Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 19.02.1909, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 19.02.1909, Blaðsíða 4
28 Þjóðviljinn. XXIII., 7. Otto Monsted* danska srrijövlíki er bezt. niðar þannig, að lægra mat sé á hverju unnu jarðabóta dagsverki, en annars staðar á landinu. — Sam- þykkt með öllum greiddum atkv. Hreift var því á fundinum að nauð- synlegt væri að takmarka þann mikla kostnað, sem gengur til að prenta orð- réttar ræður þingmanna, og voru fundar- menn samþykkir því. Fundi slitið. Pétur öddsson. Kjartan B. Gnðmundsson. Ur Bolungarvikurverzlunarstiið (Norður-ísafjarðarsýslu) eru helztu tíðindi 1. febr. þ. á.: Reitingsafli, síðan í haust, er var, og hefði aflazt meira, ef ótfð hefði ei bagað, einkum í des. og í janúar — Vélabátar bafa hæðst saltað úr 70 tn., en fjöldinn minna. — Hjá þeim, er selt hafa fisk sinn blautan, er hœztur hlutur 160 kr., en lægzt 60— 60 kr. — Verð á blautum fiski, flöttum: 5'l^e., 4l/2e., 3'l2e., pd. (málfiskur, smáfiskur, ísa.) Seint í nóv. var afar-brimasamt, svo að elztu menn muna eigi slík brim. Úr Grunnavíkurhrep)>i (Norður-ísáfjarðarsýslu). eru helztu tíðindi i öndverðum febr. þ. á.: Heyskapur i betri lagi siðastl. sumar. — Haustið gott fram að desember, en þá skipti um tið, og veðrátta síðan mjög stirð. Afli góður á Jökulfjörðum næstl. haust, og róið fram undir jól, og er það sjaldgæft, að fiskur haldist svo lengi á Jökulfjörðum. Hæztur afli á árabáta allt að 40 tn. Á mótorbátana, sem þar gengu (tveir úr Grunnavík og þrír frá Hesteyri) lánaðist yfir- leitt ver. Úr Dýrafirði þar hafa veríð jarðleysur, síðan á nýári. — Á nýári bætti Þingeyrarverzlun útlánum, enda ýms nauðsynjavara lítt fáanleg þar. — Af fiaki- skipum verzlunarinnar, er sagt, að að eins gangi þrjú til fiskjar i vor. Ungmennafélag er nýlega stofnað í Gnúpvei jahreppi í Árnes- sýslu, og voru stofnendur þess alls um fimmtíu. Brunnið tóvinnuvélaliús. Tóvinnuvélahúsið i Ólafsdal i Dalasýslu brann til kaldra kola í þ. m., og ónýttust vélar allar. — Hús, os vélar, var eign félags, sem stofnað i var fyrir rúmum tíu árum. Hvernig eldurinn hefir komið upp, hefir enn eigi spurzt. Iíciðiirssamsæti. 7. janúar þ. á. héldu bændur í Seiluhreppi í Skagafjarðarsýslu Ksgrími Þorsteinssyni i Geld- ingaholti heiðurssamsæti, til minningar þess, að hann hafði þá dvalið fimmtíu ár í hreppnum. — Síðastl. sumar gaf hánn Seiluhreppi eitt þúsund krónur, sem eiga að ávaxtast í söfnunarsjóði; og hefir að öðru leyti reynzt nýtur bóndi. Hann er nú á áttræðisaldri. Mtinnalút. 1. janúar þ, á. andaðist í Fremri-Arn- ardal Jön Jönsson, faðir Yaldimars bónda JónssoDar er þar býr. — Hann var á átt- ræðisaldri, og fæddur að Melum í Stranda- sýslu. I janúarmánuði þ á. andaðist að Furu- firði á Hornströndum stúlkan Siyurborgr Jónsdöttir, um fimmtugt. — Foreldrar hennar voru: Jón Asf/rímsson og Hallbera Guðmimdsdóttir, er lengi bjuggu að Furu- firði, og Hallbera siðan, að manni henn- ar látnum. Uppeldisdóttir Sigurborgar sálugu er Hallbera Guðjónsdóttir í Furufirði. í P. m. dó unglingsstúlkan Margrét HaUdórsdöttir, bónda Jónssonar á ítauða- mýri í Norður-ísa-jarðarsýslu. Prentsmiðja Þjóðviljans- 94 hvern tíma !