Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 28.02.1909, Qupperneq 3
XXIII., 8.-9.
Þ JÓB V ILJINN,
31
styður ráðherra-tilnefningu Björns Jöns-
sonar, fari að senda deildarforsetana til
Xaupmannahafnar, jafn framt honum, í
því skyni einu — því að annar verður á-
rangur fararinnar að voru áliti alls ekki —,
að fá hann skipaðan, sem ráðherra, virð-
ist ærið kostnaðarsamt fyrir landssjóðinn,
og þingmálunum bagalegt, og ætti að
geta gjörzt á annan hátt, eins og fyr var
■á vikið.
XJ tlönd.
—o—
Danmörk. ítannsóknum í fjárpretta-
méli Albertí’s er enn hvergi nærri lokið,
enda kvað Albertí gera sór far um, að
tefja fyrir rannsókninni að föngum, læt-
ur bóka langt mál um einstök atriði, en
ber þess í milli við minnisleysi.
Fyrrurn landbúnaðarráðherra Ole Han-
sen er verið hafði endurskoðunarmaður í
spsrisjóði sjálenzkra bænda, sem og í
smjörútflutningaféiaginu, og eigi veittfjár-
prettum Alberti’s eptirtekt, hefir misst
mjög traust kjósenda sinna, og því ný-
lega lýst því yfir, að hann gefi eigi opt-
ar kost á sór til þingmennsku.
f Látinn er í Kaupmannahöfn í jan-
úarmánuði þ. á. C. A Bosendahl, um fer-
tugt. Hann var einn af helztu skákmönn-
um í Danmörku.
Bæjarfulltrúakosningar eiga að fara
fram í Kaupmannahöfn 12. marz næstk.,
og taka konur þá í fyrsta skipti þátt í
kosningargjörðinni.
f Danska málarakonan jungfrú 1iavn-
Hansen brá sér nýlega til Berlínar, og
fannst litlu síðar örend í fljótinu Havel.
— Ætla flestir, að hún hafi drukknað of-
an um is, þó að sumir hafi gizkað á, að
um morð sé að ræða.
Um síðastl. hátiðar voru í Danmörku
seld svo nefnd „jólamerki“, sem límd eru
á bréf um hátíðarnar, auk vanalegra frí-
merkja, fyrir um 85 þús. króna, og er
upphæðinni varið, til að styrkja ýmsa líkn-
arstarfsemi.
t I janúar þ. á. andaðist dr. W. Stock-
fleth, 72 ára að aldri, einn í röð merkari
lækna í Danmörku. — Um hann er þess
getið, að hann hafi eigi að eins verið
læknir, heldur og hollur ráðanautur þeirra,
er hans vitjuðu.
Danska eimskipið „Stanton“, sem var
á ferð frá Bremen til öenua, fermt járni,
sökk í Norðursjónum 9. janúar. — Skips-
höfninni var bjargað af fiskiveiðagufu-
skipi, er þar var í grenndinni. — — —
Noregur. I fjárlögum Norðmanna eru
árstukjurnar áætlaðar um 113 millj. króna
og útgjöldin svipað.
Ágreiningur er með Svíum og Norð-
, mönnum, út af heimild sænskra Lappa,
í til að fara með hreindýr sin að vorum
inn yfir landamæri Noregs í norðurhér-
uðunum.
Friðþjófur Nansen hefir nýlega vítt
landa sína harðlega fyrir það, hve mjög
þeir eyði tíma og kröptum, til að þrefa
um hið svo nefnda „landsmál“, er sumir
vilja, að útrými dönskunni í Noregi. —
Þykir þarfara, að ræða ýms mál, er miði
til þess, að bæta hag þjóðarinnar i and-
legu og efnalegu tilliti.
I minningu þess, að árið 1914 era
hundrað ár liðin, síðan Noregur skildi
við Danmörku, og gjörðist sjálfstætt ríki,
hafa Norðmenn í Ameríku á orði, að skjóta
saman all-mikilli fjárupphæð, og gefa Nor-
egi líkneski af Líncoln forseta, eða stofna
sjóð, til að styðja að ýmsum þarflegum
fyrirtækjum. — — —
Svíþjóð. Það þykir tíðindum sæta, að
Lindhagen, borgmeistari í Stokkhólmi, hef-
ir ný skeð gengið í flokk jafnaðarmanna,
og er hann því fyrsti borgmeistarinn í
Stokkhólmi er telur sig jafnaðarmann í
skoðunum.
21. janúar þ. á. varð sænska skáldið
August Strindberg sextugur.
