Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 28.02.1909, Qupperneq 6
34
ÞjÓÐVILJÍNST.
Kvað forjnælandi þingsálykfcunartillög-
unnar leitt, að þurfa að fara að rifja upp
ýmsar yfirsjónir ráðherra, sem minnzt
hefði verið á „eldhúsdaganau á und8n
förnum þinguin, og hefði verið ákjósan-
legast, að vísa ráðherra á þingtíðindin,
fyrsfc honum væri svo annt um, að fá
vantraustsyfirlýsingu, að hann afsegði að
víkja úr ráðherra-sessi að öðruin kosti.
Kvaðst hann þó vilja fara sem styttst
yfir.
1" Hefði ráðherra þött of deigar gagnvart
útlenda valdinu, og minnti hann í því
skyni á „undirskriptarmáliðu, þar sem
ráðherra hefði farið þveit ofan í yfir-
lýsingu sjálfs sín, og skilning, eða skil-
yrði, alþingis. — Sama hefði þótt kenna
i rifcsímamálinu, og benti hann í því
skyni á 20 ára einkarétt norræna frétta-
þráðarfélagsins, og á þau ákvæði rit-
símasamnings, að innanríkisráðherra
Dana hefði einn úrskurðarvaldið, ef á-
greiningur yrði um ekilning á ákvæð-
um samningsins. — Enn hefði og fram-
koma ráðherra verið vítt, er danska ný-
lendusýningin var á ferðinni, þótt minna
væri ura það vert.
í sömu átt þætti það benda, að hann
hefði ætlað útlendum mönnum hærri
laun, en Islendingum væri ætlað, t. d.
landsímastjóri Forberg látinn fá 5000
kr. árlega, þótt lögákveðin laun em-
bættisins væru að eins 8500 kr:, o. fl.
2° Stjörn ráðherra hefði verið flokkstjörn
í fylhtu merkingu, og beimastjórnarflokk-
urinn einskonar lítsábyrgðarfélag; þeir
væru teljandi þingmennirnir í etjórnar-
flokknum,efnokkrirværu, sem eigi hefðu |
verið lagðaðir að einhverju leyti, og j
væri það sama reglan, sem kvartað j
væri um, að Christensens- ráðaneytið í j
Danmörku hefði fylgt, embæfctaveitingar !
og sýslana, hefðu og yfirleitt verið !
miðað við flokkinn, símritarar valdir j
á þann hátt o. fl. (benfc á veitinguýmsra
sýslana, þar sem auðsætt þótti, að tillit
til flokksins hefði eitt ráðið).
Heimastjórnarflokkuriun hefði og
fylgt sömu reglunni, að því er snertir
skipun í bankaráð íslandsbanka kosn-
ingu endurskoðunarmanna landsreikn-
inga o. fl.
Afleiðingin af þessari óhappastefnu
blyti að einhverju leyti að vera sú,
þótt æskilegt væri, að eigi væri farið
langt í þá átfc, að stjórnarmönnum yrði
goldið líku líkt, er stjórnarskipti yrðu.
Annars myndi heppilegast, að draga
embættaveitingar sem mestúrhöndum
stjórnarinnar, t. d. skipun sýslumanna
og lækna, og að endurskoðunarmenn
banka- og landsreikninga væru þrir, og
kosnir með hlutfallskosningu.
3° Hefði ráðherra eigi sýnt þá óhlutdrœgni,
og réttlæti, í stjörn sinni, sem vera átti.
— I þessu skyni minnti hann á það,
hversu starfsmönnum íslandsbanka hefði
verið bannað að fást við pólifcík, nema
greiða atkvæði við kosningar, þar sem
starfsmönnum Landsbankans væri það
á hinn bógina heimilt, og hefðu notað
það ósleitilega; enn fremur minnti hann
ámálaferlin á Snæfellsnesi, þarsemhin-
um sakfelldu var að lokum synjað leyfis
XXIII., 8.-9-
um áfrýjun til hæztaréttar á þeirra eig-
in kostnað. — Enn fremur minnti hann
og á það, er ráðherra svipti pólitískan
andstæðing sinn (Bjarna frá Vogi) auka-
kennarasýslan, er alþingi hafði veitt
honum o. fl. o. fl. hér að lútandi.
4° hefðu öskir þjóðarinnar lítt átt upp á
pallborðið hjá ráðherra, og minnti hann
í því efni á þingrofsáskoranir, bænda-
fundinn 1. ág. 1905, þingvallafundinn
1907 o. fl.
