Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 30.06.1908, Blaðsíða 3
ÞJ0BYILJj.JNN
119
XXII., 30.
Sektað botnv'órpuveíðaskip.
Danska varðskipið tók nýiega enskan botnvörp- j
ung, og fór með hann til Patreksfjarðar, og var |j
skipstjórinn sektaður þar nm 450 kr.
Barnaveiki.
hefir stungið sér niður í Húnavatns- og Skaga- j
fjarðarsýslu, og mælt, að veikinnar hafi einnig
orðið vart í Húsavíkurverzlunarstað.
I . eiðréttin g'. í ræðu eptir mig,
sem stendur í „Þjóðviljanum", er komist svo að
orði, sem bankinn geti gripið til landsjóðsfjár án
vitundar landsjóðsins, þetta á sér ekki stað; hvor-
ugur bankinn getur náð i meira af peningum
landsjóðsins, en landstjórnin hefir látið leggja
.þar inn.
I sömu ræðu er sagt, að gufuskipin, sem koma
til landsins, og annast flutninginn til og frá,
vinni sér inn 180 þús. króna á ári, þetta á að
vera 1800 þúsund krónur á ári.
Virðingarfyllst
Indr. Einarsson.
M annalát.
7. maí þ. á. andaðist að Arbæ í Bol-
ungarvíknrrerzlunarstoð húsfrú Halldbra ;
Ar/ústa ólafsdottir, á 46. aldursári, fædd j
að Ósi í Bolungarvík 21. ágúst 1862.
Halldóra sáluga var dótt.ir Ólafs bónda j
á Ósi í Bolungarvík, Œssurssonar, bónda !
í Selárdal í Súgandatirði, Þorvaldssonar,
og var Ólafur um nokkur ár hreppstjóri
og sýslunefndarmaður, Bolvíkinga; en móð-
ir Halldóru, og kona Ólafs, er Kristín
Pálsdóttir, bónda á Ósi Halldórssonar,
bónda í Hnífsdal, Pálssonar, og er Krist-
ín því systir Guðm. beykis Pálssonar á
Isafirði.
Halldóra heitin ólst upp að Ósi hjá
foreldrum sinum, en fluttist til ísafjarð-
arkaupstaðar, er hún var orðin fullorðin,
og giptist þar 18. ágúst 1883 eptirlifandi
eiginmanni sínum, Árna kaupmanni Árna-
syni í Bolungarvik. — Bjuggu þau hjón-
in siðan i Isafjarðarkaupstað, og var Árni
verkstjóri við verzlun Á. Ásgeirssonar á
ísafirði, og bæjarfulltrúi ísafjarðarkaup-
staðar nokkur ár. — Hafði hann og jafn
framt mjög mikinn sjávarútveg, bæði á
opnum skipum og þiljubátum.
Árið 1898 fluttust þau að Ósi í Bol-
ungarvík, og bjuggu þar í 4 ár, en færð-
ust síðan að Árbæ í Bolungarvik, og hef-
ir Árni rekið þar all-mikla verzlun.
Alls varð þeim hjónum 8 barna auð-
ið, og eru 5 þeirra á lífi: 2 dætur og 3
synir.
Halldóra sáluga var mjög mikilhæf
kona, og heimili þeirra hjóna einatt mesta
myndarheimili. — Má að henni telja mikla
eptirsjá, eigi að eins nánustu ættingjum,
og venzlamönnum, hennar, heldur og öðr-
um, er ky/.ni höfðu af henni. — — —
13. júní andaðist i ísafjarðarkaupstað
húsfrú Elín Helgadóttir, kona Jóns Hall-
dórssonar, húseiganda á Isafirði.
Bessastdðir S0. júní 1908.
Tíðarfarið hlýinda-iítið, og freraur rosasamt.
„Stei'ling11 lagði af stað til útlanda 28. þ. m.
og tóku sér far með honum: frúrnar Anna Breið-
fjörð Flóra Zimsen, Kjörboe og Petrea Jörgen-
sen, bókhaldari Jón Guðbrandsson, Sig. Jónsson
fyrrum fangavörður, frú hans, Sveinn kaupmað-
ur Sigfússon o. fl.
„Ceres“ kom frú útlöndum 23. þ. m.—Með-
al farþegja voru: stúdentarnir Alex. Jóhannesson
Asgeir Guuiilaugsson, Guðjón Baldvinsson, Júi.
Havsteen, Pétur Halldórsson, Pétur Jónsson og
Magnús Jónsson, kaupmaður P. J. Thorsteinsson,
Ólafur Johnsen, fyrrum kennari í Odense, og
yfirdómsmálaflutningsmaður Oddur Gíslason. —
Ennfremur ungfrúrnar Björg Ólafsson, Ingibjörg
Guðmundsdótt.ir, Kaaber,og Ragna Gunnarsdóttir
frú Trolle, verzlunarmaður Jón Björnsson, og
ýmsir útlendir ferðamenn.
Ritstjóri blaðs þessa, og kona hans, komu og
með skipinu.
ý 24. þ. m. andaðist í Reykjavík síra Lárus
Halldór Halldórsson, fyrrum fríkirkjuprestur;
fæddur að Hofi i Vopnafirði 10, janúar 1851 —
Foreldrar haus voru Halldór prófastur Jónsson
á Hofi (ý 1881), og kona hans Gunnþórunn
Gunnlögsdóttir, dómkirkjuprests Oddssonar.