Landkönnunarmanninum Sven Hedín,
sem nýlega er kominn heim úr ferðum
sínum í Thíbet, var fagnað forkunnar vel
í Stokkhólmi, sem og annars staðar, er
hann kom við á leiðinni, t. d. í Péturs-
borg. — Hann hefir meðferðis fjölda ljós-
mynda og annara mynda, af héruðunum
í Thíbet, svo að þekking raanna hlýtur
að aukast mjög, að því er nefnt land
snertir, eem áður hefir verið Htt rann-
sakað. — — —
Frakkland. í þorpinu Béthune, norð-
arlega í Frakklandi, voru fjórir morðingj-
ar nýlega teknir af lífi, og eru það fyrstu
líflátsdómarnir, sem FaUíéres forseti hef-
ir staðfest, enda er hann sagður dauða-
hegningunni mjög andvigur, sem og Clem-
enceau, forsætisráðherra; en þingið hefir
þrásinnis neitað, að nema dauðahegningu
úr lögum, og því hefir þótt rangt, að
beita stöðugt náðunarróttinum. — — —
108
Fám mínútum síðar setíist skipstjóri og Frank að
borðum uppi á þilfarinu, aptur á skipinu.
„Yiðið nú að yður, liðsforingi, og spjöllum um eitt-
hvað, si>m vit er i!u sagði skipherra, og hellti í glösin.
„Það hefir legið hálf-ílla á yður? Gengur nokkuð sér-
stakt að?u
„Ekki annað, en það, að jeg hafði fyrri hluta dags
ætlað að gjöra nokkuð, sem var afar-áríðandi, og þvi
verð eg nú fresta!“
„Mér þykir það leitt!“ mælti skipherra. „En vænt-
anlega verður þó bætt úr þessu síðar?“
„Það vona jeg“, svaraði Frank; „en þér verðið að
afsaka, að eg get ekki verið hér lengur, en einn kl.tíma
í mesta lagi. — Jeg verð fyrir hvern mun að fara til
Dseeola fyrri part dags“.
„Þá get jeg skotið yður þangað á „Mosquito“, mælti
skipherra.
„Hafið þakkir, skipstjóri!“ svaraði Frank; „en það
getur alls eigi samrýmzt því, sem eg þarf að starfa. ---
Það er ekki aðal-atriðið, að fara þangað, heldur verð eg
vmdir einhverju yfirskini, að kynnast manni, sem Raffles
heitir, og er veitingamaður í gistihúsi við Albemarle-
sundið“.
„Svo — þá er öðru máli að gegna! En hvernig
gengur annars á eyjunni?“
„Vel, skipherra! Mér þykir i raun og veru vænt
um, að eg fæ að tala við yður. — Yður er kunnugt um
að tollsvik eiga sér stað í Nagshead, þó að þér hafi ðeigi
haft sannanir fyrir því til þessa; en þær hefi eg nú feng-
ið, og get gefið yður bendingu, sem ef til vill getur orð-
ið yður að liði. — Jeg hef hef grun um, að tollskyldu
97
spurði Raffles, og fölnaði í andliti. „Ef til vill vini þín-
um, lið-?foringjanum?“
„Hver veit hvað verður? Vinátta hans er ef til
vill betri, en vinfengi þitt, sé á það litið, hvernig mér
hefir reynzt það í dag! Jeg vil vara þig við því, að gera
mig of reiðan!“
Að svo mæltu dýfði Bill klútnunj í skálina, og vafði
um ennið á sér.
„Vertu nú ekki æstur!“ mælti Raffles.
Nú varð löng þögn, og heyrðist þá ekki annað, en
sönglið í Gritty, og í prjónunum hennar.
Maggy sagði þeim nú til kvöldverðarins, og settust
þá öll við borðið, þegjandi.
Þegar lokið var kvöldverðinum, sem var fremur fá-
tæklegur, kveikti Raffles í pípunni sinni, skenkti sér staup
af rommi, og settist aptur i stólinn einn, i nánd við
gluggann.
„Twysten kemur líklega ekki“, mælti hann, „og hét
hann mér því þó eindregið! Smith eða Pikc koma held-
ur ekki!“
„Jú, þeir koma líklega!“ tautaðiBilI. „Það er nægur
tími enn.“
Skömmu síðar komu og báðir hinir síðast nefndu,
og spurðu þegar eptir kaupmanninum, og er Raffles
neitaðu því, að hann væri komiun, settust þeir við borð-
ið, rej’ktu, og drukku og létu Bill segja sér greinilega,
hvernig viðureign hans og liðsforingjans hefði geDgið, og
ýkti Bill mjög söguna sér í vil, en gerði lítið úr mót-
síöðumanni sínum.
„Hann laumaðist að mér!“ mælti Bill að lokum.
„,En jeg skal muna honum það — muna honum það,