálið, raflýsingarmálið, hafnargjörð
o. fl.
A kosningum þessum veltur og borg-
arstjóra-valið, sem miklu skiptir, að vel
takist.
Af kjósendum munu nú konur í fyrsta
skipti vera engu færri. en karlmennirnir,
og verður því fróðlegt að vita, bver áhrif
það hefir á kosningarnar.
Æskilegt væri, að kvennmenn tækju
almennt þátt í kosningunum, þvi að það
myndi mjög styðja að því, að konum
verði veittur kosningarréttur og kjörgengi
til alþiogis.
Sjálfsagt teljum vér, að konur reyni
að koma einhverjum úr sínum hóp í bæj-
arstjórnina, enda eru kvennfélögin í
Reykjavík þegar farin að ræða það mál.
Hvað margar konur muni verða í kjöri,
muu enn eigi fullráðið, en heyrzt hefir,
að þessar þrjár konur hafi i huga, að gefa
kost á sér: frú Bríet Bjarnhéðinsdóttir, rit-
stýra Kvennablaðsins, frú Guðrún Björns-
dóttir, ekkja sira Lárusar heitins Jóhann-
essonar, og frú Katrín Magnússon, kona
Guðm. læknaskólakeDnara Magnússonar.
Annars' er það galli á lögunum, að
konur skuli ekki, jafnt karlmönnum, vera
skyldar, til að taka rnóti kosningu, og
þyrfti sem bráðast að breyta lögunum í
þá átt.
Af þeim, sem nú eru í bæjarstjórn-
inni, er mælt, að sumir beiðist undan end-
urkosningu, t. d. Asgeir kaupmaður Sig-
urðsson, alþra. Björn Kristjánsson o. fl.; en
um bæjarfulltrúaefni mun enn yfirleitt eigi
fullráðið.
Heybruni.
Að Ketilsstöðum í Jökulárhlíð brunnu i nóv.
um 150 liestar af heyi.
„tslandsrdrin11.
Rosenberg, blaðnmaður við „Dannebrog;“, og
Svend Poulsen, biaðainaðar við „Berlingske Tid-
ende“, eru að gefa út bók um för Friðriks kon-
ungs og dönsku ríkisþingsmannanna til Islands.
Bókin komur út í 20 heptum, og nefnist „Is-
landsfærden11. — í henni verða alls 200 myndir.
rVlfinnMlát.
38. júlí síðastl. andaðistí Wild Oak í Manitoba
ekkjan Kristín Pétursdóttír, fædd að Sigmundar-
stöðum í Borgarfirði Í820. — Foreldrar hennar
voru: Pétur Jónsson, síðast bóndi í Norðurtungu,
og kona hans, Ingibjörg Einnrsdóttir, og var
Kristín heitin því alsystir Hinlms heitins Péturs-
sonar í Norðurtungu, fyrrum alþm. Mýramanna,
og þeirra systkina.
Árið 1850 kvæntist hún Jóni Jónssyni frá
Vatnshömrum i Andakíl, og bjuggu þau að Sveina-
tungu, og Bæ í Bæjarsveit, unz þau fluttust til
Vesturlieims árið 1890, og andaðist Jón þar á
síðastl. vori. — Af börnum þeirra bjóna eru
þessi á líii: Kristbjörg, gipt Sígtryggi bónda
Snorrasyni i Borgarfjarðarsýslu, Kristján, kvænt-
ur maður í Duluth, og Guðný, gipt Magnúsi bónda
Karpasíussyni á Wild Oak.
Kristín heitin Pétursdóttir var talin dugnaðar-
og myndarkona.
Hitt og jþetta.
Mjög sjaldgæft er það, að konur eignist þrí-
bura, eða fjórbura, og nnn fátíðara, að þær eigi
fimm börn í oinu. — Að konur ali enn fleiri
börn í einu er stórviðburður, sem að eins ber
örsjaldan að höndum. — A öldinni sem leið hafa
menn þó sannar sagnir af því, að þotta hafi gjörzt
að minnsta kosti sjö sinnum; en í flestum^til-
fellum dóu börnin skömmu eptir fæðinguna, eða
voru dauðfædd.