ært á yngri árum sínum, og skein gleði og rósemi út úr ásjónu hennar. Strauk hún sokkinn öðru hvoru í kjöltu sér, og tautaði: rHanda Dan — allt fyrir Dan, fallega dreDginn minnu, og þar fram eptir götunum Bill sat í einu horninu á herberginu, og stundi stundum hátt. — Það sást naumast í augun á honurn, því að þau voru svo bólgin. — Hann hafði votan klút um ennið, og vætti hann öðru hvoru í skál, með vatni, er stóð rótt hjá honum. Allan daginn hafði hann eigi þorað að koma út fyr- ir húsdyr, eins og hann var til reika, því að hann var hræddur um, að nábúar hans myndu hæðast að honurn. Honura var og enn svo íllt í höfði, að hann reik- aði eins og drukkinn maður, ef hann reyndi að standa upp. Jóni Raffles hafði, er hann kom heim, þótt gaman að heyra, hvernig farið hafði fyrir Bill, og sá ekki eptir honum að hafa fengið höggið, og hefði gjarna sjálf- ur viljað hafa greitt honum það. Hann hæddist nú mjög að sársauka Bill’s, og gat ekki stillt sig um, að vera hvað eptir annað, að sletta að honum ýmis konar hæðnisglósum. Maggy var ýmist að koma inn, eða fara fram, og sýsla um kvöldverðinn. — Lagði hún alls ekkert orð í samræður þeirra, en hafði allan hugann við það, ergjö'zt hafði fyrri hluta dags. Hvernig sem hún reyndi að beina huganum að öðm, datt henni einatt liðsforinginn í hug, og kenndi alls ekki í brjósti um Bill. 95 Henni fannst nú lítið til um hanD, í samanburðijvið' Frank, er hafði allt það til að bera, er ungri stúlku geðj- ast vel að. — En hvað kom henni hann við? Já, hvað kom Frank henni við, — hann, sem hún í dag hafði séð í fyrsta skipti, og hlaut að vera óvinur föður hennar. og ættmenna? En hví var hann fjandmað- ur þeirra? Um þeasa spurningu, sem eigi hafði fyr vaknað hjá henni, braut hún nú mjög heilann. Var það ólögleg atvinna, sem fiskimenn ráku í Nags- head? — Ef svo var eigi, hví —var þá oinatt hagað svo til, að unnið var í myrkri, og að nóttu? En hvað gat verið ólöglegt? — Gat það á nokkurn hátt verið ljótt, að fiskimennirnir ynnu sér fyrir peningum á þann hátt, að starfa að uppskipun, jafn framt sjóróðrunum? Hana furðaði á því, að hún skyldi aldrei hafa hugs- að um þetta, og gerði það hana leiða, með því hún gat ails eigi svarað öllum spurningunum, er vöknuðu í huga hennar. Atti hún eigi að inna Frank eptir þessu, er hann kæmi næst? Hún efaði eigi, að hann segði sór sannleik- ann, með því að hann virtist vera hreinn og beinn, og jafn framt vingjarnlegur við hana. — En það var henni enn óljóst, hvers vegna húu fékk ákafan hjartslátt í hvert skipti, er hún virti mynd hans fyrir sér í huganum, og augun, er starað höfðu svo innilega á hana, áður en deil— an hófst við Bill. Þetta traust, sem hún bar til manns, er hún alls ekki þekkti, studdist eigi við skynsamlega yfirvegun. Hór var að eins um tilfinningu að ræða, tilfinningu, sem. varð æ ríkari í huga hennar.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.