Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 30.06.1908, Síða 1
Verð árgangsins (minnst |
60 arhir) 3 kr. 50 awr.; j
erlendis 4 kr. 50 aur., og j
í Ameríku doll.: 1.50.
Borgist fyrir júnimán-
aðarlok.
ÞJÓÐVILJINN.
- TuTTUOASTI OG ANNAE ÁR0AN8US. =1-—- ~-
-Skæ|=
RITSTJÓEI: SKÚLI THORODDSEN. =|B«aa-1-
TJppsögn skrifleg, ógild
nema komið sé til útgef-
anda fyrir 30. dag júní-
mánaðar, og kaupandi
samhliða uppsögnínni
borgi skuld sína fyrir
blaðið.
M 30.
Bessastöðum, 30. JÚNÍ.
1908.
XJtlönd.
Kaupmannahöfn 12. júní 1908.
Danmörk. Qnstaf,, Svía-konungur, og
Vidoria, drottning hsns, komu til Kaup-
mannahafnar á fæðingardegi Friðriks kon-
unga VIII, og var tekið með mikilli
viðhöfn.
f 3. þ. m. andaðist Kiilmel hershöfð-
ingi, fæddur 1850. — hann var við böð
í Nauheim á Þýzkalandi, og andaðist
snögglega. — Hann var talinn í röð helztu
herforingja Dana, og var lík hans flutt
hingað til greptrunar.
f 10. þ. m. andaðist VaJdemar Fred-
eriksen, aðal-ritstjóri Ritzau’s-fréttaskrif-
stofunnar, síðan á árinu 1901. — Hann
var að eius 40 ára að aldri, og dó úr
afleiðingum af botnlangabólgu, eptir að
holdskurður hafði gjörður verið. — Hann
brá sér til Islands síðastl. surnar, er kon-
ungur vor var þar á ferðinni.
Múrarar í Esbjærg hafa hætt vinnu,
og er ráðgert, að atvinnuveitendur lýsi
því yfir, að almenn atvinnuteppa verði,
ef múrarar halda fram kröfum sínutn. —
Talað er og um, að lýst verði bráðlega
atvinnuteppu, að þvi er nokkrar aðrar
atvinnugreinar snertir.
f I Chariottenlund andaðist nýskeð
M. V. Fausböll, er var prófessor í aust-
urlandamálum við háskólann frá 1878—
1902. — flann var fæddur 1821, og hefir
hann þýtt á danska tungu æfintýri, og
ýmsar skáldsögur, sem frumsamdar eru
á paií-tungumáli.
f 8. þ. m. andaðist og Halvdan Sten-
bœk, prófessor við landbúnaðarháskólann,
fæddur 2. janúar 1879. — Banamein hans
var nýrnaveiki, og þykir Dönum mikil
eptirsjá að honum. — — —
Noregur. Stórþing Norðmanna hefir
samþykkt, að byggja nýja bókhlöðu, sem
áætlað er, að kosta muni 887 þús. króna.
f 2. þ. m. andaðist í Cbristianíu A.
Sörensen, á 86. aldursári. — Hann var í
ráðaneyti Job. Sverdrujfs 1884—'88. —
Sviþjóð. 1. júní voru hátíðahöld á
Skáni í minningu þess, að þá voru liðin
250 ár, síðan Danir létu Skán af hendi
við Svía.
Verkamenn, er starfa að húsabygging-
um í austur- og mið-héruðum Svíþjóðar,
hafa gjört verkfall, og hafa atvinnuveit-
endur því lýst því yfir, að verði verk-
fallinu eigi hætt 18. júní, láti þeir hætta
öllum húsabyggingum um hríð.---------
Bretlaud. Frakknesk-enska sýningin,
sem stendur yfir í Lundúnum um þessar
mundir, hefir verið mjög fjölsótt, og má
t. d. geta þess, að 8. júni sóttu hana um
750 þús. manna.
f AðfaranóttÍDa 3. þ. m. andaðist
i Redvers BuV.er, lávarður, fæddur 1839. —
| Hann var ytirherforingi Breta i ófriðin-
um við Búa, en fór hvera óförina á fæt-
ur annari, og varð þvi að sleppa her-
stjórn. — — —
Frakkland. 1. júni héldu fulltrúar
vefara úr ýmsum löndum norðurálfunnar,
j Ameríku og Asíu, fund í París, til þess
! að ræða um ýms sameiginleg velferðarmál.
Árið 1907 dóu 19,920 fleiri á Frakk-
landi, en þar fæddust. — A Þýzkalandi
fæddust á hinn bóginn 910,275 fleiri, en
þar dóu.
Þegar lík skáldsagnahöfundarins Emíle
Zola var í þ. m., samkvæmt ráðstöfun
stjórnarinnar, flutt til Panþeon, þar sem
helztu merkismenn Frakka hvila, var Al-
fred Dreyfus veitt banatilræði af blaða-
manni nokkrum, Louis Qreyory að nafni,
er þótti virðingu hersins misboðið, þar
sem Zola hafði, sem kunnugt er, átt mik-
inn þátt að því, að mál Dreyfusar var
tekið til nýrrar rannsóknar. — — —
Þýzkaland. I ráði er, að ViYhjálmur
keisari heimsæki Qustaf, Svía-konung, á
yfirstandandi sumri.
