Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 10.03.1909, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 10.03.1909, Blaðsíða 7
Þjóbvjl j in n 48 XXIII., 10,—11. Mannalát. 1, janúar þ. ó. andaðiet á sjúkrahús- inu í Isafjarðarkaupstað ungfrú Indiana Salöme Fertramsdöttir. — Foreldrar henn- ar voru: Fertram Gídeonsson, lmsmaður að Faxastöðuru í Grunnavíkurhreppi, og kona hans Margrét Magnúsdóttir. Indíana sál- uga var fædd að Nesi í Grunnavíkur- hreppi 10. apríl 1886, og dvaldi jafnan í foreldrahúsum, unz hún 14 maí 6Íðastl. fluttist í Bolungarvik. Alsyetkini Indíönu sálugu eru: 1. Veturliði Fertramsson á ísafirði, 2. Guðrún Fertramsdóttir á Isafirði, og 3. Ólöf Fertramsdóttir í Boiungarvík, og eru þau öll ógipt; en hálf-systkini hennar, sammæðra, eru: 1. Hiram Veturliðason á Steinólfstöðum. 2. Ketilríður Veturliðadóttir á Hesteyri, og 8. Bagnheiður Veturliðadóttir á Steinólfs- stöðum. og var faðir þeirra, fyrri maður fyr greindr- ar MargrétarMagnúsdóttur Veturliði Vaqns- son, er fyr bjó að Dynjanda í Jökulfjörð- um. Indíana sáluga var mannvænleg og efnileg stúlka, og er því sárt saknað af foreldrum, og öðrum, er kynni höfðu af henni. 25. nóv. síðastl. andaðist i Bolungar- vík stúlkan Þórlína Jöhannsdóttir, 35 ára að aldri, fædd 10. marz 1873. — Hún hafði dvalið hjá Pétri kaupmanni Odds- syni í Bolungarvík, síðan hún var fyrir 'i innan fermingu. — Foreldrar hennar voru Jóhann Guðmundsson, fyrrum bóndi í Fremri-Breiðadal, og Hildur, koDa hans. ÞórlÍDa sáluga dó af barnsförum. 11. janúar þ. ó. vildi það sorglega slys til í BoluDgarvikurverzlunarstað, að Bernódus formaður Örnólfsson í Bolung- arvík andaðist af meiðslum, er hann hafði hlotið, er hann hijóp til að hjálpa mótor- bát, sem var sð koma að iandi. — Skelti báran mótorbátnum á hliðina, svo að Berncdus varð undir bonum. — Tók hann út, mikiar þjáningar, áður en hann and- aðist. Bernódus heitinn var fæddur 19. maí 1863, og var því maður á bezta skeiði, — Hann varkvæntur Guðrúnv Jensdóttur, er lifir hann, og varð þeim ails 8 barna auðið, og er að eins eitt þeirra á lífi, ungl- ÍDgspiltur, sem Finnhogi heitir. Bernó- dus heitinn hafði verið húsmaður í Bol- ungarvík í frek tíu ár, og formaður lengst- um frá því, er hsnn settist þar að í hús- mennsku, fyrst á sexæring, og siðan á mótorbát. — Hann var dugnaðar- og afla- maður, og einn af fremstu formönnum í Bo’.UDgarvík, — Hann var og sparsemd- ar- og róðdeildarmaður, og að ýmsu vel gefiDn, svo að Bolvíkingum er eptirsjá að honum. Jarðarför hans fór fram að Hólskirkju í Bolungarvík 21. janúar þ. á. 1. febr. þ. á. andaðist að Melum i i Strandasýslu ekkjan Sigríður krnadóttir, "___wim __■ ___ 78 ára að aldri. — Hún var gipt Guðm. sálugá Jónssyni, sem látinn er fyrir nokkr- um árum, og bjuggu þau að Melum all- an sinn búskap, yfir þi játíu ár, við frem- ur góð efni, og áttu mörg börn, sem flest dóu í æsku. Á lífi eru nú að eins þessi þrjú börn þeirra: 1. Guðniundur, bÓDdi að Melum. 2. Guðrún gipt, Einari Þorsteinssyni að Hiið í Álptafirði í Norður-ísafjarðar- sýslu, og 3. Olafur, lausamaður í Ófeigsfirði. Hinn 8. des. s. 1. andaðist eptir laDg- vinnar þjáningar af krabbameini bóndinn Guðmundur Jónsson í Flekkuvík, 44 ára gamall. Hann var sonur merkishjónanna Jóns sál. Þoikelssonar, dóinn 1886, og Guðrúnar Eyjólfsdóttur, i Flekkuvik sem enn er á lifi, og dvaldi hjá syni sínum Eptir dauða föður síns tók Guðm. sól við búsforráðum með móður sinni og hafði þau á hendi þangað til 1898, að hann byrjaði sjálfur búskap í Flekkuvik bjó hann þar til dauðadags. 