5° hefði ráðherra lwað eptir annað virt
vilja þingsins, og fflirveitingarvald þess,
að vettugi, t. d. engu sinnt álykfcun
beggja þingdeilda urn vorpróf í hin-
um almenna menntaskóla; ritsímasamn-
inginn hefði hann og gerfc að alþingi
fornspurðu, og þvert ofan í fjárveifcingu
þess. — Síðasti samningur við samein-
aða gufuskipafélagið hefði og verið
gjörður í heimildarleysi.
tí" hefði ráðherra ausið út krossum, og
nafnbótum, og gæti það hafa aukið
metorða- og hégómagirnd ýmsra.
Formælandi benti að lokum á, að það
væri í fullu samræmi við almennar þing-
ræðisreglur, að ráðherra viki úr Völdum,
og vék að því nokkrum orðum að yfirleitt
væri eigi heppilegt, að ráðherrar sætu
mjög lengi að völdum, betra, að nýir
kraptar tækju við stjórnartaumunum öðru
hvoru.
Þess þarf eigi að geta, að ráðherra
fann hvorki blett, né hrukku,<í fari sínu,
en tjáðist þó mundi beiðast lausnar, þar
sem meiri hluti alþingis óskaði þess.
100
„Byrjum þá!u mælti Raffles, og gekk á undan inn
næsta herbergi.
Hinir gengu á eptir honum. — Hlemminum, sem
var yfir lúkugatinu, var nú lypt upp, og rúm gestgjaf-
ans, sem stóð o£an á honum, hafði verið tekið brott.
Var nú farið' að ná pokunum, og rommfötunum,
sem í kjallaranum voru.
Frank kom til gistihússins hér um bil um sama
leyti, sem Twysten, Og leyndisfc hann bak við tré,
meðan mennirnir voru að lenda, og gengu inn í gisfci-
húsið, en læddist síðan fram hjá húsinu ofan í fjöruna.
Dar voru alls fjórir bátar, og voru tveir þeirra
flutningabátar, en hitt smá-bátar, og var annar þeirra
auðsjáanlega bátur komumanna.
En er Frank hafði sannfærzt um þetta, laumaðist
hann f'ram með fjörunni, unz hann var kominn að hús-
glugganum. — Hann langaði til að skimast inn í húsið,
til að komast eptir, hverir komumenn væru, sem væru
svo seinfc á ferð.
Dóttist hann þesss fullvís, að þéir væru tollsvikarar,
og laumast þvi að glugganum fet fyrir fet, en var þó
jafnan rétt hjá trjánurn.
Frank var að vísu hugaður maður, en þó barðist nú
í honnm hjartað, þvi að líf hans var í voða, ef uppvíst
yrði, og fyriiætlan bans orðiu að engu, en tollsvikararn-
ir voru þá aðvaraðir.
Hann nam staðar tæp fimm fet frá glugganum, og
sá þá um allt herbergið, og gat glöggt greint andlifc
manna þeirra, er þar voru, með því að ljósið úr lampan-
bar á þb
Hann sá, að allir voru sjómenn, nema einn, er var
105
„Þetta er þá aðal-hæli tollsvikarann8!u mælti Frank
við sjálfan sig, og var hinn kátasti. „Hér á jeg
þá að mæta mótstöðumönnum mínum!“
Gleði hans varð þó skammvinn, því að hjá honum
vaknaði brátt önnur sár hugsun.
„En Maggy?u datt honutn í hug. „Á hún nokkurn
þátt í glæp föður síns? Er henni kunnugt um hann?
Hann hrissti höfuðið ákaft, greip höndinni upp i
hárið, og brosti.
„Góða nótt, hafmeyjan í Nagshead! Jeg efni orð
mín! Við sjáumst snemma í fyrramálið!u
IX. kapitali.
Þogar Frank vaknaði morguninn eptir atburði þá,
er fyr var getið, eptir nokkurra kl.tíma hressandi svefn,
virtist honum æfintýrið, sem gjörzt hafði kvöldið áður,
vera draumur, en gekk þó brátt úr skugga um, að svo
var eigi; er hann rak augun i fatnaðinn, sem hann hafði
verið i, og lá á stól við rúmið hans.
Sólin skein inn um gluggann, og lék um allt her-
bergið.
Frank stökk út úr rúminu, þvoði sér, og færði sig
í snatri í einkennisbúninginn, eins og líf lægi við, að
hann kæmi á réttum tíma til þass staðar, er hann og
Maggy höfðu mælt sér mót.
Aldrei þessu vant skoðaði hann sig í krók og í
kring í speglinum.
En er hann ætlaði að ganga út úr herberginu, kom
Berry inn til hans.
„Hvað er yður á höndum?u spurði Frank, allóðamála.