Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 19.02.1909, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 19.02.1909, Blaðsíða 1
Verð árgangsins (minnst 60 arkir) 3 kr. 50 aur.; erlendis 4 kr. 50 aur., og i Ameríku 'loll.: 1.50. Bargist fyrir júnimán- aBarlok. ÞJÓBVILJINN. ——.)= Tuttugasti oö þei'dji árgangub. =|—.=— RITSTJÓKI: SKÚLI THORODDSEN. =\bx*S-~>~ 1= I TJppsögn skrifleg ðgild \nema komið sé til útgeý- I anda fyrir 30. dag jún- | mánaðar, og kaupandi ! samhliða uppsögninni I bori/i skuld sína fyrir Iblaðið. M 7. EeYKJAVÍK, 19. FEBR. 1909. Irognir frá alþingi. — ’Jr.— I. Alþingi sett. Alþingi var sett í Reykjavík 15. febr. þ. á. — Síra Hálfdán Gudjónsson sté í stólinn í dómkirkjunni, og hafði valið sór að umtalsefni 11. kapítula Lúkasar 34. — 35. vers: „Gæt þess því, að ljósið, sem í þér er, sé ekki myrkur“. Eptir guðsþjónustugjörðina söfnuðust þingmenn saman í þingsal neðri deildar, og las ráðherra þá upp urnboð til hans, til að setja þingið, og lýsti það sett vera — Amtmaður Julíus Havsteen hrópaði: „Lengi lifi konungur vor, Friðnlc VII!U og tóku þingmenn undir það með níföldu húrra-hrópi. y Sem aldursforseti þingsins gekkst Júlí- us Havsteen því næst fyrir því, að þing- menn gengu í þrjár deildir, til að prófa kjörbréf nýkosinna þingmanna. Voru þingkosningarnar siðau allar metn- ar gildar, nema frestað, með 24 atkv. gegn 16, að sainþykkja kosningu þingmanns Seyðisfjarðarkaupstaðar (dr. Valtýs Guð- mundssonar), með því að kært hafði ver- ið yfir kosningunni. Að því er snerti þingkosningarnar i Húnavatnssýslu, sem og liafði verið kært yfir, var og skoruö a inndstjórnina, að á- minna kjörstjórnina um, að gæta betur fyrirmæla kosningalaganna, að því er snertir innsiglun atkvæðakassa o. fl. Embættismenn sameinaðs þingg. Sem forseti sameinaðs alþingis var kjörinn: Björn Jónsson, er hlaut 24 atkv. (15 atkvæðaseðlar voru auðið, þ. e. ekkert natn á þeim). Vara-forseti sameinaðs alþingis var kjörinn: 67. úli Ihoroddsen, er tilaut 22 atkv. (15 atkvæðaseðlar voru auðir. Skrifarar í sameinuðu alþingi voru, að viðhafðri hlutfallskosningu, kjörnir: síra Sig. Stefánsson og síra Eggert Pálsson. Kjörbréfaneftid. I kjörbréfanefod voru, að viðhafðri hlut- fallskosningu, kjörnir: Kr. Jónsson, Skúli Thoroddsen, Bjarni Jónsson, L. H. Bjarnason og Jón Magnússon. Til nefndar þessarar var vísað málinu um gildi kosningarinnar í Seyðisfjarðar- kaupstað. Þjóðkjörnir efri deildarmenn. Til þess að eiga sæti í efri deild al- þingis, auk konungkjörnu þingmannanria sex, voru kosnir: Ari Jónsson, Gunnar Olafsson, Jens Pálsson, Jósep Björnsson, Kr. Daníelsscn, Kr. Jónsson Sig. Hjörleifsson og Sig. StefánssoD. Við atkvæðagreiðslu þessa afhentu stjórnarmenn auða atkvæðaseðla, eins og við fyr greindar kosningar. Embœttismenn efri deildar. I efri deild var Kr. Jónsson kjörinn forseti, en varaforsetar: síra Jens Pálsson og síra Sig. Stefánsson. Skrifarar deildarinnar eru: Kr. Daní- elsson og Steingrímur Jónsson. Embœttismenn neðri deildar. I neðri deild var Hannes Þorsteinsson kjörinn forseti, en vara-forsetar: Ól. Briem og síra Sig. Gunnarsson. Shrifarar deildarinuar eru: Bjarni Jóns- son og Jón Ólafsson. Skrifstofa alþingis. ^ Skrifstofustjóri alþingis er br. Einar Hjör- j leitMon, og honmr til aðstoðar á skrifstofunni: síra llaýsteinn Pétursson Einnr Þorkelsson, og Vilh. Knudsen. Pjárlag'ancfnd neðri dcildar. í f járlaganefnd neðri deildar voru á þingfundi j 17. febr. kosnir: B.