Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 06.12.1908, Síða 1
Verð árgangsins (minnst
60 arkir) 3 kr. 80 aur.;
erlendis 4 kr. 50 aur., og
i Ameríku -loll.: 1.50.
Bergist fyrir júnimán-
aöarlok.
ÞJÓÐVILJINN.
-1= TuTTUOASTI 08 ANNAB ÁB8ANGUB.
RITST JÓR'J:
SKÚLI THORODDSEN.
ZJppsögn • shrijley ógild
nema komið sé til útgef-
anda fyrir 30. dag jání-
1 mánaðar, og kaupamli
samhliða uppsögninni
borgi skuld sína fyrir
blaðíð.
Reyk.iavík, 6. DES.
19 08
M 55.
Imbæíía veilingar.
Sve sem kunnugt, er, þá er skipun
flestra embætta hér á landi, sem og víða
annars staðar, á valdi konungs og ráð-
herra. I þingræðislöndunum fer konung-
ur í því efni eptir tillögum ráðherra sinna,
sem ábyrgðina bera á athöfninni.
Fyrirkomulag þetta (að konungur veiti
embætti) er leifar frá fyrri tímum, þegar
hugmyndir manna um konUDgsvald og
þjóðarvald voru allt aðrar, en þær eru nú.
Á þeim tímum varð þjóðarviljinn að iúta
i iægra haldi fyrir konungsvaldinu, og
þá voru embættismennirnir þjónar kon-
ungsvaldsins, og þessvegna var eðlilegt,
að konungur skipaði þá. Á voruin tím-
um er allt öðrum augum litið á það mál,
nú er þjóðarviljinn í rauninni orðinn æðsta
valdið um flest siðuð lönd, og nú eru
embættisrnennirnir vinnumeDn þjóðanna
Og húsbóndinn á að vera einráður um
ráðning hjúa sinna.
Að vísu má segja, að veitingavaldið í
raun og veru sé hjá þjóðinni, þar sem
farið er eptir tillögum ráðherra, sem háð-
ur er þjóðsamkomunni, að þvi er skipun
embætta snertir.
En því fer mjög fjarri, að nokkrar lik-
ur séu t.il, hvað þá heldur trygging fyrir,
að ráðherra, þótt hann njóti fulls trausts
þings og þjóðar, líti sama veg á livert
mál 8em þjóðin, eða sá hluti hennar, sem
málið skiptir.
í>að verða auð vitað að eins stórmálin, sem
til greina koma, er um ráðherraskipun er
að ræða, það myndi optast, ef ekki aftaf,
reynast ókleift, að fá mann í þann sess,
er væri i samræmi við þjóðarviljann í
öllum málum.
En að því takmarki á þó að stefna,
að þjóðarviljinn verði æðsta valdið í öll-
um þjóðmálum, smáum sem stórum, að
svo miklu leyti, sem því verður við komið.
Áð því er embættaveitingar snertir,
ber þess að gæta, að enda þótt sjálfsagt
sé, að þjóðin öll ráði því, hvort stofna
skuli embætti, sem launuð er, af almanna-
fé, sem og fyrirkomulagi þeirra, virðist
þó sanngjarnast, að sá hluti þjóðarinnar,
sem embættismanninn á að nota, ráði því,
hver til starfaDS er valinn, efekkibanna
sérstakar ástæður.
Það er enginn vafi á þvi, að til er
fyrirkomulag, sem fullnægir kröfum þjóð-
arviljans í þessu efni miklu betur, enhið
núverandi.
Þeim kröfum verður bezt fulluægt á
þann hátt, að embættismennirnir séu kosn-
ir af almenningi.
Þessi regla er þegar að nokkru kom-
komin á, að því er veitingu prestem-
bætta snertir, Samkvæmt prestkosninga-
reglunum nýju velja söfnuðirnir um alla
þá, er sótt hafa, og stjórnin hefir því að
eins veitiugavaldið, að kosningin sé ó-
lögmæt.
Þessari sömu reglu ætti að fylgja, að
þvi er veitingu annara embætta snertir,
að svo miklu leyti, sem því má við koma.
Þá fyrst kemur embrettistriaðurinn að
fullu gagni, er hann nýtur trausts þeirra
manna, sem við hann oiga að skipta. —
Sérstaklega þegar ræðir um embættis-
menn, sem aðallega eru til þess ætlaðir,
að hjálpa eða leiðbeina alþýðu manna, en
hafa litlum eða engum umboðsstörfum
fyrir hönd stjórnarinnar að gegna. Um
umboðsmenn landsstjórnarinnar er dálítið
öðru máli að gegna, þeir eru að vísu víddu-
menn þjóðarinnar engu síður en hinir,
en hinsvegar eru störf þeirra fyrir land-
stjórninnar hönd, störf sem þjóðin hefir
falið stjórninni framkvæmdir á, og sem
hún ber ábyrgð á — er og sanngjarnast,
að ráðin séu jafnan þar, sem ábyrgðin er.
