Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 31.01.1909, Síða 2
10
ÞjÓÐVLIjíN.V.
XXIII., 3.-4.
allir fnlltíða karlraenn skuli taka að sér
vinnu, er verkföll ber að höndum, en
hæpið, að tillaga þessi nái fram að ganga.
Sænska stjórnin vill, að skipuð sé 7
manna rannsóknarnefnd, er þingdeildirn-
ar kjósi menn í, til þess að rannsaka
ýmislegt, er að hermálum ríkisins lýtur,
og á hún að hafa vald til þess, að stefna
á fund sinn, og heimta skýrslur hverra
manna, sem eru.
Mjög Tíiikil brögð voru að atvinnu-
skorti í Svíþjóð í nóv., og í des., og hef-
ir stjórnin því látið byrja að vinna að
ýmsum meiri háttar mannvirkjum, til
þess að bæta úr atvinnuleysinu.
Sakir peninga-eklunnar hafa vöru-að-
flutningar til Svíþjóðar síðastl. ár orðið
töluvert minni, en árið 1907; í Stokk-
hólmi varð aðflutningstollurinn t. d. 2
millj. minni, en árið 1907.
I fjárlagafrumvarpi sænsku stjórnar-
innar er gert ráð fyrir, að ríkistekjurnar
verði 204 millj. króna, og er það 11 millj.
króna meira, en árið sem leið.
Háskólakennari í Lundi, K. Wicksell
að nafni, hefir verið dæmdur í tveggja
mánaða fangelsi, sakir guðlasts.---------
Þýzkaland. Þýzk skáldkona er þiáð-
ist af krabbameini, og átti heima i Sviss-
aralandi, fékk 2. janúar þ. é. vinkonu sina
til að ráða sér bana, og skaut vinkona
hennar sjálfa sig á eptir.
Mælt er, að Vilhjálnmr keisari vilji
selja ýmsar konungshallir, sem ríkið á,
með því að ráðist hafi verið í ýms kostn-
aðarsöm byggingarfyrirtæki síðari árin.
Málinu gegn Eulenberrj greifa er nú
frestað um óákveðinn tíma, með því að
nefnd lækna hefir lýst yfir því, að heilsa
hans sé að þrotura komin. — Hann var
sakaður um ýmiskonar saurlifnað.
Maður nokkur, Racke að nafni, sonur
þýzks rikisþingsmanns, myrti 26. des. síð-
síðastl, föður sinn, og þrjár systur sínar,
með þvi að faðir hans hafði neitað hon-
um um peninga. — Grlæpurinn var fram-
inn í borginni Mainz — — - -
Frakkland. I des. varð voðalegt járn-
brautarslys í grennd við Limoges. — Þar
rákust járnbrautarvagnar á í jarðgöngum,
og kviknaði í kolum o. fl. — Fáir kom-
ust lífs af.
Bæjarstjórnin í Nantes hefir samþykkt,
að starfsmenn bæjarine, er hafi minna, en
2000 franka að launum, skuli fá 100 franka
launahækkun, ef þeir kvongast, og 50
franka árlega með hverju barni, er þeir
eignast, unz það sé 14 ára að aldri.
Á jóladaginn, er FalHeres forseti Frakk-
lands var á gangi, vatt maður sér snögg-
lega að honum, tók fyrir kverkar honum,
og reyndi, að reita af honum skeggið.—
Maður þessi heitir Mattís, og tjáist vera
konungs'inni (Orleanisti), og var hann
handsamaður, áður en hann fengi unnið
forsota nokkurt mein, er að kvæði. —
Hann neitar því, að hann hafi ætlað sér
að drepa forseta, en kveðst að eins hafa
viljað bekkjast tíl við hann, sakir póli-
tiskrar stefnu hans — — —
Bretland Látinn er seint á f.h.Olen-
esk lávarður, ritstjóri íhaldsblaðsins „Morn-
ing Post“, 78 ára að aldri, og var hann
í röð helztu blaðamanna á Bretlandi. —
Hann varð aðal-ritstjóri blaðsins, er hann
var að eins 23 ára að aldri.
f Nýlega er látinn loddari í Lund-
únum, Henry Barnatos að nafni, sem mælt
er, að hafi látið eptir sig svo miklar eign-
ir, að erfðafjárgjaldið til ríkissjóðs muni
nema um 20 millj. króna. — — —
Bússland. Nýlega hefir það orðið upp-
víst, að ieýnilögreglumenn í Moskva hafa í
staðið í sambandi við verstu þjófa þar i
borginni, að minnsta kosti 6 siðustu árin,
og ef til vill leDgur, og hafa jafn vel
haft skóla, þar sem unglingura voru kennd
ýms þjófabrögð. — Hafa leynilögreglu-
menn síðan fengið ákveðinn hluta af
þýfinú.
Stjórn Bússlands hefir fallist áþátil-
lögu stjórnarinnar i Austurríki, að óþarft j
sé, að halda ríkjafund, að því er til á- j
greiningsmála á Balkanskaganum kemur. j
Svissaraland. Dr. Adolph Deucher hefir
í einu hljóði verið kjörinn forseti á Sviss-
aralandi, og er þó orðinn 77 ára. — Hann
Hefir áður verið 4 sinnum forseti, og
kvað vera all-ern, og ungur í anda. —
Ítalía. Um landskjálftana á Sikiley
og á Suður-Italíu, eru nú komnar gleggri
fregnir. — í borginni Messína hófst jarð-
skjálftinn með afar-snörpum kipp, er felldi
fjölda stórhýsa, veitingahús, kirkjur o. fl.
