Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 09.01.1909, Síða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 09.01.1909, Síða 2
2 Þjóðvlijinn fjárhagshorfur. íslendingar eru fátækir, þá vantar fé til þess að geta notað sér hinar rniklu auðsuppsprettur landsins. Féð er ekki til í iandinu, og þess vegna verðum vér að fá það frá ððrum löndum. En Islendingar eiga sjálfir að kafa umráðin yfir fénu, en gjalda að eins leigu af því til eigendanna. Hitt er lendinu og þjóðinni til skaða en ekki gagns, að erlendir nienn gegn litlu eða engu endurgjaldi noti auðsupp- spretturnar, og flytji arðinn allan til út- landa. - Betra að þær séu ónotaðar, því að vera má, að Islendingar síðar meir geti notið þeirra, þótt nú sjái þeir sér það ekki fært, en fyrir það er loku skotið, ef erlendir menn verða búnir að tæma þær, eða öll yfirráðin komin í útlendinga hendur. Það er þess vegna ramskökk kenn- ing, að Danir séu að hjálpa oss, þegar þeir eru að stofna félög í því skyni að nota auðsuppsprettur landsins, til þess að auðga sjálfa sig. Þá eru þeir einmitt að leggja landið undir sig, hver þúfa sem Danir fá hér umráð yfir, er steinn í götu íalendinga á sjálfstæðisbrautinni. Það virðist liggja nokkurn veginn í augum uppi, að heppilegast væri, að öll eignar- og yfirráð á jörðum og hlunnindum iandsins væru í íslenzkra manna höndum. Og sérstaklega er það óheppilegt, að veita einni þjóð forréttindi í því efni, nema að í móti komi hlunnindi hjá henni, er séu landsmönnum jafn mikils virði. Slík forréttindi hafa Danir hrifsað undir sig hér á Jandi. Þeir hafa haldið fram hinu svo kall- aða „jafnrétti þegnanna“, að ekki mætti birida réttindi við búsetu hér á landi, bá er um þegna Danakonungs væri að ræða En þetta jafnrétti er ekki einungis hinn rnesti ójöfnuður, þar sein 30 Danir eru um einn íslending, heldur og fnllkomin lögloysa. Jafn vel Stöðulögin gera. ekki ráð fyrir því, eins og sýnt hefir verið fram á marg sinnis áður, svo að þess gerist ekki þörf, að fara frekar út i þá sálma hér En nú síðustu árin virðast og Danir vera farnir að linast á kröfu þessari, það sýua fossalögin, þar sem danskir þegnar, búsettir utan Islands, eru settir á békk með öðrum útlendingum. Þess vegna ætti íslenzka löggjafar- valdið að stíga fieiri spor í sörnu áttina, og reyna að tryggja Islendingum hús- bóndaréttinn yfir atvinnuvegunum. En fé þurfa Islendingar að fá að, ef nokkur rnynd á að vera á atvinnurekstr- ÍDum. En það fé eiga þeir ekki að fá hjá Dönum, ef annars er kostur, og þeir eiga að ráða yfir því að öllu leyti. Hjá Dönum er leiga af peningum miklu hærri en hjá stórþjóðunum, Bret- um, þjóðverjum og Frökkum. Fjárhagsvandræðin núna sýna líka að íslenzkar atvinnugreinar ekki geta risið undir þessari geypileigu. Hér um bil ekkert fyrirtæki, sem þarf mikið rekst- ursfé, er svojarðvænlegt, að það borgi sig, meðan vextir af peningum eru svo háir, sem þeir eru nú. Þar sem rnikið fé situr fast, verður auðvitað að halda rekstrinum áfram, þótt hann ekki borgi sig, í von urn að hafa það upp síðar, eða að minnsta kosti að draga úr skaðanum. En alls staðar annarsstaðar verða menn að vera sem allra varkárastir, að því er stofnun og rekstur fyrirtækja snertir. En þótt gætt verði hins mesta sparn- aðar og varfærni verða, peningavandræðin eigi að síður stórtilfimnanleg. Fyrst og fremst draga þau úr fram- kvæmdalífinu — margar auðsuppsprett- ur standa ónotaðar, og ef til vill getur af því leitt atvinnuleysi. Og það sem verst er, lánstraust Is- lendÍDga í útlöndum er ekki mikið, og ber margt til þess, en þó einkum ókunn- ugleiki á atvinnubrögðum manna hér, og svo — því rniður —- óskilvisi margra Is- lendinga í viðskiptum. En landið hefir þó að öllum líkindum lánstraust utan Danmerkur. Það ætti því að reyna að útvega mönnum fé með bæri- legum kjörum. Þeir peningar ættu ekki að þurfa að vera ákaflega dýrir, og Is- lendingar hefðu sjálfir yfirráðin yfir fyr- irtækjum þeim, er stofnuð væru