Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 29.08.1908, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 29.08.1908, Blaðsíða 3
XXII., 40. ÞJOÐVILJ ii«lN 159 kynnu að vora í danaka textanum. Taldi hann fyrirkomulag það, er frumvarpið ger- ir ráð fyrir hið æskilegasta, er ísland gæti ko9Íð sér. Öll þessi iniklu kostakjör þakk- aði hunn guði, og fjölyrti mjög um það, að menn ættu að halda sér við jörðina, og ■forða9t allar skýjagyllingar og loptkastala. — Þeim er ekki um það uppkaatsmönn- unum, að íslendingar hugsi hátt. Björn Kristjánsson tók því næst til máls, og hrakti ástæður eða réttara sagt fullyrðingar ráðherrans, og það svo ræki- lega, að honum var þakkað með alrnennu lófataki. — Enn mæltu þeir Jón Jóns- son sagnfræðingur og síra Jens Pálsson. Yar því næst fundi slitið 1 stund fyrir miðnætti, og hafði hann þá staðið, án þess nokkurt hlé yrði á, í 6 stundir fullar. Engin atkvæðagreiðsla fór fram, en auðsætt var það, að því nær allir fund- armenn voru sjálfstæðismauna megin, enda er það fullyrt af kunnugum mönnum að ekki sé fullur tugur af kjósendum í Hafnarfirði frumvarpinu fylgjandi. Stadd- ir voru þar á fundinum Gluðm. Björnsson landlæknir og Jón yfirdómari Jensson, en svo hefir þeim víst litizt á fundarmenn, að árangurslaust myndi vera að flyt.ja þeim fagnaðarboðskapinn. Sambandslagafrumvarpið. (Fregnir ur héruðum). Jón Jensson, yfirdómari, hefir verið á ferð um Dalasýsiu í kosningarerindum. Hann hélt marga fundi með kjósendum, en ekki voru Dalamenn sólgnari en svo í að hlusta á lof hans um uppkastið, að sagt er, að á eimjm fundanna hafi mætt 4, öðrum S, en þeim þriðja enginn. A tveim stöðuxp hafði þó verið fundarfært, en þar var Bjarni frá Vogi, þingmanns- efni sjálfstæðismanna, til andsvara, og var allur þorri fundarmanna á hans bandi. Hefir yfirdómaranum því gengið betur en Jóna9Í Guðlaugssyni, því að því er heyrzt hefir, boðaði hann til tveggja funda í Suð- ur-Dölunum, og korc á annan enginD, en hinn 2. Fundur var haldinn að Deildará í Mýr- dal 9. þ. m. eptir fundarboði frá Gunn- ari Olafssyni, verzlunarstjóra, þingmanns- efni sjálfstæðismanna í Vestur-Skaptafells- sýslu. Á fundinum mættu 36 kjósendur. Fundarstjóri var Sigurður Eggerz, sýslu- maður. Þessir töluðn: Gunnar Ólafsson, verzlunarstjóri, Eyjólfur Guðmundsson, bóndi á Hvoli, Sigurður Eggerz, sýslu- maður, Páll Ólafsson. bóndi á Heiði, Páll Sveinsson, eand. phil. í Asum, allir á móti frumvarpinu, en með því mælti Jón Einarsson, bóodi í Hemru. þingmanns- efni uppkastmanne. Lofaði hann upp- j kastið mjög. og sérstaklega fannst hon- j um til um þá stórvægilegu breytingu, að eptir frumvarpinu yrði Island aldrei af Dönum tekið, en nú gætu þeir selt það. Þingmálafundur fyrir báðar Múlasýsl- ur var haldinn við Lagarfljótsbrú sunnu- daginn ‘2d. þ. m. Fundurinn var afar- fjölmennur, um 400 kjósendur voru roætt- ir. Með uppkastinu töluðu þeir Jón frá Múla og Jón Ólafsson, en í móti: Berg- ur Helgason, skólastjóri á Eiðum, Jón Bergsson bóndi á Egilsstöðum, síra Magnús J. Blöndal í Vallarnesi, Sveinn Olafsson, bóndi i Firði, Þorsteinn Erlingsson, skáld o. fl. EDgin atkvæðagreiðsla fór iram, en allur þorri fundarmauna kvað hafa ver- ið frumvarpinu mjög andvígur. Hitinn gegn því jafn vel svo mikiil, að þeir gátu varla fengið hljóð Jónarnir. Þingmannaefni Gullbringu- og Kjós- ! arsýslu hafa verið á ferð suður með sjó I t undanfarna daga, og haldið fundi með kjósendum. Sjálfstæðismönnum hefir all- staðar veitt stórum betur, og svo eru surnar sveitir einlitar að, uppkastið og bankinn hafa engann fylgismann. ítáðherrann er nýkominn úr för um Skaptafellssýslu. Hann hafði skýrt(!!) frumvarpið á 9 funduru þar eystra, en hvergi fór atkvæðagreiðsla fram. Þjóðminuing-ardag'ur fyrir Vestur-Skaptafellssýslu var haldinn að Hlíð f Skaptártungu 20. júli. Þar var saman korr.ið á þriðja hundrað manna úr öllum hi’epp- um sýslunnar. Veðui var hið hozta. Guðjón bóndi Jónsson í Hlíð, sem hátíðahald þetta var mest að þakka, setti hátíðina um nón. Þá voru ræður haldnar: Minni Islands: Sigurður