Að þessu athuguðu, virðist enginn vafi
geta leikið á því, að heppilegast sé, að
læknirinn sé kosinn af mönnum þeim, er
búsettir eru í héraði þvi, sem hann á að
þjóna. Störf lækna í þarfir landstjórnar-
innar eru svo fá, að hún virðist mega
vel við það una, að hún ráði engu um
veitinguna. Hinsvegar er það, sérstak-
lega að þvi er lækna snertir, nauðsynlegt,
að þeir njóti trausts þeirra manna, er til
þeirra eiga að leita, því að menn vilja
opt heldur deyja drottni sínum, en vitja
læknis, er þeir bera ekkert traust til, enda
ofboð skiljanlegt, að menn trúi ekki hverj-
um ræfli, sem læknisprófi nær, fyrir lífi
sínu
Öðruvisi er máluin varið, að því er
sýslumennina snertir, þeir hafa svo mörg-
um störfum að gegna fyrir landsstjórn-
arinnar hönd, að ósanngjarnt virðist, að
taka af henni öll ráðin, að því er skipun
sýslumannsembættanna snertir, en ef til
vill mætti finna einhver ráð, til þess að
láta sýslubúa hafa einhver áhrif á veit-
inguna, án þess gengið væri of nærri
rétti og hagsmunum stjórnarinnar t. d.
að stjórnin nefndi nokkra mennúrflokki
umsækjendanna, er hún teldi færa til
starfsins, og sýslubúar svo fengju að ráða
þvi, hvern þeirra þeir vildu hafa.
Kosning manna til annara embætta t.
d. til yfirdómsins mun og ýmsum vand-
kvæðum bundin, en ef til vill mætti þó
ráða fram úr þeirn. Kosning dómara er
og dálítið viðsjárverð. sérstaklega séu þeir
ekki kosnir æfilangt, en þó engan
an veginn iskyggilegri eD að hafa dóm-
ara jafn háða umboðsvaldinu, sem undir-
dómararnir hér á landi eru.
En um veitingu þeirra embætta, sem
menn væru kosnir til af almenningi, ætti
stjórnin engu að ráða. Yrði kosning ó-
‘ lögmæt, ætti að kjósa af nýju, en ekki
eins og prestkosningalögin gera nú, að
leggja þá veitingarvaldið í hendur lands-
stjórnarinnar. Að sjálfsögðu ætti og að
gera slík kosningarlög þannig úr gaiði,
að það kæmi sem sjaldnast fyrir, að kosn-
ing yrði ólögmæt, t. d. er ákvæði um að
viss hluti þeirra rnanna, er kosningarrétt
hafa, verði að greiða atkvæði til þess, að
kosningin sé lögleg, alveg óhafandi, og
ósamrýmanlegt þjóðræðishugmyndinni.
Engum dettur í hug að heimta að ákveð-
ídh hluti alþingiskjósanda greiði atkvæði,
til þess þingmannskosning só lögleg, enda
gæd þá vel svo farið, að kjördæmi yrðu
þingmannslaus, en hví skyldi málinu ekki
vera sama veg farið hór?
Enn er eitt atriði í þessu máli, sotn
vert er athugunar. Hér að framan hefir
verið reynt að sýna fram á, að það væri
bæði eðlilegra og heppilegra, að embætt-
ismennirnir væru kosnir af almenDÍngi,
en skipaðir af landsstjórninni, enda þótt
gengið væri að þvi sem visu, að stjórn-
in liti að eins á hag landsmanna. En
hér við bætist, að opt getur svo farið, að
stjórn við embættaveitingar fari meira
eptir því, hve vel um9ækendurnir hafa
til matarins unnið, en hæfileikunum til
starfsins; höfum vér Islendingar ekki
farið varhluta við reynslu i því efni. Séu
embættismenn kosnir af alþýðu, er girt
fyrir þann háska að miklu leyti, sem al-
menningi stafar af launapolitík rangsleit-
innar stjórnar
Hér hefir aðeins verið drepið lauslega
á þetta mál, um ýms atriði þess verða
sjálfsagt ærið skiptar skoðanir, en um það
vona jegallirgóðirmenn verði sammála, að
að inálið er þess vert, að það só tekið til
rækilegrar íhugunar af þingi og þjóð.
L.
Konungskosningar og þingræði.
—o—
Um þessar mundir er mikið deiltum
það, hvað þingræði sé.
Þvi er baldið fram af hálfu stjórnar-
liða, þó ekki alira, að þingræðið sé í því
fólgið, að þingið ráði, þannig að stjórn
viki því að eins úr völdum, að meiri hluti
þings hafi reyDzt henni andstæður, i ein-
hverju þýðÍDgarmiklu máli.
En það er aigerlega rangt — slíkt
þingræðisfyrirkomulag er víst hvergi til
í veröldinni.
Baráttan hefir ekki staðið, og stend-
ur ekki um það, hvort þing eða stjórn,
heldur hvort þjóð eða stjórn, eigi að
ráða.