|örn Jónsson Björn Sigfússon Sig. Sigurðsson Skúli Thoroddsen, allir úr flokki sjálfstæðismanna; en úr stjórnar- flokknum voru þessir kosnir: Eggert Pálsson, Jón í Múla og Pétur Jónsson. Formaður nefndarinnar er Skúli Thoroddsen, en skrifari B\örn Jónsson. Að sira Eggert Pálsson komst i nefndina, at- vikaðist á þann hátt, að varpað var hlutkesti milli hans og .Jóns Sigurðssonar, þm. Mýratmmna. Til fjárlaganefndarinnar var og vísað fjár- aukalagafrumvarpinu fyrir árin 1908 og 1909. Reikningslaganefndin. I nefnd þessa, sem á að athuga frumvörp stjórnarinnar um samþykkt landsreiknings fyrir árin 1906 og 1907, kaus neðri deild 17. febr. Hálfdán Guðjónsson og Ólaf Briem, báða úr flokki sjálfstæðismanna, og af stjórnar- mönnum: Stefán i Eagraskógi. Til nefndar þessarar var og vísað fjárauka- lagafrumvarpi stjórnarinnar fyrir árin 1906 og 1907. Kosning dr. V. Guðnuindssonar ðnýtt. Kjörbréfanefndin, er fjallaði um kosninguna i Seyðisfjarðarkaupstað, varð eigi á eitt mál sátt. — Meiri hlutinn (Jón Magnússon, Kr. Jónsson og L. H. Bjarnason) vildi samþykkja kosning- una, en minni nlutinn (Bjami Jónsson og Sk. Th. lagði það til, að kosningin yrði metin ógild, með því að yfirkjörstjórnin á Seyðisfirði befði, auk annars, talið dr. Valtý, sem gild atkvæði, tvo atkvæðaseðla, er auk krosFrns í hringnum voru með auka-blýantsstriki inn;.n í hringnum, sem gerði þá auðkennilega, og því ógilda, samkvæmt skýlausum ákvæðum kosningalaganna. Meiri hluti alþingis féllst á skoðun minni hluta kjörbréfaneíndarinnar, taldi ofangreinda at- kvæðaseðla ógilda og dr. Valtýr þá hafa fengið einu atkvæði færra, en síra Björn Þorl’éksson, og úrskurðaði þvi kosningu dr. Yaitýs ógilda. Eptirtektarvert var það, að stjórnarn enn greiddu atkvæði með því í einurn hóp, að kosn- ing Valtýs yrði metin gild, þótt eigi gæti þeim dulizt, hve stór-gallaðir atkvæðaseðlarnir voru, en þar sem að eins tveir úr mótflokknum fylgdu þeim að máli (Kr. Jónsson og Ó1 Briem), varð niðurstaðan, sem fyr greinir. Fellt frumvarp. Erv. um löggildingu verzlunarstaðar í Yiðey var fellt við fyrstu umræðu i neðri deild, með 12 atkv. gegn 10. Yarabiskupinn. 1 nefnd, til að íhuga það stjórnarfruinvarp kaus neðri deild 18. febr.: dr. Jón Þorkelson, síra Sig. Gunnarsson og sira Eggert Pálsson. Hækkun nðílutningsgjaldanna. Neðri deild kaus 18. febr. i nefnd, til að ihuga það málefni: Björn Kristjánsson, Jon Óla/sson, Magnús Blöndahl, Jón Sigurðsson, Einar Jónsson Ólaf Bricm, og Jóhnnnes Jóhannesson. Ritsímaskeyti. til „Þjóðv.u —o— Kauptnannahöfn 1J. febr. ’09. Maroeco-málið. Full-samið með Fröbkum og Þjóðverj- um um Marocco-málið. • Frá Bretlandi. Brezku konurigshjónin komin til Berlínar. Frá RússJandi. LögreglurijósnarÍDn Azev i Pétursborg hefir verið tekinn fastur, og er honum kennt um, að hafa átt upptökin að flest- um stjórnarhöfðingjamorðum á Rússlandi á seinni árum. Kaupmannahöfn 16. febr. ’09. Landvarnir Dana. Neergaard (forsætisráðherra) ílutti land- varnarfrumvarp á ríkisþinginu. - Land- víggirðing 10x/2 millj. króna. — Sjávar- víggirðÍDg 11 millj. — AUur kostnaður- inn 42 millj. — Nú þegar árlegur auka- kostnaður 3 millj. króne. — Hægristefna — Umbótafiokkur klofnar. (Af ritsímaskeyti þessu er það ljóst, að ráðaneyti Neergaard's hefir aðhyllzfc

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.