Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 19.03.1909, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 19.03.1909, Blaðsíða 1
Verð árgangsinn (minnst 90 arkir) 3 kr. 50 aur.; erlendú 4 kr. 50 aurog I Amerííu doll.: 1.50. Borgist fyrir júnlmán- aðarlok. ÞJÓÐVILJINN. _ _|= TxJTTUöASTI 08 ÞRIÐJI ÁE8AN8UB. =1- ^_9wt|=R?TSTJÓEI: SKÚLI THORODPSEN. =!■ TJppsiign slcrijleg ogild nema komið sé til útgdý- anda fyrir 30. dag jún- mánaðar, og kaupandi samhliða uppsögninni borgi skuld sína fyrir blaðið. M 13. ReYKJAVÍK, 19. MARZ. 1909. ÚtlöndL. —o— Helztu tíðindi frá útlöndum eru: Danmörk. Hervarnamálið er nú aðal- málið á dagskrá þings og þjóðar. — Hef- ir umbótaflokkurinn yfirleitt verið Neer- ^aanfs-ráðaneytinu qrðugur, og eruýmsir 8f helztu mönnum flokksins algerlega móthverfir hervarna-frumvarpinu, en hægriinenn hafa tekið því fegins hendi. — Er eigi ólíklegt, að mál þetta valdi þvi, að flokkaskipunin á þingi Dana breyt- ist; en sumir spá því, að það verði Neer- gaards-ráðaneytinu að falli — Frumvarp- ið hefir nú verið falið þingnefnd til í- hugunar. 22. febr. var í Kaupmannahöfn tek- inn fastur maður nokkur, sern sakaður er um, að hafa veitt tveim kvennmönnum banati’lræði með svipuðum hætti, sem kvennamorðin i Berlín hafa nýskeð verið framin; en þrælmenni þessi hafa beitt samskonar kviðskurði, sem „Jakob kvið- skeriu beitti í Lundúnum fyrir nokkrum árum. Aðfaranóttina 21. febr. gerðist sá at- burður í geðveikrahæli í Middelfart, að geðveikur sjúklingur veitti öðrum sjúkl- ingi bana. — Hefir atburður þessi valdið því, að all-miklar umræður hafa orðið í dönskum blöðum um meðferð á sjúkling- um í geðveikrahæium, og umý.r iskonar óreglu, er þar þykir hafa brytt á. Ballottí, þorparinn, sem framdi morð- ið í Höjbjergsgaard í vetur, hefir verið dæmdur til dauða, en félagar hans í margra ára typtunarhúsvinnu — — — Norogur. Ráðgert er, að Friðþjófur Nansen fari rannsóknarferð norður í höf á komanda sumri, og kemur hann ef til viil við á íslandi á þeirri ferð sinni. --- Svíþjóð. Anton Nítson, er varpaði sprengikúlu i Malmö, og dæmdur hafði verið til dauða, hefir verið náðaður af Qustav konungi V., og hegningunni breytt í æfilanga þrælkunarvinnu. 27. febr. samþykkti neðri málstofa sænska rikisþingsins 1 einu hljoði askor- un til stjórnarinnar þess efnis, að nema dauðahegningu úr lögum, en talið liklegt, að þeirri áskorun verði ekki sinnt, með því að efri málstofan vill, að dauðahegn- ingunni só haldið. — — — Þýzkaland. Nýlega er kominn út pési, þar sem ráðist er harðlega á Biilow, ríkiskanzlara.'— Heitir pésinn: rBulow fursti og Villijálmur IIa, og þar er Bulow gefið að sök, að hann hafi sjálfur verið undirrótin að rekistefnunni, sem varð út af ummælum keisara í vetur (um heilræði og vinarþel keisara í garð Breta, er Búa- ófriðurinn var á dagskrá o. fl); segir í pósanum, að Búlow hafi sjálfur samið greinina i enska blaðinu „Daily Telegrafu, . til þess að gera Yilhjálm keisara ískyggi- legan í augum þjóðarinnar, og geta sjálf- ! ur komið fram, sem verndari þjóðarinnar gegn sjálfræði keisara. — — — Frakkland. Frægur skripamynda-teikn- ari, Coran d’ Aclie að nafni, er nýlega látinn. — Hann var ákafur andstæðingur Dreyfusar, og þeirra er hans máli fylgdu, og fengu þeir þvi óspart að kenna a teikningum hans. — — — Balkanskaginn. Bretastjórn hef ir boð- izt til þess, að miðla málum milli Tyrkja ^ og Búlgara, að því er snertir skaðabætur, er Búlgarar skuli greiða Tyrkjum, og hafa báðir inálsaðilar tekið því tilboði vel. Ferdínand, Búlgara-fursti, brá sér ný skeð til Pétursborgar, og var fagnað þar ágætlega, sem þjóðhöfðingja sæmir, þótt stórveldin hafi að vísu enn eigi viður- kennt konungs- eða keisaranafn það, er hann vill taka sér. Ráðaneytisskipti eru nýlega um garð gengin i Serbíu, og heitir nýi forsætis- ráðherrann Novalcovitsch. — Talið er, að ráðaneyti þetta