— Hafið skolaðist og yfir allan þann hluta
borgarinnar, er lægra lá, og sópaði burt
fjölda manna, er flúiJ höfðu til sjávar,
til þess að reyna, að forða sér út á skip.
— Hér við bættist og, að gass-framleiðslu-
stöðin sprakk í lopt upp, og kviknaði þá
í fjölda húsa, og eldurinn æddi um borg-
ina, og læsti sig úr einu húsi í annað,
svo að tii borgarinnar var að líta, sem
í reyk- og eldhaf sæi. — Þjófar og þeir
sem í typtunarhúsum voru, brugðu á
kreik, og hugðu gott til rána, en héld-
ust eigi við, og urðu að flýja. — Stjórn-
in sendi þegar 1400 hermanna, til að
hjálpa, og bjarga, og konungur ítala gaf
200 þús. lira, til að bæta úr neyðinni, og
foreætisráðherrann svipaða upphæð.
Þýzk, frakknesk, rússnesk og austur-
risk herskip hafa og verið send til Sikil-
eyjar, og Suður-Italíu, til að veita lið-
sinni, og Italir, sem heimilisfastir eru í
Lundúnum, hafa gengizt fyrir samskot-
um, og hafa i fjölda landa verið skipaðar
nefndir, til að gangast fyrir, að láta hin-
um bágstöddu ýmis konar hjálp í té.
Útborg Messínu Foro Glazirrí er horfin,
sokkin, og gleypt af hafinu. — Hötn
Messínuborgar er ónýt, og moginland
beggja vegna viðMessínasundið gjörbreytt.
— Þykja litlar likur til þess, að borgin
rísi aptur úr rústum, að minnsta kosti í
bráð.
Lik hinna látnu hafa rotnað, og fyllt
loptið með ódaun, raeð því að eigi hafa
verið nein t A á, að jarða þau. — Hefir
því veríð hol.t á þau olíu, og spíritus, og
} au brennd, og hefir reykurinn blandast
gráum, eiturkynjuðum gufum, er stíga
upp úr jörðinni.
Neyð, og bágindi hafa, sem eðlilegt
er, keyrt úr öllu hófi.
Sárir menn hafa verið fluttir til borg-
anna Palermo, Napolí, og .fleiri borga,
margar þúsundir daglega.
Af ógnum þeim, er yfir hafa dunið,
hafa sumir orðið óðir, og haldið að keims-
6nd.ir væri í nánd, . en sumir gengið í
hópum, með dýrðlingamyndir, og heitið
á þær sér til fulltingis.
Bandaríkjastjórn sendir Atlantshafs
flota sinn til Italíu, til að veita hjálp. —
Serbía. Utanríkisráðherra Serba, Míto-
wanowitsch, hélt nýskeð mjög harðorða
ræðu á þingi í garð Austurríkismanna,
og lá við að Austurríkismenn segðu Serb-
um strið á hendur, og að sendiherra Aust-
urrikiskeisara yrði kvaddur þaðan. —
Ráðaneyti Serba sá þá ekki annan kost
vænni, en að beiðast lausnar. — — —
Búlgaría. Stjórn Búlgara hefir sent
stórveldunum umkvörtunarbréf yfir þvi,
að stjórn Tyrkja dragi alla samninga á
langinn, til þess að fá sem bezta.i tíma
til herbúnaðar, og er í bréfi þessu farið
mjög hörðum orðum um soldán, og stjórn
hans. — — —
TyrkJand. í ráði er, að Tyrkir auki
að mun herskipastól sinn, enda herskip
þeirra flest gömul, og hernaðar-áhöid úr-
elt orðin. — Hafa þeír falið enskum að-
rníráli, Charles Henry Cross að nafni, að
hafa alla yfirumsjá, er hér að lýtur. —
Persaland. Rússar ogBretar hafa neytt
Persakeisara, til að kveðja t'il þings að
nýju, og hefir hann takmarkað mjög vald,
þess, og kýs sjálfur alla þingmennina(l)..
Þingfundi lætur hann að eins halda
tvisvar í viku. — — —
Haítí. Á eyujnni Haíti hefir verið
uppreisn, og hafa uppreisnarmenn náð
höfuðborginni, Port au Prince, á sitt vald
og liefir Alexis, forseti, orðið að flýja úr
landi. — Það var 3. des., er hann flýði,
og komst undao á frakknesku heræfinga-
skipi.
Uppreisnarmenn gerðu nokkur spell-
virki í höfuðborginni, en brátt komstþó-
friður á.
Forseti á Haítí hefir verið kjörinn
Antoine Símon, hershöfðingi í suðurhéruð-
unum, og hefir stjórn Bandaríkja viður-
kennt kosningu hans.
All-mikil oanægja er þó í norðurhér-
uðum landsins, og því óvíst að friður
haldist lengi. — — —
Venezuela. Forsetinn í Venezuela,
Castro að nafoi, brá sér til Frakklands og
Þýzkalands sér til heilsubótar, að þvi er
hann sagði, en á meðan reru mótstöðu-
menn hans að því öllum árum, að
steypa honum úr völdum, og fór svo
að lokum, að Gomea vara-forseti, lýsti
því yfir, að haun væri forsoti, en Castro
sviptur völdum. — Mælt or að Gomez,
og fylgismenn hans, þykist hafa gögn
í höndum, er sanni, að Castro hafi skip-
að vildarmönnum sínum i Caracas, að
ráða hann o. fl. af dögum, og hafi Gfomez
því orðið fyrri til, og handsamað flugu-
mennina.