Frú Hirsh í Dallas, í ríkinu Texas í Banda-
ríkjunum, átti þó því láni að fagna, að 6 börn,
sem”hún eignaðist árið 1888 (4 synir og 2 dæt-
ur) lifðu öll, og döfnuðu vel. — í spönsku lækna-
tímariti, er gefið var út í Madrid 22. nóv. 1885,
er skýrt frá konu f San Ildeíenso, í grennd við
Valladolíd, er eignaðist 7 börn í oinu, og í lækna-
tímariti, er kom út 1 Boston 22. sept. 1862, er
get’ð um frú Bradlee i Ohio, er ól átta börn í
senn; en eins og eðlilegt var, voru börnin öll
mjög smávaxin, þó að þau lifðu, og béldu beilsu.
Sem dæmi þess, hve mörg börn stöku konur
eignast, má geta þess, að frú Hester Ourtis, er j
myrt var i Indíana 1895, hafði alls eignast 25
börn, enda hafði hún 7 sinnum alið tvíhura. —
I „Massaehusetts medical Journal11 er og
getið konu, er gipzt hafði 14 ára, og eignazt 21
barn, er hún var 32 ára. enda hafði hún einu
sinni eignazt fjórbura, tvisvar þríbura, og fjór-
um sinnum tvíbura.
Hvorug þessara kvenna komst þó í hálfkvisti
við frú Maddalenu Granata í Nocera í Mið-ítaliu.
— Árið 1886, er hún hafði sjö um fertugt, og
hafði verið 19 ár i hjónabandi, hafði bún alls
eignazt 52 börn f3 telpur og 49 drengi), enda
hafði hún 15 sinnum alið þríbura.
Ritsíma eru Frakkar að leggja gegnum eyði-
mörkina Sahara, frá Algier til Burem við Niger-
fljótið, og áætlað, að kostnaðurinn verði alls 1 'l2
millj. króna. — Ritsimastengurnar eru allar úr
stálí.
Á legsteini í kirkjugarði í Litchfield í Con-
necticut í Bandaríkjunum er letrað: „Hér hvílir
frú Mary, kona dr. John Bull’s. — Hún andað-
ist 4. nóv. 1778, á“nítugast,a aldursári. — Hún
eignaðist alls 13 börn, 101 barnabörn, 274 barna-
barna-börn, og 22 barna-barna-barna-börn, alls
410 afkomendur, og af þeim lifðu 336 bana.
Bessastaðir 11. des. 1907.
Tíðarfar fromur stillt síðasta víkutímann. ’og
góðviðri, eða væg frost.
Fjölmennur fundur var haldinn í Reykjavík
3. þ. m., til þess að ræða um bæjarstjórnarkosn-
inguna, er fram fer í öndverðurn janúarmánuði
næstk.. sem og um kosningu væntanlegs borgar-
stjóra o. fl. — Til fundar þessa hafði bæjarfull-
trúi Kr. Ó. Þorgrímsson boðað, og voru umræð-
ur á fundinum mjög fjörugar, einkum um vatns-
veitumálið.
ý 3. þ. m. andaðist í Hafnarfirði^jstúlkan
Vigdís Jónsdóttir, er mjög lengi var í Hliðsnosi
á Álptanesi. — Hún var rúmlega hálf-sextug,
og talin afbragðshjú, að trú og dyggð.
6. s. m. andaðist í Hafnarfirði ungfrú Vilborg
Jónsdóttir, heitins Steingrímssonar trésmiðs, 23
áia að aldri, efnileg stúlka. Hún fékk skæða
tæringu upp iir mislingaveikl, og leiddi það hana
til bana.
Meðal farþegja, er komu frá útlöndum með
„Ceres“ 1. þ. m., voru: Einar Hjörleifsson, fyr
ritstjóri, er ferðazt hefir um bvggðir Islendinga
í Vesturheimi, og haldið þar fyrirlestra, og upp-
lestur á nýsaminni skáldsögu, og verzlunar-
maður Ólafur Gunnlaugsson Briem.
f 4. þ. m. andaðist í Reykjavík verzlunar-
maður Jón Einarsson, unglingsmaður. — Hann
dó úr heilabólgu, er hann hafði fengið eptir
mislingana.
