Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 28.02.1909, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 28.02.1909, Blaðsíða 8
36 Þjóbviljinm XXITL, 8.-9. Otto Monsted8 danska smjörlíki er bezt. Skinun lœknishéraðu. Síra Kr. Daníehaon ber fram frv. þess efnís að skipta Vestur-ísafjarðarsýslu í tvö læknishéruð, og nái annað yfir Auðkúlu-, Þingeyrar- og Mýra- hreppa, með iæknissetri á Þingeyri, en hittyfir Mosvalla- og Suðureyrarhreppa, tneð læknissetri á Flateyri. Skoðun á síld. Sig. Wörleif88on ber fram frv. þess efnis, að ráðherra skipi tvo yfirmatsmenn á síld, annan á Akureyri, en hinn á Siglufirði, og séu árslaun hvors um sig 1000 kr. — Undirmatsmenn skulu og skipaðir, þar sem yfirmatsmenn telja þörf á. Skoðun skal fram fara á allri nýveiddri slld, sem ætluð er til útflutnings, og veidd er í herpi- nót, eða í reknet, og söltuð er í landi, eða við land. Saltaða sild geta menn og fengið metna, hafi hún legið minnst 14 daga í salti. Lifsábyrgð sjðmanna á ísl. þilskipum. Fvr. borið fram í neðri deild af þingmönnum Reykvíkinga, og breytir það í i ýmsum grein- um ákvæðum laga 10. nóv. 1903 (um lífsábyrgð fyrir sjómenn). Þingsályktunartillögur. Dr. Jón Þorkel88on o, fl. hafa í neðri deild borið fram þessar þingsályktunartillögur. 1 .Um skipun nefndar, til að rannsaka verzlunar- og atvinnulöggjöf landsins. 2. Um skipun nefndar, til að ihuga, hvernig greið- ast og haganlegast verði bætt úr peningavand- ræðum landsins. 3. Um áskorun til landstjórnar, að leggja fyrir næsta þing frv. til laga um afnám eptirlauna allra embættismanna í landinu o. fl. 4. Um skipun nefndar, til að ihuga fiskiveiða- mál landsins. 6. Um skipun nefndar, til að íhuga samgöngu- mál landsins. Enn fremur frá Birni Jönmyni o. fl. 6. Um skipnn nefndar, til að íhuga kennslumál landsins. Frá big. Sigurðssyni o. fl. 7, Um skipun nefndar, til að íhuga landbúnaðar- málefni þjóðarinnar. 8. Um að fela nefnd þeirri, er kosin var til að ihuga bráðabirgðahækkun á aðflutningsgjaldi, að taka jafnframt til ibugunar tillögur um skattamál íslands. ííý kosning á Seyðisflrði. Alþingiskosning á að fara fram í Seyðisfjarð- arkaupstað 9. marz næstk., og er framboðsfrestur liðinn 3. marz. Sira Björn Þorláksson hefir gefið kost á sér við kosninguþessa,ogvæntanlega verðurdr. Valtfr Guðmundsson þar einnig í kjöri. — Hann situr nú á Seyðisfirði, fór þangað með „Ceres“ seint í febrúar. Drukknun. 9. febr. síðastl. fórst bátur í Keflavík undir Jökli,og drukknuðu þessir menn. 1. Formaður Loptur Loptsson, ættaður af Skógar- strönd, tæplega þritugur, kvæntur maður, er lætur eptir sig nokkur börn, talinn dugnaðar- maður. 2, Guðm. Hákonarson, bóndi á Stóru-Hellu i Kefla- vík, ekkjumaður, er átti nokkur börn uppkom- in. — Hann var sjálfur formaður, en gat eigi róið bát sínum fyrgreindan dag, með því að sumir hásetar hans voru veikir, og reri hann þvi með Lopti. 3. Kristján Jónsson frá;Vörðufelli áJSkógarströnd,. ógiptur maður innan þrítugs. 4. Hjörtur Magnússon, ókvæntur vinnumaður frá Beruvík undir Jökli, um tvítugt. 5. Guðjón Nikulá8Son, ókvæntur vinnumaður frá Sveinsstöðum utan Ennis, um tvitugt. 