Eggerz sýslumaður, minni Vestur-Skaptafellssýslu: Gunn- ar Olafsson verzlunarstjóri i Vík, minni íslenzkr- ar tungu, Páll Sveinsson cand. phil. Asum, minni bindindismálsins: Bjarni prestur Einars- son, Mýrum og minni Skaptártungu: Stefán Hannesson kennari f Mýrdal. Á milli þess sem ræðurnar voru fluttar, voru sungnir íslenzkir söngvar, og stjórnaði Loptur bóndi Jónsson í Eyjarhólum söngnum. Síðan voru frjáls ræðu- höld og allskonar gleðskapur, og þótti mönn- um skemmtunin hin bezt.a í alla staði. Drukkiiun. Stýrimanninn af þilskipinu „Keflavík“ tók út 0. þ. m. Það var út af skaga þeim við ísa- tjarðardjúp norðanvert, or Kögar heitir, að slys- ið vildi til. Maðurinn hét Magnús Jónsson úr Reykjavík, og lætur hann eptir sig konu og 8 hörn á ómagaaldri. Bessastaðir 29. Agúst 1908. Tíðin. Laust fyrir sfðusta helgi hreyttist loks veðráttan til batnaðar, og hofir tfðin verið hin hagstæðasta fyrri hluta þessarar viku, — þurkar og blíðviðri. En á föstudagiun gekk hann upp í norður, og hefir verið stoimur og kuldi síðan. 234 hér er! Við skulum kveikja á fleiri lömpum, því að ann- ars helzt eg hér ekki við!“ „Mamma, mamma, þér er íllt!u „Nei, jeg er að eins máttlítil. — Jeg kemst svo við, er eg minnist á fæðingu þína, og fyrstu dagana þar á eptir. — Mér þótti svo vænt um, að geta varpað ást rninni á litla, saklausa barnið; bros þitt tmghreysti mig, er mér leið ílla, og þegar þú stálpaðist var kærleikur þinn, sem ljós í myrkruoum. — Láttu þér aldrei detta i hug, að neitt íllt hendi þig að minum vilja, þar sem eg lifi, og hrærist, að eins þín vegna. — Til þeBS að hiífa þér við sorg, myndi eg ieggja allt í hættu, jafn vel það, sem virðist vera mannlegum kröptum ofvaxið“. Unga stúlkan komst rnjög við. „Æ mamma, mamma“, stundi hún upp; „fyrirgefðu mér; jeg vissi ekki, — gat ekki komið þetta til hugar. — Gráttu ekki, elsku móðir min. þrýstu mér að þér, taktu í höndina á mér, og láttu þér þykja vænt urn mig. — Jeg skal einskis spyrja framar, og guð, sem aidrei bregst þeim, sem elska innilega, mun hjáipa okkur“. En móðirin varð .eigi við ósk hennar. — Hún lét sér nægja, að kyssa dóttur sína^ og sagði sér liði nú bet- ur. — Síðan gekk hún, eyrðarlaus, fram og aptur um gólfið, og staðnæmdist að eins öðru hvoru, til þess að ganga úr skugga um það, hvort dóttir hennar lægi enn vakandi í rúminu. Opt staðnæmdist hún syo nálægt þilinu, að eg heyrði ihve þungt hún dró andann. — En jeg stóð grafkyr, og ibærði ekki á mér. Það v.ar komið langt iram yfir miðnætti, og þó gekk 231 þér. Þú skalt ekki deyja svona hryllilegnm dauða, ef eg get aptrað þvi. — Haltu þér fast -- jeg kem“. Að svo mæltu tók hanu, með mestu gætni að klifra út á bitann sem hinn maðurinn hékk við. Jeg hélt niðri i mér andanum, og hugði, að líða myndi yfir mig, en gat þó ekki sieppt augunuin af þeim. Við vorum farnar að gera okkur von um, að hon- um tækist að bjarga honum, því að honum tókst að hjálpa honum svo að bann gat einnig gripið hinni hendÍDni um bitann. Eu þá leit Isidor upp, og rak upp voðalegt vein. „Louis!“ kallaði haDn. „Þú hefir sigrað“. Að svo mæltu sleppti hann takinu, datt ofan á göt- una, sem var steinlögð, og marðist til bana. Mér varð nú litið þangað, sem greifinn var, og skein óttinn út úr andliti hans. — En þá varð honurn litið til mÍD, og varð auðsjáanlega hrifinn, að því or ráða mátti af breytingunni á andliti hans. Á þenna hátt vaknaði ástin hjá okkur báðum, og með ástinni vaknaði hjá honum ný von, og nýtt þrek. Hann klifraði lengra fram á bitann, stóð upp, og stökk niður til okkar, sprengdi síðan upp hurðina, sem hafði aptrað okkur frá, að kornast út, og fimm mínútum síðar vorum vér komin út á götu, og þá var oss öllurn borgið. Þar beið vor mesta mannþyrping, likiega holming- urinn af öllum íbúum Parísarborgar, og áður en við skild- um, hvislaöi hann að mér: „Jeg er Koclje Gouyon, greifi, og þakka eg guði, að mér heiir tekizt að bjarga liti t’egurstu stúlkunnar á jörðinni“. „Reiðstu mér ekki, mamm, „mælti dóttirin enn frem-

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.