Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 28.02.1909, Page 7
XXIII.. 8.-9.
Þjóbvtt.1 inn
35
Yantraustsyfirlýsingin var samþykkt
með 15 atkvæðum gegn 8.
Ritsímaskeyti.
til „Þjóðv.u
—o—
Kaupmannahöfn 26. febr. 1909.
Frá Serbíu.
Serbar láta ófriðlega.
„Berlingur“ og ráðherratilnefningin.
Danska blaðinu „Berlingi“ hefir bor-
izt símskeyti frá Austurlandi þess efnis,
að Björv Jónsson só ráðherra-efni meiri
hlutans. — Blaðið illskast.
(Þar sem það er einka-réttur konungs,
að útnefna sér ráðherra, hefði það óefað
verið réttara af kurteisi við konung, að
ráðherratilnefning sjálfstæðismanna hefði
eigi verið birt almenningi, fyr en kon-
ungur hafði samþykkt ráðherra-efnið.
Árás „Berlingsu á hr. Björn Jónsson
stafar að öllum líkindum úr sömu átt, eins
og árás sama blaðs í hans garð fyr í vet-
ur, enda er það eitt af aðal-eÍDkennum
hatursins, að koma aptur og aptur,
og hætta eigi við þann, er það vi.ll eitt-
hvað íllt vinna, fyr en tök brestur.
Iregnir frá alþingi.
—zrs.—
II.
Lögaldur.
Síra Sig. Siefánsson hefir í efri deild borið
fram frv. þess efnis, að karlar og konur ógiptar
verði fullráðir fjár síns, er þau eru 21 árs, og geti
þá tekið að sér ábyrgð i íjármálum.
Hálfráðir fjár síns verða menn eigi bér eptir.
Stækkun verzlunarlóðar ísafjarðarkaupstaðar.
Sira Sig. Stefánsson ber í efri deild fram frv.
þess efnis, að verzlunarhús megi reisa alls stað-
ar í umdæmi ísafjarðarkaupstaðar (á jörðinni
Eyri, með bjáleigunni Stekkjanesi-1
Sérstök dómþingliií í Keflavikurhreppi.
Frv. þess efnis ber síra Jens Pálsson fram í
efri deild.
Vátrygging verkamanna gegn slysum.
Almenn sjúkrasjöðslög.
Dr. Jón Þorltelsson o. fl. bera fram þingsálykt- j
unartillögu í neðri deild þess efnis, að skora á
stjórnina, að leggja fyrir næsta alþingi frv. um
vátrygging vei'kamanna gegn slysum, og um |
almenn sjúkrasjóðslög.
Þjóðmeujasafn Islands.
Dr. Jón Þorkelsson ber fram frv. í neðri deild
þess efnis, að Forngripasafnið vorði eptirleiðis
nefnt Þjóðmenjasafn íslands. — Fornmenjavörð-
ur, er aunast um sýningu safnsins, kaup á forn-
gripum o. fi., hafi 1000 kr. árslaun, en aðstoð-
armaður hans 800 kr.
Breyting á kjördegi.
Þingmenn Reykvíkinga bera fram frv. þess
efnis, að alþingiskosningar skuli eptirleiðis fara ;
fram 10. okt. (í stað 10. sept.j
Undanþága frá lýsingum undan borgaralegu
hjónabandi.
Frv. frá Jóni Ólafssyni o. fl. þess efnis, að
undanþágu frá téðum lýsingum megi fá með
konunglegu leyfisbréfi.
Námulög.
Frv. til námulaga hafa þeir Björn Kristjáns-
son og Sigurður Gunnarsson borið fram í neðri
deild.
Háskólinn.
Nefnd í þvi máli 1 efri deild: An Jónsson,
Jens Pálsson, Sig. Hjörleifsson, L. H. Bj. og Stef.
Stejánsson kennari.
__________________' HTJ 1— . 1 — -
Ýmsar ncfnda-skipanir í efri deild.
Um ellistyrk: Kr. Daníelsson, Jósep Björnsson
Eir. Briem.
Um dánarskýrilur: Sig. Hjörl., Gunnar Ól.,
Ág. Flygenring.
Um fiskimat: Sig. Stef., Ág. Flyenring, Sig.
Hjörl.
Um byggingarsjóð: Sig. Hjörl., Jens Pálsson
og Júi. Havsteen.
Utn vátryggingarfélag: Sig. Stef., Ág. Flyg-
enring, Gunnar Ól.
Uni með/erb skóga: Jós. Björnsson, Júl. Havst.,
Kr. Dan.
Um laun sóknarpresta: Sig. Stef. Jós. Björns-
son, Jens Pálsson, Eir. Br., Steingr. Jónss.
Nefnd í stjórnarskrármálhiu.
Stjórnarskrárbreytingarfrumvarpist|órnarinnar
var visað til sambandsiaganefndarinnar á þing-
fundi neoii deildar 19. febr.