Síra Lárus varð stúdent 1870, og lauk embættis-
prófi á prestaskólanum 1873, en var síðan biskups-
skrifari um hrið, unz hann varð prestur að Val-
þjófsstað 1877, og gegndi hann því embætti, unz
hann fékk lausu 1883, með því að hann vildi
eigiklæðastmessuskrúða, er hann framdiembættis
verk. — Árið 1886 varð hann fríkirkjuprestur
Reyðfirðinga, en 1899—1901 fríkirkjuprestur í
Reykjavik. — Hann var alþingismaður Sunn-
mýlinga árin 1886, 1887, 1889 og 1891.
Síra Lárus var kvæntur Kristínu, dóttir
Péturs Guðjohnsen’s organista, og lifir hún
mann sinn. — Börn þeirra hjóna eru:
1. Halldór, hi-aðritari, sem látinn er fyrir nokkr-
um árum.
2. Guðrún, gipt Sigurbirni Á. Gíslasyni, cand.
theol. í Reykjavík.
3. Pétur, nótnasetjari, og
4. Valgerður.
Síra Lárus var gáfumaður mikill. og ýmsum
góðum hæfileikum gæddur.
Kaupmaður í Reykjavík varð nýlega uppvís
að ólöglegri áfengissölu, og tollsvikum, og var
hann alls sektaður um 300 kr., og allar áfengar
vörubirgðir hans gjörðar upptækar. — Áfengiú
hafði hann keypt hjá brytanum á „Sterling“, og
j var hann sektaður um 150 kr.
186
að hún, og maðurinn hennar, hefðu breytt ferða-áætlun
fiiBni, er þan komu til New-York, þar hefði legið segl-
skip, ferðbúið til Frakklands, og hefðu þau þá orðið ásátt
um, að fara með því, í stað þess að taka sér far til
Bennudas-eyjanna.
Þetta bað hún mig að segja hr. Hatton, og kvaðst
muDdi rita mér aptur, er þau væru komin yfir Atlants-
hafið.
Bréfið var skrifað í flýti, á póststofu nokkurri, á
leiðinni á skipsfjöl.
Með nokkrum línum gat hún þess og, að ferðin
niður eptir fljótinu hefði haft ákjósanlegustu áhrif á heilsu
sína, og kvaðst því vona, að kærustu vonir sínar
rættust.
Marah hafði þá drukknað, og Urquhart var á leið-
yfir Atlantshafið.
Mér var þá allt fyrirmunað, jafn vel hefndin.
Heimurinn gat nú ekki boðið mór neitt, er eg þráði
og ásetti eg mór þvi, að segja skilið við hann, ekki á
þann hátt, að eg gjörðist sjálfsmorðingi, heldur á þann
hátt, að fela mig í skógar-greinunum.
Þessari fyrirætlun minni hafði enginn neitt á móti
og lét jeg því eigi dragast, að framkvæma hana.
En tiUþess að yður skiljist; hve frábitinn eg var
orðinn heiminum, og öllu sem í honurn gerist, get eg
þess, að þegar eg hafði lokað húsi mínn, og lagði af stað
til skógar, heyrði jbg, að kallað var á torginu. „Frelsi!
Frelsi! Englendingar flýja; sveitamenn frá Lexington hafa
skotið á hermenn konungs/*
183
Jeg var alveg örvinglaður yfir því, að eg myndl
aldrei sjá hana framar í þessum heimi, hné lómagna á
gólfið, og lá þar til næsta morguns.
Eu er eg vaknaði morguninn eptir, og litaðist um
í herberginu, kom eg auga á bréf, er lá á gólfinu undir
opnurn glugga.
Bréfið var svo hljóðandi:
„Kæri, marg-hrjáði vinur!
Þegar þú lest þessar línur, þá er Marah ekki leng-
ur í tölu hinna lifandi. — Eptir allt, sem gjörzt hefir —
brúðkaupið okkar, sem fórst fyrir, og burtför jungfrú
Dudleigh —, er tilverau orðin mér óþolandi. — Jeg hugði
að þér myndi það ljúfara, að vita mig dauða, en lifa í
eymd, og þess vegna rita eg þér þessar línur, og bið þig
að fyrirgefa mér, þegar jeg eg er dáin.
Jeg elskaði hann. — Það er næg skýring.
Þín örvinglaða.
Marah Leighton.“
Jeg rak upp vein, og æddi út úr húsinu. — Marah
í dauðanum -- Marah dáin —; það má eklci verða!
Fyrir utan búsið mitt hitti eg Cæsar, og þóttistþá
vita, að allt inyndi um seinan, og — slysið orðið kunn-
ugt i borginni.
„Jeg ætlaði inn til yðar, en þorði það ekki og hefi
því beðið hór i kl.tima. — Hatturinn hennar hefir sézt á
floti á ánni, og þar sem eg vissi, að þér mynduð frétta
þetta, hvort sem var, þótti mér róttast að færa yður fregn-
ina; en —“
„Hvenær, og hvar, hefir hatturinn fundizt?“ spurði eg.
„í morgun, í dögun“, svaraði hann. — „Hattband-
*) Hér er átt við byrjunina á frelsisstríói Bandamanna.