Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 31.01.1909, Qupperneq 6
14
Þ JÓÐVILJINN
XXII., 3.-4.
Skattinn mætti hafa svo háan, að það
væri flestum rnönnum frágangssök, að rísa
undir honum.
Vildi einhver klífa til þess þrítugan ham-
arinn, að hafa vegsemd þessa, nybi þá að
minnsta kosti landsjóður góðs af því, og
varla hætt við, að þeir yrðu margir, sem
verja vildu fé sínu á þann hátt.
Að því er jeg bezt veit geta menn
afsalað sér krossutn og titlum, og fyrir
því væri ekkert ósanngjarnt, að láta skatt
þenna einnig ná til þeirra manna, er
fengið hefðu slíka særnd áður en skattur-
inn væri í lög tekinn. Þeir gætu þá af-
salað sér krossunum og titlunum, ef þeim
þætti það of útdráttarsamt, að gjalda af
þeim.
Jeg vona, að komandi þing taki mál
þetta til íhugunar, því að það er alkunn-
ugt, að fjöldi manna hefir megnustu ó-
beit á þessu glingri.
Skaðiaust væri líka, þótt afnuindir
yrðu einkennisbúningar embættismanna,
annara en lögreglunnar, sem og titlar þeir,
er fylgja vissum embættutn.
Það hafa Norðmenn talið sér vanvirðu-
laust að gera.
Allt slíkt prjál er til ílls eins, kitlar
hégómagirnd manna, skapar skriðdýrshátt,
sem ástundum berbetri tilfiuningar manna
og sannfæringu ofurliði
Bezt því, að það byrfi allt hið bráð-
asta.
Sigurður Lýðsson.
| StjórnarírumYörpunuin haldið leyndum.
-o—
Svo sem kunnugt er, hefir það vakið
j mikla óánægju, að stjórnin heldur þvi
! leyndu fyrir almenningi, hver mál hún
i ætli að bera undir þingið. — Stjórnar-
j menn hafa varið þetta atferli með því,
j að ekki þætti hlýða að birta frumvörp-
j in, fyr en þau hefðu verið borin upp fyrir
I konungi í ríkisráðinu. Þeim hefir nú
| verið bent á það, að þótt frumvörpin væru
j ekki birb orðrétt, gæti þó stjórnin gefið
j almenningi kost á að kynnast aðalefninu
í tiilögurn þeim, er hún ætlaði fram að
bera
En hitt hafa stjórnarmenn talið jafn
sanngjarnt sem andstæðingarnir, að frum-
vörpin yrðu þá þegar bírt, er konungur
hefði fallist á, að gera þau að stjórnar- í
frumvörpum.
Fjmir því bjuggust allir við að stjórn-
in myndi birta frumvörpin, þegar eptir
heimkomu ráðherrans úr utanförinni.
En, að því er ísafold frá 27. þ. m.
skýrir frá, hefir ráðherrann þverneitað að
selja frumvörpin fram til birtingar, ept-
ir að hann kom úr utanförinni, og mun
því oiga að halda þeim leyndum, allt til
þess dags, er þau verða lögð fyrir þingið.
Mönnum er með öllu ókunnugt um,
hverjar ástæður iiggja til neitunar þess-
ar, og alveg ríður hún í bága við kenn-
ingar stjórnarmanna um þetta efni.
Þótt nú sé orðið skammt til þings,
verða þó á þeim tíma allvíða haldnir
þingmálafundir, og hefði því verið mikils-
vert, að þingmennirnir á þeim hefði getað
skýrt kjósendum frá frumvörpum stjórn-
arinnar, og heyrt álit þeirra um þau.
Frá sjónarmiði stjórnarinnar sjálfrar
virtist það og heppilegast, að hún hefði
nokkra hugmynd um, hvern byr mál þau
hefðu hjá þjóðinni, er hún vili fá þingið
til að fallast á.
Yel getur og þessi aðferð, að birta
frumvörpin ekki fyrir þing, orðið ýms-
um uiálurn til tafar, með því þingmenn
ekki vilji ráða málinu til lykta, fyr en
þeir hafa heyrt álit kjósendanna, og geymi
það því til næsta þingsamkomu.
Auk þess á þjóðin beinlínis heimtingu
á því, að þeir menn, sem hún felur undir-
búning þingmálanna, skýri henni frá hvað
starfinu líður, þegar engar sérstakar á-
stæðar eru því til hindrunar.
Og stjórnin virðist nú engar ástæð-
ur hafa, til þess að neita um slika skýrslu.
En skyldi svo vera, væri viðkunnan-
legra að hún gerði almenningi grein
fyrir þeim. L.
Maöur druklinar.