6. Dagóbert Hansson, kvæntur maður, tæplega þrítugur, lætur eptir sig ekkju, og nokkur kornung börn. 7. Kristján Guðmundsson, ókvæntur maður, tæp- lega þritugur, frá Dyngju í Keflavík. REYKJAVÍK 28. febrúar 1909. Inndælasta tiðarfar hér syðra nú um hríð, stillviðri og frostleysur. Jörð allstaðar marauð í byggðum. „Vendsyssel11, aukaskíp frá sameinaða gufu- skipafélaginu, kora bingað frá Kaupmannahöfn 27. þ. m., fermt vörum, sem sendast áttu með „Lauru“, meðai annars til Vestfjarða, og tekur „Laura“ við þeim, er hún kemur. Prentsmiðja Þjóðviljans' 102 leynast í skugga þeirra. — Með gætni sté hann öðrum fætinum aptur fyrir sig. „Hver er þar?“ spurði Maggy í sömu svipan. Nú var allt um seinan, og greip Frank ósjálfrátt til skammbys8unnar, sem var í vasa hans. „Hver er það, sem stendur þarna?“ kallaði Maggy aptur hærra, og í ákveðnari róm, en áður. Frank sá nú, að einu gilti, hvort hann flýði, eða stóð kyrr, með því að stúlkan myudi kalla til sjómann- anna. — Hvað átti hann til bragðs að taka, til að aptra því, sem bonum var verst við? Nú voru góð ráð dýr. — Hann gekk fram, og þreif af sér sjóhattinn. „Það er jeg!“ stamaði hann frarn úr sér. Maggy hrökk við, er hún heyrði máiróm hans, og virtist vera í vafa. „Þér megið fyrir alla muni eigi kalla á hjálp, Maggy; — þér þurfið alls ekki að vera hrædd við mig!“ Hún áttaði sig nú. „Hvað viljið þér?“ spurði hún lágt. „Hversvegna standið þér fyrir utan gluggann minn ?“ Fyrir utan gluggann hennar. — Þessi misskilning- ur fannst Frank vera sér óvænt hjálp. — Maggy hugði að hann hefði verið að stara upp í gluggann hennar. — Þenna misskilning hennar varð hann að nota sér. „Jeg varð að fá að tala við yður enn einu sinni,. Maggy! Jeg — jeg —“ „Bíðið augnablik!“ Að svo mæltu hvarf hún frá glugganum, en kom aptur lítlu síðar, og hafði þá pjal á herðutn. „Nú“, mælti hún, og beygði sig út um gluggann. 103 „Hvað viljið þér mér, þar sem þér eruð á gægjum á næturþeli fyrir utan gluggann minn? [Skýrið frá þvi, eða jeg kalla á föður minn!" „Nei, gerið það fyrir engan mun!“ mælti hann, og tók í höndina á henni. „Jeg skal skýra 'yður frá öllu, Maggy, en 0kki núna; — það kynni cinhver að koma,. okkur óvænt“. „En þér komuð mín vegna?“ mælti hún. Þetta mælti hún í svo alvarlegum, og innilegum róm, að Frank gat ekki fengið það af sér, að gabba hana, þótt hann sæi sig geta haft gott af þvi. Hann tók því i hönd hennar, og rnælti: „Nei, Maggy! Jeg kom ekki yðar vegna“. „Þér eruð þá njósnarmaður!“ „Talið lægra!“ mælti Frank allt í einu, stillilega, en þó í ákveðnum róm. „Að öðrum kosti getið þér gefið tilefni til baráttu og blóðsúthellinga.— ímyndið þér yður að Íe8 gefist strax upp? Fyr skulu nokkrir af þeim falla er á mig ráða!“ Maggy þagði, og mælti hann þá, blíðari í mál- rómnum: „Maggy! Eg bið yður að þegja yfir því, að við höfum talazt hér við. — A morgun eða hvenær sem þér viljið, skal eg gefa yður fullnægjandi skýringu! Eruð þér ánægð með það?“ Maggy þagði, sem fyr. Inni í húsinu varð nú hávaðasamara, en verið hafði, og karlmanna raddir heyrðust í gestaherberginu. „Verið nú fljót að ráða þetta með yður!“ mælti Frank alúðlega. „Það má enginn timi missast!“

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.