Kosningargjörðin á Seyðisfirði.
Neitað gildi kosningar sira Björns.
Enda þótt aiþingi ónýtti kosningu dr. Valtýs,
með því að hann hafði í raun réttri fengið einu
atkvæði færra, en síra Björn Þorláksson,* vildi
það þó eigi samþykkja kosningu síra Bj'örns, en
feldi hana með 31 atkvæði gegn 7.
Vér erum í engum vafa um, að alþingi með
atkvœðagreiðslu þessari framdi lögbrot, og beitti
síra Björn, og kjósendur hans, rangindum. —
Annað mál er það, að þeim, er atkvæði greiddu
gegn kosningu síra Bj'órns, hefir fráleitt verið
ijóst, hvað þeir voru að gera, eða þá flestum
þeirra. — Til eru á þingi, sem annars staðar,
menn, sem engu skeyta, hvort þeir gera það,
sem rétt er, eða rangt.
Aðflutningsbann á áfengi.
Erv, þess efnis ber Björn Jdnsson o. fl. fram
í neðri deild, að tilstuðlun Goodtemplara.
Þessi varð niðurstaðan á fundi þeirra sjálf-
stæðismanna, er kosningu dr. Valtýs ónýttu, og
því um engan vafa að ræða. ■— Stjórnarmenn
vildu aiiir samþykkja kosningu dr. Valtýs.
104
„Viljið þér þá lofa því, að svara öllum spurningum
mínum rétt?u mælti Maggy.
„Því lofa eg yður!“
„Farið þá — jeg skal þegja! En á morgun, um
sólar uppkomu, bíð eg yðar milli klettanna, fyrir sunnan
Kitty-Hawk-klettinn.
Frank, sem lét tilfinningarnar hlaupa með sig, kyssti
á hönd lienni.
„Þökk! Og góða nótt, Maggy!“
„Góða nótt!u
Hún iokaði nú glugganura, og nálega á sama augna-
bliki varð hurð gistihússins hrundið upp, og mennirnir
veltu einhverjum þungum hlut út.
Frank læddist fram með húsinu, og gaf nákvæmar
gætur að því, er þeir voru að starfa.
Frank fékk ákafan hjartslátt, og höfuðverk, og gat
hann eigi gert sér grein fyrir þvi sjálfur, hvort það staf-
aði af samræðum hans og ungu stúlkunnar, eða af hinu
að hann þóttist nú eiga skammtað takmarkinu, sem hann
hafði sett sór að ná.
Hann hafði nú eigi augun af pokunum, og ámun-
um, sem velt var ofan í fjöruna, og látið út í annan
flutDÍngsbátÍDn; en hugurinn var þó allur hjá Maggy.
Þá liðu fullir tveir kl.tímar, er haDn stóð svona, og
hallaðist upp að tré, og fundust honum þeir líða mjög
fljótt.
Loks heyrði hann, að báturinn lagði frá landi, og
sá haDn þá tvo menn ganga úr fjörunni til gistihússins.
Það voru þeir Raffles og Bill.
Hnrð gistihússins var síðan lokað, og ljósin slökkt
í gistiherberginu.
101
í fatnaði, sem í kaupstöðum tíðkast, og hlaut það að vera
kaupmaðuriuD í Osceola, eptir því sem Myers hafði lýst
honum.
Framk bleraði, en gat ekki heyrt eitt orð glöggt,
þar sem gluggarnir voru aptur, og af því að hann þorði
ekki nær; það var of mikil áhætta.
Hann sá, að mennirnir stóðu nú upp, og beið þess
all-óþolinmóður, hvað fram færi.
Að eins örfáar mÍDÚtur, sem Frank fannst þó seint
ætla að líða, stóðu þeir kyrrir í miðju herberginu, en
geDgu síðan inn í berbergið, sem var til hliðar, og rétt
á eptir heyrði Frank eitthvert hark þaðan.
Hvað skyldi ganga þar á?
Hann ætlaði að ganga að húsinu hinu megin, en
hætti við það, er hann heyrði að lokið var upp glugga.
— Gluggi þessi var á hliðarbyggingu hússins, og hafði
Frank eigi tekið eptir honum, með því að þar var ekkert ljós;
en áður en hann hafði áttað síg á því, hvort hann ætti
að flýja, eða standa kyrr, koin kvennmannsandlit út í
gluggann.
Það var Maggy, sem opnað hafði gluggann, til
þess að svala sér í tæru lopti, eptir að hún var hált-
háttuð.
FraDk sá hvíta, bera handleggina, og axlirnar, og
greip hann þá einhver kynleg tilfinning, svo að hann
stóð kyrr, og starði á ungu stúlkuna.
Unga stúlkan leit nú upp, og fann Frank á sér, að
hún horfði á hann.
Ef hún tæki nú eptir honum! Aköf hræðsla greip
hann! Hann varð að reyna, að komast nær trjánum, og