og starf- rækt með slíku fé. Auðvitað yrði landssjóður, þótt hann gæti útvegað lánin, að gæta hinnar mestu varfærni, að því er útlána til einstakra manna og félaga snertir, sérstaklega að gæta þess, að peningunum yrði varið til eiuhverrar framleiðslu, en eigi eytt, án þess framleiddir væru hlutir, er væru jafn-mikils virði, sem fé það og vinna, er gengið hefir, til að framleiða þá. Á þann hátt gæti fjárhagslega hagsýn stjórn komið meiri reglu á viðskiptalífið, og gert það heilbrigðara, en það er nú. En spara verða menn eigi að síður, j seTi þeim er frekast unnt. Verzlunar- skýrslurnar fyrir árið 1907 bera þess vott, að ísiendingar skulda mikið fé í útlönd- um. Þær sýna, að menn hafa þá, og líklega síðar líka, eytt meiru en þeir öfl- uðu, og þó var þá hið bezta árferði til iands og sjávar, enda hefir framleiðslan hin síðari árin aukist stórum, en eyðslan hefir þó verið enn stórstigari. Auðvit- að er það æskilegt, að menn geti sem bezt séð fyrir þörfum sínum — líkamleg- j um sem andlegum — en gæta verða þeir þess, að fara aldrei út yfir þau takmörk, sem framleiðslan setur, því af því leiðir að kyrkÍDgur kemur í atvinnuvegina, efni manna fara forgörðum, og margir komast á vonarvöl. Fyrsta skilyrðið til þess að komast úr fjárhagsvandræðunum, er að fara gætilega og spara. Landsmenn verða að draga saman svo mikið fé, að þeir geti borgað skuldir þær, sem þeir eru komnir í við erlenda menD. Þegar þær eru borgaðar og búið að bæta atvinuuvegina, svo að XXIII., 1. framleiðslan hefir aukist, þá geta þeir apt- farið að eyða rneiru, en gæta þess þó, að halda sér innan hinna oðlilegu takmarka, því að annars lendir allt aptur i sömu vandræðunum. En út úr ógöngunum verða menn að komast, og það hið bráðasta, og landið verður að gera sitt ýtrasta til að bjálpa mönnum til þess. Það verður sjálfsagt full-erfitt samt. L. Ritsímaskeyti. til „Þjóðv.u —o— Landskjálftar á Suður-ítalíu. Um 100 þús. manns bíða bana. I símskeyti, dags. í Kaupmannahöfn 30. des. síðastl., segii: „Jarðskjálftar miklir á Suður-ítalíu og Sikiley. — Mörg þúsund manna íarist. Messina hálf-eydd. — Ýmsar borgir orðið fyrir stórskemmdum. 1 símskeyti, er barzt daginn eptir, segir enn fremur: „Landskjálftinn stærsta tortíming Evrópusögunnar; tala látinna manna yfir 100 þús., ef til vill meira — Skelf- ing og halJæri. — Messína, Falmi, Roggio, og fieiri bæir, gereyddir af hruni, eldi og ógnum. Landskjálftinn ekki hættur. Sj á var dýpt, og strandlína, stórbreytt.u (Borgin Messina stóð við Messina- sundið, sem er milli Sikileyjar og meg- ÍDlands Ítalíu, og voru borgarbúar um 155 þúsundir. — Fyrir ofan borgina gnæfir Ciccio-rjallið, og var hún mesta verzlunar- borgin á Sikiley, bj'ggð á hæðum við fjallsræturuar, eiokar fögur. — Þar var háskóli, ýms visindaleg söfn, og yfir 80 kirkjur, og merkust þeiria dómkirkjan, sem reist var í fyrstu árið 1197. Borgin eyddist að mestu í jarðskjálfta 1783, en reis brátt aptur úrrústum, mun fegnrri, en áður. Borgirnar Palmí og Reggío, sem get- ið er um, að einnig hafi eyðst, eru á suð- ur-oddanum á Ítalíu, við Messína-sundið, gegnt borginDÍ Messína, og varíbúatalan í Palmí nær 50 þús., en um 10 þús. í Reggio. Að líkindum er fregnin um manntjón- ið eigi nákvæm, lítt hugsandi, að sagt verði um það með nokkurri vissu, fyr en síðar, og óskandi, að það reynist mun minna, en i fyrstu er gizkað á, en hvað sem því liður, þá er liklega enginn vafi á því, að hér er um mesta manntjón að ræða, sem menn vita dæmi til í sögu norðurálfu-þjóðanna. — Árið 1693 fórust 60 þús. manna í jarðskjáftaí Suður-Italíu og á Sikiley, en 1783 um 30 þús. Við jarðskjálftana i Lissabon ár- ið 1755, er þess getið, að 50 þús. manna hafa beðið bana. I símskeytunum er eigi getið neinna eldsumbrota (í Etnu eða Vesuvíusi), og er því sennilegast, að landskjálftarnir stafiaf jarðlaga byltingum eingongu, nema oldgos sé í aðsigi, eða ófrétt um það enn.)

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.