muni eigi eins fjandsam- legt gegn Austurriki, sem fráfarandi ráða- neyti var. Fregnir frá Serbíu þykja yfirleitt frem- ur óábyggilegar, segja snmar fregnir, að þeir séu að verða afhuga ófriði, en aðrar fregnir, að þeir muni aldrei víkja frá þeim kröfum sÍGunt, að fá landskika í stað Bosníu og Herzegovinu. — Sendi- herrum stórveldanna segja þeir sitt hverj- um um fyrirætlanir sínar. — — — Bandaríkin. Nýji forsetinn, laft, er nú tekinn við völdum, og hefir hann lýst því yfir, að hann inuni fylgja sömu stjórn- málastefnu, sem Roosevelt, sérstaklega að því er til Japana i Kalíforníu kemur, sem og gegn stórgróðafélögunum. Aukaþing ráðgerir hann, að kalla sam- an, til að fjalla um tollmálin. Til viðbótar framángreindum erlend- um tiðindum, má enn fremur geta þessara: Danmörk. Atvinnulausir menn héldu alls fimm fundi í Kaupmannaböfn 24. febrúar, og taldist þeim þar svo til, að þá gengju alls 25 þús. verkmanna atvinnu- lausir í Damnörku, og vilja þeir, að ríkið sjái hverjum þeirra fyrir 20 kr. tekjum á viku hverri, meðan er atvinnuleysið stendur yfir. — Gerðu þeir sendimenn á fund A7eeryaarJ-ráðaneytisins, til að fara ofangreindu fram, og lofaði hann að sjá um, að flýtt yrði fyrir ýmsum bygg- inga-fyrirtækjum af hálfu ríkisins, og kvað þingið að öðru leyti mundu hlaupaurdir bagga, sem tök væru á. Fulltrúar póstþjóna í Danmörku héldu fund i Kaupmannahöfn 21.—23. febr., til þess að ræða ýms mál, er þá varða. — Noregur. Eptir tiliögum Castberg's dómsmálaráðherra, hefir stjómin Jagt fyrir þingið frumvarp þess efnis, að veita ó- skilgetnum börnum sömu réttindi, sem skilgetnum börnum, bæði að þvi er erfða- rétt eptir föðurinn snerrir, og heimild barnsins, til að bera ættarnafD föður þess. — Barninu á og að veita uppeldi, er sómir stöðu þess foreldranna, sem betur er sett. — Enn fremur auka og lögin skyldur barnsföðursins gegn móðurinni að mun. Siðustu daga febrúarmánaðar stakk bólusótt sér niður í grennd við Bergen, og höfðu alls 22 sýkzt, er síðast fréttist. Þýzkaland. Bóndi nokkur, Friedrich Theil að nafni, sem heima á í ítanda í Sachsen-Altenburg, og nýlega varð hálf- áttræður, hefir numið upp á eigin spitur grísku, hebraisku, latínu, saDskrit, arabisku, og tleygletur, og 71 árs að aldri fór hann að nema ensku, og kvað nú vera vel að sér í því tungumáli. — — — Balkanskaginn. Tveir menn voru ný- lega teknir fastir i Bulgaríu, sem mælt er, að hafi ætlað sór að myrða Ferdínand fursta, er hann kæmi heim úr Bússlands- för sinni. Mælt er, að Serbar geri sér von um hjálp Rússa, ef í hart fer milli þeirra og Austurríkismanna, enda hafa ýms blöð alslafneska flokksins á Rússlandi verið all-harðorð i garð Austurríkismanna, og telja Bússland sjálfkjörinn vörð smá-ríkj- anna á Balkanskaga. — — — Rússland. 15 pólitiskir glæpamenn svo nefndir, er dæmdir höfðu verið til Síberíu- vistar, reyndu nýlega að flýja frá borg- inni Irkutsk, en náðust, og voru dæmdir til dauða. Tóku þeir þá allir inn eitur, og beið einn þeirra bana, en hinir urðu hættulega sjúkir, og var dauðadóm þeirra þá breytt, en eigi er þess getið, að þeir losni úr útleggðinni. Með því að Rússakeisara mislíkuðu ummæli forseta finnska landsþingsins, er hann svaraði ávarpi keisara til þingsÍDS, og tjáði þjóðina áhyggjufulla yfir þvi, að mál Finna væru eigi borin fyrir keisara á lögskipaðan hátt, þá var þing Finna nýlega rofið, og eiga kosningar að fara fram í mai, en þing að koma saman a& nýju 1. júni næstk. — — — Bandaríkin. Frú Vanderbilt hefir ný- lega gefið eina milljón dollara, til að byggja fyrirmyndarbústaði handa 350 verkraanna-fjölskyldum í New-York. Griskur raaður í Omaha réð lögreglu- manni nýlega bana, og reiddust ýmsir borgarbúa því svo freklega, að 3 þúsundir þeirra ætluðu að ráða á Grikki, sem þar búa, en særðu i misgripum ýmsa Rúmena og ítala. — — —

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.