Úr styrktarsjóði W. Fischer’s hefir nýlega
verið veittur þessi styrkur, er vit borgast af
Nic. kaupm. Bjarnason i Reykjavík 13. þ. m.:
'81. Til Ólafs Péturssonar í R.vik, Þorsteins Jóns-
sonar í Austurkoti i R.vík og Bjarna Þov-
kelssonar í Káravík á Seltjarnarnesi, til þess
að nema sjómannafærði.
II. Til barnanna Jóns Valdemarssonar í Keflavík
og Signrjónu Sigurjónsdóttur í Keflavík,
50 kr. til hvors.
III. Til ekknanna Málfriðar Jóhannsdótturí R.vík,
Ingigerðar Þorvaldsdóttur í R.vik, Steinunnar
Jónsdóttur í Hafnarfirði, Arnbjargar [Guð-
mundsdóttur í R.vík, Helgu Jónsdóttur í
Hafnarfirði, Theódóru Helgadóttur í Kefla-
vík, Önnu Jakobínu Gunnarsdóttur í R.vík,
Jónínu Sigurðardóttur í R.vík, og Eiínar
Guðmundsdóttur í R.vík, 50 kr. handa h vorri.
27. f. m. varDavíð Östlund,ritstjóra„Frækorna“
og frú hans, haldið beiðurssamsæti í Reykjavík
i minningu þess, að 10 ár voru’liðin, síðan hann
settist að hér á landi. — Samsæti bóldubonum
safnaðarmenn hans o. fl , og færðu bonum þá
ýmsar gjafir ('skrifborðs-stól, vandaðan göngu-
staf o. fl.
f Nýlega andaðist í Hafnarfirði ungfrú Sig-
ríður Guðmundsdóttir, 24 ára. — Hún var lengst-
um hjá mcSður sinni, Ingibjörgu Þorsteinsdóttur
í Hafnarfirði, en ætlaði að giptast í vetur. — Hún
dó úr lungnabólgu, er hún fékk eptir misling-
ana.
Kaupmaður Jón Þórðarson í Reykjavík hefir
nýlega gefir stofnuninni „hótel ísland“, eign
Goodtemplara, 1000 kr.
24 f. m. voru 40 ár liðin, síðan styrktar- og
sjúkrasjóður verzlunarmanno í Reykjavík var
stofnaður, og eru nú eigur hans vim 34 þús.
Og hefir þó alls vorið útblutað um 17 þús.
króna styrk úr sjóðnum.
í mánuðunum sept. — nóv. hafa alls látizt
6 ungbörn í Halnarfirði, flest úr mislingum, eða
afleiðingum þeirra. — í Hraunsbolti í Garða-
sókn andaðist og ungbarn á þriðja ári, fékk
lungnabólgu upp úr mislingunum.
„Helgi kongur11, fer frá Kaupmarmaböfn um
miðjan des. til Kevhjavíkur og Vestfjarða.
Ný-gipt eru í Reykjavík ungfrú Ingibjörg
Líndal og cand. jur. Halldór Júlíusson, sonur
.Túlinsar læknis á Blönduósi.
Nokkur eintök af eldri árgöngum
j „Þjóðv.u, yfir árin 1892—1906 (frá byrjun
j „Þjóðv. unga"), alls íimmtán ár-
< grangfar’, eru til sölu með góðum kjör-
um, hjá útgefanda blaðsins.
Sén allir árgangarnir keyptir í
einu, fást þeir fyrir talsvert minna, en
hálfvirði, — íyr'ir að eins tutt-
ugu og tvœr ki’onur.
Ef að eins eru keyptir einstakir ár-
gangar, einn eða fleiri, fást þeir fyrir
belming hins upprunalega kaupverðs blaðs-
ins.
Borgun greiðist útgefanda í pen-
ingum, eða innskript við stærri verzlan-
ir landsins, og verður blaðið þá sent kaup-
andanum að kostnaðarlausu.