Aðfaranóttina 17. janúar þ. á. datt maður út
af bryggju í Eeykjavík, og drukknaði. — Mað-
ur þessi hét Magnús Þorsteinsson, og hafði haft
á hendi næturvörzlu fyrir kaupmenn. — Magn-
ús bjó fyr að Halakoti á Álptanesi.
Veitt prestakall.
Desjamýri ('Baklcagerðis- Njarðvikur- og Húsa-
víkur-sóknir) er auglýst tii unasóknar 20. janú-
ar þ. á., og er umsóknarfrestur til marzloka.
72
vér, þá á maður í þínum sporum ekki að vera að fást
um það. — Þú ert helzti maðurinn í Nagshead, en hann
er að eins einn af þjónum stjórnarinnar, og sé hann
drembinn, og líti smám augum á oss, þá verðum við að
sýna honum, að við kærum okkur alls ekkert um hann
— hann, sem eigi hefir annað að stæra sig af, en ein-
kennisbúninginn —, og réttast er að hlægja að eins og
honum Bob“.
Að svo mæltu yppti hún öxlum, all-fyrirlitlega, og
fór síðan að skellihlægja. „Þú hefðir átt að sjá hann Bob
í gær, frændi! En vertu nú sæll! Jeg verð að flýta mér
heim, því að annars fæ jeg ónot hjá pabba!“
„Yertu nú sæl!“ sagði Zeke, og brosti ögn. „Þeg-
ar faðir þinn kemur frá Oseeola, þá biddu hann, að finna
mig, pf því að jeg þarf að tala við hann — Og farðu nú!“
Zeke fylgdi henni til dyra, og horfði síðan á eptir
henni, er hún gekk fram með húsunum, unz hún var
komin í hvarf.
„Tápmikil telpa!“ hugsaði bann. „Kát og fira, eins
og ikoín! Mér þætti ekki vænna um hana, þó að hún
væri dóttir mín!“
„Dóttir hans! Hann varð angurvær á svipinn. —
Honum datt aptur i hug — eins og þegar hann sá liðs-
foringjin — óveðursnóttin mikla, er dóttir hans hvarf
honum. — Nú stóð hann aleinn eptir í heiminum, —
orðinn gamall. og einmana. — Þeir, sem honum voru
nákomnir, voru allir dánir, og komnir í jörðina, konan
hans, dóttir hans og tengdasonur. — Að eins veslingur-
inn hún systir hans var enn á lífi. — Einstæðingsskap-
nr hans í ellinni lagðist og því fremur þungt á hann, sem
77
ar, ef hann léti það gott heita, sem gamla konan hélt
fram.
„En hvað þú ert orðinn falleguru, hélt G-ritty á-
fram máli sínu, „og frakkinn þinn, hvað hann er fagur!
Þú hefir liklega unnið þér xnn mikið fó? Seztu nú nið-
ur, og segðu mér, hvernig þér hefir liðiðu.
Hún benti honum nú á stól, og settist sjálfáhækj-
ur sínar við fætur honum, og starði í sífellu á hann. „Og
Iivað skyldi Kata nú segja? — nei, Maggy, barnið hún
Maggy?“ mælti hún. „En heyrðu mér! Þú skallt ekki
fara til Zeke, því honum geðjast ekki að þér, og atyrðir
mig einatt, er eg minnist á þig“.
„Jón er í Osceola, til að tala um „Maurinn?“ mælti
Frank, til þess að víkja samræðunni að því, sem honum
var rikast í huga. „Hvaða skip er það?“
„Nei, sko!“ mælti hún, án þess að sinna spurningu
hans. „Þú ert orðinn gráeygur, en áður voru fallegu
augun þín brúnleit, alveg eins og augun í mór! Þetta
finnst mór skrítið; en að öðru leyti ertu likur því, sem
þú varst. — Láttu þér ekki þykja þetta leiðinlegt; gráu
augun eru ekki ljót, og blái frakkinn þinn, hvað hann er
falh gur! En nú ertu liklega orðinn stýrimaður, eða skip-
herra? En jeg gleymi alveg að gefa þór eitthvað að borða.
Þú hlýtur að vera bæði svangur og þyrstur“.
Að svo mæltu haltraði hún að skápnum, sem var á
veggnum, tók þar flösku, sem romm var í, og setti hana
og glas, á borðið fyrir framan Frank.
„Fáðu þór uú góðan sopa, og seinna, þegar Maggy
kemur, færðu oitthvað að borða! Viltu hafa tóbak? Vér
höfum nóg af því, tvær stórar tunnur í kjallaranum, sem
komu með „Maurnum“, og tvær ámur af rommi —“