Kosningum til prússneska landsþings-
ins er nýlega lokið, og var það nú í fyrsta
skipti, er jafnaðarmenn tóku þáttiþeim,
enda eru kosningarlögin mjög ófrjáls-
| leg. — Danir hafa fagnað því mjög, að
atkvæðum tveggja danskra þingmanna,
sem kosnir eru í Norður-Slésvík, hefir
fjölgað, borið saman við síðustu kosn-
ingar.
2. júní dæmdi ríkisrétturinn í Leipzig
rithöfundinn Schívara í 12 ára typtunar-
hússvinnu, með þvi að sannað þykir, að
hann hafi náð í ýms skjöl og uppdrætti,
er snerta hervirki Þjóðverja, í þvi skyni
að selja útlendingum. - — —
Austurríki. Stúdentar hafa hætt að
sækja fyrirlestra, að þvi er flesta háskóla
i Austurríki snertir, og hefir stjórnin því
skipað, að loka þeim um hríð. — Orsökin
til þessa er sú, að sendiherra páfa hafði
kvartað undan því, að Walirmund, háskóla-
kennari i kirkjurétti í Innsbruck, kenndi
eigi í samræmi við kenningar kirkjunn-
ar, og vildi því fá hann sviptan embætti.
Dr. Marchet, kennslumálaráðherra,
sinnti að visu eigi þeirri kröfu, en lét
háskólakennarann hætta fyrirlestrum um
hríð, og bregða sér til útlanda; en er
Wahrmund kom heim aptur, og ætlaði
að byrja fyrirlestra sína, lét landstjórÍDn
í Tyrol hætta öllum fyrirlestrum við há-
skólann í bráð.
I verksmiðju í Ottakring varð nýlega
' sprenging, er varð 18 verkamönnum að
i bana, og bakaði mörgum meiðsli. — —
Kiissland. Aðfaranóttina 2. júní urðu
j jai ðskjálftar í Jalta og flýði fólk víða úr
| húsum, enda urðu rnörg fyrir skemmdum.
2. júní voru 11 karlmenn, og 3 kvenn-
menn, dærndir til dauða í Warschau, með
þvi að þau höfðu framið póstþjóíbað á
járnbrautarstöðinni í Sokolow 10. janú-
ar þ. á.
Svo má kalla, að i pólsku borguuum
Lodz og Warscbau séu nær daglegaein-
hverjir af lífi teknir. — Nýlega var, með-
al annars, tekinn af lífi 17 ára gamall
skólapiltur, er keisari hafði neitað að náða.
— Umkvartanir miklar um jmis konar
gjörræði, og lögleysur, af hálíu stjórnar-
innar.
9. júní hittust Nicolaj, Ri'usa-koi sari,
og Játvarður Breta-koDungur, á herskip-
unurn „Standait“ og „Victoiía Albert“,
milu sjávar fyrir utan borgina Reval —
I fylgd Rússa-keísara voru: Stolypín, for-
sætisráðherra, og Isvolskí, utanrikisráð-
herra, en með Breta-konungi Arth.tr Nicol-
son, sendiherra Breta í Pétursborg, og
Hardinge, embættismaður í utanríkisráða-
neytinu. — Öllum þótti þvi auðsætt, að
um stjórnmál yrði rætt, enda er mælt, að
samkomulag hafi orðið, að því er snertir
járnbrautarlagningu í Beludschistan, og
um landstjórnarfyrirkomulag í Makedón-
íu. — Enn fremur er og mælt, að keis-
ararnir hafi orðið ásáttir um, að Persaland
skyldi vera sérstakt, og sjálfstætt, ríki. —
Sumir geta þess og til, að borið hafi á
góma, að Bretar, Frakkar, og Russar,
stofnuðu þríveldasamband, og líka Þjóð-
verjum þær getgátur ílla, og fellur miður
samdrattur Breta- og Rússa-stjórnar. —
Engum bát var leyft að koma nær
skipum keisara og konungs, en 2000 áln-
ir, og fjöldi tundurbáta var sífellt á sveimi
kringum herskipin, með því að Nieolaj
keisari getur hvergi verið óhuitur um
líf sitt. — — —
Balkanskaginn. 1. júni réðu um hundr-
að Gfrikkir á þorp i héraðinu Poritza,
brenndu þar nokkur hús, drápu sjö af
þorpsbúum, en særðu tvo. — Loks tókst
þó herliði að stökkva þeim á flótta.
Um óeyrðirnar á eyjunni Samos hofir
áður verið stuttlega drepið í blaði voiu.
— Á eyjunni eru alls um 60 þús. ibúar,
og greiða þeir Tyrkja-soldáni árlega 300
þús. pjastra í skatt, og skipar hann land-
stjórann, sem ber fursta nafn. — Soldán
sendi því herskip, til þess að sefa upp-
reisnina, og skaut það á kastala þann, er
uppreisnarmenn höfðu náð á eitt vald, og
lögðu þeir þá á ílótta, og meðal þeirra
Soufoulis, forseti efri málstofunnar. — —
Bandarikin. I öndverðum júlí leggur
Peary (fri.m ber: Pírí) af stað í nýja norð-
urför, og hafði, er síðast fréttist, tekizt
að skjóta saman nær 90 þús. króna, sem
hann telur sig þurfa til fararinnar.
5. júní var voðalegur hvirfilbylur í
suðurhluta Nebraska, og í norðurhéruðun-