1897 kvæntist hann frændstúlku sinni, Jónínu Þorkels- dóttur, sem lifir mann sinn. Þau eign- uðust 1 son, sem dó á 1. óri. -- Guð- mundur sól. var mesti dugnaðar og ráð- deildar maður bæði til sjós og lands. Hann var einkar kurteis maður, og framúr- skarandi stilltur og geoprúður. Hann kunni flestum fremur að stjórna geði sínu. Hanu var vel greindur og gætinn, bú- 116 „Þér viljið þá, að jeg flytji yður til Osceola?14 mælti Eaffles. „Já, fram og aptur! Hvað setjið þér upp fyrir flutninginn?“ Raffles hugsaði sig ögn um. „Þrjátíu krónurF mælti hann. „Þrjátíu krónur?„ tók Frank upp eptir honum. „Það getur ekki verið alvara yðar!u „Jú — þrjátíu krónur — hvorki meira, né minna! Það eruð eigi þér, sem borgið, heldur stjórnin, og hún er nógu rík. — Þyki yður það of dýrt, þá gangið þér frá þvíu. Það var rétt komið að því, að Frank stykki upp á nef sér, því að krafa gestgjafans var blátt áfram ósvífin — Hann stillti sig þó, enda munaði minnstu um nokkr- ar krónur, tækist honum að ná takmarki sínu, og þó eink- um tækist honum, að fá að tala við Grittyjog Maggy. „Þér skuluð fá peningana -- helminginn núna, og hinn helmÍDginn, er við komum aptur! —“ svaraði hann þess vegna eins stillilega, eins og honum var auðið. „Er- uð þér þá ánægður?“ „Fyllilega!u Eu biðið stundarkorn, udz bóturinn er til!“ „Jeg er þyrstur!14 mælti Frank. „Get jeg fengið eitt- hvað að drekka, t. d. glas af köldu vatni, með sykri, ng rommi?“ Eaffles hugsaði sig ögn um, en játaði siðan. „MaggyF kallaði hann. „Láttu liðsforingjann fá glas af vatni, með sykri og rommi, og flýttu þér svo að koma hingað út! Þú hjálpar mér, til þess að laga í bátn- um! Gerið svo vel, að ganga inn, herra minn! Þegar 113 „Svo hélt eg heimleiðis!u svaraði Maggy. „Eptir hverju átti eg að bíða. Raffles þótti leítt, að fá ekki gleggri fregnir um er- indi fallbyssubát8Íns. — Gat ekki verið, að hann væri að sækja liðsforingjaDn, og að ótti þeirra væri á engum rök- um byggður. Um þetta var Raffles að hugsa, og sjúga pípuDa sina; en Maggy gekk inn í næsta herbergi, til að hjólpa ömmu sinni að fara á fætur. Fjórðungi stundar síðar kom gamla konan inn i herbergið, ásamt Maggy. Gamla konan leit órólega krÍDgum sig í herberginu haltraði til sonar síns, tók í hönd honum, og mælti: „Jón! Hvar er Dan minn? Er það þér að kenna„ að hann kemur eigi aptur?u Raífles hrökk við, og forðaðist að lita i augu móð- ur sinnar. Hann stóð frami fyrir henni, sem ákærður væri, og liðu nokkur augnablik, áður en hann áttaði sig. „Hvað áttu við, mamma?u spurði hann. „Min vegna má Dan koma heim, hve uær sem hann villu. „Það er gott!u sagði gamla konaD. „Þú ert vænn drengur! Jeg skal segja Dan, að þér þyki vænt um hann Það skal eg segja honum!“ Að svo mæltu settist gamla konan í hornið h]á ar- ininum, og hafði ekki augun af dyrunum. Hún hafði engan grun um, hvaða tilfinnÍDgar orð hennar höfðu vakið hjá Jóni. — Hann vissi eigi hvað„ gjörzt hafði daginn áður, nema hvað Bill hafði sagt hon- um, og orð hennar minntu hann því á voða-nóttina í sept. — Þfð voru nú liðin tuttugu og sex ár siðan —

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.